Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Umfangsmiklar breytingar gerðar á sundlaug Akureyrar 1 sumar Aðsókn bama nærrí tvöfaldast Heilsugæslu- stöð Akureyrar Opinn dagur OPINN dagur verður á 4. hæð Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureyri föstudaginn 11. nóvem- ber milli kl. 15 og 17. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar og kynningar, um 15 mínútna, um aðskilin efni. Konny K. Kristjánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, íjallar um starfsemi heilsugæslustöðvar- innar, A. Karólína Stefánsdótt- ir, fjölskylduráðgjafi, um fjöl- skylduráðgjöf sem hlut af starf- semi heilsugæslustöðvarinnar, Elísabeth Zitterbart, hjúkrun- arfræððingur og ljósmóðir, um lýsi og meðgögnu, Hjálmar Freysteinsson, heilsugæslu- læknir, um niðurstöður könnun- ar um bijóstagjöf, Guðný Berg- vinsdóttir, skólahjúkrunarfræð- ingur, um gagnkvæmt traust og virðingu og Þorgils Sigurðs- son, heilsugæslulæknir, um vitj- anaþjónustu vaktlæknis við heilsugæsluna. Húsakynni verða til sýnis og starfsmenn til viðtals hver á „sínum stað“. Kaffi verður á könnunni. Kjördæmisþing framsóknarmanna Tillaga um prófkjör felld TILLAGA um prófkjör var felld með 44 atkvæðum gegn 17 á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra um síðustu helgi. Tiljagan var borin fram af fé- lögum í Framsóknarfélagi Ak- ureyrar. Aukakjördæmisþing mun velja á framboðslista flokksins fyrir kosningamar í vor. Þingið hefur ekki verið dagsett, en reiknað er með að það verði haldið í janúar. Á kjördæmisþinginu var skipuð kjömefnd og mun hún leita eftir tilnefningum frá framsóknarfélögunum í kjör- dæminu. Þegar tilnefningamar liggja fyrir verður kosið á auka- kjördæmisþingi, en á því eiga aðalmenn og tveir varamenn þeirra seturétt, alls um 200 manns. Framsóknarflokkurinn fékk þijá þingmenn kjöma á Norð- urlandi eystra í síðustu kosning- um, Guðmund Bjarnason, Val- gerði Sverrisdóttur og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þau gefa öll kost á sér í næstu kosning- um. Einleikur um sifjaspell LEIKÞÁTTURINN Þá mun enginn skuggi vera til, einleikur um sifjaspell og afleiðingar þess, verður fiuttur í Deiglunni í kvöld, fimmtudaginn 10. nóv- ember, kl. 20.30. Höfundar eru Björg Gísla- dóttir og Kolbrún Ema Péturs- dóttir og leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Kolbrún fer með eina hlutverkið í sýningunni. Áður en leikþátturinn hefst lesa leik- konumar Sunna Borg, Rósa Guðný Þórsdóttir og Bergljót Amalds upp ljóð í tengslum við efni sýningarinnar, meðal ann- ars eftir þolendur sifjaspella. Leikkonumar em allar frá Leik- félagi Akureyrar. Að sýning- unni lokinni verður efnt til umræða um efnið. HORFUR eru á að aðsókn barna tæplega tvöfaldist í Sundlaug Akureyrar á árinu miðað við árið í fyrra. Sigurður Guð- mundsson, forstöðumaður, seg- ir að 22.000 börn hafi sótt laug- ina á síðasta ári. Þau hafi verið orðin 36.000 31. október í ár og verði líklega allt að 40.000 á árinu. Sigurður rekur fjölgun gesta til umfangsmikilla breytinga á sundlauginni. Heitir pottar voru endurnýjaðir, tveimur renni- brautum, lendingarlaug og vatnsgufu komið fyrir. Nýtt sól- baðssvæði var útbúið og reistur geymsluskúr. Kostnaðaráætlun vegna breytinganna nam 55,5 miiyón- um króna en þegar upp var staðið kostuðu þær 62 milljónir. Sigurður tók fram í því sam- bandi að þriggja milljón króna Unnið við frá- veitulögn FRÁVEITULÖGN frá dælu- stöð, I byggingu skammt norð- an Blómahúss, var lögð í sjó fyrir skömmu. Guðmundur Guðlaugsson, verkfræðingur, sagði að smíði dælustöðvarinn- ar yrði væntanlega lokið í des- ember. „Þaðan verður öllu dælt út í sjó þangað til að fram- hald verður á framkvæmdum með annarri dælustöð við Torfunesbryggju. Þá verður dælt þangað, úr þessari, áf ram norður eftir,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagðist vonast til að fjárveiting