Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 34

Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJÖREGGIÐ ER FISKUR HORNSTEINNINN að afkomu og eignum íslend- inga á 20. öldinni er að langstærstum hluta sjáv- arfang. Það eru auðlindir sjávar sem gera landið byggilegt. Það eru því slæm tíðindi þegar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir á fiskiþingi, að alvarlegasta vandamálið í sjávarútvegi sé slæm um- gengni við sjávarauðlindina. „Það er of mikið um að menn hendi fiski og það er of mikið um að menn svindli á vigtinni...“, sagði ráðherrann. „Við getum ekki búið við þessar aðstæður lengur. Ef við tökum okkur ekki á, þá mun skynsamleg fiskveiðistjórnun hrynja.“ Það er ástæða til að fagna þessum ummælum sjáv- arútvegsráðherra. Þau eru vísbending um, að hann hyggist taka af festu á þeim vanda, sem m.a. var fjallað ítarlega um í viðamiklum greinaflokki hér í Morgunblaðinu sl. vor. Þar voru birt viðtöl við fjöl- marga sjómenn og skipstjórnarmenn, sem staðfestu frásagnir, sem gengið hafa manna á meðal um að miklu magni af fiski væri hent í sjóinn. Menn hafa of lengi látið sem ekkert sé í þessum efnum. í ræðu sinni á fiskiþingi undirstrikaði Þorsteinn Pálsson hrikalegar afleiðingar þess, ef ekki verður tekið til hendi. Sjávarútvegsráðherra skipaði á síðasta ári sam- starfshóp, sem í voru fulltrúar hagsmunasamtaka útgerðar og sjómanna, sem samdi skýrslu um þetta mál. Á grundvelli hennar var lagt fram frumvarp á Alþingi og komu fram fjölmargar athugasemdir við það. Ráðherrann óskaði eftir því, að samstarfshópur- inn tæki þær ábendingar til athugunar og hefur hópur- inn nú skilað nýju áliti. Er nú unnið að því að breyta frumvarpinu í samræmi við það. í ræðu sinni á fiskiþingi sagði Þorsteinn Pálsson ennfremur: „Mér er það alveg ljóst, að með lagalegum aðgerðum leysum við ekki vandann að öllu leyti en slík lagastoð er alger forsenda fyrir því, að við getum tekið á vandanum.“ Hér er stórmál á ferðinni og vonandi tekst Alþingi að afgreiða frá sér löggjöf, sem kemur í veg fyrir þá umgengni um auðlindina, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. SMÁFISKASKILJA TÆKNI ER þegar fyrir hendi, sem getur stórbætt umgengni við fiskistofnana. Þar er um að ræða smáfiskaskilju, sem þróuð hefur verið í Noregi, og gefur svo góða raun, að um 90% af undirmálsfiski skiljast úr botnvörpunni. Árangurinn er svo góður og talinn svo öruggur, að skipum, sem búin eru smáfiska- skiljum, er heimilt að veiða við Noreg á svæðum, sem öðrum fiskiskipum eru lokuð vegna smáfisks í afla. Ljóst er, að skiljur sem þessar auka tækifæri til að stjórna stærðarsamsetningu aflans, svo og til að koma í veg fyrir of mikinn afla. Þar með ætti freist- ingin til að henda fiski fyrir borð að vera úr sögunni. Guðni Þorsteinsson, helzti veiðarfærasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur gert tilraunir með smáfiskaskiljur hér við land. Hann segir tilraunirnar hafa verið jákvæðar og sérstaklega hvað varðar þorsk og ýsu. Erfiðar hefur gengið að skilja smákarfann frá. Tillaga er til umfjöllunar á Fiskiþingi um að taka smáfiskaskilju til notkunar hjá íslenzkum fiskiskipum. Það er sjálfsagt og eðlilegt miðað við árangurinn af notkun þeirra. Benda má á, að Norðmenn hafa samið við Rússa um að smáfiskaskiljur verði notaðar við veiðar í Barentshafi frá 1. janúar 1997. Norðmenn telja, að þetta samningsákvæði sé stærsta skrefið til fiskverndar, sem gripið hefur verið til á þessu haf- svæði. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ruth Richardson um skort á biðlund: „Þegar börnin mín leika þetta ágæta lag með Freddy Mercury, „Ég vil allt - og það strax“, þá fer hrollur um mig.“ Ruth Richardson, fyrrverandi fjármálaráðherra Nýja-Sjálands Vil fremur virðingu almennings en ást hans RICHARDSON er 44 ára gömul, dökkhærð, lítil, grönn og fjörleg. Það er erfítt við fyrstu sýn að skilja hvers vegna þessi hressilega kona olli svo mikilli úlfúð í stjiórnmál- um heimalands síns en hún þykir hörð í horn að taka og hvikar hvergi frá trú sinni á gildi fijálslyndis og markaðshyggju. Hún er lögfræðingur að mennt og dóttir bónda, var at- kvæðamikil í kvennabaráttu á átt- unda áratugnum og sagði sig m.a. úr kaþólsku kirkjunni vegna andstöðu Páfagarðs við fóstureyðingar. Þjóðarflokkurinn er hinn hefð- bundni hægriflokkur Nýja-Sjálands en hann fylgdi um áratuga skeið stefnu ríkisafskipta og miðstýringar, þrátt fyrir stefnuskrá á hægri nótun- um. Árið 1981 settist Richardson á þing fyrir flokkinn, aðeins þrítug. Vegna hægristefnu sinnar var hún fremur einangruð í flokknum í upp- hafi. Hún komst þó fljótt til metorða og var fjármálaráðherra frá 1990 þar til eftir kosningarnar haustið 1993. Þá hætti hún í ríkisstjórn og sagði af sér þingmennsku ári síðar, náði þó fyrst að koma róttækum tillögum sínum um ábyrga íjárlagagerð í gegn. „Forsætisráðherrann, Jim Bolger, sem ekki er í eðli sínu einarður um- bótasinni, ákvað að hægja á ferðinni, treysta það í sessi sem áunnist hefði," segir Richardson. „Ég er ekki þeirrar gerðar, taldi ekki að við ættum að nema staðar. Þar sem mér var ljóst að ekki væri fyrir hendi umbótavilji fannst mér að ég væri búin að ljúka hlutverki mínu í stjórnmálum. Þess vegna hafnaði ég öðrum ráðherra- embættum, gerðist óbreyttur þing- maður. Ég er með hreina samvisku, tel að ég hafi með starfsbræðrum mínum komið geysimiklum umbótum í fram- kvæmd og það hafi svo sannarlega borgað sig. En þetta tekur sinn tíma. í stjórnmálum verður að taka áhættu. Eftir hveijum verður munað, þeim sem lét sér duga að vera í pólitíkusa- leik eða hinum sem fylgdi réttri Nýsjálendingar hófu fyrir rúmum áratug umbótatilraunir í efnahags- málum sem vakið hafa athygli um allan heim. Ruth Richardson var umdeildur fjármálaráðherra landsins 1990 til 1993 en hún beitti sér einkum fyrir breytingum í frjálsræðisátt á vinnumarkaði og lagasetn- ingu um endurbætur í ríkisrekstri. Krislján Jónsson ræddi við Ric- hardson sem tók þátt í ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri er Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra stóð fyrir í vikunni stefnu? Bókin mín um stjórnmálaferil- inn var metsölubók á Nýja-Sjálandi, ég nýt virðingar þar. Fjármálaráð- herra sem gerir réttu hlutina ætti ekki að biðja um ást almennings held- ur virðingu hans.