Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 15 LANDIÐ Forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis á Isafirði um heilbrigðisstéttir Hafa ekkí framfylg't lögrim ísafirði - Forsvarsmenn Flugfélags- ins Ernis á ísafirði hafa ákveðið að hætta rekstri félagsins og mun Hörður Guðmundsson að öllum lík- indum hefja störf hjá Atlanta. Hann flytur með sér eina af flugvélum Ernis, setur aðra á sölulista og leig- ir þá þriðju til útlanda. Mun stefnt að því að þessar breytingar verði um áramótin. Félagið hefur sinnt sjúkraflugi fyrir Vestfirðinga frá árinu 1969 auk þess sem það hefur séð um póstflutninga innan fjórð- ungsins frá sama tíma. Aðalástæða þess að forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast nú flytja starfsemina frá ísafirði er að Póstur og sími hefur sagt upp öllum póstflutningum fé- lagsins auk þess sem breytinga er að vænta á næstunni varðandi sjúkraflutningana. „Yfir hveiju er maður að hanga hérna? Það er ekki einu sinni hægt að borga okkur bakvaktakostnað vegna sjúkraflugsins, þó svo að út- köll séu álíka mörg og sjúkrabifreið- arinnar á staðnum. Lögum sam- kvæmt ber heilsugæslustöðinni á ísafirði að sjá um að flutningarnir séu í lagi en því miður hefur verið tvískinnungur í þessu máli innan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stjórna Gamla kirkjan í Stykkis- hólmi end- urbyggð Stykkishóimi - GAMLI bæjar- kjarninn í Stykkishólmi hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Búið er að endurnýja og endurbyggja allmörg hús og setja þau fallegan svip á bæinn. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að endur- byggja gömlu kirkjuna. Byijað var á gaflinum og lauk því verki í fyrra. Nú er verið að vinna við suðurhlið kirkjunnar. Skipt er um fótstykki, gluggar end- urnýjaðir og allt timburverk. Reiknað er með að þessi áfangi klárist í desember. Þetta er all- mikil vinna. Verkið er kostað af húsfrið- unarsjóði og er unnið á hveiju ári fyrir þá upphæð sem sjóð- urinn úthlutar það ár. Næsta verk í endurbyggingu kirkjunn- ar er kirkjuturninn. Vonandi er að fjárveitingar úr húsfriðunar- sjóði verði það ríflegar að ekki taki mörg ár að ljúka verkinu svo að gamla kirkjan setji sinn svip á bæinn eins og hún hefur gert. Morgunblaðið/Árni Helgason UNNIÐ við endurbygg- ingu á gömiu kirkjunni í Stykkishólmi. Á myndinni eru smiðir frá Nesi hf. að koina með steypu sem er notuð undir fótstykkin sem verið er að endurnýja. - segir Hörður Guðmundsson, einn eigenda Ernis, og bendir í því sam- bandi á að félagið hafi ekki fengið neinar bakvaktagreiðslur vegna sparnaðarráðstafana, þrátt fyrir að lög hafi kveðið á um annað heilbrigðismálum hér á staðnum vita að við erum hér og höfum alltaf verið tilbúnir til að fara þegar kallið hefur komið. Þessir sömu menn hafa alla tíð komið sér undan því að fram- fylgja lögunum með því að borga okkur bakvaktir og bera við sparnað- arráðstöfunum,“ sagði Hörður Guð- mundsson, einn eigenda Ernis í sam- tali við Morgunblaðið. Vilja fleiri sérfræðinga Hörður sagði ennfremur að menn innan heilbrigðiskerfisins hér vestra hefðu einnig borið því við að á með- an félagið væri hér til staðar þyrfti ekki að greiða því þessa peninga og því væru þeir betur settir, fengju þeir aukaflárveitingu til að ráða fleiri sérfræðinga að sjúkrahúsinu. „Sam- hliða því er það stefna stjórnvalda að bæta sjúkraflutningana. Þetta gengur ekki lengur og því erum við að huga að flutningi. Þessu til við- bótar má nefna póstflugið. Það er að detta út og því er ekki lengur starfsgrundvöllur fyrir félagið hér á staðnum. Póstur og sími vill borga okkur nokkur þúsund krónur fyrir hveija ferð en það kostar svipaða fjárhæð að aka með vörur frá Pat- reksfirði og út á flugvöll, svo dæmi séu tekin. Félagið stendur vel fjárhagslega í dag en um leið og við erum búin að missa tvo stærstu póstana í rekstri okkar er framtíðin ekki björt. Því er rétt að finna okkur strax hentugri starfsvettvang. Ef við höngum of lengi í lausu lofti, gætum við tapað því sem við eigum,“ sagði Hörður. Hörður sagði ekki ákveðið hvert félagið flytti starfsemina, en Reykja- vík eða eitthvert Evrópuland væri inni í myndinni. „Markaðurinn er- lendis er allur að opnast. Við