Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 31 Morgunblaðið/Kristinn deildarstjóri á deild B-4 Borgar- un deildarinnar í dag. heim idir dregist aftur úr í launum. Aðrar heilbrigðisstéttir hefðu á síðustu mánuðum gengið frá kjarasamning- um sem hefði skilað þeim einhverjum launabótum. Sjúkraliðar hefðu hins vegar verið með lausa kjarasamn- inga í 19 mánuði. Ingibjörg sagðist telja að kjör sjúkraliða hefðu verið að versna á síðustu árum. Sigríður tók undir þetta: „Ég man að þegar ég byijaði að vinna sem sjúkraliði var miklu minna um að fólk tæki aukavaktir. Fólki gekk betur að lifa af laununum sínum. Kjörin eru mun verri í dag.“ Fer heim til veiks eiginmanns Soffía Jónsdóttir, 74 ára, fer heim til sín í dag, en hún býr í íbúð aldr- aðra við Lindargötu. Hún sagðist kvíða því dálítið sem tæki við, ekki síst vegna þess að hún vissi ekki hvaða þjónustu hún fengi heima. Hún sagðist ekki vita hvort verkfall- ið hefði einhver áhrif á þá þjónustu sem veitt væri á Lindargötunni og eins væri líkast til ekki hægt að treysta á heimahjúkrunina á meðan verkfallið stæði yfir. Maður Soffíu er heima, en hann er einnig sjúkling- ur. Soffía bar sig þó vel og sagðist telja að þau hjónin myndu bjarga sér þrátt fyrir þessa röskun. „Þessar stúlkur eru með allt of lítið kaup. Það er sama hvernig þær þræla. Kaupið er alltaf lágt,“ sagði Soffía og sagðist hafa mikla samúð með sjúkraliðum. Hún sagðist bara vona að verkfallið yrði stutt. Mikil röskun Hilmar Hálfdánsson er að koma úr liðskiptaaðgerð á hné. Hann hefur dvalist á B-4 í 6 vikur. Læknarnir vilja ekki sleppa honum heim vegna þess að skurðurinn grær hægt og talsverð hætta er talin á að sýking komist í skurðinn. Hilmar verður f.uttur á aðra deild í dag og var að búa sig til brottferðar þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Hilmar sagði að þessu fylgdi heil- mikil röskun. Starfsfólkið væri svo mikilvægur hluti af spítalanum og það tæki tíma að kynnast nýju starfsfólki á nýrri deild og eins tæki það tíma fyrir starfsfólkið að kynn- ast nýjum sjúklingi. Hann sagðist því koma til með að sakna þess starfsfólks sem nú færi í verkfall. Hilmar sagðist annnars taka þessu öllum með jafnaðargeði. Verkfallið kæmi örugglega verr við marga aðra en sig. Hilmar sagðist hafa mikla samúð með sjúkraliðum. Starf þeirra væri krefjandi og erfitt. „Það er bara sorglegt að það skuli þurfa koma til verkfalls. Menn eiga auðvitað að drífa í að semja.“ Kosningarnar í Bandaríkjunum Repúblikanar sáttfúsir en öngþveiti í Washington CLINTON á haugana, stóð á límmiða aftan á gömlum Chevrolet á leið frá kjörstað í Boston á þriðjudagskvöld. Bill Clinton Bandaríkjaforseti var ekki sendur á ruslahauga sögunnar í kosningunum en Bandaríkjamenn eru með „munaðarleysingja í Hvíta hús- inu“ eins og einn fréttaskýrandi orð- aði það. Sjaldan hefur flokkur forseta goldið annað eins afhroð í kosningum tveimur árum eftir forsetakosningar. Þýska fréttastofan Deutsche Presse- agentur líkti niðurstöðunum við „jarð- skjálfta“. Dick Cheney, fyrrum varn- armálaráðherra, sagði að Clinton hefði kallað yfir demókrata „þeirra mestu niðurlægingu í 50 