Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir slökkviliðsmenn hafa farið offari í afstöðu sinni til Neyðarlínunnar hf. Stefnt að þjálf- un starfsfólks íFinnlandi Líkur eru á að starfsfólk Neyðarlínunnar hf. hljóti þjálfun í Finnlandi, að því er fram kemur í samantekt Halls Þorsteins- sonar um málefni Neyðarlínunnar. Slökkviliðsmenn hafa gagnrýnt harðlega áform um Neyðarlínuna og ákveðið að synja starfsmönnum fyrirtækisins um þjálfun. Aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra segir afstöðu þeirra eingöngu snú- ast um kjaramál þeirra sjálfra. FINNSK stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að hafa milligöngu um þjálfun starfsfólks Neyðarlínunn- ar hf. þar i landi, en dómsmálaráðu- neytið hafði samband við innanríkis- ráðuneytið í Finnlandi með ósk um að fólkið hlyti starfsþjálfun í Finn- landi. Þórhallur Ólafsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, segir að í Finnlandi sé líklega besta þjálfun- araðstaða af þessu tagi í Evrópu. Hann segir slökkviliðsmenn hér á landi hafa farið offari í afstöðu sinni til Neyðarlínunnar og farið langt út fyrir öll velsæmismörk. Þórhallur segir að afstaða slökkviliðsmanna sé liður í kjarabar- áttu þeirra og málið einfaldlega snúast um það að slökkviliðsmenn vilji ekki afsala sér því að vera ríkis- starfsmenn og færast yfír í Verslun- armannafélag Reykjavíkur starfi þeir hjá Neyðarlínunni hf. Hann segir að þeim hafi verið boðið að vera í IV2 ár hjá Neyðarlínunni en hverfa svo aftur til starfa hjá Slökkviliðinu. „Við erum búnir að bjóða þeim hærri laun og við höfum viljað skoða lífeyrisréttindi þeirra og lengra get- um við ekki gengið. Núna eru þess- ir menn í verktöku og verða það einhvern tíma en það er ekki hægt endalaust því það er bara of dýrt,“ sagði hann. Samræmd neyðarsímsvörun til að uppfylla EES-samninginn Aðdragandinn að stofnun Neyð- arlínunnar hf. er sá að dómsmála- ráðherra skipaði í apríl 1993 nefnd til að hafa frumkvæði að --------- tillögugerð um sam- ræmda neyðarsímsvörun sem uppfyllti skiiyrði samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið um samræmt evrópskt neyðarnúmer, 112. I nefndinni sátu fulltrúar frá Pósti og síma, Slysa- varnafélagi íslands, heilbrigðisráðu- neyti, Almannavörnum, Reykjavík- urborg og sveitarfélagi af lands- byggðinni. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum og á grundvelli hennar var nefndinni falið að vinna laga- frumvarp sem síðan var samþykkt á Alþingi í febrúar 1995 sem lög um samræmda neyðarsímsvörun. í lögunum er tekið fram að dóms- málaráðherra sé heimilt að semja við opinberar stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrirkomulag, fjár- mögnun og þátttöku í rekstri neyð- arsímsvörunar. Val á rekstraraðil- um fór síðan fram á grundvelli sam- Enginn arður borgaðurút úr rekstri Neyð- arlínunnar starfsútboðs sem Ríkiskaup sáu um, en Ríkiskaup auglýstu um miðjan marsmánuð í fyrra eftir umsóknum þeirra sem sem áhuga hefðu á að taka þátt í samstarfsútböði um rekstur vaktstöðvar fyrir neyðar- símsvörun. Þeir sem skiluðu inn til- boðum voru Póstur og sími, Borgar- spítalinn, Rauði kross íslands, Sí- vaki hf., Nýheiji hf. og Slysavama- félag íslands, Slökkvilið Reykjavík- ur, Vari hf. og Securitas hf. sameig- inlega. Dómsmálaráðuneytið fól Verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar hf. að ganga til viðræðna við þá aðila sem skiluðu inn tilboðum og var gerður verksamningur til átta ára við samstarfshóp Pósts og síma, Reykjavíkurborgar vegna Slökkvi- liðs Reykjavíkur, Securitas hf., Sí- vaka hf., Slysavarnafélags íslands og Vara hf., en auk þess var Örygg- isþjónustunni hf. heimilað að gerast