Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 47
FRÉTTIR
11. þing Múrarasambandsins
Aukið atvinnu-
leysi múrara
ALLT að 25% múrara í landinu
voru atvinnulaus þegar mest var á
síðastliðnum vetri og í ályktun 11.
þings Múrarasambands íslands,
sem haldið var fyrir skömmu, er
þeirri áskorun beint til sveitar-
stjórna og annarra opinberra aðila
sem sjá um byggingarframkvæmd-
ir að haga verkum þannig að inni-
vinna sé í hámarki yfir vetrarmán-
uði til að draga úr árstíðarsveiflum
og jafna atvinnuna.
Reiknitala ákvæðisvinnu
verði leiðrétt
Í atvinnu- og kjaramálaályktun
þingsins er bent á að ástæður auk-
ins atvinnuleysis meðal múrara séu
m.a. þær að hús sem byggð eru í
félagslega kerfinu og stór hluti
íbúða fyrir aldraða séu ekki múruð
nema að litlu leyti. Þess í stað séu
bæði inn- og útveggir klæddir á
timburgrind með erlendum plötum,
sem hafi ekki mikið burðarþol.
Þingið bendir á að notkun sumra
þessara byggingarefna sé varasöm
við tilteknar aðstæður.
„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
við kjarasamninga á liðnum árum
hefur ekki tekist að ná fram leið-
réttingu á reiknitölu ákvæðisvinnu
í byggingariðnaði. Reiknitalan var
á sínum tíma slitin úr tengsliim
við tímavinnu og hefur síðan jafnt
og þétt dregist aftur úr öðru kaupi.
Þingið ítrekar þá kröfu að þessi
mismunur verði leiðréttur," segir
í álytkuninni. Þar er þess einnig
krafist að persónuafsláttur við
staðgreiðslu skatta verði hækkað-
ur og skattalögum verði breytt
þannig að hjón og sambýlisfólk fái
að nýta til fulls ónotaðan persónu-
afslátt hvors annars og að foreldr-
ar persónuafslátt unglinga í skóla.
Á þinginu voru eftirtaldir kjörn-
ir í stjórn Múrarasambandsins til
næstu tveggja ára: Helgi Steinar
Karlsson formaður, Hafsteinn Sig-
urvinsson varaformaður og með-
stjórnendur Rafn Gunnarsson,
Hörður Runólfsson, Tryggvi Gunn-
arsson, Ingvar Guðnason og Hauk-
ur Logi Michelsen.
Fundur um slysavarnir
SLYSAVARNARÁÐ íslands held-
ur II. Landsfund um Slysavarnir á
Hótel Loftleiðum 11. nóvember og
hefst hann kl. 9. Fyrirlesarar á
fundinum eru 17 og á dagskrá eru
þessi efni: Vinnuslys á sjómönnum,
dauðaslys við vinnu, hálendisslys
og ökufærni eldri ökumanna.
Þátttaka er öllum heimil. Þátt-
tökugjald er 1.500 kr. og þarf að
tilkynna hana fyrir fundinn til
skrifstofu Landlæknis.
í Slysavarnaráði íslands eru
Landlæknir, Slysavarnafélag ís-
lands, Vinnueftirlit ríkisins, Um-
ferðarráð, Slysadeild Borgarspít-
ala, Samband íslenskra trygginga-
félaga, Tryggingastofnun ríkisins,
fulltrúi dómsmálaráðuneytisins og
Lögreglan í Reykjavík.
Námskeið gegn jólakvíða
STEFÁN Jóhannsson frá Corner-
stone Institue býður upp á nám-
skeið, laugardaginn 12. nóvember,
fyrir þá sem vilja rífa sig út úr
Kristni-
boðsdagar í
Hafnarfirði
HALDNIR verða fjórir kristniboðs-
dagar í húsi KFUM og KFUK,
Hverfisgötu 15, Hafnarfirði, dag-
ana 13. til 16. nóvember nk. Verða
almennar samkomur alla dagana
og hefjast kl. 20.30.
Starf Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga í Eþíópíu og
Kenýu verður kynnt í máli og mynd-
um. Einnig verður flutt hugvekja á
hveiju kvöldi. Þá verður einsöngur
og mikill almennur söngur.
Alls eru um þessar mundir 14
Islendingar og 14 börn þeirra á
vegum Kristniboðssambandsins á
sjö stöðum í Eþíópíu og Kenýu.
Starfsmenn hér heima eru þrír.
