Morgunblaðið - 10.11.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Yfirlýsing Listahátíðar í Hafnarfirði hf.
Hlutafélagið til
að afla styrkja
STJÓRN Listahátíðar Hafnarfjarð-
ar hefur sent frá sér yfirlýsingu
vegna þeirrar umræðu, sem verið
hefur um málefni Listahátíðar í
Hafnarfirði 1993 og tveggja
skýrslna frá embættismönnum
Hafnarfjarðarbæjar. Í yfírlýsing-
unni er því meðal annars harðlega
mótmælt að stjómin beri fjárhags-
og bókhaldslega ábyrgð á listahátið
í Hafnarfírði. Að beiðni bæjaryfir-
valda hafí verið ákveðið að stofna
hiutafélagið til að auðvelda listahá-
tíðinni að afla styrkja og annarra
tekna frá fyrirtækjum, einstakling-
um og opinberum aðilum. Yfirlýsing
stjómarinnar fer hér á eftir:
1. Stjóm Listahátlðar Hafnar-
fjarðar hf. er skipuð þremur mönn-
um, þeim Sverri Ölafssyni myndlist-
armanni, Emi Óskarssyni hljóm-
sveitastjóra og Gunnari Gunnars-
syni skólastjóra Tónlistarskólans. Á
undanförnum ámm höfum við starf-
að með bæjaryfírvöldum í Hafnar-
fírði að undirbúningi, framkvæmd
og stjórnun listahátíða 1991 og
1993 og hefur samstarfíð ávallt
gengið vel.
2. Við mótmælum harðlega þeim
fullyrðingum sem fram koma í
skýrslu bæjarlögmanns og bæjar-
endurskoðenda Hafnarfjarðarbæjar
þar sem þeir halda því fram að
Listahátíð í Hafnarfírði hf. beri fjár-
hags- og bókhaldslega ábyrgð á
listahátíð í Hafnarfirði 1993. Máli
okkar til stuðnings vísum við til
skýrslu bæjarritara, fjármálafull-
trúa, yfírmanns kostnaðardeildar og
deildarstjóra innheimtu og greiðslu-
deilda sem dagsett er 25. október
1994, þar sem þeir staðfesta að
tveir starfsmenn á vegum Hafnar-
fjarðarbæjar hafí sinnt eftirliti og
stjórnun fjármála ásamt færslu bók-
halds vegna listahátíðar í Hafnar-
firði 1993. Þá viljum við einnig vísa
til skýrslu Endurskoðunar og reikn-
ingsskila hf. sem komst að sömu
niðurstöðu í bókhaldsskýrslu sem
send var til bæjaryfírvalda í Hafnar-
fírði dags. 14. októbér 1994.
3. Öllum fullyrðingum um að
Arnór Benónýsson hafí verið starfs-
maður Listahátíðar Hafnarfjarðar
hf. er einnig vísað á bug. Arnór var
ráðinn með sérstökum ráðningar-
samningi sem gerður var milli hans
og Hafnarfjarðarbæjar 19. febrúar
1993. Verksvið hans var m.a. að
annast eftirlit og hafa umsjón með
fjármálum listahátíðar í Hafnarfírði
í nánu samstarfi við bæjarritara og
bæjarstjóra, eins og segir í ráðn-
ingasamningi hans. Stjórn Listahá-
tíðar í Hafnarfirði hf. hefur aldrei
gert ráðningarsamning við Amór
Benónýsson og leit því ávallt á hann
sem starfsmann Hafnarfjarðarbæj-
ar.
4. Að beiðni bæjaryfírvalda var
ákveðið í mars 1993 að stofna hluta-
félag / þeim tilgangi að auðvelda
listahátíð í Hafnarfírði 1993 að afía
styrkja og annarra tekna frá fyrir-
tækjum, einstaklingum og opinber-
um aðilum. Með þessu var hlutafé-
lagið ekki að taka á sig fjárhagslega
ábyrgð á hátíðinni enda runnu allir
styrkir, Ijárframlög og aðrar tekjur,
þ.m.t. aðgangseyrir, í bæjarsjóð, á
sama hátt og öll íjárútgjöld til hátíð-
arinnar voru greidd beint úr bæjar-
sjóði Hafnarfjarðar.
