Morgunblaðið - 26.01.1995, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ANNA MARÍA
MA GNÚSDÓTTIR
+ Anna María
Magnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
29. september
1924. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 16. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús Sig-
urðsson frá Stóra-
fjalli, f. 1895, d.
1972, og María
Kristín Guðjóns-
dóttir, f. 1897, d.
1929. Hálfsystkini
hennar samfeðra
eru Ólafur, Sigrún
og Kolbrún. Hinn 9. janúar 1949
giftist Anna María Ove Lund
HÚN Anna vinkona mín er dáin.
Ég finn þörf hjá mér að minnast
hennar fáum og fátæklegum orð-
um. Við erum búnar að vera góðir
vinir í yfír hálfá öld og aldrei fallið
skuggi á traust samband.
Anna var einstaklega vönduð og
trygglynd og aldrei vafi hvar við
höfðum hvor aðra. Það fara í dag
margar minningar í gegnum hug-
ann, allar ljúfar. Minningar frá
gömlum dögum úr húsmæðraskól-
anufti, úr sumarleyfum innanlands
og utan bæði meðan við voru ung-
ar stúlkur og eins og eftir að við
Jörgensen frá Dan-
mörku, f. 10. desem-
ber 1925, d. 22. febr-
úar 1980. Dætur
þeirra eru: 1) María
Jörgensen, f. 31.
mars 1949. Börn
hennar eru Anna
María og Birna. 2)
Eva Jörgensen, f. 8.
júni 1952, maki Allan
Larsen. Börn þeirra
eru Eila María og
Bjarki. Eftirlifandi
sambýlismaður Onnu
Maríu er Eiríkur
Jónasson.
Útför Önnu Mariu
fer fram frá Dómkirkjunni í
dag.
stofnuðum heimili og eiginmenn
og böm bættust í hópinn. Síðast
áttum við ógleymanlegar samveru-
stundir í sumarhúsi Eiríks síðastlið-
ið sumar og hvarflaði ekki að nein-
um að þetta yrði síðasta sumarið
hennar Onnu. Það er erfítt og ótrú-
legt að hugsa til þess að eiga ekki
eftir að hittast oftar og spjalla sam-
an í símann eins og við gerðum svo
oft. Anna var búin að þjást mikið
í mánaðartíma og ljóst hvert
stefndi. Það var erfítt fyrir Önnu
að yfirgefa sitt fallega heimili og
hún orðaði það við mig að jólaundir-
MINNINGAR
búningur yrði lítill í ár. Hún var
meira með hugann hjá fjölskyldu
sinni þá stundina, en það hvað biði
hennar.
Ég bið Guð að styrkja dætur
hennar tvær og bamaböm, svo og
Eirík sambýlismann hennar í þeirra
miku sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elín.
Við drúpum höfði í djúpri þökk til þín,
sem dáðum við á morgni æskustunda.
Þú gladdist yfír góðri sólarsýn
þín sókn var djörf til andans fögru lunda.
(Bergþóra Pálsdóttir)
í dag er borin til hinstu hvíldar
æskuvinkona mín Anna María
Magnúsdóttir. Minningarnar
streymdu gegn um hugarm, and-
látsfregnin kom svo skyndilega.
Vinátta okkar Önnu hefur aldrei
rofnað frá fyrstu stundu að við
báðar áttum heima í Vesturbænum
og gengum saman ungar og lífs-
glaðar stúlkur í Landakotsskólann.
Þaðan lá leið okkar til náms í Versl-
unarskóla íslands. Á sumrin lá svo
leiðin upp í Borgarfjörð, þaðan sem
Anna var ættuð. Þar voram við
Anna í kaupavinnu, hvor á sínu
búinu í Eskiholti. Þetta vora dá-
samleg ár og gott að eiga trygga
og góða vinkonu. Lífíð heldur
áfram með sínu mynstri.
Eftir að við lukum námi í VÍ,
+ Helga Laufey
Guðmundsdótt-
ir fæddist á Egils-
stöðum í Flóa 18.
desember 1916.
Hún lést í Borgar-
spítalanum 16. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristín Gísla-
dóttir og Guðmund-
ur Eiríksson. Systk-
inin voru tíu, þar
af eru tvö dáin.
Helga var gift Páli
Óskari Guðjónssyni,
leigubílstjóra, f. 6.9.
