Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 15 NEYTENDUR Morgunblaðið/Ámi Sæberg MATREIÐSLUMEISTARARNIR Örn Garðarsson, Friðrik Sig- urðsson, Ásbjörn Pálsson, Þorvarður Óskarsson, Snæbjörn Krist- insson, Þórarinn Guðlaugsson og Baldur Öxdal. Vörulisti fyrir sport- veiðimenn Atlantis hf., amerískir vörulistar, hafa fengið umboð fyrir Bass Pro shops-vörulistann, en það er einn stærsti sportveiðivörulisti sem gef- inn er út vestanhafs. Listinn kemur út þrisvar á ári og þar getur að líta allt sem nöfnum tjáir að nefna sem tengist skotveiði og stangveiði. Vörurnar koma með flugi og af- greiðslutími er í mesta lagi hálfur mánuður. Keppni í matreiðslu ÍSLENSKA landsliðið í mat- reiðslu heldur senn utan til að taka þátt í alþjóðakeppni mat- reiðslumeistara, sem haldin verð- ur í Lúxemborg dagana 19.-23. nóvember. Þórarinn Guðlaugs- son, þjálfari liðsins, segir þátt- töku í keppninni einkum vera til þess að öðlast reynslu og æfingu fyrir Ólympíukeppnina i Berlín 1996. Landsliðið skipa Úlfar Svein- björnsson, fyrirliði, Þorvarður Óskarsson, Friðrik Sigurðsson, Baldur Öxdal og Snæbjörn Krist- insson. Varamenn eru Ásbjörn Pálsson og Bjarki Hilmarsson. Framkvæmdastjóri liðsins er Örn Garðarsson, en ásamt honum verða Þórarinn og Sigurður Hall til aðstoðar. Síðastliðinn þriðjudag mætti hópurinn í Matreiðsluskólann okkar og fór yfir stöðu mála. Matur var útbúinn og borinn á borð líkt og gert verður í Lúxem- borg. Þórarinn segir að liðið leggi sérstaka áherslu á land- kynningu. Á stóru fati verður maturinn t.d. eins og dæmigert íslenskt landslag með mosa, sveitabæjum og eldfjalli. Erlent grænmeti í verslanir Allt að 77% verð- lækkun SEINUSTU daga hefur komið í verslanir erlent grænmeti sem flutt er inn á grundvelli samnings íslands og.Evrópu- sambandsins um frjálsan og tollalausan innflutning ákveð- inna tegunda grænmetis frá 1. nóvember til 15. mars. Haraldur Haraldsson, deild- arstjóri í grænmetisdeild Fjarðarkaupa, segir að græn- meti hafi verið flutt inn í sein- ustu viku, en vegna mistaka hafi gámarnir verið fluttir af tollsvæði og heim í hlað inn- fiytj- enda, sem hafi verið óheimilt, og „því kom 30% lækkun á tollum ekki til framkvæmda fyrr en á mánudag,“ segir Haraldur. Um er að ræða paprikur, gúrkur, tómata og icebergsal- at frá Hollandi. „Verð á ís- lenskum paprikum var 499 kr. og fór hæst upp í 599 kr. í sumar en nú er ég að selja erlendu paprikurnar á 139 kr., sem er frá 72,l%-76,8% lækk- un. Gúrkur voru seldar á um 199 kr. í sumar en erlendu gúrkurnar kosta 110 kr., sem 44,7% lækkun," segir Harald- ur. Gúrkur undir ljósi Hann segir að nú séu til íslenskar gúrkur sem fram- leiddar eru undir ljósi og séu þær dýrar fyrir vikið, eða um 273 kr. kílóið. „Gæðin eru ís- lenska grænmetinu í hag, það fer ekkert á milli mála, en verðmunur er talsverður eins og þessi dæmi sanna og við leyfum viðskiptavinum okkar að velja.“ Hann segir íslenskar paprikur horfnar af markaðin- um, svo og íslenskt blómkál, og lítið sé eftir af íslenskum tómötum. Kjöt & fiskur GILDIR FRÁ 10. TIL 17. NÓV. Nautasnitsel ....................... 995 kr. Svínahnakki......................... 