ár“. Óánægðir kjósendur fóru greinilega í manngreinarálit: þeir flæmdu demó- krata úr sætum sínum um nánast öll Bandaríkin en ekki einn einasti máls- metandi repúblikani beið lægri hlut. Clinton var ekki í framboði en kosn- ingarnar snerust þó um hann og frammistöðu hans og forsetinn getur ekki fagnað niðurstöðinni: Demó- kratar hafa misst meirihluta sinn í báðum deildum þingsins. Repúblikan- ar bættu við sig 52 sætum í fulltrúa- deildinni og níu sætum í öldungadeild- inni ef talinn er með demókrati, sem gekk til liðs við þá að kosningum lokn- um. Demókratar hafa glatað þeim meirihluta, sem þeir höfðu meðal rík- isstjóra og eftir kosningarnar verður aðeins einn demókrati ríkisstjóri í átta stærstu ríkjum Bandaríkjanna, Lawton Chiles í Flórída. Straumhvörf Fréttaskýrendur eru famir að tala um straumhvörf í bandarískum stjómmálum. Demókratar hafi um langt skeið haft yfirburði eftir því sem neðar dregur í hinum pólitíska valda- stiga. Repúblikanar hafa frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari átt fleiri forseta en demókratar voru að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni eft- ir að hafa haft hann í 40 ár og þeir hafa verið sterkari í flestum ríkjum Bandaríkjanna. En nú virðast repú- blikanar farnir að seilast til áhrifa nær og nær grasrótinni. Clinton gerði hvað hann gat til að snúa kjósendum á sveif með fram- bjóðendum demókrata. Tíu síðustu dagana fyrir kosningar sótti hann kosningafundi um öll Bandaríkin. Þegar upp var staðið virtust margir vera komnir á þá skoðun að hann hefði átt að halda sig í Mið-Austur- löndum, þar sem hann var að hlúa að friði Araba og ísraela. Nú er valdið hjá repúblikönum „og við ætlum að nota það“, sagði Phil Gramm, þingmaður repú- ------------ blikana í Texas, sigri hrós- andi á þriðjudagskvöld. Væntanlegir forsetar þing- deildanna, Bob Dole öld- ungadeildarþingmaður og Newt Gingrich fulltrúadeildarþing- maður, virtust öllu sáttfúsari. Samstarf ekki útilokað Dole sagði að úrslit kosninganna væru „vantraustsyfirlýsing á Clinton" en samstarf væri ekki útilokað. „Það mun verða ágreiningur á milli okk- ar,“ sagði Dole. „En ég vil að hann viti að þrátt fyrir að hann hafi misst meirihluta sinn höfum við ákveðnu ábyrgðarhlutverki að gegna.“ Leon Panetta, starfsmannastjóri Clintons, tók í sama streng og sagði að nú gætu repúblikanar „ekki lengur látið nægja að segja nei“. Gingrich, sem um síðustu helgi gekk svo langt að rekja það að móðir í Suður-Karolínu skyldi drepa börn sín tvö til frjálslyndis demókrata í félagsmálum, virtist einnig reiðubú- inn að hafa taumhald á tungu sinni. Gingrich kvað kjósendur hafa sýnt að þeir vildu gagngerar breytingar. „Ef forsetinn er reiðubúinn til sam- Miklum ósigri demókrata í kosningunum á þríðjudag hefur veríð líkt við jarðskjálfta og sumir tala um Clinton forseta sem „munaðar- leysingjann í Hvíta húsinu“ að því er segir í grein Karls Blöndals. Þá hafa þau straum- hvörf orðið, að repúblikanar eru famir að seilast til áhrifa nær grasrótinni en áður. REPUBLIKANAR I MEIRIHLUTA Repúblikanar unnu átta sæti af demókrötum í öldungadeild Bandaríkjaþings sem tryggði þeim meirihluta