5. í báðum skýrslum embættis-
manna Hafnarfjarðarbæjar kemur
skýrt fram að bókhaldsóreiðuna
megi rekja til þess að sérstaklega
ráðinn starfsmaður Hafnarfjarðar-
bæjar, til að hafa umsjón með fjár-
málum listahátíðarinnar, hafí
brugðist skyldu sinni og með því
gert öðrum starfsmönnum Hafnar-
fjarðabæjar ókleift að færa bókhald-
ið sem skyldi. Mikilvægt er að benda
á, að með því að taka kostnaðareft-
irlit af stjórn Listahátíðar Hafnar-
fjarðar hf. þegar ekki var lengur
krafíst að hún undirritaði reikninga
sem bæjarsjóður greiddi, var óger-
legt fyrir stjórnina að fylgjast með
stöðu fjármála og að greitt væri
samkvæmt samningum. Af þeim
sökum hélt stjórn Listahátíðar
Hafnarfjarðar hf. fundi með emb-
ættismönnum Hafnarfjarðar þar
sem fram komu bæði áhyggjur og
efasemdir um ýmsar ákvarðanir og
afgreiðslur Arnórs varðandi fjármál
og ekki síður samninga við ýmsa
aðila og hvemig að hefði verið stað-
ið eins og fram kemur í skýrslu
embættismanna Hafnarfjarðarbæj-
ar dagsett 25. október 1994.
6. Við fögnum því að bæjaryfír-
völd hafa ákveðið að senda öll gögn
listahátíðarinnar til Skattstjóra
Reykjanesúmdæmis til frekari skoð-
unar, enda höfum við gert nákvæma
grein fyrir okkar málum á þeim
vettvangi. Um ásakanir um skjala-
fals er því til að svara að okkur er
ókunnugt um það með öllu.
7. Stjóm Listahátíðar í Hafnar-.
fírði hf. hefur aldrei skorast undan
þeirri ábyrgð að hafa tekið að sér
listræna ráðgjöf, framkvæmd og
skipulagningu listahátíðar I Hafn-
arfirði í samvinnu við Hafnarfjarð-
'arbæ og starfsmenn þar. Hins vegar
var öllum hlutaðeigandi aðilum ljóst
þegar í upphafí að stjórnin hafði
enga burði til að axla ábyrgð á
meðferð fjármála og bókhalds jafn
viðamikillar hátíðar og listahátíðin
var. Enda tók Hafnarfjarðarbær
þann þátt að sér m.a. með ráðningu
Amórs Benónýssonar samanber 2.
lið hér að ofan.
Fyrir hönd stjómar Listahátíðar
í Hafnarfírði hf.,
Gunnar Gunnarsson,
Örn Óskarsson.
Grófarsmári 5-7 - Kóp.
Bjóðum til sölu skemmtileg og vel hönnuð parhús á
tveimur pöllum á besta stað. Húsin, sem eru timburhús
150 fm að grunnfl. með innb. bílskúr, afh. fullb. að
innan sem utan. Áætluð afh. húsanna fullbúinna er í
ágúst 1995. Verð hvors húss er kr. 12,8 millj.
Upplýsingar gefur:
Fasteignasalan Kjörbýli, sími 641400.
FRÉTJIR
Níu ára rithöfundur sendir
frá sér bók fyrir jólin
HELGI Bachmann rithöfuridur.
Prinsinn strýkur
að heiman
EINN af þeim sem senda frá sér
bók fyrir þessi jól er Helgi Bach-
mann, 9 ára drengur úr Reykja-
vík. Bókin fjallar um prinsinn
Jón, sem leiðist vistin i konungs-
garði. Þar eru engin börn til að
leika við og prinsinn hefur lítið
annað að gera en að raða frí-
merkjum. Jón prins grípur því
til þess ráðs að strjúka að heim-
an.
