Morgunblaðið - 31.03.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.03.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 11 FRÉTTIR Opinn fundur um útflutning og sölu íslenskrar heilbrigðisþjónustu Þurfum að líta á heilbrigðis- þjónustu sem verslunarvöru ISLENDINGAR þurfa að endurskoða heilbrigðislög, sætta sig við þá hugmynd að græða megi á heilbrigðisþjónustu og læra að selja þekk- ingu heilbrigðisstétta, sagði Davíð A. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal- anna á síðdegisfundi Útflutningsráðs sem haldinn var fyrr í vikunni á Hótel Sögu. Yfirskrift fundarins var íslensk heilbrigðisþjónusta sem útflutn- ingsvara og þar fluttu erindi auk Davíðs, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra, Þórður Ósk- arsson læknir á glasafijóvgunar- deild Landspítala og Torben Vind- elov hjá Norræna verkefnaútflutn- ingssjóðnum. Fundarstjóri var Geir A. Gunnlaugsson framkvæmda- stjóri Marels hf. Oflun erlendra verkefna Fyrir tæpum tveimur árum skip- aði heilbrigðisráðherra nefnd til áð afla erlendra verkefna fyrir ís- lenskar heilbrigðisstéttir. Nefndin hefur skilað áfangaskýrslu og kemur fram í henni að hátækniað- gerðir svokallaðar, íslenskar heilsulindir, hjálparstarf og heilsu- vörur séu hugsanlegur farvegur fyrir útflutning á íslenskri heil- brigðisþjónustu. Fram kemur í skýslunni að ítrek- að hafi verið rætt um möguleika íslenskrar heilbrigðisþjónustu til uppbyggingar erlendis, sérstak- lega í þróunarlöndum og Austur- Evrópu. Einnig að til þessa hafi það einungis verið athugað að tak- mörkuðu leyti hvort unnt væri að sinna erlendum sjúklingum sem hingað kæmu til sérhæfðrar með- ferðar. Það sé mat sérfræðinga að íslensk heilbrigðisþjónusta sé í þeim gæðaflokki að nýta megi þekkingu og reynslu starfsmanna til hátækniaðgerða. Siðferðilegar spurningar Sighvatur sagði á fundinum að áður en sú ákvörðun yrði tekin að gera hátækniaðgerðir á útlending- um hérlendis, svo sem hjartaað- gerðir og glasafijóvganir, þyrfti að svara ýmsum siðferðilegum spurningum. „Hveiju eigum við að svara íslenskum ríkisborgurum sem spyija hvort þeir geti ekki fengið þjónustuna keypta á sömu kjörum og útlendingar? Ef svarið væri játandi væri þar með horfið frá grundvallaratriðum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Búið væri að byggja upp tvöfalt kerfi, eitt fyrir almenna borgara á biðlist- um og annað fyrir þá sem hafa fjármuni til þess að kaupa sig af biðlistum og inn á sjúkrahúsin. Mitt viðhorf er að þetta sé það mikil breyting á grundvallarstefnu íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að ekki sé líklegt að sú verði niður- staðan, nema að lagt verði á borð- ið og sannað að slík þjónusta yrði til að flýta og stytta biðlista fyrir íslendinga sjálfa,“ segir Sighvatur. Árleg kostnaðaraukning á aðra milljón „Við erum ekki lengur einangruð frá umheiminum. íslendingar þurfa að sækja sér menntun út í heim og þeir þurfa einnig að sækja at- vinnutækifæri þangað. Það er ekki lengur verkefni hefðbundinna at- vinnuvega íslendinga að taka þátt í alþjóðlegu markaðssamstarfí. Það verður vandamál fyrir okkur i framtíðinni að standa undir ört vaxandi kostnaði við okkar velferð- arkerfí. Þótt engin ný lyf eða sjúkrastofnanir komi til má gera ráð fyrir að kostnaður við rekstur heilbrigðis- og tryggingakerfisins á íslandi vaxi nokkuð á aðra millj- ón króna árlega. Þjóðin er að eld- ast og það kallar á meiri útgjöld. Við þurfum að sækja okkur auknar tekjur með þjónustu við þá sem vilja nýta það sem við höfum upp á að bjóða. Þetta er ný heimssýn en hún er komin til að vera og við verðum að opna augun fyrir því í framtíðinni,“ sagði Sighvatur. Höfum bolmagnið Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna ræddi hvort heil- Morgunblaðið/Sverrir FJOLMENNI var á ráðstefnu um nýtingu íslenskrar heilbrigðisþjónustu til gjaldeyrisöflunar. Heilsugæslustöð fyrir Fossvogs- hverfi reist á lóð útvarpshússins brigðiskerfið hefði bolmagn til þess að selja útlendingum þjón- ustu. Sagði hann svo vera, bæði hvað varðaði gæði og þekkingu. „Erlendis starfa nú 400 íslenskir læknar og 175 hjúkrunarfræðing- ar. Maður getur giskað á að þeir þiggi laun sem numið gætu 2'h milljarði króna. Til samanburðar má geta þess að tekjur ríkisspít- ala af erlendum