í deildinni, sem er með 100 þingsæti I i OLDUNGA- DEILDIN Skipting Ríkin þar sem kosið var til Öldungadeildarinnar Vantraust á Clinton á forseta starfs í því samhengi, þá sé ég ekk- ert, sem stendur í vegi fyrir því að við getum unnið saman í því að hrinda í framkvæmd því, sem bandaríska þjóðin hefur gefið til kynna að hún vilji," bætti hann við. Hægara sagt en gert Það er auðvelt að lýsa yfir sam- starfsvilja, en það á eftir að koma í ljós hvort honum fylgir vilji til mál- --------- amiðlana. Ef Dole og Gingrich eiga við að þeir séu reiðubúnir til samstarfs við forsetann ef hann láti að vilja þeirra, verði í raun þeirra leppur - eru tvö löng ár framundan þar sem allt mun fijósa fast í höfuðborginni. Repúblikanar munu leggja fram hvert frumvarpið á fætur öðru án tillits til vilja Clint- ons. Forsetinn verður kominn í þá stöðu að þurfa að beita neitunarvaldi við hvert fótmál eins og forverar hans, Ronald Reagan á seinna kjörtímabili sínu og George Bush. Þessi staða er síður en svo óhugs- andi. Repúblikanar í fulltrúadeildinni eiga ýmislegt sökótt við demókrata. í 40 ár hefur verið gengið framhjá þeim í flestum málum. Þingmenn demókrata hafa látið eins og þeir væru ekki til, hunsað þá og virt vett- ugi. Nú geta repúblikanarnir svarað í sömu mynt. Og nú geta demókratar í öldunga- deildinni gripið til þess vopns, sem Dole hefur valdið af mikilli fimi und- anfarin tvö ár. Reglur deildarinnar kveða á um að það þurfi 60 atkvæði af hundrað til að stöðva málþóf og þannig gátu repúblikanar talað hvert Ekki áhrif á utanríkis- málin frumvarpið á fætur öðru í hel. Repú- blikanar hafa ekki nema 52 sæti í öldungadeildinni og nú er þrætubókin komin í hendur demókrata. Horfa til Hvíta hússins Repúblikanar eru einnig þegar farnir að líta fram á veginn. Þeir vilja meira; þeir vilja einnig leggja undir sig Hvíta húsið þegar gengið verður til forsetakosninga eftir tvö ár. Sam- starf við Clinton gæti ------------ styrkt hann í sessi. Frétta- skýrendur tala um að kosn- ingabaráttan fyrir 1996 hafi hafist í gær og segja að repúblikanar séu farnir “ að brýna hnífana. Þegar er farið að velta vöngum yfir væntanlegum forsetaframbjóð- endum repúblikana og hafa auk Doles og Gingrich verið nefndir tveir menn, sem unnu með yfirburðum í ríkis- stjórakosningum á þriðjudag: William Weld í Massachusetts og Pete Wilson í Kaliforníu. Repúblikanar verða hins vegar að hugsa sig vel um þegar þeir nota það umboð, sem kjósendur gáfu þeim með því að veita þeim meirihluta á þingi og gera sér grein fýrir því að þegar gengið verður að kjörborðinu árið 1996 munu kjósendur meta frammi- stöðu þeirra á næstu tveimur árum. Áskorun Perots Auðkýfingurinn Ross Perot, sem lét hrikta í tveggja flokka kerfínu með forsetaframboði sínu fyrir tveim- ur árum, sagði stuðningsmönnum sín- um að ljá repúblikönum fylgi sitt og gefa þeim tvö ár til að sýna fram á að þeir væru traustsins verðir. Perot lýsti yfir því að hann færi af stað 'með þriðja aflið i bandarískum stjórn- málum ef niðurstaðan af sigri repú- blikana yrði áframhaldandi öngþveiti í stjórnkerfínu. f Nú hvílir ábyrgðin á repúblikönum og baksviðs bíður