hluthafi í Neyðarlínunni hf. eftir að tilboðsfrestur var útrunninn og hef- ur fyrirtækið nýtt sér þá heimild. Þá kemur Borgarspítalinn einnig að málinu með samstarfssamningi við Slökkvilið Reykjavíkur. Hluthaf- ar Neyðarlínunnar eru því sjö talsins og eiga þeir allir jafnan hlut í fyrir- tækinu eða tæp 14,3%. Viðskipti með hluti í Neyðarlínunni eru bönn- uð samkvæmt lögum í því skyni að einhver einn aðili nái meirihlutaeign í fyrirtækinu. Reiknað var út að sæi ríkið eitt um rekstur neyðarsímsvörunarinnar myndi það kosta 66 milljónir á ári að reka hana með fjórum mönnum á vakt allan sólarhringinn. Sam- ________ kvæmt þeim samningi sem gerður var borga ríki 0g sveitarfélög 36 millj- ónir á ári og rekstraraðil- arnir borga afganginn. Ef kostnaðurinn við reksturinn verður meiri þurfa eigendur Neyðarlínunnar að standa straum af honum og þegar liggur fyrir að kostnaðurirm verður um 72 milljónir fyrsta starfsárið. Varnarleikur öryggis- þjónustufyrirtælga Hannes Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Securitas hf. segir að aðdragandinn að samstarfi rekstra- raðila Neyðarlínunnar hafi verið sá að Securitas hafi litið svo á að ef ríkið ræki neyðarsímsvörunina gæti skapast samkeppni við vaktþjón- ustufyrirtækin og því hefði það ver- ið hreinn varnarleikur að reyna að komast inn í reksturinn. „Að betur athuguðu máli töldum Morgunblaðið/Júlíus SÍMSVÖRUN neyðarlínunnar. Við borðið situr Þórður Bogason varðstjóri. við að við ættum meiri möguleika í samvinnu við aðra. Ég hafði fyrst samband við Slysavarnafélagið sem ætlaði að skoða málið, síðan hafði ég samband við slökkviliðsstjórann í Reykjavík, sem var tilbúinn til samstarfs og síðan talaði ég við forstjóra Vara sem féllst á þau rök að svona stöð gæti orðið samkeppn- isaðili. Slysavarnafélagið kom svo inn í samstarfíð og ég reikna með að að allir hafi hugsað þetta eins, þ.e. að þeir hafi gjarnan viljað vera með þetta einir en talið líklegra að samvinna skilaði betri árangri. Síð- an hefur hver hluturinn rekið annan og fleiri aðilar komið til samstarfs- ins. Aðalatriðið í þessu máli öllu tel ég vera aukið öryggi sem verður fyrir alla landsmenn og sparnaður- inn sem af þessu fyrirkomulagi hlýst, en hann nemur tugum millj- óna fyrir ríkið og sveitarfélögin á ári,“ sagði Hannes. Hann segir að samtals greiði ör- yggisþjónustufyrirtækin 20-22 milljónir króna á ári fyrir þá þjónustu sem þau fá hjá Neyðarlínunni þar sem vaktstöðvar þeirra verða, og þar af greiði Securitas 9 milljónir vegna stærðar sinnar. Póstur og sími, Slökkviliðið og Slysavarnafélagið greiða síðan afganginn af framlagi Neyðarlínunnar. Að sögn Þórhalls Ólafssonar verður enginn arður borgaður út úr rekstri Neyðarlínunnar verði hann hugsanlega einhver í framtíð- inni. Hann segir að helst megi líkja fyrirtækinu við sjálfseignarstofnun, enda með stóra nefnd yfír sér sem setji því reglur og Ríkisendurskoðun fylgist með fjárreiðum þess. Athugasemdir slökkviliðs- manna bárust of seint Borgarráð samþykkti um miðjan desember síðastliðinn að heimila að byggt verði við Slökkvistöð Reykja- víkur og að viðbyggingin verði leigð Neyðarlínunni, en áætlað er að stjórnstöðin taki til starfa í júlí í sumar. í árslok samdi Neyðarlínan við Slökkvistöð Reykjavíkur um neyðarsímsvörun á höfuðborgar- svæðinu þar til stjórnstöðin tekur til starfa og Slysavarnafélagið svar- ar simtölum sem berast utan af landi. Slökkviliðsmenn í Reykjavík ályktuðu um málið í árslok og átöldu þeir vinnubrögð stjórnvalda við að koma á fót samræmdri neyðarsím- svörun í landinu. í lok janúar lýstu slökkviliðsmennimir svo yfir að þeir myndu ekki taka þátt í starfskynn- ingu og þjálfun starfsmanna