Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ JltripmM&MI* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OSIGUR BANDARÍSKRA DEMÓKRATA MIKIL PÓLITÍSK umskipti hafa orðið í Bandaríkjunum. Kjósendur létu vonbrigði sín og reiði í ljós á þriðjudag er Demókrataflokkurinn, flokkur Bills Clintons forseta, missti meirihluta sinn í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit þing- kosninganna munu leiða til þess, að aðstaða Clintons til þess að fá margvísleg umbótamál samþykkt verður bæði erfið og flókin. Repúblikanar höfðu síðast meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í valdatíð Dwights D. Eisenhowers forseta árið 1954. Flokkurinn hafði um nokkurra ára skeið meirihluta í öldungadeildinni er Ronald Reagan réð ríkjum í Hvíta hús- inu en valdamiðstöð Demókrataflokksins hefur löngum verið fulltrúadeildin. Nú þegar fyrir liggur að flokkurinn hefur glat- að yfirburðastöðu sinni í þeirri þingdeild markar það ákveðin tímamót í stjórnmálasögu síðustu áratuga. Venjan er sú að flokkur sitjandi forseta glati fylgi í kosningum á miðju kjör- tímabili hans. Afhroð Demókrataflokksins í kosningunum á þriðjudag er á hinn bóginn svo mikið, að það mun vafalaust hafa mikil áhrif þar vestra. Úrslitin eru áfall fyrir Bill Clinton forseta sem' hafði búið sig undir ósigur en engan veginn þessa algjöru höfnun. Þótt stjórnmálaskýrendur telji á þessari stundu að forsetinn verði ofurseldur vilja þingsins þau tvö ár sem hann á eftir í emb- ætti má ekki gleyma því, að forsetar úr röðum repúblikana hafa yfirleitt orðið að takast á við þing, sem lotið hefur for- ystu demókrata. Sú aðstaða hefur leitt til samninga á báða bóga og gera má ráð fyrir, að svo verði einnig nú. Verði repú- blikanar erfiðir í þeim samningum á Clinton þann kost að fara með helztu baráttumál sín til þjóðarinnar og saka þing- meirihluta repúblikana um aðgerðaleysi og vesaldóm, eins og Harry Truman gerði með góðum árangri. Bandaríkjaforseti á því ýmsa kosti, þótt ekki blási byrlega fyrir honum um þess- ar mundir. Þótt þingleiðtogar og forsetinn sjálfur hafi lýst yfir því að samvinna og gagnkvæm virðing muni einkenna samstarf þeirra má búast við því að markmið repúblikana verði að gera forsetann óvirkan næstu tvö árin og tryggja þannig fram- bjóðanda flokksins sigur í forsetakosningunum 1996. Leiðtog- ar repúblikana á þingi, þeir Bob Dole í öldungadeildinni og Newt Gingrich í fulltrúadeildinni, hafa litlar mætur á Clinton. Þegar Bill Clinton var kjörinn forseti Bandaríkjanna haust- ið 1992 var það til marks um sterka kröfu kjósenda um breyt- ingu í bandarísku þjóðfélagi. Stórborgir Bandaríkjanna voru að verða frumskógur, þar sem fólk gat ekki og getur ekki farið óhult ferða sinna nema á afmörkuðum svæðum. Fátækt hafði aukizt og efnamunur var og er gífurlegur. Komið hafði í ljós að ömurlegt ástand heilbrigðiskerfisins og auknar áhyggjur af glæpum og lögleysu voru ofarlega í hugum kjós- enda. Hvort sem menn vilja þakka það efnahagsstefnu Clintons eða ekki er staðreyndin sú, að veruleg uppsveifla er í banda- rísku efnahagslífi. Atvinnulausum hefur fækkað mjög og hagur almennings batnað. Baráttan um umbætur í heilbrigðis- kerfinu stendur enn. Sterk þjóðfélagsöfl beijast gegn þeim breytingum, sem forsetinn og kona hans, sem hefur verið í fararbroddi í heilbrigðismálum, hafa gert tillögur um. Því má ekki gleyma að byltingarkenndar umbætur mæta alltaf sterkri andstöðu í Bandaríkjunum. Barátta Kennedys fyrir jafnrétti blökkumanna mætti einnig sterkri andstöðu eins og heilbrigðisumbæturnar nú. Það var fyrst eftir hið sorglega fráfall Kennedys, að bandaríska þingið samþykkti tillögur hans í mannréttindamálum. Fjölmiðlum vestan hafs hættir til að oftúlka konsingaúrslit af þessu tagi. Bandarísku stjórnmálaflokkarnir eru annarrar gerðar en stjórnmálaflokkar t.d. í Vestur-Evrópu. Að mörgu leyti er meiri málefnaleg samstaða með demókrötum í Suður- ríkjunum og hægri armi Repúblikanaflokksins en á milli demó- krata í Suðurríkjunum og Norðurríkjunum. Með sama hætti er meiri málefnaleg samstaða með demókrötum í Norðurríkj- unum og hinum frjálslyndari armi Repúblikanaflokksins en á milli