1911, d. 11.9. 1966. Börn þeirra
eru Kristín, Fanney, Hreiðar,
dáinn 31.10. 1976, Reynir og
dóttir sem dó í fæðingu. Barna-
börnin eru tíu og langömmu-
börnin fjögur. Útför Helgu fór
fram frá Fossvogskirlqu 23.
janúar.
NÚ ER hún dáin elsku amma okk-
ar, Helga Guðmundsdóttir, en hún
lést á Borgarspítalanum 16. janúar.
Það tók okkur sárt að geta ekki
verið við hlið hennar þegar stundin
rann upp og hún kvaddi þegjandi
og hljóðalaust en minningin um
hana ömmu verður alltaf efst í huga
okkar.
+ Sigurður Benedikt Þor-
steinsson fæddist í Sand-
gerði 30. júlí 1938. Hann lést á
Borgarspítalanum 13. janúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Víðistaðakirkju 19.
janúar.
ÞAÐ eru fáein orð sem okkur lang-
ar til að rita niður um afa Sigga.
Hann gaf syni mínum yndislegar
stundir sem Victor mun ekki
gleyma. Þegar farið var í kartöflu-
garðinn, tínd ber á haustin, farið í
eggjaleit fyrir utan ógleymanlegar
stundir hjá ömmu Hönnu og afa
Sigga.
Erfítt er fyrir sjö árá dreng að
skilja hvers vegna góður Guð tók
Amma á Freyjugöt-
unni (eins og við kölluð-
um hana) var alltaf jafn
hress þegar við heim-
sóttum hana í litlu íbúð-
ina á Kleppsveginum,
þá var hún tilbúin með
heitt kaffi á könnunni
og kexdallinn sinn bláa
sem iðulega var fulllur
af allavegana kexi. Við
sátum oft tímunum
saman og spjölluðum,
það voru ráðnir draum-
ar og mikið spáð, alltaf
gat amma hlustað á
blaðrið í okkur og gert
að gamni sínu við okkur. Svo hafði
hún unun af því að leiða okkur aft-
ur á bak, til þeirra tíma þegar hún
var sjálf ung og í blóma lífsins. Það
verður tómlegt að hafa ekki ömmu
lengur til að heimsækja í framtíð-
inni og hennar er sárt saknað.
Við biðjum góðan guð að vísa
henni leiðina til þeirra sem hún elsk-
ar hinum megin. Blessuð sé minning
hennar.
Nú legg ég aftur augun mín,
en öndin hvarflar, Guð, til þín,
þinn almáttugan ástarvæng
lát yfirskyggja mína sæng.
(Þýð. M.Joch.)
Helga, Anna Lísa og Michael.
besta afa hans til sín, en vegir
Guðs era órannsakanlegir.
Við vitum að honum líður betur
núna eftir þessi erfíðu veikindi, en
ljósið hans lifir í hjörtum okkar.
Elsku amma Hanna, við biðjum
Guð um styrk fyrir okkur öll, sér-
staklega fyrir þig.
Við söknum þín, c-lsku afí Siggi.
Blessuð sé minning þfn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ágústa og Victor.
Helga mín, mig langar að kveðja
þig, kæra vina, með nokkram fá-
tæklegum orðum. Síðast hittumst
við á heilsuhælinu í Hveragerði, þar
vorum við báðar í þjálfun. Það urðu
fagnaðarfundir þegar ég hitti þig
þar. Ekki granaði mig þá að þetta
yrðu okkar síðustu fundir, en vegir
Guðs era órannsakanlegir.
En eitt vissi ég, Helga mín, að
þú kveiðst ekki ferðalaginu yfír
landamærin, þú vissir alveg hveijir
biðu þín þar með opinn faðminn.
Við ræddum þessi mál mjög mikið
og vorum innilega sammála. Allar
stundimar sem þú gafst mér eru
mér dýrmætur fjársjóður og geymi
ég þær í hjarta mínu. Alltaf áttir
þú huggunarorð handa mér þegar
mér leið illa, sem ekki var svo sjald-
an, eða góðlegt bros sem yljaði mér
um hjartarætur, og ófáar vora
stundimar sem þú söngst mig í
svefn.