Helgi sagðist hafa unnið að
bókinni í um eitt ár eða allt frá
því hann lærði ritvinnslu í ísaks-
skóla. Hann sagðist reyndar ekki
vera alveg búinn með bókina.
„Ég er að reyna að enda sög-
una,“ sagði Helgi og bætti við
að ýmsir möguleikar kæmu til
greina.
Helgi hefur áður skrifað sög-
ur og birtist smásaga eftir hann
í Morgunblaðinu fyrir skömmu.
En þó Helgi hafi gaman að því
að skrifa sögur segist hann ekki
reikna með að leggja skriftir
fyrir sig á lífsleiðinni. Hann hef-
ur þegar tekið þá stefnu að
verða kvikmyndagerðarmaður.
Móðir Helga, Þórdís Bach-
mann, sagði að Helgi væri mjög
sjálfstæður rithöfundur og vildi
helst enga hjálp þiggja. Hún
sagði að Helgi hefði skrifað bók-
ina á tölvu, en það væri ekki
létt verk því hann kynni ekki
fingrasetningu og væri stundum
nokkuð lengi að finna stafina
sem ætti að ýta á.
Þess má geta að í ætt Helga
eru viðurkenndir rithöfundar.
Langömmubróðir hans var Guð-
mundur Kamban skáld.
Deila um 1
skipun í
fornleifa-
nefnd |
SAGNFRÆÐIDEILD Háskóla
íslands hefur gert athugasemdir )
við tilnefningu háskólaráðs í
fornleifanefnd. Deildin telur að
sá sem háskólaráð tilnefndi upp-
fylli ekki ákvæði nýrra laga forn-
leifanefndar um menntun nefnd-
armanna. Hugsanlegt er að
málinu verði skotið til úrskurðar
menntamálaráðuneytisins.
Ný lög um fomleifanefnd tóku ,
gildi 1. júlí í sumar. Lögin gera
ráð fyrir að nefndin sé skipuð P
þremur mönnum, einum til- j
nefndum frá háskólanum, einum
frá Félagi íslenska fornleifa-
fræðinga og einum tilnefndum
af þjóðminjaráði. Tveir þeir
fyrsttöldu skulu vera menntaðir
fornleifafræðingar. Mennta-
málaráðherra skipar nefndina
og tilnefnir formann.
Þjóðminjaráð hefur tilnefnt ,
Pál Sigurðsson, lagaprófessor, í
fornleifanefnd og Félag ís- |
lenskra fomleifafræðinga dr. k
Bjarna F. Einarsson, fornleifa-
fræðing. Háskólaráð tilnefndi
Mjöll Snæsdóttur í nefndina, en
greidd voru atkvæði milli þriggja
manna. Sagnfræðideild hefur
gert athugasemd við tilnefning-
una og bendir á að menntun
Mjallar sé ekki í samræmi við
ákvæði laga.
Sveinbjöm Bjömsson há-
skólarektor sagði að það væri j
matsatriði hvort menntun Mjall-
ar væri í samræmi víð ströng- I
ustu túlkun á lögunum. Hann
sagðist vera að bíða eftir upplýs-
ingum frá Háskólanum í Lundi
í Svíþjóð um menntun Mjallar.
Að fengnum þeim upplýsingum
yrði málið annaðhvort borið upp
í háskólaráði að nýju eða sent
menntamálaráðuneyti til úr-
skurðar. I
Norðurá endurleigð SVFR '
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja-
víkur og landeigendur við Norðurá
hafa endurnýjað leigusamning
SVFR um ána fyrir næstu vertíð.
Að sögn Jóns Gunnars Borgþórs-
sonar, framkvæmdastjóra SVFR,
verða ekki hækkanir á leigu eða
veiðileyfum og var auk þess samið
við bændur um skipta áhættu.