Á fyrstu samkomunni, sunnu-
daginn 13. nóvember, syngur Helga
Magnúsdóttir einsöng en að öðru
leyti sjá Elísabet Haraldsdóttir,
Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Andrés
Jónsson um dagskrárþætti.
gömlum vondum jólahefðum og
skapa sér og sínum betri og fal-
legri jól.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Jafnvel þótt alkóhólisminn sé
ekki virkur lengur í núverandi fjöl-
skyldu aðstandenda eða barna
alkóhólista kvíða margir jólunum
og kunna ekki að rífa sig út úr
andrúmslofti gamalla jólaminn-
inga.“
Innritun er hafin hjá Jóhanni
Loftssyni, sálfræðingi. Námskeið-
ið er haldið að Síðumúla 33, 2.
hæð, og hefst stundvíslega kl. 9
og lýkur kl. 16. Námskeiðsgjald
er 2.500 kr. og hefst skráning kl.
8.30 um morguninn.
Varmaskiptar
♦ ♦ ♦
■ TROMMULEIKARINN Hall-
dór G. Hauksson heldur fyrirlestur
um trommuleik í Nýja Músíkskól-
anum, Laugavegi 163, 3. hæð,
fimmtudaginn 10. nóvember kl. 18.
Halldór mun fjalla um ýmsar stil-
tegundir í trommuleik og trommu-
stillingar. Aðgangur að fyrirlestrin-
um er ókeypis og öllum heimill.
Áratuga reynsla
SINDRI
- sterkur í verki
BORGARTÚNI31 ■ SÍMI 562 72 22
Basar Kvenfélags
Grensássóknar
BASAR Kvenfélags Grensássókn-
ar verður haldinn í Safnaðarheim-
ilinu við Háaleitisbraut laugardag-
inn 12. nóvember og hefst hann
kl. 14.
Konumar verða í safnaðarheim-
ilinu við undirbúning eftir kl. 17
á föstudag og eftir kl. 10 á laugar-
dag og er þá hægt að koma til
þeirra með kökur og muni fyrir
basarinn.
í fréttatilkynningu segir, að
kvenfélagið hafi fært kirkjunni
ýmsar gjafir og þegar fyrsta skófl-
ustungan var tekin að kirkjuskip-
inu, gaf félagið eina milljón króna
til kirkjubyggingarinnar. Kirkju-
byggingin og tengibygging við
safnaðarheimilið eru að verða fok-
heldar og er stefnt að fyrstu helgi-
stundinni á fyrsta sunnudegi í
aðventu, 27. nóvember nk. kl. 14.
HASKOLIISLANDS
ENDURMENNTUN ARSTOFNUN
Starfsmannastjórnun í tækni- og
hugbúnaðarfyrirtækjum
Efni: Skipurit og markmiðsáætlanir, stjómun
fræðslumála, aðferðir við val á starfsfólki,
leiðir til hvatningar, gerð starfslýsinga, aðfer-
ðir við notkun frammistöðumats/starfsman-
nasamtala og áhrif breyttra stjómunarhátta á
hópvinnu, ábyrgð og hlutverk starfsmanna
með sérstakri áherslu á stjómun í tækni- og
hugbúnaðarfyrirtækjum.
Leiðbeinandi: Þórður S. Oskarsson, vin-
nusálfræðingur hjá KPMG Sinnu hf.
Tími: 14. og 16. nóvemberkl. 8:30-12:30.
Verð: 8.500 kr.
Útboð og eftirlit með verkefnum á tölvusviði
Efni: Undirbúningur útboðs, útboðsgögn, sam-
skipti við bjóðendur, val á verktaka, gerð verk-
samnings, eftirlit með framkvæmd verksins, ágrein-
ingsmál, uppgjör, ný útgáfa af ÍST 32, lög um
framkvæmd útboða og þær leiðbeiningar, sem til
eru um þetta mál, s.s. innkaupahandbók RUT-
nefndarinnar.
Leiðbeinendur: Daði Öm Jónsson, deildarstjóri
ráðgjafar- og þróunardeildar Verk- og kerfis-
fræðistofunnar og Jóhann Gunnarsson deildar-stjóri
í fjármálaráðuneytinu.
Tími: 21. og 22. nóvemberkl. 8:30-12:30.
Verð: 8.500 kr.
Skráning í síma 694940 eða á faxi 694080.
Upplýsingasímar 694923, -24 og -25.
icjciciricicjf
Panasonic
MYNDBANDSTÆKI SD-22
Einstaklega hraðvirkt og hljóðlátt myndbandstæki með
mánaðar upptökuminni sem deila má á 8 upptökutíma.
INDEX SEARCH - QUICK VIEW - DIGITAL TRACKING
SUPER DR/VE
SYSTEM
....£L.,..
1 Verd áður lcr. 53.400,- |
1 1 kr. 39.91 #Or- s*gr |a„, ,
Brautarholti & Kringlunni • Sími 625200