Þetta era yndislegar minningar
sem enginn tekur frá mér. Oft
fékkst þú mig líka til að hlæja í
gegnum tárin, og oft hlógum við
saman. Það var svo skrýtið, það var
eins og við væram búnar að þekkj-
ast í fjöldamörg ár, þannig var sam-
bandið á milli mín og þín.
En nú er komið að leiðarlokum.
Kveð ég þig með virðingu og þ'akk-
læti fyrir að hafa fengið að kynnast
þér^ Helga mín. Ég gleymi þér aldrei.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð og bið Guð um
að hugga þá.
Veri Helga mín kært kvödd og
Guði á hendur falin. Hafí hún hjart-
ans þökk fyrir allt og allt.
Drottinn, vér þökkum þína mikiu náð,
í þinni kærleikshönd er allt vort ráð.
Þökk fyrir leiðsögn þína’ um lífsins braut,
ljós þitt, er skín í gegn um hveija þraut.
Þökk fyrir ást, er tengir hönd við hönd
og hjartaþel, er knýtir bræðrabönd.
Þökk fyrir góðan vin, er var oss kær,
vináttu’, er lífi dýrast gildi fær.
Þökk sé þér Guð!
Iof sé þér Guð, sem veitir ijós og líf,
líknandi höndum býrð oss skjól og hlíf,
Lof sé þér fyrir vinar traust og tryggð,
trú, von og kærleik, lífsins æðstu dyggð.
Lof sé þér fyrir lögmál sannleikans,
er leggur þú í vitund sérhvers manns.
Lof sé þér fyrir gengin gleðispor,
gæfurík minning fyllir hjörtu vor.
Lof sé þér Guð.
(Agúst Böðvarsson)
Vinarkveðja,
Ingibjörg H. Guðmundsdóttir,
Selfossi.
HELGA
GUÐMUNDSDÓTTIR
SIGURÐURB.
ÞORSTEINSSON
hófst nýtt skeið í lífí okkar. Við
eignuðumst okkar eigin fjölskyldur
og lífsviðhorfín urðu alvörugefnari.
Vinátta okkar Önnu breyttist ekki.
Við héldum áfram að hittast, nú í
formi húsmæðra í saumaklúbb með
nokkram skólasystram úr VÍ. Sá
hópur hefur haldið saman fram á
þennan dag, þó mínum stundum
þar hafí því miður fækkað vegna
búsetu.
Enn eitt skarð er höggið í þenn-
an hóp við fráfall Önnu, en minn-
ingar um góðan félaga geymum
við. Við söknum hennar, en hún
gaf okkur líka mikið, með sinni
hlýju og tryggu vináttu. Við bekkj-
arsystur Önnu, sem haldið höfum
hópinn, sendum sambýlismanni
hennar, Eiríki Jónassyni, dætram
og öðram ástvinum dýpstu samúð-
arkveðjur.
Minning hennar er okkur öllum
svo kær.
í mninning vorri munt þú lifa,
við munum þína blíðu lund.
Nú lítum landamærin yfir
og ljúft við söknum þín um stund,
en fyrr en varir finnumst við
á friðarstund við lífsins hlið.
(Bergþóra Pálsdóttir)
S. Toft.
Anna María Magnúsdóttir lést
eftir stutta en' blíða sjúkralegu.
Fyrstu kynni mín af Önnu vora er
hún réðst sem læknaritari á Heym-
ar- og talmeinastöð íslands 1980,
eftir að hafa verið starfsmaður
HeyrnarRjálpar áður, Hún tók mig
strax sérstakelga að sér á sinn
kæra hátt. Hún var vel greind og
góð manneksja og hafði sérstakt
vald á því sem hún var að fást við,
hafði röð og reglu á hlutunum og
allt á sínum stað. Samstarf okkar
hefur alla tíð verið óaðfínnanlegt
og einstaklega ánægjulegt að vinna
með henni. Fyrstu árin vora erfíð
hjá Önnu, hún var þá nýlega orðin
ekkja og átti oft mjög erfítt, þoldi
einverana afar illa, en eftir að hún
kynntist Eiríki hefur hún átt ham-
ingjusama daga og verið síglöð og
ánægð.
Anna hafði alla tíð sérstaklega
ríkan skilning á öllum vandamálum
heyrnardaufra, þar sem hún var
af eldri kynslóðinni sem galt þess
hve eyrnalækningar vora á lágu
stigi þangað til eyrnasmásjáin og
þrýstimælirinn komu á markaðinn.
