Morgunblaðið - 31.03.1995, Side 6

Morgunblaðið - 31.03.1995, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASTARF AÐIMÝJU Nemendur í grunn- og framhaldsskólum komnir í skólann eftír sex vikna hlé Ekkihægt að finna betri lausn á skólalokum Skólastarf var komið í fullan gang í grunn- og framhaldsskólum í gær. Skoðanir yngri bamanna á því að vera komin í skólann aftur vom skiptar. Hinir eldri lýstu hins vegar einróma yfír ánægju sinni með að tæplega sex vikna verkfalli væri lokið. MÉR sýnist, miðað við stöðuna, að ekki hafi verið hægt að fínna betri lausn á skólalok- um. Ég nefni að útskriftinni seink- ar ekki nema um nokkra daga í vor,“ segir Margrét Rósa Joc- humsdóttir, nemandi á líffræði- braut Menntaskólans í Hamrahlíð, um áætlun um lok vorannar í skól- anum. Berta Hannesdóttir, vin- kona Margrétar og nemandi á nýmálabraut, tekur í sama streng. Hins vegar segist hún hafa heyrt að einhveijir nemendur væru óánægðir með að hafa ekki verið veitt tækifæri til að hafa áhrif á skipulag námsins fram á vor. Anna Pála Stefánsdóttir, þriðja vinkonan og nemandi á nýmála- braut, segist hafa verið að vinna í pylsuvagninum í Laugardal í verkfallinu. Þó ekki hafí verið um fulla vinnu að ræða segist hún ekkert hafa lært. Einhvem veginn ekki komið sér að því. Engu að síður sagðist Anna Pála ekki reikna með að verkfallið hefði áhrif á námsframvindu hennar. Hún ætli að útskrifast úr skólan- um um næstu jól og verkallið hafí líklega ekki áhrif á þá áætlun. „Allt sett á fullt“ Berta tekur undir með Önnu Pálu um að hún hafi ekki komið sér að því að læra í verkfallinu. „Enda voru fréttimar ekki beint uppörvandi. Alltaf verið að tala um að viðræðumar væm aftur komnar á byrjunarreit,“ segir hún. Hún segist hafa á tilfinningunni að fáir hafí tekið lærdóminn alvar- lega í verkfallinu. Hinir hafí hins vegar tileinkað sér allt námsefnið og myndu líklega sleppa tveimur frjálsum kennsludögum, laugar- dögum. Aðra tvo laugardaga væri hins vegar skyldumæting. Þegar spurt er hvemig sé að byija í skólanum segist Anna hafa á tilfinningunni að hún hafí verið í skólanum í gær. Berta segist svolítið hafa verið farin að sakna krakkanna en síður námsins. Hún segist hafa átt erfítt með að ein- beita sér í fyrsta tímanum því hana hafí langað til að spjalla betur við vini sína um hvað þeir hafí verið að gera í verkfallinu. Margrét Rósa sagðist þvert á móti ekki hafa átt erfítt með að einbeita sér enda hafí allt verið sett á fullt og enginn tími hafí verið til að hugsa um annað. Margrét Rósa segist hafa haft það gott í faðmi fjölskyldunnar á Akureyri í verkfallinu. Hún segist lítið hafa lært enda sé hún að ljúka námi með fáar einingar. Berta er í sömu aðstöðu. Hún segist ætla að hætta í tveimur áföngum án þess að það hafí áhrif á útskrift í vor. Berta og Margrét Rósa segja mjög algengt að nemendur sleppi einstaka áföngum. Nokkur dæmi séu um að nemendur hafí hætt. Á sjó í verkfallinu Þröng var á þingi á göngum Menntaskólans við Sund þegar blásið var til nemendafundar í hádeginu í gær. Mitt í þvögunni ræddu þrír félagar í fyrsta bekk málin. Davíð Sigþórsson segist hafa verið svo heppinn að fá skips- pláss í verkfallinu. Hann var á Haraldi Kristjánssyni á ýsu- og karfaveiðum suðvestur af Reykja- nesi. Ekki segist hann hafa látið vinnuna aftra sér frá því að sinna náminu og tekið allar skólabæk- umar með út á sjó. Samt segist Davíð ánægður með að vera kom- inn í skólann og koma aftur stöð- ugleika á líf sitt. Hann segir áætl- un um námslok líklega skástu leið- ina í stöðunni. Sighvatur Arason segist aðal- Iega hafa verið að slappa af í