“ Umbótamaður á skriðdreka - Þú hefur sagt að þú vildir frem- ur „aka skriðdreka á hindranir" en leita að málamiðlun. Eru ekki mála- miðlanir inntak og eðli lýðræðislegra stjórnhátta? „Nei. Málamiðlanir gáfu okkur vonda stefnu. Mál- amiðlanir valda því að málum er frestað. Þær ollu eyðileggingu, við ientum í óðaverðbólgu og vaxandi fjárlagahalla. Þær merktu að ekki voru gerðar endurbætur á vinnumarkaði. Málamiðlun merkir í mínum huga að alit sé í góðu lagi og þess vegna sé hægt að sætta sig við lægsta samnefnarann, lélegustu lausnina. Það var alls ekki allt í lagi. Við byijuðum við skelfilegar aðstæð- ur og við urðum að sýna forystuhæfi- leika, ekki leita að málamiðlunum.“ - í bókinni segist þú hafa viljað verða „stjórnmálamaður sem tekið hefði á málunum, til góðs eða ills“. Þetta hljómar nú ekki eins og eindreg- in íhaldsstefna í mínum eyrum . . . „Ég er róttækur íhaldsmaður.“ - Hafði Þjóðarflokkurinn raun- Ríkisvaldið veiti aðgang að þjónustu verulegt umboð kjósenda eftir kosn- ingarnar 1990 til að gera jafn erfiðar breytingar á samfélaginu og raunin varð? Þið lofuðuð betri tíð. „Já hann hafði umboð til þess. Flokkurinn minn gerði eina slæma skyssu hvað snerti kosningaloforð, hann lofaði gamla fólkinu hærri bót- um en gat ekki staðið við það. I efnahagsmálum gaf ég sex lof- orð: Að verðbólgan yrði 0% til 2%. Það tókst. Vextir yrðu innan við 10%. Það tókst. Opinber útgjöld sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu myndu minnka. Það tókst. Hlutfall skatta af þjóðar- framleiðslu myndi minnka. Það tókst. Eyða fjárlaga- halla. Það tókst. Minnka atvinnuleysi um helming. Það tókst ekki á kjörtímabilinu, sem er þijú ár, en nýjustu tölurnar sýna að við erum búin að ná því markm- iði. Við sögðumst ætla að auka frelsi á vinnumarkaði og endurskapa stefn- una í félagsmálum og það gerðum við.“ - Þið gerbreyttuð aðstæðum á vinnumarkaði með lögum um fijáls- ræði í samningagerð um kaup og kjör. Eru samflot úr sögunni? „Stjórn Verkamannaflokksins ger- breytti með lagasetningu aðferðum við gerð kjarasamninga opinberra starfsmanna 1988. Þetta olli í reynd umbyltingu í ríkisrekstrinum en þeir neituðu að koma á frelsi á vinnumark- aðnum að öðru leyti, þ.e. í einka- rekstrinum. Þess vegna settum við lögin um starfssamninga, ECA-lögin, árið 1990. Við vorum í reynd aðeins að ná sama markmiði og í opinberu samningunum." - Eru verkalýðsfélög úreltar leifar í nútíma samfélagi? „Ekki ef þau laga sig að nútíman- um. Um 25% launþega á Nýja-Sjá- landi eru í launþegasamtökum. Hvers vegna? Vegna þess að þau gæta hags- muna þeirra, bjóða t.d. góð eftirla- unakerfi, öfluga samningamenn í við- ræðum við atvinnurekendur. Fólk getur valið sér verkalýðsfélag til að annast hagsmuni sína. Nútímaleg verkalýðsfélög gera gagn en félög með skylduaðild eru úrelt. Félög sem beijast gegn breyt- ingum er hafa aukna samkeppni í för með sér, aukna framleiðni, þau eru úrelt. Félög sem gæta þröngra sér- hagsmuna sinna án nokkurs tillits til þjóðarhagsmuna eru úrelt.