Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 30

Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Skömmtunarstj órí ríkísins, ekki meir ... ÁRATUGUR er langur tími í lífi einstaklings - en ekki í pólitík. Nú er bráðum áratugur liðinn frá því að Alþýðuflokkurinn setti það á stefnuskrá sína að innheimta bæri veiðileyfagjöld fyrir afnota- rétt af sameiginlegri auðlind þjóð- arinnar, í stað þess að úthluta kvóta ókeypis. Nú er ekki lengur spuming um það, hvort veiðileyfagjöld verða tekin upp, heldur aðeins hvenær. Alþýðuflokkurinn var á sínum tíma fyrstur stjórnmálaflokka til að marka sér stefnu í þessu stóra máli. Við umræður á Alþingi í fyrri viku kom á daginn að þrír stjómmálaflokkar (Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti) styðja nú málið. Þar við bætist að fyrrv. formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti yfir skilyrtum stuðningi við það. Hið sama hafa gert stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Granda og reyndar ýmsir fleiri handhafar kvóta, sem fengið hafa þessum verðmætum úthlutað, án þess að hafa greitt eigandanum, íslensku þjóðinni, svo mikið sem fimmeyr- ing fyrir. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra átti bágt þegar hann reyndi, í umræðum á Alþingi, að veija kerfið. Hvernig getur lög- fræðingur varið það, að lögbundin eignarréttur þjóðarinnar á fiski- miðunum er ekki virtur í reynd? Ef hann ber því við að ókeypis úthlutun stjórnvalda á kvótum varði aðeins afnotarétt, hvernig getur lögfræðingurinn þá varið það, að afnotaréttur af annarra eign skuli vera ókeypis? Hvernig getur dómsmálaráð- herra varið það að menn geti hagnast af því að selja annarra manna eigur? 0g ekki nóg með að handhafar kvótans geti grætt á að selja hann; þeir geta leigt hann, veð- sett hann, afskrifað hann og látið hann ganga í erfðir til af- komenda sinna - allt saman án þess að eig- andinn, íslenska þjóð- in, fái nokkuð í sinn hlut. Sú var tíð að vemd- un eignarréttarins var grundvall- aratriði í stjórnmálaskoðun svo- kallaðra íhaldsmanna. Þeir hafa skorið upp herör til verndar eign- arréttinum af minna tilefni en því, sem hér er nefnt, þar sem allar grundvallarreglur eru fótum troðnar. Sú vernd eignarréttar, sem á að vera tryggð í stjómar- skránni, kemur fyrir lítið. Jafn- vægisreglan - grundvallarregla í samskiptum borgaranna við ríkis- valdið - er þverbrotin. Vegna framsalsréttar innan kvótakerfis- ins er mönnum smám saman mis- munað í stórum stíl innan greinar- innar. Menn standa ekki jafnt að vígi í að hasla sér völl í greininni. Sum fyrirtæki njóta ókeypis kvó- taúthlutunar. Onnur fyrirtæki hafa orðið að kaupa kvóta dýram dómum. Þau búa ekki við sömu samkeppnisskilyrði. Þeir sem fengið hafa kvótann ókeypis eru í reynd ríkisstyrktir. í þúsund ár vora fiskimiðin í kringum ísland al- menningur. Öllum var fijálst að sækja þang- að björg í bú. Skipa- kostur og veiðitækni vora með þeim hætti, að engin hætta var á ofveiði. Það er liðin tíð. Takmarkalaus sókn með nýjustu tækni í takmarkaða auðlind, þar sem auð- lindin nýtur ekki eign- arréttarverndar, leiðir alltaf og alls staðar til ofveiði og. rányrkju. Þess vegna hefur ríkið tekið að sér að skammta aðganginn að auðlind- inni. Kvótakerfið er skömmtunar- kerfi. Öll skömmtunarkerfi bjóða upp á spillingu og enda að lokum í stöðnun og hrani þeirra atvinnu- greina, sem við eiga að búa. ís- lenskur landbúnaður er dæmi um það. Hagkerfi Austur-Evrópu- þjóða era dæmi um það. Núver- andi kvótakerfi - aflamarkskerfi - væri fyrir löngu búið að leggja sjávarútveginn