Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 68

Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 68
SYSTEMAX Kapaikerfi fyrir öil kerfi hússins. <Q> NÝHERJI SKIPHOLTl 37 - SIMI 588 8070 Alllaf skrefi á undan MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Tekjur af ferðafólld minnka SAMKVÆMT útreikningum Seðla- banka íslands drógust tekjur af ferðaþjónustu saman um 1% á há- annatímanum, í júlí-september, mið- að við sama tíma í fyrra. Þróunin hefur snúist við frá fyrra helmingi ársins þegar gjaldeyristekjur í grein- inni jukust um 25% en tekjuaukning- in fyrstu níu mánuðina nemur 14%. ■ Samdráttur/Bl ----♦ ♦ ♦ Samskip almennings- hlutafélag HLUTHAFAR Samskipa hf. hafa hug á að leysa til sín hlutafjáreign Hofs sf. í félaginu að fjárhæð 40 milljónir króna, en bjóða bréfin til sölu á almennum markaði næsta vor eftir aðalfund félagsins. Stefnt er að því að breyta félaginu í almenn- ingshlutafélag og skrá hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands. ■ Samskipum/B2 Heima áný TVÆR ær frá Sæbóli á Ingjalds- sandi heimtust nýlega, önnur eft- ir tveggja ára útigang á Fjalla- skaga sunnan við Barða og hin skilaði sér ekki í fyrravetur. Á Sæbóii III búa Guðmundur, Guðni og Steinunn Ágústsbörn. Guð- mundur og Guðni segja að sú hyrnda sé í tveimur reifum eftir árin tvö og hún sé geysilega stygg. Sú kollótta skilaði sér með lambi en hrúturinn hefur drepist. Ærnar voru að taka fyrstu tugg- una þegar blaðamenn Iitu við í fjárhúsunum hjá Guðmundi og Guðna á Sæbóli. Systkinin eiga nú þijár kindur úti í Hrafna- skálarnúpi. Þar eru þær á syllu sem sprakk úr þannig að þær komast ekki heim á Ingjaldssand. Guðmundur segist hafa reynt að ná þeim í fyrradag en árangurs. Þær geti farið út eftir núpnum, í Mosdal í Onundarfirði, en sæki stöðugt heim eftir Ieiðinni sem þær komast ekki. Segist hann ætla að reyna fljótlega aftur. Ríkisvaldið og ASÍ leggja misjafnt mat á yfirlýsingu ríkissljórnarinnar ASI telur skorta á efndir af hálfu ríkisvaldsins ÁGREININGUR er milli ríkisstjómarinnar og for- ystumanna ASÍ hvort ríkisstjórnin hafi staðið við þá yfirlýsingu sem hún gaf í tengslum við undirrit- un kjarasamninga í febrúar í fyrravetur, en yfirlýs- ingin var önnur af tveimur forsendum samning- anna. Davíð Oddsson forsætisráðherra telur að ■staðið hafi verið við yfirlýsinguna í öllum megin- atriðum, en Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, telur talsvert vanta upp á að svo sé. í yfirliti sem ASÍ hefur sent ríkisstjórninni eru talin upp níu atriði, sem talin eru stangast á við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar. „Við teljum að í öllum meginatriðum hafi yfirlýs- ingin gengið eftir eins og um var talað. Það kann að vera að menn túlki sum atriði ekki með sama hætti. Við vekjum athygli á því að samnings- tíminn er ekki liðinn og þetta átti allt að ganga fram á samningstímanum. Mótgjaldið frá Alþýðu- sambandinu og Vinnuveitendasambandinu gagn- vart ríkisvaldinu var að samningar giltu í tæp tvö ár. Við teljum að í öllum meginatriðum höfum við staðið við okkar og þá teljum við að mótgjaldið eigi að koma til, þ.e.a.s. að samningar standi út samningstímann eins og um var rætt og undir- skrifað," sagði Davíð. Davíð tók fram að þótt ríkisstjórnin hefði stað- ið við sinn hluta samningsins þá væri hún tilbúin til að ræða frekar við ASÍ. Fyrst þyrfti að láta reyna á hvort viðræður ASÍ og VSÍ í launanefnd- inni leiddu til samkomulags. „ASÍ á núna í viðræð- um við VSI þrátt fyrir að samningar eigi að gilda í eitt ár í viðbót. Við viljum ekki útiloka, fyrir okkar leyti, að taka þátt í slíkum viðræðum. Við erum ekki að lofa einu eða neinu, en við erum