Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HÓLMFRÍÐ UR ÓLAFSDÓTTIR + Hólmfrfður Ól- afsdóttir kenn- ari fæddist á Akur- eyri 30. apríl 1936. Hún lést á Akureyri 3. nóvember síðast- liðinn. Hún var dóttir Ólafs Jóns- sonar, rithöfundar og ráðunautar Bún- aðarsambands Eyjafjarðar (lát- inn), og Guðrúnar Halldórsdóttur. Hólmfriður átti eina systur, Björgu. Hinn 13. júní 1959 giftist Hólmfriður eftirlifandi eiginmanni sfnum, Jakobi Jónssyni bifreiðarstjóra. Þeirra sonur er Jón, f. 13. des- ember 1969. Hólmfriður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1956 og lauk kennara- prófí frá stúdentadeild Kennar- skóla íslands 1957. Hún kenndi siðan við ísaksskóla í tvo vetur, en starfaði við Oddeyrarskóla á Akureyri frá 1959. Utför henn- ar fer fram frá Akureyrar- kirkju í dag. NÚ þegar birta sumarsins víkur fyrir vaxandi skuggum skammdeg- isins, kveður kær vinkona og skóla- systir þetta jarðlíf. Hólmfríður Ól- afsdóttir, eða Hófí eins og hún var gjaman nefnd af vinum sínum, var bekkjarsystir mín í Menntaskólan- um á Akureyri og síðar lágu leiðir okkar saman í stúdentadeild Kenn- araskólans. í Menntaskólanum vor- um við ásamt fjórum vinkonum í félagsskap, sem við kölluðum „sext- antinn“. Þetta var - ákaflega skemmtilegur félagsskapur, sem hafði það einkum á stefnuskrá sinni að halda kökuboð, ganga upp í Út- garð a.m.k. þrisvar á skólaárinu og halda upp á afmælið hennar Hófíar með pomp og prakt. Afmælisboð Hófíar komu til af því að hún átti afmæli 30. apríl og daginn eftir var frí 1 skólanum. Minnisstæður er 17. afmælisdagurinn hennar Hólmfríð- ar, því að þá mættum við allar í síðum kjólum. Ég man enn hvað blessuð Guðrún, mamma Hófíar, hló dátt og skellti sér á lær yfir þessari uppákomu. Þetta endaði svo með hörkudansleik út á bflskúrsþakinu í Aðalstræti 3, enda var þetta eitt af hinum lognkyrru vorkvöldum sem Akureyri skartar svo oft á þessum árstíma. Haustið 1956 settumst við svo báðar í stúdentadeild Kennaraskól- ans í gamla, fallega húsinu við Lauf- ásveginn. Þama var samankominn glaðvær hópur, sem naut lífsins um leið og tekist var á við lærdóminn. Þá stofnuðum við Hófí spilaklúbb ásamt tveimur bekkjarsystmm okk- ar og vildi nú stundum dragast ögn fram í næstu kennslustund að við legðum spilin frá okkur, þó auðvitað væri klúbburinn stofnaður semtóm- stundagaman í frímínútum. Að loknu kennaraprófí skildu leiðir um sinn. Ég hélt norður í átthagana í Eyjafírði, en Hófí hóf kennslu við ísaksskólann í Reykjavík. Ekki liðu þó nema fá ár þar til Hófí flutti til Akureyrar og enn urðum við félagar í klúbbstarfsemi, nema nú var það saumaklúbbur, sem tengdi okkur frá fyrri árum. Þessi saumaklúbbur tjaidaði ekki til einnar nætur, þvi alls munum við hafa starfrækt hann { tuttugu og fimm ár. Mér hefur orðið tíðrætt um félagsmál og tóm- stundagaman í sambandi við Hólm- fríði vinkonu mína. Það er mjög að vonum því hún var óvenju félagslynd og hafði mikinn félagsþroska. Hún var mjög skemmtilegur fé- lagi,' ræðin, fróð og hafði yfír- gripsmikla þekkingu á landinu og þjóðlífinu, var enda um margra ára skeið ötull félagi í Ferðafélaginu og ferðaðist vítt um landið á vegum þess. Aðalstarf Hólmfríðar var eins og að líkum lætur kennsla. Eftir að hún fluttist til Akureyrar hóf hún störf við Oddeyrarskólann og kenndi þar