í rúst, ef ekki væri framsalsréttur á kvótum. Fram- salsrétturinn er hvort tveggja í senn: Helstu rök fyrir hagkvæmni kerfisins en jafnframt eitt ský- rasta dæmið um óréttlæti þess. Eða hvernig ætla menn að rétt- læta það að handhafar kvótans, útgerðarmenn, beiti valdi sínu, að viðlögðum atvinnumissi, til þess að þvinga sjómenn til að fjár- magna kvótakaup af sínum hlut, án þess að þeir fái nokkuð fyrir sinn snúð? Þeir eru gerðir að leig- uliðum og búa við svipað réttarör- Jón Baldvin Hannibalsson Á áratug heilans 1990-2000 Á SAMA tíma og allar þjóðir í hinum vestræna heimi, á hin- um svokallaða „ára- tug heilans“, keppast við að veita fé til rann- sókna og meðferðar á vefrænum taugasjúk- dómum þá er framlag- ið hér á Islandi að loka taugadeild Land- spítalans frá því í júní. Vísindasjóður ís- lands hefur veitt fé til faraldfræðilegrar rannsóknar á Parki- sonsveiki og er hún nú í fullum gangi. Bryndís Tómasdóttir Heilsugæslustofnun Bandaríkjanna, Nat- ional Institute of Health, veitti íslend- ingum 2 milljónir doll- ara til rannsóknar á flogaveiki. Colombia- háskólinn í New York hefur einnig veitt ís- lendingum fé til rann- sókna á fjölda ánnarra vefrænna sjúkdóma, s.s. Akureyrarveik- inni, síþreytu o.s.frv. Á Taugadeild Landspítalans er búið að byggja upp frábært starf ágætustu lækna Opnið taugadeild Land- spítalans, segir Bryndís Tómasdóttir og spyr hveijum dytti í hug að loka hjartadeild og hjúkrunarfólks í 30 ár. Nú er mál að linni, áður en alvarleg mis- tök eiga sér stað. Opnið tauga- deild Landspítalans. Hveijum dytti í hug að loka hjartadeild? Höfundur er deildarfulltrúi hjá Skóiasafnamiðstöð. yggi og hinar „dauðu sálir“ Go- gols í rússnesku bændaánauðinni. Öllum má ljóst vera að það verð- ur aldrei friður eða sátt um núver- andi aflamarkskerfí og félagslegar afleiðingar þess, nema því aðeins að handhafar kvótans greiði eig- anda auðlindarinnar eðlilegt gjald fyrir afnotaréttinn. Það er lág- markskrafa, sem ekki er unnt að hvika frá. Klisjur kvótavina eins og Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að veiðileyfa- gjald sé sama og sérstakur skattur á sjávarútveginn og þar með Það er athyglisvert að ráðherrar og ráðamenn Sj álfstæðisflokksins koma fram í þessumáli, og reyndar í hveiju stór- málinu á fætur öðru, sem fulltrúar pólitísks skömmtunarkerfis og ríkisforsjár, gegn hags- munum almennings og gegn almennum leik- reglum í atvinnulífinu, segir Jón Baldvin Hannibalsson og bætir við að Þorsteinn Pálsson sé dæmi um slíkan stjórnmálamann. Iandsbyggðina, eru innantómar og standast ekki nánari skoðun. Öll fyrirtæki, án tillits til þess í hvaða atvinnugrein þau eru, eiga að greiða skatta samkvæmt al- mennum reglum. Það á að vera svo, hvort heldur um er að ræða fyrirtæki í matvælaframleiðslu, iðnaði eða þjónustu. En verslunar- fyrirtæki verður auðvitað að greiða fyrir aðföng sín, þá vöru sem það selur. Fyrirtæki sem fær aðgang að malarnámi í eigu ann- arra verður að greiða fyrir það. Menn greiddu ekkert fyrir það að róa til fiskjar áður fyrr, af því að miðin vora almenningur. Alþingi hefur nú breytt því með lögum. Þjóðin er eigandi fiskimiðanna og ríkið skammtar aðganginn að mið- unum. Þar með er búið að gera veiðileyfin að fémætum réttindum - þau hafa ákveðið markaðsverð. Spurningin er því aðeins sú: Á „rentan“ af þessari auðlind að ganga til eiganda síns, þjóðarinn- ar, eða til einkaaðila, skv. pólitísku skömmtunarkerfí? Það er athyglisvert að ráðherrar og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins koma fram í þessu máli, og