“ - Sumir segja að best sé að hver semji fyrir sig við vinnuveitandann á jafnréttisgrundvelli. Er þetta ekki eins og hver önnur tálmynd, það er ekkert valdajafnvægi milli einstakl- ings og öflugs fyrirtækis eða hvað? „Það fer eftir ýmsu. Núna er skort- ur á hæfu fólki. Ef ég kann á tölvur eða önnur tæki eða hef einhveija aðra hæfíleika snúast valdahlutföliin við. Þá get ég sjálf verðlagt vinnu- framlag mitt vegna þess að það er skortur á því. Hundruð þúsunda kjarasamninga Stóru samflotin. merktu að allir í sömu samtökum, hvort sem bjuggu í afskekktu .smáþorpi eða stórborg, fengu sömu laun. Þetta er úr sög- unni. Það er ekki lengur hægt að taka alla þjóðina í gíslingu með því að láta einn samning ráða úrslitum fyrir alla. Nú er um hundruð þúsunda kjarasamninga að ræða.“ - Hvað sem öllum umbótum líður, verður ekki alltaf erfítt að leysa vanda þeirra sem eiga erfitt með að læra eitthvað nýtt, erfítt að fínna nytsöm störf handa þeim? „Vanda þeirra sem urðu út undan vegna slæmrar stefnu áður fyrr? Málið er að við erum að nálgast það markmið á Nýja-Sjálandi að atvinnu- leysi verði útiýmt og það merkir að okkur virðist hafa tekist að tryggja þá tegund hagvaxtar sem treystir stöðugleika. Þetta er afturbati sem íjölgar störfum. Auðvitað er alltaf til fólk sem ekki tekst að fóta sig í lífínu, fórnarlömb gömlu stjórnháttanna, þetta þarf ekki að vera því sjálfu að kenna. Sumum þarf að hjálpa með rausnarlegum hætti til sjálfsbjargar, aðrir geta auð- veldlega bætt stöðuna með starfs- þjálfun. Við höfum ekki hundsað hagsmuni þeirra, öðru nær. En við viljum fyrst og fremst móta stefnu sem merkir að fórnarlömbin verði ekki fleiri meðal næstu kynslóða. Við hefðum ekki getað gert neitt ómannúðlegra en að láta allt reka á reiðanum. Við hefðum haldið áfram á hnignunarbraut, atvinnuleysið hefði aukist, fórnarlömbin sem ég nefndi hefðu orðið enn fleiri. Að lokum hefð- um við ekki getað haldið áfram að hjálpa þeim sem þurfa opinbera að- stoð. Þetta er spumingin um að halda fast við kalda skynsemi og hlýtt hjarta. Köld skynsemin sagði mér að nauðsynlegt væri að bæta og endur- skipuleggja með þeim hætti að stöð- ugur hagvöxtur yrði tryggður. Það tókst okkur, ekkert annað vestrænt land getur sýnt annan eins árangur. Þetta var mannúðlega leiðin, okkur var ekki sama um fólk, vildum ekki láta það lenda í vanda sem það gæti ekki komist út úr af sjálfdáðum. Þetta eru ekki lög frumskógarins heldur lög hagvaxtar og vinnu.“ - Þið einkavædduð símann og járnbrautirnar, starfsmönnum fækk- aði um meira en tvo þriðju hjá báðum fyrirtækjunum. Hvemig er hægt að verðleggja svo stór fyrirtæki á raun- hæfan hátt? „Við fórum öðruvísi að en Bretar þegar gas- og vatnsfyrirtækin þar voru einkavædd. Margaret Thatcher lét verðleggja þau lágt til að auka áhuga fólks á að kaupa hluti í fyrir- tækjunum. Við létum bjóða í okkar ríkisfyrirtæki, á venjulegum, við- skiptalegum forsendum, og tilboðin komu hvaðanæva að úr heiminum þegar ég lét selja járnbrautirnar. Við fengum gott verð sem samkeppni á markaði ákvarðaði. Við létum einnig bjóða í ríkisbankana, á endanum var það aðeins einn aðili sem keypti þá en verðið var ágætt.