óslitið fram á síðasta vor. Hófí var mjög góð- ur kennari. Hún var í senn vinur nemenda sinna og fræðari og rækti hvort tveggja vel. Hún var virt að verðleikum bæði af nemendum sínum og samkennurum. Til marks um þann hug sem fyrrverandi nem- endur báru til hennar má geta þess að fyrir nokkrum árum bauð einn nemendahópurinn henni til veislu. Þar riQuðu þau upp gamlar minningar og heiðruðu sinn gamla kennara með góðum gjöfum og hlýjum orðum. Þennan virðingar- vott og þann vinarhug, sem að baki lá, mat Hólmfríður vinkona mín mjög mikils og hún vék oft orðum að þessari kvöldstund og þeirri gleði sem þetta framtak nemendahópsins veitti henni. Eftirlifandi manni sínum, Jakob Jónssyni, frá Hóli í Köldukinn, kynntist Hófí á Reykjavíkurárum sínum. Þau voru bamlaus alllengi, en 13. desember 1969 fæddist þeim einkasonurinn Jón. Það var þeim mikið lífslán að eignast þennan dreng og hefur hann verið þeim stoð og stytta gegnum árin, en alveg sérstaklega nú í sumar þegar veik- indi Hófíar færðust í aukana. Fyrir nokkrum árum greindist Hólmfríður með illkynjaðan sjúk- dóm. Hún gekkst þá undir skurðað- gerð, sem virtist hafa heppnast vel, en fyrir rúmu ári tók meinsemdin sig upp aftur og lagði þessa góðu konu að velli langt um aldur fram. í hinu langa veikindastríði hefur Jakob staðið við hlið konu sinnar eins og klettur, þó sjálfur gangi hann ekki heill til skógar, og í faðmi eiginmanns síns hlaut Hólmfríður vinkona mín hægt andlát fimmtu- daginn 3. nóvember sl. A síðari árum gekk Hófí til liðs við Hjálpræðisherinn á Akureyri og sótti hún mikinn styrk í þann félags- skap jafnframt því að hún eignaðist lifandi trú á frelsara vom Jesúm Krist. Sú eina staðreynd sem okkur er gefín við komuna til þessarar jarð- vistar er það, að einhvem tímann munum við deyja. Þessi staðreynd kemur okkur þó alltaf jafn mikið á óvart þegar vinir okkar eiga í hlut, jafnvel þó aðdragandi að vistaskipt- unum hafi verið nokkur. En það ætti að vera okkur huggun harmi gegn að sá sem skilur eftir sig bjart- ar og fagrar minningar og hefur unnið starf sitt af trúmennsku mun eiga góða heimvon til eilífðarlands- ins. Hófí mín blessuð skilur eftir sig fagrar minningar og gott ævi- starf og ég er þess fullviss að hún gengur inn í fögnuð Herra síns sem sigurvegari. Elsku vinir mínir fyrir norðan. Jakob, Jón og blessuð Guðrún mín, sem í hárri elli sér á bak kærri dóttur og ellistoð sinni. Þó að skuggar daganna þrengi sér inn í hugskot ykkar þessa erfíðu nóv- emberdaga, þá minnist þess að þið eigið þann fjársjóð sem enginn get- ur frá ykkur tekið. Fjársjóð minn- inga, sem allar era á einn veg, ljós- ar og bjartar. Með þann fjársjóð að veganesti mun aftur birta og öldur sársauka og saknaðar lægja. Þessi kveðjuorð era ekki bara kveðja mín, þau eru líka kveðja og þakkir frá gömlu vinkonunum í saumaklúbbnum. Allar þökkum við af alhug liðnar samverastundir, tryggð og vináttu um áratugaskeið. Af óviðráðanlegum ástæðum get ég ekki fylgt minni kæru vinkonu síðasta spölinn, en hugur minn dvel- ur hjá ykkur öllum, sem syrgið hana. Góður Guð gefí ykkur styrk á erfíðum stundum. Blessun fylgi minningu mætrar konu á ferð henn- ar heim í ríki ijóssins, Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi. Trúr vinur er öruggt athvarf og auðugur er sá, sem finnur hann. (Sírak) Með örfáum