Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 45
MARGT ætlar maður að
gera en stundum vill
það dragast, svo sem
að flytja steinseljuna
í potta. Hún hafði staðið í garðin-
um fagurgræn síðan snemma í
sumar og nú á haustdögum með
grænkáli og sprotakáli (brok-
koli), sem lifir góðu lífi þótt far-
ið sé að kólna. Nú var spáð frosti
og snjókomu og ég greip nokkr-
ar blómsturpotta og smáskóflu
og fór niður í matjurtagarðinn.
Á stígnum niður í garð voru
nokkur kindaspörð. „Héldu kind-
urnar virkilega að stígurinn væri
fyrir þær?“ En þær héldu meira
en það, þær höfðu étið allt
grænkálið og sprotakálið og
kryddað með steinseljunni. Þær
fengu ekkert hlýjar hugsanir frá
mér. Ég hafði vaknað um nóttina
við traðk á trépallinum sem
umlykur húsið. „Nú, krummi er
kominn á stjá,“ hugsaði ég og
hallaði mér á hina hliðina og
sofnaði vært. Upp úr kl. 7 dró
ég gardínurnar frá svefnher-
bergisglugganum, ég hélt mig
væri að dreyma, um 20 lagðfal-
legar kindur voru á beit milli
grenitijánna fyrir utan og sumar
stóðu á pallinum undir þak-
skegginu. Þær átu af áfergju og
voru svo hæverskar að ekki
heyrðist jarm frá þeim en tóku
á rás, þegar ég kveikti ljósið.
„Kurteisar kindur," hugsaði ég
þar til áðan að ég sá hvað þær
höfðu gert í matjurtagarðinum.
„Þá það.“ Ég steig inn í bílinn
og ók í stórmarkaðinn þar sem
ég keypti bæði sprotakál og
steinselju til að setja í lamba-
kjötssúpuna. Meðan súpan mall-
aði bakaði ég brauð og bar með.
Öðruvísi kjötsúpa
1 kg súpukjöt (ekki feitt)
2 lítrar vatn
2 tsk. salt
6-8 piparkorn
600 g sprotakól (brokkoli)
væn grein fersk steinselja
1. Skerið fitu utan af kjötinu
og fleygið.
Matur og matgerð
Kindur átu
grænmetið
í síðasta þætti fjallaði Kristín Gestsdóttir um
grænmetið sem lifði enn góðu lífí í garði henn-
ar, en það fór verr en á horfðist, nokkrar kindur
úr nágrenninu komust í garðinn og átu það allt.
2. Setjið vatn, piparkorn og
salt í pott og látið sjóða, setjið
kjötið í pottinn og sjóðið við
hægan hita í 75 mínútur.
3. Takið kjötið upp úr pottin-
um, skerið af beinunum í bita
heldur stærri en gúllasbita, sker-
ið frá fitu og fleygið. Setjið kjöt-
bitana aftur í kjötsoðið ásamt
sprotakáli og sjóðið í 10 mínút-
ur. Klippið laufið af steinseljunni,
setjið leggina í súpuna og sjóðið
með en geymið laufið.
4. Takið steinseljuleggina úr
súpunni, klippið steinseljulaufið
yfir hana og berið fram.
Fljótbakað brauð
1 dl haframjöl
6 dl hveiti
2 tsk. púðursykur
msk. fínt þurrger
tsk. salt
2 msk. sesamfræ
2 msk. matarolía
1 dl köld mjólk
1 dl vel heitt vatn út krananum.
mjólk til að pensla brauðið með
sesamfræ til að stró yfir brauðið
1. Byrjið á að rista sesamfræ-
ið á þurri pönnu. Hafið lok á
pönnunni, fræið þeytist upp í loft-
ið, en fylgist vel með, þetta er
fljótt að brenna.
2. Setjið haframjöl, hveiti, púð-
ursykur, þurrger, salt og sesam-
fræ í skál. Setjið matarolíu út í.
3. Blandið saman kaldri mjólk
og heitu vatni, þetta á að vera
fingurvolgt, alls ekki heitara.
Setjið vökvann í deigið og hrærið
saman með sleif eða í hrærivél.
Mótið síðan tvö aflöng mjó
brauð. Setjið á bökunarpappír á
bökunarplötu. Penslið með mjólk
og stráið sesamfræi yfir. Leggið
stykki yfir brauðin, látið standa á
eldavélinni meðan ofninn er að
hitna. Gott er að brauðin lyfti sér
nokkuð lengi allt að klukkutíma.
4. Hitið bakaraofninn í 200°C,
skerið raufar í brauðin með beitt-
um hnífi, setjið í miðjan ofninn
og bakið í um 20 mínútur.
Athugið: Ef vökvinn er mátu-
lega heitur (fingurvolgur) og
brauðdeigið frekar lint, heppnast
brauðið alltaf.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
SPILAÐUR var tvímenningur fimmtu-
daginn 3. nóv. og mættu nítján pör
og spilað var í tveim riðlum.
A-riðill, 10 pör:
Ragnar Halldórsson - Vilhjálmur Guðmundss. 131
Ingibjörg Stefánsdóttir - Fróði B. Pálsson 129
Margrét Bjömsson - Guðrún Guðjónsdóttir 123
ÞórarinnAmason-BergurÞorvaldsson 122
B-riðill, 9 pör, yfirseta:
Elin Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 126
Ásta Erlingsdóttir - Gunnþómnn Erlingsdóttir 116
Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 115
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 113
Meðalskor í báðum riðlum 108.
Sunnudaginn 6. nóv. spiluðu nítján
pör í tveim riðlum.