679 kr. Lasagne............................. 499 kr. Mikro-popp, Golden Valley............ 99 kr. 800 g kakómalt, Mixfix...............295 kr. 1 kg haframjöl ...................... 59 kr. 2 kg Kraft þvottaduft............... 529 kr. Marmarakaka frá Myllunni.............199 kr. 10-11 búðirnar GILDIR FRÁ 10. TIL 16. NÓV. Sykur, 1 kg ........................ 55 kr. Hveiti, 2 kg .........................55 kr. Smjörlíki, 'h kg .................... 79 kr. Lambalæri, 1 kg..................... 548 kr. Lambahryggir, 1 kg.................. 548 kr. Samsölu sjónvarpSkaka ...............178 kr. Græn og blá vínber saman í pk., 1 kg.168 kr. Ajaxþvottaduft, 2,5 kg............. 398 kr. N óatúnsbúðirnar GILDIR FRÁ 10. TIL 13. NÓV. Brauðskinka (Borgarnes).......... 790 kr. kg Lambaskrokkar 'h (Bestu kaupin) .... 399 kr. kg Úrbeinaðurhangiframp............. 799 kr. kg Egils pilsner 500 ml .............55 pr. stk. Toppdjús.........................179 pr. stk. Vínberrauð .......................189 pr. kg Parketsápa íslensk...............219 pr. stk. Þín verslun Plúsmarkaðurinn í Straumnesi, Grímsbæ og Grafarvogi. 10-10 verslanir í Suðurveri, Hraunbæ og Norðurbrún, Matvöruverslunin Austurveri, Sunnukjör, Breiðholtskjör, Garða- kaup í Garðabæ og Hornið á Selfossi. GILDIR TIL 22. NÓV. Lambalæri, 1 kg.................... 549 kr. Lambahryggur, 1 kg................. 549 kr. Lambaskrokkar, hálfir, 1 kg ....... 398 kr. Brazzi, 4 í pk..................... 263 kr. Helgartilboðin Piparkökur frá Frón...................69 kr. Lúxus ananas, 567 g.....................59 kr. Franskar kartöflur, Þykkvibær, 700 g ...123 kr. Klementínur, tilboð til 17. nóv., 1 kg .99 kr. Melónur, gular, tilboð til 17. nóv., 1 kg.99 kr. F & A GILDIR FRÁ 10. TIL 16. NÓV. Gold Berry perur, 850 g ................99 kr. Fairy handsápa, 6 stk................164 kr. C. House kirsuber, 640 g............. 327 kr. Soya-sósa, 750 g.......................133 kr. Drengjaskyrta, hvít.................. 699 kr. Pönnur, 3 stk...................... 1.330 kr. Fjarðarkaup GILDIR FRÁ 10. TIL 12. NÓV. Vinnuskyrtur.......................... 974 kr. Bananar, 1 kg...........................85 kr. Jakob’s pítubrauð, 1 pk.................98 kr. Kjarna smjörlíki, 1 stk.................69 kr. Bayonne-skinka, 1 kg ................ 898 kr. Kindabjúgu, 1 kg .................... 273 kr. Svínalundir, 1 kg................... 1.350 kr. Súpukjöt, II. fl. 1 kg................ 248 kr. Bónus, sérvara í Holtagörðum Hillur, 3 stk........................ 887 kr. Hillur, 2 stk. m/hjólum............... 887 kr. Pottar og pönnur, stál 18/10,1 stk.... 790 kr. Eldhúsáhöld, stál, 10 stk........... 1.397 kr. Verkfærasett, 40 stk.................. 887 kr. „Erobic“ sokkar, háir, 1 par ..........99 kr. Bónus GILDIR FRÁ 10. TIL 17. NÓV. Laushakkað nautahakk, UNl ............517 kr. Norðlenskt saltað folaldakjöt ....... 276 kr. Bamse wc-pappír, 16 rúllur............ 239 kr. Dijon sinnep, 500 g ..................129 kr. Spaghetti, 1 kg .......................59 kr. Bónus appelsín, 2 l ...................85 kr. Nopa ultra þvottaefni, 1 kg ..........169 kr. Sokkar, hvítir........................49 kr. Hagkaup GILDIR FRÁ 10. TIL 16. NÓV. Höfn sælkerapylsa, 1 kg ............. 