repúblikana innbyrðis. Af þessum sökum m.a. leitar stjórnmálakerfið vestan hafs alltaf jafnvægis með einum eða öðrum hætti. Hins vegar þýðir meirihluti repúblikana í báðum deildum þingsins, að þeir ráða ferðinni í þingstörfum og forset- inn þarf þess vegna að leggja meiri áherzlu en ella á samn- inga við þá m.a. með því að koma til móts við sjónarmið þeirra í ríkara mæli en áður. Clinton er því tvímælalaust í mikilli vörn eftir þessi kosningaúrslit. Það á svo eftir að koma í ljós, hvort honum tekst að snúa þeirri vörn í nýja sókn. SJÚKRALIÐADEILAN SJÚKRALIÐARNIR Sigríður Einarsdóttir (t.v.) og Ingibjörg Hjaltadóttir fara i verkfall á morgun ef svo fer sem horfir. JÓNA Guðmundsdóttir, hjúkrunar spítalanum, sljórnar lok Sjúklingar sendir eða á aðrar deil Allt bendir til að verkfall sjúkraliða hefjist á miðnætti í nótt. Sjúkrastofnanir eru í óðaönn —— ---------------------------7---------- að búa sig undir verkfall. Egill Olafsson heimsótti deild B-4 á Borgarspítalanum, en henni verður lokað í dag. ANDRÚMSLOFTIÐ á B-4, öldrunarlækningadeild Borgarspítalans, í gær var ekki ósvipað og hjá fólki sem er að flytja í annað húsnæði. Starfsfóik var að undirbúa lokun deildarinnar. Sjúklingar voru annað hvort farnir heim, á heimleið eða á leið yfir á aðrar deildir spítalans. Allir reiknuðu með að af verkfalli sjúkraliða yrði, en það á að hefjast á miðnætti í nótt. Jóna Guðmundsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á B-4, sagði að aðeins væri heimilt að halda einni öldrunar- lækningadeild opinni á spítalanum í verkfallinu og þess vegna hefði verið ákveðið að loka B-4. Sjúklingar sem ekki gætu farið heim yrðu fluttir á B-5 eða á aðrar deildir. Þegar er búið að útskrifa nokkra sjúklinga. Auk þess hefur verið dreg- ið úr bæklunaraðgerðum, en á B-4 liggja m.a. sjúklingar sem eru að jafna sig eftir slíkar aðgerðir. Jóna sagði að sjúklingar sem talið væri að gætu bjargað sér heima yrðu sendir heim. Reynt væri að taka til- lit til heimilisaðstæðna sjúklinga þegar þessar ákvarðanar væru tekn- ar. Marga sjúklinga væri útilokað að senda heim vegna veikinda þeirra eða heimilisaðstæðna. Jóna sagði að margir sjúklingar væru kvíðnir og hefðu áhyggjur af því sem tæki við. Sumir þeirra sem færu yfir á aðrar deildir óttuðust að verða sendir heim síðar. Sá ótti væri kannski ekki ástæðulaus því enginn vissi í raun hvernig verkfallið myndi þróast. STARFSFÓLK B-4 var í óðaönn að undirbúa lokun deildarinnar. Með 73 þúsund eftir 20 ára starf Morgunblaðið ræddi við sjúkralið- ana Ingibjörgu Hjaltadóttur og Sig- ríði Einarsdóttur um kjör þeirra og viðhorf til verkfallsins. Ingibjörg er með um 68 þúsund á mánuði eftir átta ára starf. Hún sagði að heildarlaunin væru ekki mikið hærri því að hún ynni ekki á kvöldvöktun, en væri með vaktaálag um helgar. Sigríður er í 90% starfi, en sagði að fullt starf skilaði sér um 73 þús- undum á mánuði. Hún hefur unnið sem sjúkraliði í 20 ár og er því kom- in eins hátt í launastigann og hún getur komist. Sigríður sagðist ekki geta lifað af launum sínum og hún hefði því gripið tii þess ráðs að vinna HILMAR Hálfdánsson verður fluttur á aðra deild í dag. aukavinnu með sjúkraliðastarfinu. Sjúkraliðar sem vinna á öldrunar- deild fá fimm þúsund króna álag og er það inn í tölum um laun Sigríðar og Ingibjargar. Sjúkraliði á almennri deild er með 68 þúsund á mánuði eftir 20 ára starf. „Sjúkraliðar hafa bjargað sér í gegnum tíðina með því að taka auka- vaktir og lyfta þannig laununum. Án þessa að hafa möguleikann á að taka aukavaktir væri ekki hægt að vera í þessu starfi, en þetta þýðir að vinnuvikan verður oft mjög löng,“ sagði Sigríður. Vona að samningar takist fljótt Ingibjörg sagði að það væri erfitt að lifa af þessum launum og því væri hún tilbúin til að leggja eitt- hvað á sig til að fá þau hækkuð. Hún sagðist hins vegar kvíða verk- falli. Það væri að styttast í jólin og hún mætti ekki við því að tapa laun- um. „Maður vonar að það semjist sem fyrst. Heilbrigðisráðherrann var að tala um það í gær að það væri svigrúm til að hækka launin," sagði Ingibjörg. Sigríður sagði að sjúkraliðar hefðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.