höfum tekið þar þátt í verkefnum undanfar- in ár sem við viljum halda áfram í og því gæti það einnig verið lausnin. Hvert við förum og hvenær, skýrist allt á næstu dögum en við erum með áramótin í huga,“ sagði Hörður. Boðin staða hjá Atlanta Að undanförnu hafa þrír flug- menn félagsins verið ráðnir til starfa hjá Flugleiðum og er því Hörður einn eftir ásamt einum flugmanni. Herði hefur nú verið boðið starf sem flug- stjóri á Boeing 737 þotum flug- félagsins Atlanta og bendir allt til að hann þekkist það boð og leigi flugvélar sínar í verkefni á erlendri grund. Ljóst er að Vestfirðingar verða illa staddir hvað varðar örygg- isþjónustu þegar félagið hefur flutt starfsemi sína, enda hefur félagið sýnt það og sannað á undanförnum tveimur og hálfum áratug, hversu nauðsynlegt það hefur verið í örygg- isþjónustu á svæðinu. ÞÓRÐUR Tómasson safnvörður fyrir framan kirkjuna. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Brúarfram- kvæmdir á Fjallsá á Breiðamerk- ursandi Hnappavellir - Nú eru hafnar framkvæmdir við nýja brú á Fjallsá á Breiðamerkursandi með því að vinnuflokkur Vega- gerðarinnar undir stjórn Jóns Valmundssonar brúarsmiðs er farinn að reka niður staura undir stöplana. Aþ auki verður byggð brú á Hrútá sem er skammt frá. Með þessum framkvæmdum færist vegurinn aðeins neðar og ætti að verða greiðfærari, sérstaklega í hálku og snjó. Núverandi brú á Fjallsá, sem byggð var árið 1962, er of veik fyrir umferðarþunga nú- tímans. Orri Harð- arson með tónleika í heimabyggð ORRI Harðarson og hljómsveit hans halda tónleika í sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 23. nóvember kl. 21. Á tónleikun- um mun Orri kynna lög sín af nýja geisladisknum Stóri draumurinn. Austur-Eyjafjöll Skógakirkja byggð með verklagi fyrri alda Holti - FYRIR nokkru var hafist handa við að reisa Skógakirkju. Byrjað var á þriðjudegi og flaggað fimmtudaginn 18. nóv- ember þegar allur grindarviður með skakkskífum og sperrum hafði verið settur saman með geirneglingu og trénöglum að hætti fornrar byggingaliefðar. Síðastliðið vor var lokið við gerð grunns á væntanlegri Skógakirkju en Magnús Tómas- son hafði verið umsjónarmaður verksins en grjóthleðslu önnuð- ust Rútur Skæringsson og Andr- és Pálmason. Verklýsingu og teikningar fyrir fullfrágengna kirkju að utan lágu fyrir hjá arkitekt í júní og á grundvelli þess var óskað eftir tilboðum í verkið. Tilboði var síðan tekið frá Sveini Sigurðssyni, bygging- armeistara á Hvolsvelli. Sveinn kom síðan til starfa þriðjudaginn 14. nóvember og reisti hann siðan kirkjugrindina og sperrurnar ásamt aðstoðar- manni sínum Hjálmari Ólafssyni á þremur dögum. Kirkjan, sem á að vera safnkirkja við Byggða- safnið í Skógum, verður byggð nákvæmlega með byggingarlagi fyrri alda og var arkitektinn Hjörleifur Stefánsson viðstadd- ur við upphaf verks. Kvaðst hann ánægður með verklag smiðanna en allra ánægðastur var Þórður Tómasson safnvörð- ur sem sagði að tilkoma kirkj- unnar við hlið gömlu húsanna og nýja safnhússins væri kóróna þessa alls. Byggingarmeistarinn sagði að hann hefði ekki áður tekist á við svona byggingu. Þetta væri skemmtilegt við- fangsefni um leið og það væri um inargt erfitt í úrlausn. Grind- ina hefði hann tilsniðið og unnið á verkstæði sínu á Hvolsvelli og timburklæðningin hefði verið unnin eftir teikningu í Noregi. Hann byggist. við að ljúka þess- um byggingaráfanga í nóvem- berlok. Kœru œttingjar og vinir nœr og fjœr. Hjartans þakkir fyrir skeyti, blóm, gjafir og heimsóknir á fimmtugsafmœli mínu sem gerÖu daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Jón Sæmundur Kristinsson, Árvegi 8, Selfossi. Síðbúið þakkarávarp Bestu kveðjur sendi ég öllum, frœndum, cettingj- um og vinum, sem minntust min með heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum á niutiu ára afmceli minu siðastliðið sumar. Sérstakar kveðjur fá hjúkrunarkonur á tauga- deild Landspítalans sem slógu saman frá sér, héldu mér veis/u og gerðu daginn ógleymanleg- an. Sömuleiðis fá sérstakar kveðjur þcir, sem komu vestan úr Dölum í tilefni dagsins. Ég bið Guð að 'blessa ykkur öll! Ólöf Elimundardóttir frá Stakkabergi, Rauðalæk 73, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.