orðum Iangar mig til að kveðja Hólmfríði Ólafsdóttur vinkonu mína sem nú er látin, langt um aldur fram. Á tímamótum sem þessum hvarflar hugurinn til baka og minn- ingarnar sækja á. Minningar frá þeim tíma þegar við Hóffí kynnt- umst fyrst. Minningar um gleði og sorg genginna tíma. En fyrst og fremst minningar um mikla og ein- Iæga vináttu. Vináttu sem ég var svo lánsöm að njóta — vináttu sem ég vil nú þakka. Þegar dauðinn heggur svo vægð- arlaust gera áleitnar spumingar eðlilega vart við sig. Spumingar um lífíð, dauðann og eilífðina. En í sáram söknuði okkar sem eftir stöndum er huggun í þeirri vissu að við þeim spumingum hafði Hóffí fundið svör — í einlægri trú. Eftirlifandi eiginmanni, syni, aldraðri móður og öðram aðstand- endum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Hóffí var í eðli sínu náttúrabam sem lífsgleðin geislaði af og þannig mun ég minnast hennar. Ég lýk þessum fábrotnu kveðjuorðum með tilvitnun í verk Ólafs Jónssonar, föður hennar — fallega íslenska náttúrafarslýsingu sem jafnframt er óður til lífsins eins og öll hinstu rök tilverannar. „Sólin er að koma upp. Hún hvarf örstutta stund undir brún háslétt- unnar, gulrauð og syfjuleg. Nú rís hún aftur björt og hýr, rétt eins og hún hafí baðað sig í öldum hafs- ins og þvegið af sér ryk og þreytu liðins dags. Smáfugl tístir inn á milli hraunhólanna, gæs gargar úti við lindimar. Öræfín skipta blæ og fagna sólarappkomunni. Nýr dagur er ranninn." Helga Maggý. Að kvöldi fimmtudags 3. nóvem- ber sl. barst okkur sú sorgarfregn, að Hólmfríður Ólafsdóttir vinkona okkar væri látin. Hólmfríður eða Hófí, eins og við kölluðum hana að jafnaði, var dótt- ir hjónanna Guðrúnar Halldórsdótt- ur og Ólafs Jónssonar, hins kunna fræðimanns og náttúraskoðanda. Það er lögmál, er enginn fær breytt, að þeir sem við eigum sam- leið með á lífsgöngunni hverfa einn af öðram. En þegar vinir skilja sækja að okkur minningar liðinna daga. Þær era hljóðlátar og hvísl- andi eins og fjallablærinn og yfír þeim er heiðríkja vomæturinnar. Hófí unni íslenskri náttúra. Henni var það í blóð borið, og hún átti líka ferðaþrána. Hún hafði í uppvextinum fylgst með ferðum föður síns um óbyggðir og lítt kann- að landsvæði Ódáðahrauns. Nokkrir félagar, sem störfuðu saman í Ferðafélagi Akureyrar fyr- ir tveimur til þremur áratugum, hafa um áraraðir haft það fyrir venju að hittast, skoða myndir, rifja upp skemmtilegar stundir og fara í ferðir með Ævari og Boga. Það var ekki síst Hófí sem átti sinn þátt í að halda þessum hópi saman. Hún var hugmyndarík og góður ferðafé- lagi. Einnig átti hún þá gáfu að geta glætt frásagnimar lífi, þess vegna náði hún svo vel að koma þekkingu sinni til annarra og öðlast traust þeirra og virðingu. Rétt ár er liðið síðan ferðafélag- amir glöddust saman á góðri stund, og Hófí miðlaði okkur úr sjóði minn- inganna í bundnu og óbundnu máli. Næsta ferð var ráðgerð að hausti. Ferðin var farin, en án okkar góðu vinkonu. Við fluttum þögla kveðju hennar til lindanna fögra og að baki þeim skartaði Herðubreið sínu fegursta í litskrúði haustsins. Að leiðarlokum, þegar skamm- degisskuggamir lengjast, lýsa okk- ur bjartar minningar frá liðnum samverastundum og í hugann koma ljóð og lag, sem Hófí hafði svo mikið yndi af í ferðum okkar: Enn syngur vomóttin vögguljóð sín, veröldin ilmar, glitrar og skln. Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg. ðldumar sungu sig sjálfar í dá, síðustu ómamir ströndinni frá hurfu í rökkurró. (T.G.) Við flytjum aldraðri móður, eig- inmanni, syni og systur Hólmfríðar hugheilar samúðarkveðjur. Sigrún Björgvinsdóttir og ferðafélagarnir. Eg veit um land bak við hnjúka og höf, þar sem hamingjublómið grær. Það töfrar handan við takmörk rúms - og tíma, - eða ennþá ijær. Það land ris nafnlaust, í ókunnri átt, með ævintýranna blæ. í purpurahúmi hljóðlátrar þrár það hillir úr draumsins sæ. (FÁB) Mikilhæfur og afburða vinsæll kennari er horfínn á braut þess óþekkta og er sárt saknað. Hólm- fríður var fædd og uppalin hér á Akureyri og var faðir hennar Ólafur Jónsson, ásamt fleira merkur rit- höfundur og skrifaði m.a. mikið um Ódáðahraun. Leiðir okkar Hólmfríðar lágu fyrst saman 1965 þegar ég gerðist stjómandi skólans. Mér varð strax ljóst að hún var afburða kennari, sem ekki lét nægja að fræða nem- endur sína í hinum einstöku náms- greinum, heldur varð hún þeim fé- lagi, leiðtogi og fyrirmynd. Hún studdi þau til allra góðra verka, gat stundum verið strangur húsbóndi, þegar á þurfti að halda, en á næsta augnabliki kærleiksríkur huggari, sem strauk tár af hvörmum þeirra er áttu bágt. Á kennarastofunni var hún kátur félagi með góða frásagn- argáfu, kímni og léttleika. Hlátur hennar var smitandi og dró aðra með sér. Hún var sannur gleði- gjafí. En þó komu fyrir þær stund- ir þegar hún talaði um nemendur sína, að maður fann glöggt hvað hún þjáðist með þeim sem ekki gátu náð góðum árangri í námi og gramdist við þá sem ekki nenntu að leggja sig fram. En þegar vel gekk hjá þeim, varð hún innilega glöð og sæl. Hólmfríður elskaði góðar bækur og sjálf sagðist hún oft freistast til þess að kaupa eina og eina svona í lok mánaðar ef efna- hagurinn leyfði. Hún hafði einnig mikinn áhuga á ferðalögum og var mjög fróð um landið. Trúmálin áttu einnig stóran skerf í lífi hennar. Fyrir skólann vann hún mörg verk- efni í kristinfræði. Nú síðustu ár var hún ötull starfsmaður Hjálp- ræðishersins og margir nemendur sem áttu þess ekki kost að hafa hana sem kennara í skólanum, nutu þar leiðsagnar hennar og vináttu. Homsteinninn í lífí hennar var þó fjölskyldan og um hana ræddi hún oft. Nýir kennarar fylla oft með prýði í skörð þeirra sem á undan eru gengnir, en óftast tekur það tímann sinn að sættast á brotthvarf þess fólks, sem með kærleika, einurð og góðu fordæmi hafa leitt æskuna fram á veginn. Hólmfríður átti ekki langa ævi, en þó er hún einn þeirra kennara, sem hundrað nemenda munu um ókomin ár minnast með virðingu og þökk. Ég flyt Jakobi manni hennar og Jóni syni þeirra svo og öðram ætt- ingjum og vinum innilegar samúð- arkveðjur. Minningin um Hólmfríði mun verða okkur öllum vegvísir til vandaðra verka. I.Ú. „Fyrir blóð lambsins blíða, búin er nú að stríða og sætan sigur vann.