“ Einkavæðing úr höndum stj ór nmálamanna - Einkavæðing getur fengið á sig óorð ef það eru útbreiddar grunsemd- ir um að stjórnmálamenn séu að þjóna sérhagsmunum með henni. Hafíð þið komist hjá þessu? „Já það höfum við, algerlega. Á gátlista um einkavæðingu, sem ég hef búið til, er tekið fram hvað stjórn- málamenn þurfi að gera. í fyrsta lagi, ákveða hvort selja eigi umræddar rík- iseignir, í öðru lagi að láta undirbún- ing sölunnar fara fram á hreinum markaðs- og viðskiptaforsendum og að lokum ákveða að selja. Mitt ráð til stjórnmálamanna er að þeir skuli forðast að skipta sér af sjálfu söluferl- inu, þá fæst hæsta verðið.“ - Ætti smáþjóð eins og íslendingar að leyfa útlendingum að bjóða í ríkis- fyrirtækin? „Vissulega, á Nýja-Sjálandi seldum við útlendingum megnið af hlutabréf- unum í opinberu fyrirtækjunum. Þið eruð í 'sömu sporum og við vorum. Þið hafið ekki sparað, skuldið mjög mikið, vantar fjársterka aðila innan- lands til að kaupa þessar eignir. Við einkavæddum bankana, ekki geta þeir farið burt með bankana. Þeir verða að hagnast á kaupunum með því að bjóða hagkvæm bankavið- skipti í landinu. Þeir fara heldur ekki burt með ijarskiptafyrirtæki eða járn- brautir." - Hvernig ætti stjórn fiskveiða að vera háttað? „Það er Ijóst að takmarka þarf veiðar um allan heim með veiðikvót- um til að hafa stjórn á þessum mál- um. Séu sjómenn látnir einir um þetta stunda þeir rányrkju. Um leið og búið er að ákveða kvóta hafa stjórnvöld búið til eignarrétt á auðlind í eigu almennings, á sama hátt og jarðnæði. Það er búið að fá einkaaðila rétt til að nýta sér auðlind- ina og hann ætti að greiða fyrir rétt- inn. Þess vegna myndi ég mæla með því að greiddur yrði auðiindaskattur. Hvers vegna ætti að gefa mikilvægan rétt eins og veiðileyfi? Ég mælti með þessari leið á Nýja- Sjálandi, auðlindaskatti en fékk ekki mínu framgengt þá. Hins vegar tókst mér að fá það í gegn að sjávarútveg- urinn greiðir nú sjálfur fyr- ir alla þjónustu við atvinnu- greinina, þeir annast sjálfir kostnaðinn við eftirlitið og það er dýrt. Auðlindaskatt- ur er enn á borðinu en ákvörðun hefur ekki verið tekin, hugmyndin sjálf skynsamleg.“ - Fiestir telja að aukin opinber útgjöld komi þeim til góða. Er stöðug útgjaldaþensla óhjákvæmileg þar til Ijóst er að skútan er að sökkva? „Því miður virðist það vera svo að flestir vilji láta hrunið sannfæra sig fremur en heilbrigða skynsemi. Ég vildi að heilbrigð skynsemi hefði allt- af vinninginn en því er nú ekki að treysta. Ef aukin opinber útgjöld væru leið- in til hamingju allra væru jarðarbúar yfirleitt mjög hamingjusamir núna af því að stjómvöld hafa alls.staðar Róttækur uppskurður GENGIÐ hefur á ýmsu en hagfræð- ingar um allan heim hafa undanfar- inn áratug hrósað stjórnvöldum á Nýja-Sjálandi hástöfum fyrir ein- staklega skynsamlegar ráðstafanir sem myndu í fyllingu tímans bera árangur. Efnahagsumbæturnar hófust í raun með valdatöku Verkamanna- flokksins 1984. Sljórnvöld komu á frelsi í utanríkisviðskiptum, bundu enda á niðurgreiðslur til landbún- aðarins, fóru að breyta ríkisfyrir- tælqum í hlutafélög og einkavæða, komu á auknu frelsi á fjármála- mörkuðum. Sainningagerð opin- berra starfsmanna um kaup og kjör var breytt, einstaklingar fengu meira svigrúm og stjórnendur einn- ig meira sjálfstæði. Hins vegar var ekki komið á frelsi á vinnumarkaði að öðru leyti. Seðlabankinn var gerður sjálfstæður og skyldi sjá um að halda verðlagi stöðugu. Þjóðarflokkurinn tók við 1990, hann kom á frelsi og