Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER MÍ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ á frábæru verði! Prentar á venjuiegan pappír A4 Frumritamatari fyrir 20 blöð Frumritastœrð A5-B4 Sendingarhraði 11 sek. með A4 Pappírsskúffa f. 250 blöð Sjálfvirkt endurval allt að 10 skipti Skammvalsnúmer 163 númer Hópsendingar / tímastilltar sendingar Ljósritar 4 blöð pr/mín. Tekur á móti f minni ef pappír klárast Tnchihn íll Imcfnr nAarnc Irr SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 69 77 00 •og við tökum gamla tækið upp í! Alltaf skrefi á undan POMEROL I kvöld bjóðum við rauðleita og höfuga landbúnaðarafurð frá Pomerol héraði á kostnaðar- verði fyrir matargesti. Fimmtudagskvöld eru kvöld hinna vinrauðu guðaveiga. Borðapantanir í síma 25700 Samkveemt íslenskum lögum má ekki auglýsa borðvín iJjötmiðlum. 5acob§> tekex Fjölkorna - ferskt og hollt MORGUNBI.ADID ÍDAG Meö morgunkaffinu VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags ÉG SEGI þetta í síð- asta sinn, Sigurður. Komdu og taktu lyfin þín. HVERNIG eigum við að útskýra þetta fyrir stjóra? ÞEGAR ég sagði að þú værir gulls ígildi, var heimsmarkaðs- verð á gulli mjög Iágt. Tapað/fundið Ullarfrakki tapaðist DÖKKSÆBLÁR ullar- frakki hvarf í LA Café aðfaranótt sl. sunnu- dags. Þeir sem vita um frakkann eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 74989 eftir kl. 17. línu fundust við Norræna húsið fyrir u.þ.b. viku. Spurt hafði verið um gleraugun í Norræna húsinu fyrir nokkru, en það var áður en þau komu í leitimar. Upplýs- ingar á staðnum eða í síma 17030. Úlpa tapaðist GRÆN úlpa með lykla- kippu tapaðist í Hafnar- firði aðfaranótt sl. sunnudag. Finnandi vin- samlega skili henni á lög- reglustöðina í Hafnar- firði. Peningaveski tapaðist BRÚNT peningaveski tapaðist í Bauganesi, Vesturbæ, sl. mánudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 21021. Eyrnalokkur tapaðist GYLLTUR hangandi eymalokkur tapaðist laugardaginn 5. október, líklega við Þjóðleikhúsið. Vinsamlega skilist til bakdyravarðar eða í síma 12005 eða 17527. Barnagleraugu í Norræna húsinu BARNAGLERAU GU í stálumgjörð með grænni SKAK með hvítt, en Vasilí ívant- sjúk (2.695) var með svart og átti leik. Umsjón Margcir Pctursson sjá stöðumynd ÞESSI staða kom upp á stór- mótinu í Buenos Aires sem lauk í síðustu viku í viðureign tveggja af stigahæstu stór- meisturum heims. Lettinn Aleksei Shirov (2.740) var Barátta þungu mannanna er í algleymingi og hér eru það þeir svörtu sem em mun virkari. Nú kom óvæntur hnykkur: 31. - Hf3I, 32. Dd2 (Eftir 32. Dxf3 - Dhl+ á hvítur ekkert annað svar en 3. Hgl sem tapar drottning- unni) 32. - Dhl+, 33. Hgl - Dh3+ og Shirov gaf því eftir 34. Hg2 - Hxd3 hef- ur hann tapað peði og er auk þess með ákaflega slæma stöðu. " _ Unglingameistar- amót íslands fyrir 20 ára og yngri hefst í kvöld í Skák- miðstöðinni við Faxafen. Lokaskráning er frá kl. 19. Farsi „ Aljög sanngjamt." UJAIS&<-ASS[CöO CT W A/2-T 6-8 Víkverji skrifar... AÐ virðist vera að færast í vöxt að iðnfyrirtæki og heild- sölur beiti börnum fyrir sig í sölu- starfi. Er