Perot færis. Stefnuskrá Clintons mun nú þokast , til hægri og ef til vill verður ein afleið- ing kosninganna sú að hann þurfi ) ekki lengur að hugsa um vilja fijáls- ; lynda armsins í Demókrataflokknum og geti þess í stað sveipað sig kufli þess „nýja demókrata", sem hann kvaðst vera í kosningabaráttunni fyr- ir tveimur árum. Rúmlega 300 frambjóðendur úr röðum repúblikana söfnuðust saman á tröppum þinghússins í Washington fyrir tveimur mánuðum til að skrifa undir svokallaðan „Sáttmála við Bandaríkjamenn“. Þar sóru þeir að knýja fram atkvæðagreiðslu um til- lögur sínar á fyrstu 100 dögum næsta þings, sem hefst 3. janúar. Þar á meðal er að setja lög um hallalaus fjárlög, setja mörk við því hve oft má kjósa sama stjórnmálamanninn til að gegna embætti (tillögur um slík- ar aðgerðir voru á kjörseðlum í níu ríkjum og voru alls staðar samþykkt- ar), lækka skatta og láta stjórnir hinna einstöku ríkja sjá um útgjöld til félagsmála í stað miðstýringar frá Washington. Clinton mun eiga erfitt með að kyngja ýmsu í þessari stefnu- skrá. Áhrif á utanrikismál Kosningarnar munu sennilega hafa minnst áhrif í utanríkismálum. For- setinn hefur meira vald til að snið- ganga þingið í þeim efnum en í innan- ríkismálum og hefur að auki átt nokk- urri velgengni að fagna á þeim vett- vangi. Er nóg að nefna Haiti, írak og Mið-Austulönd í því sambandi. Viðbrögð erlendra ríkisstjórna eru á þann veg að lítilla breytinga sé að vænta í utanríkisstefnu Bandaríkja- manna. Þar gæti þó einn maður sett strik í reikninginn: Jesse Helms. Hann verður sennilega formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildarinnar. '' Hann er mjög hægrisinnaður, hefur engan metnað til frekari frama og þarf ekki að hafa áhyggjur af þing- sæti sínu. Það er því fátt, sem kemur í veg fyrir að hann geri eins og hon- um sýnist. Kosningamar hafa ekki aðeins eflt » repúblikana meira en nokkum óraði * fyrir. Þær hafa skilið demókrata eftir 'i í sárum. Það er þeim lítil huggun að * Ted Kennedy skyldi halda öldunga- * deildarsæti sínu í Massachusetts og ? áhlaupi Olivers Norths hafi | verið hmndið í Virginíu. | Þeir hafa misst marga sína ‘ helstu leiðtoga. Mario Cu- | omo, einn þeirra mælskustu l talsmanna, tapaði ríkis- f stjórakosningunum í New York. Anna | Richards var steypt úr rikisstjórastóln- # < um í Texas. Valdabarátta meðal demókrata ( Nú hefst valdabarátta í þeirra röð- £ um og í þeim átökum má Clinton | meira að segja vara sig. Tveir áskor- S endur hafa verið nefndir: Bob Kerrey, | þingmaður frá Nebraska, frá hægri '> vængnum og blökkumannaleiðtoginn , Jesse Jackson frá vinstri vængnum. Ef Clinton lítur á söguna staldrar hann sennilega við kosningaúrslitin árið 1946. Þá missti Harry Truman meirihluta á þingi í hendur repúblik- ana á miðju kjörtímabili sínu. Tveim- ur árum síðar var Truman endurkjör- inn og demókratar endurheimtu völd sín á þingi. Síðan er liðin hálf öld og nú eru tímar umróts og óvissu í Bandaríkjunum. Þessar kosningar virðast hafa markað þáttaskil en eft- ir er að sjá hvort um er að ræða sveiflu pendúlsins eða varanlegar breytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.