vegna dælustöðvar- innar við Torfunesbryggju fengist á næsta ári. Fram- kvæmdir hafa að hans sögn gengið samkvæmt áætlun. framkvæmdum, sem fara hefðu átt fram á næsta ári, hefði ver- ið flýtt og lokið af á árinu. Stefnt er að því að halda fram- kvæmdum áfram á næsta ári. Um er að ræða byggingu sund- laugar og viðbyggingar, meðal annars með búningsherbergjum fyrir konur og veitingaaðstöðu. • Von á enn meiri fjölgun í samtalinu við Sigurð kom fram að gestir hefðu verið færri en venja væri að sumri til á meðan á framkvæmdunum í sumar stóð. Hann sagðist því búast við að fjölgun gesta ætti eftir að koma enn betur í ljós á næsta ári. Honum kæmi ekki á óvart að gestir gætu orðið allt að 280.000 miðað við um 240.000 á yfirstandandi ári. Framkvæmdirnar skiluð sér því BÆJARSTJÓRN Dalvíkur hefur samþykkt að taka upp greiðslu húsa- leigubóta til eins árs. Samkvæmt lauslegri áætlun Steinunnar Hjartar- dóttur, félagsmálastjóra, nemur kostnaður bæjarins, eftir að kostnað- ur vegna núverandi húsnæðisaðstoð- ar hefur verið dregin frá bótunum, um einni milljón króna. Steinunn sagði að samkvæmt lauslegri könnun sinni væru 42 íbúð- ir í leigu í bænum. Ef frá væru tald- ir leigjendur sem ekki ættu rétt á bótum, s.s. þeir sem byggju hjá ætt- ingjum, væri um 30 íbúðir að ræða. Ofan á þá tölu þyrfti að bæta 10 íbúðum í leigu námsmanna í fram- haldsskólum. Samtals væri því um 40 íbúðir að ræða og með því að margfalda fjölda þeirra með meðal- bótum eða 15.000 kr. og draga frá 60% hiut ríkisins fengist kostnaður upp á um þijár milljónir króna. Aðspurð sagði Steinunn að kostn- aður vegna staðaruppbótar fyrir kennara og starfsmenn bæjarins næmi nú tæpum 1,5 milljónum. Þar í sundlauginni og aukinn ferða- mannstraumur og lengri vera ferðamanna skilað sér einnig í meiri eftirspurn eftir annarri þjónustu fyrir ferðamenn. að auki færi um 800 þúsund til húsa- leigubóta. Því væri um rúmar tvær milljónir að ræða eða um einni millj- ón króna lægri upphæð en fara myndi til húsaleigubóta. Sérbókun Eins og áður segir hefur verið samþykkt að greiða húsaleigubætur og leggja niður núverandi húsa- leigubótakerfi. En við afgreiðslu í bæjarráði skilað einn fulltrúi, Svan- hildur Arnardóttir, sérbókun, og mótmælti ákvörðuninni...... meðal annars vegna þess að frumvarp og reglugerð um húsaleigubætur gerir ráð fyrir flóknu samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélag, Undanfarið hefur verið unnið markvisst að fækkun slíkra samstarfsverkefna með góðum árangri. Auk þess tel ég að þetta kerfi muni leiða til veru- legs kostnaðarauka fyrir sveitarfé- lagið. Ég samþykki seinnihluta til- lógunnar um endurskoðun á húsa- Ieigubótakerfi bæjarins," segir í bókuninni. Að lokum sagði Sigurður að stefnt væri að því að lengja opnunartima laugarinnar og gætu sundlaugargestir átt von á því strax eftir áramót. Aðalfundur Varnar Ný SljÓl'Il NÝ stjórn Sjálfstæðiskvenna- var kosin á aðalfundi 7. nóv- ember sl. Stjórnina skipa Jóhanna H. Ragnarsdóttir, formaður, Anna Björg Björnsdóttir, varaformaður, Nanna G. Ingvadóttir, ritari, Erla Odds- dóttir, gjaldkeri, Freyja Jóns- dóttir, meðstjórnandi, Guðrún Lárusdóttir, Helga Ingólfs- dóttir og María Sigurbjörns- dóttir í meðstjóm. í kjördæmisráði sitja Jó- hanna H. Ragnarsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir og Guðrún Lárusdóttir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Margir sækja Punktinn MIKILL fjöldi fólks sækir Punkt- inn, tómstundamiðstöð atvinnu- lausra á Gleráreyrum, og þar hefur verið öflug starfsemi að undanförnu. Fjölmörg og fjölbreytt nám- skeið standa atvinnulausu fólki þar til boða og nýlega bættust tvö við, keramiknámskeið og nám- skeið í kertagerð, sem bæði njóta vinsælda. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bæjarstjórn Dalvíkur Samþykkt að taka upp húsaleignbætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.