Hún var sem sagt eyrnabarn og
hafði orðið að þola eymabólgur og
aðgerðir á eyram æ ofan í æ og
varð af því veralega heymarskert
og þurfti stöðugt að nota heymar-
tæki og skildi þess vegna þá sér-
staklega vel sem þurftu á hjálp
Heymar- og talmeinastöðvarinnar
að halda. Sem starfsmaður var hún
einstaklega dugleg og ósérhlífin og
eftir að hún varð sjötug var hún í
hálfri vinnu okkur öllum til óbland-
innar ánægju fram undir andlátið.
Kæra Anna, fyrir hönd okkar
starfsmanna Heyrnar- og talmeina-
stöðvarinnar vil ég kveðja þig sem
einstaklega duglegan samstarfs-
mann og tryggan vin.
Einar Sindrason
yfirlæknir HTÍ.
ELÍN
DANÍELSDÓTTIR
+ Elín Daníelsdóttir fæddist
21. september 1903. Hún
lést 26. desember 1994. Útför
hennar fór fram frá Fossvogs-
kirkju 5. janúar sl.
Á ÖÐRUM degi jóla dó Elín Daní-
elsdóttir vinkona mín á Elliheimil-
inu Grund. Við kynntumst fyrir
tveimur áram þegar ég vann þar á
næturvöktum og héldum sambandi
eftir það.
Hún kom stundum fram á næt-
umar ef hún gat ekki sofíð og við
fengum okkur heita mjólk og
kannski eina sígarettu. Eftir nótt-
ina voram við komnar í algjöra
stemmningu. Hún hafði þá farið
með ljóð og lausavísur, sagt sögur
af skáldum og sveitalífí og kennt
mér gulls-kenningar. Við reyndum
að rekja ættir okkar saman — okk-
ur langaði svo til að vera frænkur.
Þegar það tókst ekki snerum við
okur að dulspekinni; líklega hefðum
við verið systur í Kína. í Kína er
litur sorgarinnar hvítur, sagði hún
mér. Við ræddum líka um heim-
speki og stjómmál. Hún hreifst af
Mikael Gorbatsjov fyrir hugrekki
hans og inni í herberginu hennar
hékk mynd af honum.
Elín safnaði orðum í sérstaka
bók. Hún kenndi mér mörg íslensk
orð en ég gat ekki kennt henni
nema tvö, útlensk, en þeim tók hún
fagnandi því hún var alltaf að
mennta sig í málunum til að geta
lesið greinar í erlendum blöðum.
Ég get ekki ímyndað mér nokkum
sem kann eins mörg kvæði og hún.
Og hún fór svo fallega með þau.
Þegar vel var ort klökknaði hún
kannski og gangurinn á Grand titr-
aði af skáldskap.
Elín fékk lömunarveikina á ung-
lingsaldri og náði sér aldrei til fulls.
Hún var í vinnumennsku hér og
þar þangað til hún fór á Grand.
Ég held að hún hafí aldrei fengið
það næði sem henni bar til að sinna
áhugamálum sínum. Hún hafði
djúpan og fínan húmor og hann
ásamt skáldskapnum fleytti henni
í gegnum kífíð (eitt af þeim orðum
sem hún útskýrði fyrir mér). Það
sem henni fannst verst í lífinu var
rolugangur. Rolur vora henni ekki
að skapi. En þjáð nýrómantísk
skáld voru fyrir henni annað og
meira en rolur. Hana dreymdi einu
sinni fallegan draum um Jóhann
Sigutjónsson. Hann kom til hennar
á ljósteinóttum fötum, fallegur á
svipinn, og þau ræddu saman um
skáldskap.
Þetta ljóð sendi hún mér einn
morguninn. Ég sé hana fyrir mér
horfa upp á við og flytja það, næst-
um því syngjandi:
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólskinsrönd um miðja nátt.
Aukið degi æfiþátt
aðrir þegar fóru á fætur,
það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur.
(Stephan G. Stephanson.)
Nú situr hún kannski og fagnar
nýju ári með skáldunum sínum.
Blessuð sé minning hennar.
Oddný Eir Ævarsdóttir.
Skilafrestur vegna
minningar greina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.