það gert með því að heita þeim verðlaunum fyrir kaup foreldr- anna á tilteknum vörum. Dæmi um þetta er mjólkurbikar Mjólkursam- sölunnar þar sem börnin fengu glös fyrir að safna miðum af mjólkur- fernum og skila til MS, jó-jó Vífil- fells sem fékkst keypt við vægu verði út á kókflöskumiða og diskar og könnur sem fást gefins hjá Nóa- Síríusi út á miða af pökkun utan af Kelloggs kornflögum. Sjálfsagt eru fleiri fyrirtæki í þessu, þó Vík- veiji hafi ekki tekið eftir þvi að undanförnu. Sum fyrirtæki hafa fengið gríð- arlega góð viðbrögð við þessari sölumennsku. Þannig aflienti Mjólkursamsalan 150 þúsund glös og nýlega kom fram að Vífilfell væri búið að selja yfir 110 þúsund jó-jó. En almennt séð er það heldur leiðinleg sölumennska að spila þannig á barnssálirnar, fá börnin til að setja þrýsting á foreldrana við innkaup til heimilisins. Og eitt- hvað kostar þetta. Væri ekki nær að lækka vöruverðið sem nemur þessum aukavarningi? Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tím- um. Vilji fyrirtækin fá góða ímynd viðskiptavina sinna eða halda henni er algert grundvallaratriði að þau geti afhent börnunum þær vörur sem þau eru búin að vinna sér fyr- ir. Mikill misbrestur hefur verið á því eins og Víkverji varð vitni að í vonbrigðum sonar síns þegar hann var að hjálpa honum að innheimta verðlaun. Mörg börn þurftu að bíða mánuðum saman eftir mjólkurbik- arnum frá Mjólkursamsölunni og jó-jóin voru ekki alltaf til hjá Vífil- felli þegar þangað var farið með miðana. xxx IBLAÐINU Bæjarins besta á ísafirði var nýlega sagt frá helgistund í fokheldri kirkjunni, sem verið er að byggja á staðnum. Fjallað var sérstaklega um öflugt starf í kirkjuskólanum á ísafirði og sagt frá ferð barnanna til Súðavík- ur. I blaðinu segir: „Fram kom að í ferð kirkjuskólabarna til Súðavík- ursóknar hefði þeim hvorki þótt rútuferðin né náttúrufegurðin merkilegust, heldur sjálf kirkjan sem þau heimsóttu. Flest barnanna höfðu aldrei átt kirkju um ævina enda hafa Isfirðingar nú verið kirkjulausir í um sjö og hálft ár. Upplifun barnanna varð því mörg- um umhugsunarefni." xxx FLUGMENN í flugvélum Flug- leiða mættu gjarnan temja sér betra málfar þegar þeir spjalla við farþega sína í hátalarakerfinu. Vík- vetji hefur áður getið þess, þegar flugmenn hafa talað um að verið væri að taka „fjúl“ (eldsneyti) eða að nú „kijúsi“ flugvélin í svo og svo mikilli hæð. Er Víkveiji var á leið heim frá London fyrir skemmstu, tilkynnti flugmaðurinn að „dípartjör“ (líklega hefur hann átt við brottför) seinkaði enn. Þegar menn eru að koma upplýsingum á framfæri við dágóðan hóp Islend- inga, kannski yfir 100 manns, hlýt- ur að vera hægt að ætlast til að þeir vandi mál sitt. Og Víkveiji hefur tekið eftir því að flugmennirn- ir gera mest lítið af að sletta ís- lenzku, þegar þeir endurtaka til- kynningar sínar á ensku! xxx ÍKVERJI sá í blaði fyrir skömmu að ný sundlaug hefði verið „vígð“ á Dalvík, en ekki tekin í notkun, eins og eðlilegt hefði ver- ið að segja. Það er ekki amalegt fyrir Dalvíkinga að synda í vígðu vatni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.