Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki fyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dala! Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og Stanley Tucci. Leikstjóri: Andrew Bergman („The Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. GETRAUN Það gæti hent þig að vinna helgarferð með Flugleiðum til New York með gistingu á hinu stórglæsilega Plaza-hóteli. Það eina, sem þú þarft að gera, er að svara tveimur laufléttum spurningum og skila þeim í afgreiðslu Stjörnubíós fyrir 13. nóvember. Þá kemst þú í vinningspott sem dregið verður úr á Bylgjunni í beinni útsendingu þann 15. nóvember 1994. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndina. Svarseðilinn færðu þegar þú kaupir miða á myndfna. FLUGLEIDIR. Tmustur íslenskurferðafélugi “ STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt i spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og „It could happen to you" filofax. Verð kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 5. KR. 800,- F. FULLORÐNA KR. 500,- F. BÖRN Sýnd kl. 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. ÚLFUR TH E ANIMAL ÍS OUT N ICHOLSON PFEIFFER VVOLF Sýnd kl. 6.45. Hársnyrtigreinar Björg og Sigurkarl Islandsmeistarar BJÖRG Óskarsdóttir og Sigurkarl Aðalsteinsson sigruðu í Islands- meistarakeppni í hársnyrtigreinum, sem haldin var á Hótel Loftleiðum um helgina. Björg sigraði í saman- lögðum greinum í hárgreiðslu kvenna og Sigurkarl í samanlögðum greinum í hárskurði karla. K,eppt var í þremur greinum hár- greiðslu, tískulínu, kvöldgreiðslu og listrænni útfærslu, og voru veitt sér- stök verðlaun fyrir hveija grein. Dæmt var sameiginlega fyrir allar þijár greinarnar og skipa þrír efstu í hárgreiðslu og þrír efstu í hár- skurði landslið Islands í greinunum. í hárgreiðslu varð Björg Óskars- dóttir hjá Hárgreiðslustofunni Permu í fyrsta sæti, Birna Jónsdótt- ir hjá Hárgreiðslustofunni Ónix í öðru sæti og í þriðja sæti varð Þór- dís Helgadóttir hjá Hárgreiðslustof- unni Hámý í Kópavogi. I hárskurði varð Sigurkarl Aðal- steinsson hjá Hársnyrtistofunni Passion á Akureyri í fyrsta sæti, Ómar Diðriksson hjá Hársnyrtistof- unni Hár-Class í öðru sæti og í þriðja Morgunblaðið/Jón Svavarsson BJÖRG Óskarsdóttir, íslands- meistari í hárgreiðslu kvenna, ásamt Þóru Þorsteinsdóttur og Þórði Steindórssyni. sæti varð Guðlaugur B. Aðalsteins- son hjá Hársnyrtistofunni Passion á Akureyri, en þeir Sigurkarl eru bræður. Er þetta í fyrsta sinn sem bræður skipa landsliðið i hárskurði. Landsliðið mun taka þátt í Evr- ópumeistarakeppni í hársnyrtingu SIGRÍÐUR Finnbjörnsdóttir með mæðgunum Sigríði Ein- arsdóttur og Helgu Bjarna- dóttur. á næsta ári og í heimsmeistara- keppninni sem fram fer í Washing- ton árið 1996. Björg þakkar þjálfun systur sinnar, Láru Óskarsdóttur hárgreiðslumeistara, árangurinn í keppninni og Dúdda, sem aðstoðaði þær systur. Þá þakkar hún Birnu LÁRA Stephensen, Þórdís Helgadóttir, Steinunn Helga- dóttir, Árný Guðmundsdóttir og Ragnhildur Bjarnadóttir. Hermannsdóttur fyrir förðun á fyrir- sætum og versluninni Spakmanns- spjörum fyrir lán á kvöldklæðnaði og versluninni Skaparanum, sem einnig lánaði klæðnað, en skartgrip- ir voru fengnir frá Katrínu Diðriksen fyrir kvöldgreiðsluna og Pýrit. Schwarzen- egger fær að kynnast þeim vandamálum sem fylgja óléttu. Arnold ófrískur ► EF EINHVERJIR eiga í vandræð- um með að ímynda sér Arnold Schwarzenegger sem fyrsta ólétta mann í heimi, ættu þeir að fara á sýninguna „Junior“ þegar hún verður tekin til sýninga hér á landi. Þar er ein mesta hasarmyndahelja hvíta tjaldsins kasólétt, þjáist af morgunógleði og segir setningar eins og: „Geirvörturnar á mér eru svo aumar viðkomu." Ivan Reitman, leikstjóri mynd- arinnar, segir að ef frá sé skilinn fáránleiki þess að Schwarzeneg- ger sé ófrískur sé myndin „raunsæ" og rómantísk gaman- mynd. Og leikararnir eru ekki af verri endanum. Fyrir utan Schwarzenegger leika spéfugl- inn Danny DeVito og breski Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson í myndinni. TILBOÐSDAGAR DAGANA 1.-12. NOV. Skíðasamfestingar barna 4.990 Puma Disk skór 4.990 (áður 10.990) st. 120-170 st. 41-46 Skíðasamfestingar fullorðins 6.990 Brooks uppháir leðurskór 3.990 st. S-XXL m/dempara, st. 41-45, svartir íþróttagallar fullorðins 2.990 Brooks hlaupaskór m/dempara 3.990 st. 35-42 tvöfaldir, st. S-XXL Dúnúlpur barna 2.990 Dúnúlpur fullorðins 3.990 st.S-XL Ungbarnasamfestingar 4.990 st. 1 árs-3 ára Innanhúss skór 1.990 st. 28-46 Sendiim í póstkröíiG Opið laugard. kl. I0-1(», Vnuiila 40, sími 013555 og 013055. »hummél^ SPORTBÚÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.