A-riðill, 10 pör:
Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 130
Ingunn Bemburg - Halla Ólafsdóttir 128
Betgur Þorvaldsson - Bragi Salomonsson 118
Ingibjörg Stefánsdóttir - Helga Helgadóttir 115
B-riðill, 9 pör, yfirseta:
Ásta Erlingsdóttir - Gunnþórunn Erlingsd. 122
Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarss. 115
Hannes Ingibergsson - Láras Amórsson 114
Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Páisson 110
Meðalskor í báðum riðlum 108.
Bridsfélag Sauðárkróks
Sl. mánudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur. Efstu pör:
Þórdís Þormóðsdóttir - Elísabet Kemp 104
Einar Svavarsson - Guðmundur Bjömsson 95
Guðni Kristjánsson - Einar Oddsson 94
SigurgeirAngantýsson-BirgirRafnsson 91
14. nóvember hefst 3 kvölda Butl-
er. Skráning annast Kristján, s. 36146
-og Silló, s. 35576.
Bridsfélag Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar
Missagt var í þættinum í síðustu
viku að aðaltvímenningnum væri lok-
ið. Þegar 5 kvöldum af 6 var lokið
höfðu Aðalsteinn Jónsson og Gísli
Stefánsson tekið forystuna á ný með
188 stig en röð efstu para er annars
þessi:
Ásgeir Methúsalemsson - Kristján Kristjánsson 166
Þorbergur Hauksson - Ámi Guðmundsson 116
Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 112
Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir 89
Hæsta skor síðasta spiiakvöld:
Aðalsteinn - Gísli 36
Árni Guðmundsson - Þorbergur Hauksson 32
BjamiGarðarsson-HörðurÞórhallsson 25
Næsta mót verður tveggja kvölda
hraðsveitakeppni.
Fiskbúð
Óska eftir fiskbúð eða hentugu húsnæði
undir fiskbúð til leigu á Reykjavíkursvæðinu
eða í Kópavogi.
Upplýsingar leggist inn á afgreiðslu Mbl.,
merktar: „Fiskbúð - 7602“.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði
Aðalfundarboð
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæóisfélaganna í Hafnarfirði boðar til aðal-
fundar fimmtudaginn 17. nóvember nk.
Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, og •
hefst ki. 20.00.
Stjórn fulltrúaráðsins.
Félags sjálfstæðismanna
í Árbæ, Selási og Ártúnsholti
Aðalfundur félagsins verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 10. nóvem-
ber, kl. 20.30 í húsnæði félagsins, Hraunbæ 102B.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Gestur fundarins Pétur H. Blöndal.
Stjórnin.
auglýsingar
I.O.O.F. 11 = 17611108'/2 = 9.0
I.O.O.F. 5 = 1761110872 = 9.0
Pýramídinn -
andleg
miðstöð
Opiðhús
I dag, fimmtudaginn 10. nóv.,
kl. 20 verður oplð hús með
Derek Coker og öðru starf sfólki
Pýramfdans. Allir velkomnir.
Ókeypis aðgangur.
Pýramídinn,
Dugguvogi 2,
símar 881415 og 882526.
\v-—7/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30 við
Holtaveg. Víngarðsmennirnir,
Matt. 20:1-16. Biblíulestur í
umsjón dr. Einars Sigurbjörns-
sonar. Allir karlmenn velkomnir.
ÉHjálpræðis-
herinn
y Kirkjuitræti 2
Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30.
Erlingur Nielsson og Sven Fossi
stjórna og tala.
Ath.: Fjölskyldupartý á laugar-
dag fellur niður.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir velkomnir!
Ann Coupe
miöill, heldur
kennslu- og
fræðslufund í
sal Sjálfsbjarg-
ar, Hátúni 12,
frá kl. 11-16
laugardaginn
12. nóvember.
Skyggnilýsingafundur
verður á sama^ stað kl. 20.
Nánari upplýsirigar i síma
29832.
Hvítasunnukirkjan
Völfufelli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Frá Sálar-
rannsókna-
félagi
íslands
Frá Sálar-
rannsókna-
félagi
íslands
Kristalheilun - námskeið -
einkatímar
Hinn fjölhæfi miöill, Colin Kings-
hot, verður með námskeið i
kristalheilun laugardaginn 12.
nóvember. Einnig býður hann
upp á einkatíma í áruteikn-
ingu/lestri, kristalheilun og heil-
un með hljóðbylgjum.
Bókanir í einkatíma og námskeið
eru f símum 18130 og 618130.
Stjórnin.
Þórunn Maggý - Opið hús
Opið hús verður
með Þórunni
Maggý í kvöld,
fimmtudags-
kvöldið 10. nóv-
ember, á Soga-
vegi 69 kl. 20.30.
Húsið opnað
kl. 20.00.
Pórunn Maggý mun tala vitt og
breitt um draumaheiminn, sálf-
arir og fleira. Og eins og áður
býður hún uppá einkafundi hjá
félaginu.
Upplýsingar og bókanir eru í
símum 18130 og 618130.
Stjórnin.
Volkstrauertag 1994
Kæru landar!
Þýska sendiráðið býður ykkur til
þess að minnast látinna her-
manna Volkstrauertag sunnu-
daginn 13.11. 1994.
Við munum hittast á bifreiða-
stæðinu við Fossvogskirkju kl.
10.45.
Þýska sendiráöið.
Volkstrauertag 1994
Liebe Landsleute,
die Deutsche Botschaft ládt Sie
herzlich ein, am diesjáhrigen.
Volkstrauertag am Sonntag,
den 13.11.1994, teilzunehmen.
Wir treffen uns auf dem Park-
platz des Friedhofes Fossvogur
um 10.45 Uhr.
Ihre Botschaft.