„Það þýðir einfaldlega að fari svo
að bakslag komi í nýtingu á ánni
1995 verður skellur SVFR ekki
eins mikill og ef betur gengur að
selja í ána heldur en 1994 eiga
bændur möguleika á því að auka
tekjur sínar. Við höfum lagt
áherslu á þetta form á þessum
samdráttartímum. Þetta fyrir-
komulag virkar vel. Það var gott
að vinna með Norðurárbændum,
þeir sýndu góðan skilning á mark-
aðsaðstæðum og skynsemi réði
ferðinni hjá þeim,“ sagði Jón Gunn-
ar. Þess má geta í þessu sam-
bandi, að nýting á veiðileyfum á
síðasta sumri í Norðurá er var afla-
sælust yfir landið, var milli 85 og
90 prósent.
Stjórnarmenn SVFR hafa verið
á þönum um landið í haust til við-
ræðna við stjórnir veiðifélaga
vegna samningamála. Að sögn
Jóns Gunnars eru samningar um
Bíldsfell í Sogi og Stóru Laxá á
lokastigi og viðræður í gangi um
Miðá í Dölum og Gljúfurá í Borgar-
firði svo eitthvað sé nefnt. Auk
BANDARÍSKUR veiðimaður
með 17 punda lax úr Ponoi í
Rússlandi.
þessa er ljóst að Fjallið í Langá
verður ekki á boðstólum hjá SVFR
eins og undanfarin sumur, enda
hefur Langá verið leigð í heild
öðrum aðila.
Afbókanir á Rússland
Haft er fyrir satt að mikið hafi
verið um afbókanir bandarískra
stangaveiðimanna í _ár í Rússlandi
fyrir næstu vertíð. Ástæðan er sú
að Bandaríkjamennirnir eru við-
kvæmir fyrir umhverfismálum og
fregnir af hrollvekjandi olíuslysi á
Kólaskaga hafa orðið þess vald-
andi að þeir ætla margir að halda
að sér höndum næsta sumar. For-
kólfar í röðum bandarískra lax-
veiðimanna, m.a. eigendur ferða-
skrifstofunnar Frontiers, hafa unn-
ið ötullega með heimamönnum að
uppbyggingu ferðaþjónustunnar í
tengslum við laxveiðiárnar á Kóla-
skaga og hinar miklu vinsældir
svæðisins hafa einmitt byggst á
ósnortinni náttúru samhliða gjöful-
um ám, auk þess sem það hefur
þótt skemmtileg tilbreyting frá
átakalitlu hótellífi við íslenskar, |
norskar og breskar ár, að búa til- j
tölulega frumstætt í tjaldbúðum |
og láta feija sig um veiðisvæðin í '
20 ára gömlum þyrlum. En meng-
un er eitthvað sem bandarísku
veiðimennirnir þola ekki og má
búast við því að einhvetjir af gömlu
viðskiptavinunum skili sér aftur á
komandi sumrum.
Svartá gengin út
Fyrir nokkrum vikum var allt |
vatnasvæði Blöndu og Svartár boð- k
ið út. Nokkur tilboð bárust í ^
Svartá, en í vikunni var ljóst að f
samningar voru komnir á lokastig
við tíu manna hóp sem að hluta
tengist veiðiklúbbi á höfuðborgar-
svæðinu sem nefnist Laxmenn.
Ekki var tilboðið þó gert í nafni
félagsins. Jóhannes Guðmundsson,
forsvarsmaður hópsins, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið. .
Hann nefndi ekki leiguverðið, en i
sagði að verðlagning yrði innan j
skynsamlegra marka. Hins vegar |
væri bæði verðskrá og fyrirkomu-
lag veiðanna í athugun. íhuga
leigutakar m.a. að fækka stöngum
úr 3 í 2 fyrstu veiðidaga sumarsins
er lítið er gengið af fiski.
Framboð á veiðidögum í Svartá
mun minnka verulega, því leigu-
takamir hafa í hyggju að nýta ána
að stórum hluta sjálfir. Jóhannes |
sagði þó að eitthvað færi á markað-
inn og myndu þá „gamlir Svartár- f
menn“ hafa forgang að þeim dög- %
um.