Neyð- arlínunnar og lýsti Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Lands- sambands slökkviliðsmanna, því yfir að móttaka neyðartilkynninga væri ótvírætt á verksviði slökkviliðs- manna og svo hefði alltaf verið. Hann telur að neyðarsímsvörun eigi hvergi annars staðar heima en hjá opinberum aðilum og grundvallarat- riði sé að sá sem tekur á móti neyðarboðum hafi til að bera þá menntun og starfsreynslu sem t.d. slökkviliðsmenn gangi í gegnum á vettvangi áður en þeir fari í neyðar- aknsvörun og það sama ætti við hjá lögreglunni. Hafa slökkviliðsmenn átt í við- ræðum við Reykjavíkurborg um málið en borgarstjóri hefur bent á að athugasemdir slökkviliðsmanna um rekstur Neyðarlínunnar hafi komið of seint fram þar sem geng- ið hafi verið frá samningum um reksturinn. Einnig hefur borgar- stjóri bent á að engar athugasemd- ir hafi komið frá slökkviliðsmönn- um þegar málið var til umijöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis áður en það varð að lögum í ársbyijun í fyrra. Töldu líklegra að samvinna skilaði betri árangri Dæmdur í '/2 árs fang- elsi fyrir að stela úr banka HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 34 ára Reykvíkingi og dæmdi hann í sex mánaða fangelsi fyrir grip- deildarbrot. Maðurinn stökk inn fyrir afgreiðsluborð í Háaleitisúti- búi Landsbankans 18. október í fyrra og greip 137 þús. kr. úr pen- ingaskúffu gjaldkera. Degi síðar var hann dæmdur í Héraðsdómi og með sama dómi fundinn sekur um eldra brot, að hafa stolið áfeng- isflösku úr verslun ÁTVR þrettán mánuðum áður. Skaðaður af völdum fíkniefna í dómi Hæstaréttar er vísað til vottorðs geðlæknis, sem hefur haft umsjón með manninum frá 4. jan- úar sl. Þar kemur fram, að hann sé verulega persónuleikatruflaður og framheilaskaðaður af völdum fíkniefna. Hann hafi verið háður fíkniefnum frá því í æsku og það hafi skert dómgreind hans. Líklegt sé að hann hafi verið í vímu þegar hann reyndi að ræna peningunum og í slíku ástandi sé hann veru- leikafirrtur, dómgreindarlaus og lítt sjálfráður gerða sinna. Hæstiréttur segir að leggja verði vottorðið til grundvallar, en ekki verði dregin sú ályktun af því að maðurinn hafi verið ósakhæfur í umrætt sinn. Önnur gögn málsins bendi ekki til að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sinum. -----♦ ♦ ♦----- Hlutir úr kumlinu lán- aðir austur ÞJÓÐMINJARÁÐ hefur tekið já- kvæða afstöðu til bónar Minjasafns Austurlands um að fá að sýna hluti úr kumlinu, sem fannst í landi Eyrarteigs í Skriðdal síðasta haust, á safninu. Þór Magnússon, þjóðminjavörð- ur, sagði að um tímabundið lán yrði að ræða. Ekki væri heldur víst að hægt yrði að lána alla hlut- ina því forvörslu þyrfti að vera lokið áður en einstakir hlutir yrðu lánaðir. í kumlinu fundust bein af hesti, manni og ýmsir hlutir á borð við sverð, pott og nælu. Kumlið er talið vera frá 10. öld. Þór sagði ánægjulegt ef hægt væri að sýna hluti úr kumlinu þeg- ar safnið á Egilsstöðum opnaði í fyrsta sinn í nýju húsi í sumar. -----♦ ♦ ♦----- Nýr formaður Stúdentaráðs VILHJÁLMUR H. Vilhjálmsson, laganemi, hefur verið kjörinn for- maður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands fyrir starfsárið 1996-97. Vilhjálmur kemur úr röðum Röskvu en Röskva hélt meirihluta í ráðinu í kosningum til Stúdenta- ráðs og Háskólaráðs í febrúar. Vilhjálmur tekur við embættinu af Guðmundi Steingrímssyni sem hefur gegnt formennsku undar.far- ið ár. Á fundi ráðsins sl. miðvikudag var jafnframt kjörinn fram- kvæmdastjóri og mun Einar Skúla- son, nemi í stjórnmálafræði, gegna þeirri stöðu og tekur hann við af Kamillu Rún Jóhannsdóttur, sál- fræðinema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.