reynd- ar í hveiju stórmálinu á fætur öðra, sem fulltrúar pólitísks skömmtunarkerfis og ríkisforsjár, gegn hagsmunum almennings og gegn almennum leikreglum í at- vinnulífinu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, er dæmi um slíkan stjórnmálamann. Hann ver póli- tískt skömmtunarkerfi í landbún- aði með oddi og egg. Hann og Halldór Ásgrímsson eru eins og samvaxnir síamstvíburar í máls- vörn sinni fyrir pólitískt skömmtunarkerfi í sjávarútvegi. Það er alveg sama hvar við berum niður: í landbúnaðarmálum, í sjáv- arútvegsmálum, við framkvæmd GATT-samninganna, varðandi bú- vörasamninginn nýja - alls staðar koma forystumenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram sem fulltrúar opinbers skömmtunar- kerfis og ríkisforsjár og harðir andstæðingar markaðslausna og almennra leikreglna í atvinnulífi. Þeir eru pólitískir umskiptingar. Einstaka sinnum er eins og þetta pólitíska þursabit brái af þeim og þeir sjái hlutina í réttu Ijósi. Dæmi um þetta kom upp varðandi framkvæmd GATT- samningsins. Samkvæmt samn- ingnum er ríkið skuldbundið til að heimila innflutning landbúnaðar- vara að lágmarki allt að 3% af markaðshlutdeild viðkomandi vöra. Þetta eru smámunir, - en það er grundvallarreglan sem skiptir máli. Ríkið verður einhvern veginn að úthluta leyfum fyrir þessum innflutningi. Við skoðun málsins var öllum ljóst að þessi leyfi væru „fémæt réttindi“. Þau myndu fá markaðsverð. Þau gætu gengið kaupum og sölum. Öllum var ljóst að ef innflytjandinn fengi þessi leyfi - þessi fémætu réttindi - ókeypig, mundi „rentan“ ganga óskipt til hans, en neytandinn myndi í engu njóta þess. Niðurstaðan varð sú að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og reyndar allir stjórnarliðar, greiddu atkvæði með því, ásamt þing- mönnum stjórnarandstöðunnar, að ríkinu bæri að taka gjald fyrir þessi takmörkuðu innflutnings- leyfi. Þannig samþykktu Þorsteinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson og allt heila skömmtunarstjóralið stjórnarflokkanna grundvallar- regluna um gjaldtöku fyrir tak- mörkuð leyfi, eða fémæt réttindi, sem ríkið tekur að sér að skammta borgurum - ef skömmtunarkerfi er á annað borð við lýði. Þar með kipptu þeir sjálfir fótunum endan- lega undan öllum sínum mála- myndarökum gegn veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi. Nú er ekki lengur spurning um hvort sú gjaldtaka kemur - aðeins hvenær. Höfundur er formaður Alþýðu- flokksins og alþm. 1 útibúi Islandsbanka við Suðurlandsbraut VlB býöur nú ásamt íslandsbanká enn frekari þjónustu við einstaklinga með því að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Suðurlandsbraut. í dag verður opið hús í útibúinu þar sem hin nýja þjónusta verður kynnt. Sérfræðingar VÍB verða á staðnum, auk þess sem fluttir verða áhugaverðir fyrirlestrar. 15:00 10 ráð til að hætta fyrr að vinna og fara á eftirlaun. Gunnar Baldvinsson, forstödumadur ALVIB. 15:30 Hlutabréfakaup og skattamál. Margrét Sveinsaóttir forstödumaður einstaklingsþjónustu VÍB. 16:00 Vextir og ávöxtun, nvað er að gerast? Simrður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB. 16:30 íslenski fj’ármagns- og verðbréfamarkaðurinn. Þórður Magnússon, framkvœmdstjóri fjármálasviðs Eimskips hf. Verðbréf VÍB í útibúi ifafulltrúi íslandsbanka við Suðurlandsbraut er Guðný Eysteinsdóttir. Hún mun annast alla almenna ráðgjöf ' aup ogsölu verðbréfa. FORYSTA í FJÁRMALUM! VERÐBRF.FAMARKAÐUR ISI.ANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910. r VIB opnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.