Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________KOSNINGARMAR í BANDARÍKJUNUM
Kjósendur vísuðu öflug-
um þingleiðtogum á bug
Washington. Reuter.
REPÚBLIKANAR í Bandaríkjun-
um unnu mikinn sigur í þingkosn-
ingunum á þriðjudag, fengu meiri-
hluta í báðum þingdeildum í fyrsta
sinn í 40 ár. Samkvæmt bráða-
birgðatölum síðdegis í gær hlutu
þeir 233 sæti af 435 í fulltrúadeild-
inni, óljóst var um úrslit í 15 kjör-
dæmum. í öldungadeildinni fengu
repúblikanar 52 sæti af 100 alls,
óljóst var hver fengi eitt sætið.
Líklegt var að meðal þeirra sem
misstu sæti sín yrði forseti full-
trúadeildarinnar, Tom Foley. Arf-
taki hans í forsetaembættinu verð-
ur Newt Gingrich frá Georgíu.
Pólitísku landslagi í Banda-
ríkjunum var í gær líkt við aðstæð-
ur á tunglinu; hvarvetna væru
gríðarmiklir gígar sem einhveijir
þekktustu menn í stjórnmálaheimi
landsins hefðu skiiið eftir sig eftir
að hafa áratugum saman verið
taldir ósigrandi. Oft voru það
óþekktir karlar og konur sem veltu
þingmönnum úr sessi. Læknir úr
röðum repúblikana, sem ekki lét
setja sig á kjörskrá fyrr en 1988,
sigraði Jim Sasser, öldungardeild-
armann frá Tennessee, er hefði
orðið leiðtogi meirihlutans í deild-
inni ef demókratar hefðu haldið
honum.
Foley féll -
Kennedy vann
Foley hefur setið á þingi í 30
ár og þess má geta að forseti full-
trúadeildarinnar var síðast felldur
í kosningum um miðja síðustu öld.
Andstæðingur Foleys í kjördæmi
hans í Washington-ríki á vestur-
ströndinni var George Nethercutt
sem sakað hefur Foley um að vera
orðinn samdauna spilltum stjórn-
málaheimi höfuðborgarinnar og
úr öllum tengslum við heimaríkið.
Oliver North ofursta, sem fræg-
ur varð fyrir þátt sinn í í Iran-
contrahneykslinu, tókst ekki að
fella demókratann Charles Robb í
Virginíu í baráttu um sæti í öld-
Reuter
DEMÓKRATINN Marion Barry, sem sakfelldur var á sínum tíma fyrir kókainneyslu, sést hér fagna
í gær en hann endurheimti borgarstjóraembættið í Washington.
ungadeild en munur-
inn var lítill.
Edward Kennedy
sigraði með talsverð-
um yfirburðum keppi-
naut sinn, Mitt Romn-
ey, í Massachusetts.
Kennedy var fyrst
kjörinn í öldungadeild-
ina 1962 er bróðirinn,
John, var forseti. Hart
hefur verið deilt á
Kennedy að- undan-
förnu fyrir drykkju og
kvennafar hans og um hríð virtist
hann vera í fallhættu. Hann þykir
því hafa unnið verulegan varnar-
sigur en Kennedy er einn öflug-
asti liðsmaður vinstriarms Demó-
Foley
Kennedy
krataflokksins á þingi.
Dan Rostenkowski, einn af
áhrifamestu þingmönnum demó-
krata um áratuga skeið, átti erfitt
uppdráttar í kosningabaráttunni
enda getur svo farið
að borin verði fram
ákæra á hendur hon-
um fyrir fjármálamis-
ferli. Hann er m.a.
sagður hafa fengið
skrifstofu fulltrúa-
deildarinnar til að
greiða sér fé út í hönd
í staðinn fyrir frímerki
sem þingmenn fá
ókeypis.
Michael Flanagan,
31 árs gamall lögfræð-
ingur, hlaut meiri náð hjá kjósend-
unum í Chicago þótt Rostenkowski
hefði verið duglegur við að útvega
borgarbúum fjárveitingar úr sjóð-
um alríkisstjórnarinnar.
North
NIÐURSTOÐUR
KOSNINGANNA
Staöan fyrir kosningar Bráöa- birgöa- úrslit
FULLTRÚADEILDIN
256 Demókratar 198-204
178 Repúblikanar 225-230
1 Óháöur Óljóstum 11 sæti 1
ÖLDUNGADEILDIN
56 Demókratar 47
44 Repúblikanar 53
RÍKISSTJÓRAR
29 Demókratar 20
20 Repúblikanar 29
1 Óháður Óljóst um eitt sæti
Gegn ólöglegum
innflytjendum
San Francisco. Reuter.
