Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.03.1996, Qupperneq 1
88 SIÐUR LESBOK C/D 64. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samþykkt rússnesku Dúmunnar Endalok Sovét- ríkjanna fordæmd Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að fyrir lægi áætlun sem miðaði að því að binda enda á átök- in blóðugu í Tsjetsjníju. Fyrr um daginn hafði Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkt álykt- un þess efnis að fordæma beri upp- lausn Sovétríkjanna. Jeltsín forseti brást hart við, fordæmdi þessa sam- þykkt þingdeildarinnar og vændi fjendur sína um að vilja með þessu koma í veg fyrir forsetakosningarnar í júní. Leiðtogar fyrrverandi Sovét- lýðvelda gerðu lítið úr samþykkt Dúmunnar og sögðu að um kosn- ingabragð væri að ræða, en var greinilega brugðið. Ófriðurinn í Tsjetsjníju þar sem rússenski herinn berst við skæruliða sem krefjast sjáifstæðis, liggur þungt á rússnesku þjóðinni og því hefur verið haldið fram að Jeltsín eigi enga möguleika á endurkjöri takist honum ekki að stöðva átökin þar! Jeltsín upplýsti í gær að sam- þykkt hefði verið áætlun í þessa veru á sérstökum fundi öryggisráðs forsetans. Hann vildi ekki upplýsa um efnisþætti hennar en boðaði að Jelstín segir friðar- áætlun um Tsjetsjníju liggja fyrir hann myndi skýra frá þeim í ávarpi síðar í þessum mánuði. Veittist að andstæðingum Forsetinn veittist einnig harðlega að andstæðingum sínum á þingi og kvað samþykkt Dúmunnar frá því fyrr um daginn til þess fallna að spilla fyrir forsetakosningunum. I samþykktinni er því lýst yfir að sú ákvörðun rússneska þingsins frá árinu 1991 er staðfestur var sátt- máli um myndun Samveldis sjálf- stæðra ríkja í stað Sovétríkjanna skuli teljast dauð og ómerk. Með henni er í raun samningurinn um upplausn Sovétríkjanna, Bjelovesk- sáttmálinn, fordæmdur. Þann samn- ing undirritaði Jeltsín ásamt leiðtog- um Hvíta-Rússlands og Ukraínu og voru þar lögð drög að samveldinu sem nú hýsir öll Sovétlýðveldin fyrr- verandi nema Eystrasaltsríkin þtjú. Samþykkt Dúmunnar er ekki bindandi fyrir stjórn Jeltsíns og kveður á engan hátt um að Sovétrík- in skuli endurreist. Að henni stóðu kommúnistar á þingi og bandamenn þeirra og var hún almennt túlkuð á þann veg að heúni væri ætlað að koma höggi á forsetann og höfða til þeirra sem sakna sovétkerfisins. Efasemdir um lögmæti Haft var eftir talsmanni Jeltsíns forseta að efasemdir væru uppi um lögmæti þessarar ályktunar. „Afleið- ingar þessarar samþykktar geta ver- ið með öllu ófyrirsjáanlegar og hættulegar bæði í Rússlandi og er- lendis,“ sagði þessi fulltrúi Jeltsíns. Samkvæmt skoðanakönnum nýt- ur Jeltsín minna fylgis en Gennadíj Tsjúganov, forsetaframbjóðandi kommúnista, sem í gær fékk stuðn- ing harðlínukommúnistans Viktors Anpílovs. Forsetanum hefur m.a. verið kennt um hrun Sovétríkjanna en hann sagði í viðtali á fimmtudag að þau hefðu hrunið af sjálfu sér. ■ Stjórnmálaskýrendur/18 Reuter Fórnarlambanna minnst JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, fóru í gær til þorpsins Dunblane á Skotlandi þar sem Thomas Hamilton réðst með alvæpni inn í grunnskóla á miðvikudag og myrti sextán börn og kennslukonu þeirra. I gær- kvöldi var haldin minningarat- höfn í dómkirkju bæjarins. Major fór inn í leikfimisalinn þar sem Hamilton framdi ódæðis- verkið og sagði þegar hann virti fyrir sér skotgötin í veggjunum að þessa byggingu yrði að rífa. Sumir í bænum vilja að byggingin hverfi með öllu, en aðrir vilja að hún standi um sinn til minningar og síðar verði reistur minnisvarði á grunni hennar. Major og Blair fóru í gær í sjúkrahús og ræddu við börn, sem særðust í árás Hamiltons. Að því loknu áttu þeir fund með kennur- um og starfsliði grunnskólans. Major lýsti yfir því að einnar mín- útu þögn yrði um allt Bretland á morgun til að minnast barnanna. Elísabet Bretadrottning kemur til Dunblane á morgun, en um- mæli hennar um fegurð vopna á opnun hergagnasafns í Leeds í gær gæti varpað skugga á heim- sóknina. „Stríðsvopn, sem geta verið jafn falleg ogþau eru hræði- leg, bera oft vitni snjallri hönnun og handverki," sagði drottning og var harðlega gagnrýnd. SÞ boðar mikla að- stoð við Afríku Nairobi. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hrintu í gær af stokkunum áætlun um mikla þróunarhjálp við Afríku, fátækustu heimsálfuna, og verður varið til hennar 1.650 milljörðum ísl. kr. á einum áratug. Fulltrúar ýmissa Afríkuríkja og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa fagnað áætluninni þótt sumir hafi að vísu áhyggjur af hvernig gangi að afla fjár til hennar. Hefur Al- þjóðabankinn heitið að vinna að útvegun 85% upphæðarinnar en Steve O’Brien, formaður sendi- nefndar bankans í Kenya, segir, að mest áhersla verði lögð á heilsu- gæslu og menntun og aðgang að hreinu vatni. Fyrsta verkefnið væri þó að fá iðnríkin til að auka aðstoð- ina við Afríku en úr henni hefur dregið á síðustu árum. Fátæktin verst George Saitoti, varaforseti Kenya, fagnaði áætluninni en sagði, að jafn- framt yrði að létta skuldaokinu af Afríkuríkjunum með einhverju móti. Þær eru taldar vera um 21.000 millj- arðar ísl. kr. Þá fann hann að því, að erlendir fjölmiðlar skyldu oft lýsa allri álfunni sem einu hörmunga- svæði og sagði, að vissulega væri um að ræða stríðsástand og hungur á afmörkuðum svæðumen aðalóvin- urinn væri fátæktin. INGVAR Carlsson ávarpar fund sænskra jafnaðarmanna í gær. Göran Persson var einróma kjör- inn arftaki Carlssons í formannsembætti Jafnaðarmannaflokksins. Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. INGVAR Carlsson, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar, lét í gær af embætti formanns sæn- skra jafnaðarmanna eftir að hafa haft forystu fyrir flokknum frá því að Olof Palme var myrtur fyrir tíu árum. „Viljið þið kjósa Göran Pers- son flokksformann," voru full- trúar á þingi sænskra jafnaðar- manna spurðir og svarið var ein- róma ,já“. Persson sagði við kjörið að hann velti fyrir sér hvað hann hefði tekið að sér. Það væri hvorki gleði né léttir, sem Ingvar Carlsson kveður hann fyndi fyrir, heldur ábyrgð fyrir að vera valinn til að axla sinn liluta byrðarinnar. „Þakka þér, Ingvar, fyrir vel unnin störf,“ voru síðustu orð Perssons í þakkarávarpinu. En áður en Persson var kosinn virtist hann þegar hafa beðið fyrsta ósigur sinn fyrir hefðar- sinnum flokksins, sem horfa fyrst og fremst til fortíðarinnar. Þrátt, fyrir viðvaranir Perssons samþykkti þingið að opinberi geirinn ætti enn að stækka en ekki minnka eins og Persson stefnir að. Göran Persson tekur við emb- ætti forsætisráðherra á fiinmtu- dag í næstu viku. Frakkland Unga fólk- ið heyrn- arlaust París. Reuter. FRANSKA þingið hefur lagt til, að verulega verði dregið úr hljóðstyrk svokallaðra vasadiskótækja en læknar segja, að þau séu farin að valda töluverðum heyrnar- skemmdum, einkum hjá ungu fólki. Þingið samþykkti að banna sölu á tækjum af þessu tagi væri hljóðstyrkur þeirra um- fram 100 desíbel en talsmað- ur stórrar verslanakeðju í Frakklandi sagði, að flest tækin kæmust í 113 desíbel og sum í 126. Glymji 100 desíbela hávaði í eyrunum getur hann valdið skaða á nokkrum klukkustundum en fari hann yfir 115 desíbel, veldur hann óbætanlegum skemmdum á nokkrum mín- útum. Til samanburðar má nefna, að vélhjól geta valdið mest 110 desíbela hávaða og þotu- hreyfill 130. Samkvæmt lögunum verð- ur að vera viðvörun á öllum vasadiskótækjum og einn þingmannanna, sem stóðu að frumvarpinu, sagði, að vegna þessara tækja væri að vaxa upp kynslóð hálfheyrnarlauss fólks í Frakklandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.