399 kr. Goða áleggsskinka, 1 kg ....*........ 599 kr. Goða steikartvenna, 1 kg ............ 599 kr. Myllu smábrauð, fín og gróf...........85 kr. Kjarna grautar, 0,5 1, 2teg...........69 kr. KS ávaxtasúrmjólk, 4 bragðteg.........69 kr. E. Finnsson pítusósa ..................99 kr. Kjarnasmjörlíki .......................65 kr. Hagkaup Skeifunni, Akureyri, Njarðvík, Kringlunni - matvara SVEIFLUTILBOÐ Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Skrúfurekki ......................... 798 kr. Hilla fyrir örbylgjuofn.............. 989 kr. Taska + pennaveski .................. 989 kr. Litakassi 48 stk......................99 kr. Heilsukoddi.......................... 989 kr. Myndarammi ...........................149 kr. Ruslakarfa með mynd.................. 399 kr. Rúllukragabolur dömu, s-m-l-xl hvítt, svart, brúnt, d.blátt, d.grænt .... 899 kr. KEA Nettó GILDIR FRÁ 10. TIL 13. NÓV. Paprika, rauð oggul erl., 1 kg .......149 kr. Paprika græn, 1 kg ....................98 kr. Kormo-kex...............................65 kr. Ópal hlaupkarlar, 500 g ..............199 kr. Kaptein-kex.......................... 59 kr. Leður kuldaskór, vatnsvarðir ...... 2.995 kr. 11-11 búðirnar GILDIR FRÁ 8. til 15. NÓV. Pizzaland-pizza........................199 kr. Hrásalat, 350 g.........................99 kr. Ágætis kartöflumús......................59 kr. Pepsi Max 'h 1 ds............r........49 kr. WC-pappír, 8 rl........................139 kr. Framköllun á 599 krónur FRAMKÖLLUN á filmu kostar 599 krónur hjá nýju framköllunarfyritæki sem heitir Myndbrot og hefur aðsetur í Sörlaskjóli í Reykjavík. Ekki skipt- ir máli hvort um er að ræða 24 eða 36 mynda filmu og hægt er að fá aukamyndir af filmunni fyrir 399 krónur. „Filmunum er hægt að skila í verslanir Pennans í Austurstræti, Kringlunni eða Hallarmúla og að 3-7 dögum liðnum fá viðskiptavinir myndirnar sínar sendar heim. Heimsendingaþjónustan er innifalin í verðinu," segir Magnús Þórðarson eigandi hins nýstofnaða fyrirtækis. Magnús segir að myndir séu sett- ar á gæðapappír í stærðinni 10x15 sentímetrar. Ef ætlunin er að fá aukasett af myndum á 399 krónur þarf að panta það um leið og fram- köllun. í skyndikönnun sem blaðið gerði kom í ljós að hjá Hans Petersen kostar framköllun á 36 mynda filmu 1.746 krónur. Séu aukamyndir af allri filmunni pantaðar um leið og framköllun, kostar hver mynd 20 krónur og aukasettið því 720 krón- ur. Heildarverð fyrir framköllun á filmu og 2 eintökum af hverri mynd er því 2.466 krónur. Hjá Bónus kostar framköllun á 36 mynda filmu 963 krónur. Séu aukamyndir pantaðar um leið og framköllun kostar hver mynd 22 krónur og kostar aukasett af 36 mynda filmu því 792 krónur. Heild- arverð fyrir framköllun á filmu og 2 eintökum af hverri mynd er 1.755 krónur. Amerísk rúm frá Sealy, stærsta dýnufram- leiðanda í heimi. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. Marco húsgagnaver slun, Langholtsvegi 111, síiui 680 690. Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.