KJÓSENDUR i Kaliforníu sam-
þykktu með miklum meirihluta
að gripið yrði til harðra aðgerða
til að þrengja hag ólöglegra inn-
flytjenda frá Mexíkó og fleiri
löndum.
Repúblikaninn Pete Wilson, sem
endurkjörinn var ríkisstjóri,
studdi tillöguna en andstæðingur
hans, Kathleen Brown, var henni
andvíg.
Ólöglegir innflytjendur í Kali-
forníu eru taldir vera um 1,7 miilj-
ónir og er oft kennt um mikið
atvinnulcysi í rikinu. Þeim verður
frá áramótum meinað að notfæra
sér menntakerfið og félagslega
aðstoð.
Bono
áþing
Los Angeles. Reuter.
SONNY Bono, sem frægur var
á sjöunda áratugnum fyrir söng
sinn með Cher, var kjörinn í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
hlaut dijúgan meirihluta í kjör-
dæmi sínu í Kaliforníu.
Bono, sem er
repúblikani,
varð borgar-
stjóri í auð-
mannahverfinu
Palm Springs
1988 en tókst
ekki að verða
frambjóðandi
flokksins er kos-
ið var til öld-
ungadeildar-
innar fyrir tveim
árum, hvorki fjölmiðlar né kjós-
endur virtust þá líta á hann sem
raunverulegan sljórnmála-
mann.
Bono hefur látið skerða hár
sitt og líkist nú meira venjuleg-
um kaupsýslumanni en popp-
s^’örnu. Hann er haegrisinnaður
mjög, hrósar sér af því að eiga
ekki langan feril í stjórnmálum
og segist ætla að beijast fyrir
því að um 40 alríkisstofnanir
verði lagðar niður.
Bono
Mario Cuomo tapaði í New York og George Bush sigraði í Texas
Repúblíkanar
sigri hrósandi
Úrslitin geta ráðið miklu í
næstu forsetakosningum
Washington. Reuter.
REPÚBLIKANAR unnu ríkisstjóraembættið úr höndum demókrata í
að minnsta kosti átta ríkjum í kosningunum í fyrradag og vegnaði vel
annars staðar. George Bush, sonur fyrrverandi forseta, bar sigur úr
býtum í Texas en bróðir hans, Jeb, tapaði hins vegar naumlega í Florida.
Talningu var ekki lokið alls
staðar um miðjan dag í gær en
þá var þó orðið ljóst, að repúblik-
anar höfðu náð að minnsta kosti
átta ríkjum úr höndum demókrata,
Pennsylvaniu, Kansas, New York,
New Mexico, Oklahoma, Texas,
Tennessee og Wyoming. Þykja það
mikil tíðindi, að Mario Cuomo, sem
margir hafa litið á sem eins konar
samnefnara fyrir Demókrata-
flokkinn, skyldi tapa í New York
fyrir repúblikanum George Pataki
en Cuomo sóttist eftir ríkisstjóra-
embættinu í fjórða sinn.
Wilson sneri dæminu við
Úrslitin í Kaliforníu vekjaeinnig
athygli en þar hélt repúblikaninn
Pete Wilson velli þótt hann hefði
um skeið í kosningabaráttunni
verið talinn búinn að vera í slagn-
um við Kathleen Brown, frambjóð-
anda demókrata, Er nú talið lík-
legt, að Wilson taki þátt í forkosn-
ingum repúblikana fyrir næstu
forsetakosningar.
í kosningunum á þriðjudag var
alls tekist á um 36 ríkisstjóraemb-
ætti en demókratar hafa gegnt
MARIO Cuomo, fráfarandi ríkisstjóri f New York, veifar í
kveðjuskyni eftir að hafa viðurkennt ósigur sinn fyrir repúblík-
anum George Pataki. Matilda, kona hans, er með honum á
myndinni en Cuomo sóttist eftir embættinu í fjórða sinn.
21 þeirra, repúblikanar 14 og einn
ríkisstjórinn var óháður. Þessi
ósigur demókrata nú getur haft
veruleg áhrif í næstu forsetakosn-
ingunum því að sá flokkur, sem
ræður í hveiju ríki, stendur yfir-
leitt betur að vígi í baráttunni. Þá
benda úrslitin einnig til þess, að
repúblikanar séu að treysta sig i
sessi á sveitarstjórnarstiginu en
þeim hefur lengi gengið miklu
verr þar en í forsetakosningum.