sveigjanleika á almennum vinnumarkaði og náði tökum á ríkisfjármálunum, gerði endurbætur í félagsmáhim. Fyrir- tækjaskattar voru lækkaðir mikið, launamunur hefur vaxið. Richardson benti á að í reynd hefðu tekjulágir einstaklingar stöð- ugt verið að niðurgreiða félagslega þjónustu fyrir þá auðugri, þessu vildi hún breyta með því að tekju- tengja ýmsar bætur. Frá þriðja ársfjórðungi 199Í hef- ur raunverulegur hagvöxtur á ári sennilega verið um 3,5% til 5% að meðaltali. Næstu áratugi á undan var hann um eitt prósent að jafn- aði. Nýjar hagtölur frá Efnahags- amvinnustofnuninni, OECD, sýna að í fyrra bættust við 74.000 ný störf. Atvinnuleysi er nú eitthvert hið minnsta í OECD-ríkjum, 6,1% og 3% afgangur er á fjárlögum. Verðbólga er lítil. í fyrra kom Richardson í gegn lögum um gerð fjárlaga þar sem kveðið er á um skyldu ríkisstjórnar til að birta nákvæmar upplýsingar um eignir og skuldir ríkisins, eins konar bókhaldsskyldu með sjálf- stæðum endurskoðendum er eiga að koma í veg fyrir undanbrögð. Sex vikum fyrir kosningar verður stjórnin að birta ítarlega skýrsíu um stöðuna í ríkisfjármálum. Einnig er kveðið á um skýr grundvallaratriði sem fylgja beri við gerð ábyrgra fjárlaga og verða jafnt stjórn sem stjórnarandstaða að sýna hvernig mæta beri nýjum útgjöldum. Ríkisreksturinn verður að sýna afgang á fjárlögum þar til skuldir eru orðnar „viðunandi", stefnt er að því að þær verði ekki meiri en 20% af þjóðarframleiðslu. Málamiðlanir gáfu okkur vonda stefnu er rétt og við.“ reynt að leysa vandamáí með meira fé. Þannig er það ekki í reynd, það er hægt að vera með mikil ríkis- útgjöld og ömurlega þjónustu við al- menning. Umbætur í þessum efnum eru nauðsyhlegar af tveim ástæðum. í fyrsta lagi, vegna þess að það eru takmörk fyrir því hve miklu fé stjórn- völd geta eytt og fengið að láni. í öðru lagi þá verður að bæta opinber- an rekstur með endurskipulagningu til að nýta féð betur, fá betri þjón- _________ ustu, betra framlag frá starfsfólkinu, þess vegna er nýskipanin sem ég hef kynnt svo mikilvæg. Fyrsta skrefið er að skil- greina hlutverk ríkisvalds- ins upp á nýtt, það gerðum Valið hjá almenningi - Þú vilt að almenningur fái val- kosti í heilbrigðismálum, mennt- un... „Það er ekki nauðsynlegt að eiga sjúkrahús til að veita almenningi heil- brigðisþjónustu. Ríkisvaldið ætti að forðast hlutverk eigandans en ein- beita sér að því að greiða fyrir að- gang að þjónustu, fela öðrum aðilum að sjá um fjölmörg þjónustuverkefni, reka eigin fyrirtæki eins og þau væru einkafyrirtæki, á markaðsforsendum, afnema æviráðningu. Það á síðan að leyfa fólki að velja sjálft hvar það kaupir þjónustuna. Ég vil auka vald sjúklinga til að velja, vald foreldra til að velja, vil að hugað sé meira að neytandanum og kröfum hans. Við reyndum að endur- bæta heilbrigðiskerfið og mennta- kerfið með því að bæta framlag stofn- ananna og starfsfólks þeirra en ég tel að við náum ekki fullum árangri fyrr en við könnum betur hvað neyt- endurnir vilja, látum þá fá féð í hend- ur. Við eigum að segja við fjölskyld- urnar: Hér er tékki fyrir menntun, þið ákveðið hvar þið fáið hana. Öll reynsla segir okkur að um leið og við látum samkeppnina ráða ferðinni verði árangurinn mun betri, þjónust- an batni.