“ Þessi orð komu í huga mér þegar við fréttum um andlát okkar ástkæra félaga Hólmfríðar Ólafs- dóttur. Hólmfríður var fædd og uppalin á Akureyri. Ég mun ekki rekja ætt hennar hér, en mig langar með fá- tæklegum orðum að minnast henn- ar. Hólmfríður var gift Jakobi Jóns- syni og eiga þau einn son, Jón. Ég kynntist Jóni þar sem hann var heimagangur hjá dóttur okkar, Rannveigu og fjölskyldu, og urðu fljótt sterk vináttubönd á milli bama hennar og Jóns. Fljótlega fór hann að fara á fundi og samkomur í Hjálpræðishemum með þeim og svo valdi hann Jesú að leiðtoga lífs síns og er það mikið gæfuspor fyr- ir æskuna. Það leið ekki á löngu þar til Hólmfríði, eins og hún sagði sjálf frá, lék forvitni á hvað það var sem Jón var svo upptekinn af og gjörði hann svo glaðan. Svo fór hún að sækja samkomur og hjálparflokks- fundi og ekki leið langur tími þar til hún fann kall Jesú, „Fylg þú mér“, og á páskum eitt árið frelsað- ist hún, mætti Jesú sem hinum krossfesta og upprisna frelsara. Oft vitnaði hún um að lífíð öðlaðist frið og gleði. Hólmfríður fór að koma oft á heimili dóttur okkar og sterk vin- áttubönd vora hnýtt þar. Þar var talað saman, kaffísopi drakkinn, dreginn mannakom og beðið. Eg varð þeirrar gleði aðnjótandi að fá að vígja hana sem hermann undir fána Hjálpræðishersins og sú stund verður mér ógleymanleg. Salurinn var þéttsetinn fólki, þar vora böm frá skólanum þar sem hún kenndi, þar vora vinir og vinnu- félagar. Margir tóku til máls og notuðu tækifærið að bjóða hana velkomna sem hermann og indælt var að sjá og heyra hana vitna um frelsið í Kristi Jesú. Öll voram við snortin af anda Guðs. Jú, það er svo margs að minnast og við höfum misst svo mikið og stórt skarð er komið í hópinn okk- ar. Hún var svo heil með í þjón- ustunni fyrir Guð og Hjálpræðisher- inn. Hólmfríður var búin að berjast við veikindi í mörg ár, en aldrei var kvartað. Þegar hún kom í skoðun hingað suður kom hún oft til okkar hjónanna. Alltaf var hún svo bros- hýr og full af kærleika og það ylj- aði hjörtu okkar. Hún treysti Guði svo algjörlega og hvfldi í honum. Biblíuversið sem henni þótti svo vænt um var Filippíbréfið 4. kapit- uli, vers 6: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlut- um óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð." Þegar ég kom síðast til hennar á sjúkrahúsið sá ég að hún var orð- in mjög veik, en hún brosti og sagði: „Ég veit hvert stefnir og ég er ör- ugg.“ Hún vissi um staðinn sem Guð hafði búið henni heima hjá sér. Sjálfsagt hefði hún þráð að fá að lifa lengur og vera hjá sínum, og það var beðið mikið fyrir henni. Við eigum oft erfitt með að skilja vegi Guðs, en við trúum því samt að þeir séu þeir bestu og hún hvfldi I því.. Það eru margir sem sakna henn- ar. Við í Hemum söknum hennar, en þó er söknuðurinn sárastur hjá eiginmanni, aldraðri móður, systur og fjölskyldu og hjá Ásu dóttur Jakobs, manni og bömum. Megi góður Guð styrkja ykkur og hugga í sorginni. Ef hún gæti eitthvað mælt nú, mundi hún segja: „Mætið mér heima hjá Jesú.“ Við þökkum Guði fyrir líf Hólm- fríðar og allt hennar starf. Þess má geta að hún vann mikla sjálf- boðavinnu við þýðingar á greinum fyrir Herópið. Einn af uppáhalds- söngvum hennar var: Þegar Drott- ins lúður hljómar og þá dagur fer í hönd, þegar dýrðarmorgunn ljóm- ar eilífðar ... Þegar Drottinn nafn mitt nefnir verð ég þar. Nú ert þú horfin í himinsins borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treystá á Krist þar tilbúið heimili er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó Jesús, hjá þér. (Ingibj. Jónsdóttir.) Blessuð sé minning þín. Með kveðju frá félögunum í Hjálpræðis- hernum. Ingibjörg og Óskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.