verk- fallinu. Mest lítill tími hafí farið í skólalærdóminn. Honum fínnist fínt að vera kominn aftur í skól- ann. „Annars lét maður sér bara leiðast heima,“ bætir hann við og tekur fram að gott sé að hitta aftur kunningjana. Þegar Sighvat- ur er spurður hvort hann hafi orð- ið var við að margir neméndur hafí hætt segir hann að einn úr sínum bekk hafí ekki mætt um morguninn. Brottfallið sé líklega meira úr áfangaskólunum. Þeir tapi einni önn á því að hætta en nemendur í bekkjarskólum eins og MS heilum vetri. Hörður Svansson segist, eins og Sighvatur, aðallega hafa verið að slappa af í verkfallinu. Samt hafí hann unnið aðeins í Hagkaup og lært svolítið. Þó sagði hann að lærdómurinn væri vart svo mikill að hann gagnaðist honum þegar skólinn hæfíst. Hann sagðist halda að fleiri en færri hefðu lítið sem ekkert lært. Honum fannst ágætt, samt ekkert frábært, að var kom- inn aftur í skólann. Um andann í skóianum sagði hann að nemendur hegðuðu sér svolítið eins og þeir væru að koma aftur í skólann eft- ir jólafrí. Þyrftu að heilsa hver upp á annan og spyrja hvað hafði drif- Skiptar skoðanir SKOÐANIR 9 ára nemenda í Hlíðaskóla voru skiptar á því hvort gott væri að vera komin í skólann aftur. Ein stúlkan lýsti yfír ánægju sinni með að læra heima. Onnur sagðist hins vegar svo óheppin að bæði pabbi hennar og mamma væru kennarar. Hér sjást nokkrar stelpur af stelpna- borðinu í myndmennt. Þær eru frá vinstri: Þorgerður Ólafsdóttir, Elísabet Mar- geirsdóttir, Sigrún Magnús- dóttir, Helga Sveinbjörnsdótt- ir, Helga Björg Jónsdóttir, Kristín Osk Sigurðardóttir og Anna Ósk Traustadóttir. Mikið sofið EGGERT Þór Ólason og Embla Kristjánsdóttir höfðu mikið sofið í verkfallinu. Aftur í skólann VINKONURNAR Margrét Rósa Jochumsdótttir, Anna Pála Stef- ánsdóttir og Berta Hannesdóttir voru ánægðar með að vera komnar aftur í skólann. Skiljum kennara ÞREMENINGARNIR Sighvatur Arnmundsson, Davíð Sigþórsson og Hörður Svansson sögðust hafa skilning á baráttu kennara. ið á daga hinna í verkfallinu. Um kjarabaráttu kennaranna voru þremenningarnar sammála um að þeir hefðu aðeins verið að beijast fyrir sínu. Þeim þætti barátta þeirra eðlileg þó hún hafí kannski ekki skilað miklu. „Sofið og hangið í Tónabæ“ „Ég hef mest sofið og hangið í Tónabæ," sagði Eggert Þór Óla- son, í 9. E.S í Hlíðaskóla, í gær. Þó hann segist hafa hitt flesta vini sína í Tónabæ segist hann hafa verið orðinn svolítið þreyttur á verkfallinu í lokin. „Manni fannst svona eftir fjórar vikur kominn > tími á þetta,“ segir hann. Hann segir ágætt að koma í skólann og læra svolítið en er óánægður með að þurfa að vera í skólanum á laugardögum. Heldur hefði hann viljað að tekið væri meira af pá- skafríinu. Embla Kristjánsdóttir, í 9. B.S. í sama skóla, segist eins og Egg- ert Þór hafa sofíð mikið og verið í Tónabæ. Síðan segist hún hafa verið svolítið á skíðum. Hún segist ekki hafa litið í bók allan tímann og svo hafí líklega verið um flesta, a.m.k. fyrst eftir að verkfallið hófst. Krakkarnir hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var orðið liðið á verkfallið. Embla segir að sér hafi fundist erfitt að mæta aftur í skólann. Hún hafi kviðið fyrir þvi að vera búin að gleyma og geta ekki lært. Henni fínnst út í hött að kenna á laugardögum. Betra hefði verið að stytta páskafríið meira. „Sumir krakkarnir hafa sagt við kennar- ana: „Af hveiju eru þið að stytta fríin okkar. Þið fóruð í verkfall en ekki við,“ segir Embla. Engu að síður segist hún halda að innst inni viti krakkarnir betur og hafi skilning á baráttu kennara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.