“ - Þú ert alls ekki að mæla með því að velferðarkerfið verði lagt niður eða hvað? „Nei og ég er alls ekki að segja að ríkisvaldið eigi aðþætta afskiptum af þessum málum. Ég segi að ríkis- valdið ætti að endurmeta með hvaða hætti það rækir þjónustuhlutverk sitt, einbeita sér að því að greiða fyrir aðgang að þjónustu og deila út verk- efnum en ekki endilega að starfrækja fyrirtæki og stofnanir til að sinna þeim því að aðrir aðilar munu taka það að sér. Hlutur ríkisins ætti að minnka en ekki hverfa. Fjármálaráðherra þarf fjármála- markaði sem styðja þannig skynsam- legar ákvarðanir í efnahags- og ríkis- fjármálum. Hann þarf gott skipulag og kerfi, góðar starfsaðferðir og laga- setningu, lagaramma. Hann þarf þaulhugsaða grundvallarstefnu hjá ríkisstjóminni, slík stefna getur reynst gott haldreipi. Hann þarf á mörgum góðum bandamönnum að halda því að ann- ars nær hvatinn til að eyða núna og senda börnunum okkar reikninginn yfirhöndinni. Þennan slæma hvata þarf að sigra til að ná góðum ár- angri.“ - Oft er sagt að nútímamaðurinn vilji láta launa sér strax fyrir allt erfíði, hafi enga biðlund, einnig að við kjósendur séum fljótir að gleyma... „Kannastu yið rokkhljómsveitina Queen? Eitt af lögunum þeirra, ágæt- is lag reyndar, heitir „I want it all and I want it now“ [Ég vil allt - og það strax]. Þetta er þjóðsöngurinn í allt of mörgum löndum. Þegar börnin mín leika þetta ágæta lag með Freddy Mercury, „Ég vil allt - og það strax", þá fer hrollur um mig. Við sjáum að þetta er mikið vandamál í Bandaríkj- unum þar sem stjórnmálamenn hafa hlustað á kjósendakröfur af þessu tagi allt of lengi.“ - Það hlýtur að vera mjög erfitt og flókið verk að útskýra fyrir al- menningi hvers vegna sársaukafullar aðgerðir eru óhjákvæmilegar, fá fólk til að skilja markmiðin, er það ekki? „Það verður að reyna að ná góðum árangri á einhveijum sviðum strax og halda áfram að ræða málin við fólk. Ef fólk veit ekki hvað er að getur það ekki skilið eða sætt sig við að stjórn- völd leiti að lausnum. Hvaða þörf er á viðgerð ef ekkert er að? Fyrst þarf að sýna fram á hvað sé að. Við þurf- um að kunna góða aðferð til að lag- færa ástandið og útskýra málið, fá stuðning við það, allan tímann sem þettá tekur. Samskiptin við fólk og skýr mark- mið, jafnt pólitísk sem efnahagsleg, eru alltaf grundvallartriði. Fólk metur heiðarleika Ég nýt álits núna, sennilega vegna þess að ég er hætt í stjómmálum! Fólk metur heiðarleika, einnig l\já Roger Douglas, fyrirrennara mínum í embætti meðan Verkamannafiokk- urinn var við stjórnvölinn. Við gerðum bæði það sem við töldum rétt og án þess að velta því fyrir okkur hvaða áhrif það hefði á stjórnmálaferilinn. Góður árangur í efnahagsmálum er oft dýrkeyptur í stjómmálum. Umbætumar eru traustar í sessi, í skoðanakönnunum lýsa tveir af hveij- um þrem Nýsjálendingum stuðningi við þá flokka sem vilja halda áfram á réttri braut. Þriðjungurinn segist að vísu myndu taka þá bijálæðislegu áhættu að fleygja þessu öllu fyrir borð. Það er öflugur meirihlutastuðningur við að treysta umbætumar í sessi en ekki fyrir því að ganga lengra.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.