sjúklingum voru um 35 milljónir króna árið 1994. Við getum velt því fyrir okkur hvort hugsanlega hefði mátt efla starfsemi hér og láta þessa starfs- menn þjóna útlendingum," sagði Davíð og skaut á, samkvæmt reiknilíkani spítalans við fjárhags- útreikning, að afla mætti þjóðar- búinu tekna sem numið gætu ein- um milljarði. Heilbrigðisþjónusta verslunarvara „Staðreyndin er sú að erlendir sjúklingar treysta íslenskum heil- brigðisstarfsmönnum vel fyrir heilsu sinni. Aðalástæðan fyrir því að heilbrigðisþjónustan er ekki flutt út er sú að hún lýtur ákveðn- um lögum og hefur hingað til ekki verið álitin verslunarvara. Það tek- ur tíma að átta sig á að heilbrigðis- þjónusta snýst ekki eingöngu um lögboðin réttindi. Hún er jafnframt verslunarvara, sem þjóðarbúið gæti grætt á. Hugsanlega er það sterkasta söluvara okkar, þegar til lengri tíma er litið, að fá hingað til náms lækna frá löndum sem í framtíðinni gætu orðið sterkir kaupendur að íslenskri heilbrigðis- þjónustu,“ sagði Davíð og nefndi austantjaldslöndin sem dæmi. „Við þurfum að breyta hug- arfarinu og þáð þarf að verða ásættanlegt að græða á heilbrigð- isþjónustu. Við þurfum að aðlaga lögin, breyta hugarfarinu og læra að selja,“ sagði hann. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu lóð undir heilsu- gæslustöð við Efstaleiti sunnan Listabrautar. í erindi ráðuneytisins til borgarstjóra segir að til greina hafí komið að reisa stöðina á hluta lóðar útvarpshússins eða á lóð Borgarspítala. Þá hafí í trausti þess að lóð fengist verið veitt 25 milljón- um króna til verkefnisins á fjárlög- um ársins 1995 og eru því samtals 45 milljónir króna tiltækar til fram- kvæmdanna auk lögbundis fram- lags frá sveitarfélagi. Leitað yrði að hentugri lóð Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram tillögu í borg- arráði þess efnis að leitað yrði að hentugri lóð undir heilsugæslustöð í Fossvogshverfi. Bent er á að heilsugæslustöðin yrði staðsett í vesturhluta heilsugæslusvæðisins í Fossvogi og því langt að fara fyrir íbúa sem búi austast. Auk þess væru starfandi heilsugæslustöðvar í Drápuhlíð og við Lágmúla og starfandi heimilislæknar væru í Kringlunni. í frávísunartillögu borgarráðs- fulltrúa Reykjavíkurlistans segir að á fundi borgarráðs hafi verið upp- lýst að í mars sl. hafí verið leitað að hentugri lóð fyrir heilsugæslu- stöð í Fossvogi án árangurs. Nú væri loks hægt að úthluta lóð fyrir stöðina á „lóð útvarpshússins". Til- lögu sjálfstæðismanna væri því vís- að frá. Viðræður um lóð við Borgarspítala Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks lögðu þá til að borgarráð samþykkti að taka upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið og stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar um staðsetningu heilsugæslustöðv- ar á lóð Borgarspítalans í tengslum við starfsemi spítalans. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist- ans lögðu fram frávísunartillögu og bentu á að í tíu ár hafi meirihluti sjálfstæðismanna reynt að finna stað fyrir heilsugæslustöð í Foss- vogshverfi en ekki tekist. Það væri því von að þeim sárnaði þegar tæk- ist að semja um lóðarúthlutun á lóð útvarpshússins. Lóðin hafi marga góða kosti, meðal annars gott að- gengi varðandi umferð. Frávísunartillagan var samþykkt með 3 atkvæðum. Borgarráðsfull- trúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bók- að að þeir vísuðu til tillagna sjálf- stæðismanna vegna málsins. Lífleg laugardagskynning á morgun í Tæknivali: Glæsileg fermingartilboð! Fermingartilboð dagsins: | Á dagskrá: Ný og öflug 486 / 80 MHz tölva meö litaskjá 4 MB minni, Local-Bus, 540 MB höröum diski o.fl. á sérstöku laugardagsveröi kr. 123.000 stgr. Hjá okkur verður ungt fólk í öndvegi á líflegri laugardagskynningu. Við kynnum tölvur, prentara, margmiðlun, hugbúnað, úrval geisladiska og fjölmargtfleira. Missið ekki af einstakri laugardagskynningu. Ungt fólk á sérframtíð - og framtíðin er hátækni! Hátækni til framfara Tæknival Litaprentarinn vinsæli Hewlett-Packard DeskJet320 Vandaöur, hljóölátur og fyrirferöalítill litaprentari frá Hewlett-Packard. Innifalið litahylki og arkamatari. Árs ábyrgö. Nú á einstöku fermingartilboöi kr. 32.000 stgr. Oplð til 14.00 á laugardögum Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.