heldur ekki að hafna einu eða neinu,“ sagði Davíð. Formannafundur lands- og svæðasambanda innan ASÍ kom saman í gær til að ræða stöðuna í launanefndinni. Á fundinum var lögð fram grein- argerð frá Þjóðhagsstofnun með samanburði á kjarasamningum við opinbera starfsmenn og kja- rasamningum sem gerðir voru á almennum mark- aði. Að mati stofnunarinnar leiddu kjarasamning- arnir til þess að laun opinberra starfsmanna hækk- uðu um 13,2%. Séu samningar við kennara undan- skildir er hækkunin 10,7%. Félagsmenn ASÍ á almennum markaði hafi hins vegar fengið 7% hækkun. Benedikt Davíðsson sagði þessar tölur sýna að fjármálaráðherra hefði ekki fylgt þeirri launa- stefnu sem mótuð var með febrúarsamningunum. „Þetta felur í sér eindreginn stuðning við kröfu okkar um að reynt verði að brúa það bil sem er milli þessara samninga og að reynt verði að færa þennan mismun inn í launin hjá okkar fólki með einhveijum hætti." Staðan í kjaramálunum verður rædd hjá svæða- samböndum ASÍ næstu daga og síðan verður aft- ur haldinn formannafundur nk. sunnudag. Bene- dikt sagði að þá yrði mótuð stefna sem lögð yrði fyrir sambandsstjórnarfund ASÍ á mánudag. ■ 10,7% til ríkisstarfsmanna/4 Tillaga um tilraunaveiðar erlendra skipa í fiskveiðilögsögunni Vannýttir stofnar kannaðir SKORAÐ var á stjómvöld að beita sér í auknum mæli fyrir því að kann- aðir verði möguleikar íslenskra fiski- skipa til veiða á vannýttum tegund- um innan landhelginnar og í úthafínu á Fiskiþingi í gær. Auk þess liggur sú tillaga fyrir að kannaðir verði möguleikar á að fá erlend skip inn í íslenska fiskveiðilögsögu til að rannsaka veiðimöguleika á eftirtöld- um tegundum: kolmunna, spærlingi, túnfíski, smokkfíski og laxsíld. í ályktun þingsins sem samþykkt var í gær er sérstaklega bent á þörfina á auknu fé til rannsókna á þessu sviði og að þess sé gætt að strangar reglur um endurnýjun á skipum hamli ekki viðleitni í þessa átt. Hljómgrunnur virðist vera á þinginu fyrir þeirri tillögu að fá er- lend skip til tilraunaveiða, en af- greiðslu hennar var frestað þar til í dag, til að þingfulltrúum gæfist tími til að velta málinu betur fyrir sér og koma fram með breytingatil- lögur. Sérhæfðar veiðar Það kom fram hjá þingfulltrúum að þeim þótti tillagan „byltingar- sinnuð“ og „róttæk" og að einhvern tíma hefði þurft kjark til að leggja fram tillögu á borð við þessa. Tillag- an er rökstudd með því að íslensk skip hafi reynt af veikum mætti að veiða þær tegundir sem taldar séu upp, en það hafi ekki tekist sem skyldi. Þar sem veiðunum fylgi umtals- verður kostnaður og ekki hafi verið hljómgrunnur hjá stjórnvöldum að styðja þær telji Fiskiþing rétt að bjóða hingað erlendum útgerðum sem hafi sérhæft sig í veiðum á umræddum fiskistofnum. Þær út- gerðir myndu bera kostnaðinn af veiðunum og vera skylt að hafa vísindamenn frá Hafrannsókna- stofnuninni um borð, ásamt því að safna þeim gögnum sem stjórnvöld færu fram á. í vari við Núpsskóla STEFNI ÍS hafði ekki tekist að draga Orra IS til hafnar á Isafirði í gærkvöldi. Stefnir tók Orra í tog eftir að hann hafði orðið fyrir vélarbilun á miðunum út af Vest- fjörðum um hádegi á þriðjudag. Skipin urðu að leita vars við Núps- skóla í Dýrafirði um sexleytið í gærmorgun. Hörður Guðbjartsson skipstjóri sagði að logn væri inni á firðinum en 7 til 8 vindstig fyrir utan í gær. Hann sagði að ekki þýddi annað en að sýna þolinmæði. Ólík- legt væri að hægt yrði að halda áfram norður fyrr en um nóttina eða undir morgun í dag. Skipverj- Morgunblaðið/RAX ar á Orra (t.h.) höfðu ýmislegt fyrir stafni á meðan þeir biðu og tóku m.a. á móti skipveijum á Stefni sem komu í heimsókn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.