Morgunblaðið - 16.03.1996, Page 52

Morgunblaðið - 16.03.1996, Page 52
52 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand i TI ! ? Sem heimsfrægur lögfræð- Bara köttum Er dómaranum sama Ég veit ekki Kettirnir ingur, stefnir þú mörgum fyr- mér þykir mjög þó að réttarsalurinn sé láta aldrei sjá sig... ir dóm? gaman að stefna fullur af köttum? köttum ... A5 A UiORLP FAMOUS ATTORNEV, DO VOU 5ERVE MANV SUBPOENAS? ONLV TO CATS... I LOVE TO SUBPOENA cats.. POES THE JUD6E MIND HAVIN6 A COURTROOM FULL OF CATS ? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Biskupsmálið Frá Ásbimi Björnssyni: ÞAR sem við hjónin dvöldumst nýlega erlendis bárust okkur óljós- ar fréttir af því að náinn sam- starfsmaður minn og fjölskyldu- vinur okkar til margra ára, herra Ólafur Skúlason biskup, væri bor- inn alvarlegum sökum. Varla vorum við fyrr komin heim en gamlir samstarfsmenn í sóknarnefnd tóku að hringja í mig og lýsa hryggð sinni yfir árásum á Ólaf Skúlason biskup og óska þess að ég mótmælti þessum dæmalausu ásökunum á hendur okkar fyrrverandi sóknarprests. Eftir að hafa flett dagblöðunum og kynnt mér fréttimar, ákvað ég að skrifa þessar línur sem hér fara á eftir. Ég hélt til að byija með að þetta ætti að vera eitthvað grín eða í versta falli venjulegar Gróusögur, sem vinsælt virðist að dreifa um þekktar persónur. Þegar síðan kom í ljós að kærur höfðu verið lagðar fram á hendur biskupi varð mér lóst, að hér var ekkert gamanmál á ferðinni, enda gæti reynst erfítt að hrekja slíkar ásakanir, ekki síst þegar þær væru bornar fram svo löngu síðar en atburðirnir eiga að hafa átt sér stað. Mér finnst reyndar furðulegt að nokkur skuli taka alvarlega kærumál af þessu tagi 17-30 árum eftir meintan atburð og skelfilegt að helstu ijölmiðlar þjóð- arinnar skuli taka þátt í jafnljótum leik og mér virðist hafa verið hér leikinn, gegn æðsta manni þjóð- kirkjunnar. Þegar þetta er skrifað hefur eitthvað af ákærum verið dregið til baka, en sú kona sem er upp- hafsmaður ákæru á hendur Ólafi Skúlasyni er hann gegndi störfum sóknarprests í Bústaðakirkju fyrir 17 árum, heldur fast við framburð sinn. Mér og öðrum sem störfuðum með séra Ólafi í sóknarnefnd Bú- staðasóknar á þeim tíma, sem þessir atburðir eiga að hafa átt sér stað í kirkjunni, finnst þessi ásökun svo fjarstæð, að ég get ekki orða bundist. Ég starfaði á árunum 1968- 1989 í sóknarnefnd Bústaðasókn- ar þar af sem formaður frá aðal- fundi 1972. Þar af leiðir að við séra Ólafur höfðum mikið saman að sælda og ég tel mig þekkja hann það vel að enginn fær mig til að trúa þeim ávirðingum, sem á hann eru bornar. Öll þessi ár var __ samstarf sóknarnefndar og séra Ólafs eink- ar ljúft og ánægjulegt. Reyndar svo gott og snurðulaust að ég minnist þess ekki að þar hafi nokkru sinni fallið skuggi á. Samskipti safnaðar og séra Ólafs voru líka til fyrirmyndar. Hann og prestfrúin, Ebba Sigurð- ardóttir, voru virt og elskuð af söfnuðinum, samstaða sfanaðar mikil og kirkjusókn betri en al- mennt gerist í öðrum kirkjum borgarinnar. Bæði voru þau af lífi og sál í safnaðarstarfinu og virtust alltaf hafa tíma til að sinna fólki, hvort sem var í gleði eða sorg. Tæpast var t.d. haldinn fundur í Bræðrafélagi Bústaðakirkju, að séra Ólafur mætti þar ekki og legði sitt^ af mörkum. Á sama hátt tók frú Ebba virk- an þátt í kvenfélaginu og gegndi meira að segja formennsku þar í nokkur ár, þrátt fyrir miklar annir. Hróður séra Ólafs fór vaxandi og hann naut sífellt meiri trúnaðar innan prestastéttarinanr, sem kom m.a. fram í því að hann hlaut glæsilega kosningu í embætti dómprófasts og síðar valinn vígslubiskup og loks kosinn biskup íslands 1989. það eru engir auk- visar, sem ná slíkum frama. Við; sem höfum unnið svo lengi með Olafi Skúlasyni, trúum ekki þeim áburði, sem á hann er bor- inn. Hér hlýtur að vera um ein- hvern hrapallegan misskilning að ræða eða samsæri. Sjálfur get ég staðfest að ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem stutt gæti grunsemdir um neinn slíkan verknað sem hann er nú saknaður um. Fáeinir prestar hafa lýst þeirri skoðun sinni að Ólafur biskup eigi að segja af sér til að firra þjóð- kirkjuna frekari álitshnekki. Rök- in, sem þessir menn færa fram máli sínu til stuðnings, eru ekki frambærileg að mínum dómi. Ef biskup segði af sér nú væri búið að gefa fordæmi fyrir því að hægt væri að koma hvaða embætt- ismanni sem er úr embætti, með hvaða ómerkilegum, ósönnuðum áburði sem er. Sú regla, að enginn sé sekur uns sekt er sönnuð, hlýtur að gilda um biskup, eins og aðra þegna þjóðfélagsins. Önnur rök sem ég tel mæla gegn afsögn biskups eru þau að augljós valdabarátta á sér stað innan þjóðkirkjunnar og færi svo að biskup segði af sér, þá hæfist þegar í stað stríð um embættið með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Það væri það versta sem gæti hent kirkjuna nú á þessum erfiða tíma og ég vona að biskup geri ekki þann óvinafagnað að segja af sér. Það leysti engan vanda, en yki hann frekar. Sú neikvæða umfjöllun, sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur og mánuði um kirkjuna, hefír afar skaðleg áhrif og er mál að linni. Þessi grein er skrifuð, ekki bara í mínu nafni og konu minnar, held- ur einnig vegna fjöldamargra sam- starfsmanna okkar séra Ólafs í Bústaðasókn, bæði sóknar- nefndarmanna og annarra. ÁSBJÖRN BJÖRNSSON fyrrverandi formaður Bústaðasóknar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.