Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ellilífeyrir 2,3% af iandsframleiðslu ELLILÍFEYRISGREIÐSLUR sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru 2,38% á íslandi árið 1994. Þetta er mun lægra hlutfall en í flestum löndum Evrópu. Innan Evrópusambandsins er þetta hlut- fall á bilinu 5-14%. Hér eins og annars staðar fer þetta hlutfall hækkandi samhliða fjölgun ellilíf- eynsþega. Á norrænni ráðstefnu um fram- tíð velferðarsamfélagsins kom fram hjá Pádraig Flynn, sem fer með jafnréttis- og velferðarmál innan framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins, að eililífeyrisþeg- um í ESB íjölgaði stöðugt og því væri spáð að ellilífeyrisþegar yrðu þriðjungur íbúa ESB árið 2025. Flynn sagði að kostnaðurinn af ellilífeyrisgreiðslum væri nokkuð mismunandi innan Evr- ópusambandsins, frá 5% af vergri iandsframleiðslu á írlandi til 14% á Ítalíu. í Noregi er þetta hlut- fall 6,5%, í Danmörku 7%, í Finn- landi rúm 10% og tæp 10,5% í Svíþjóð. Árið 1994 námu ellilífeyris- greiðslur á íslandi 10.076 millj- ónum króna eða 3,38% af vergri landsframleiðslu. Ástæðan fyrir því að þessi kostnaður er lægri hér en í nágrannaiöndunum stafar m.a. af því að ellilífeyrisþegar eru færri hér á landi, en einnig er líf- eyrisaldur lægri í mörgum iöndum en hér. Fólk fær t.d. ellilífeyri 65 ára í Svíþjóð og Finnlandi, en 67 ára á íslandi. Reykjavíkurborg hættir við erlenda lántöku 1,6 milljarða króna aflað innanlands taka lán á erlendum markaði vegna þess að vextir hefðu lækkað frá því málið var skoðað í vetur. Þá sagði hún að einnig væru rýmri möguleikar á stærri lántöku innanlands núna þar sem mikið fé yrði í umferð í byijun júlí þegar þrír flokkar spariskírteina ríkissjóðs kæmu til innlausnar. „Þá verða 17-18 milljarðar króna á lausu og það er meginástæða þess að þessi leið var valin, auk þess sem æskilegra er að vera með lántökurn- ar í innlendri mynt. Ef sá kostur er fyrir hendi þá er hann betri,“ sagði Ánna. REYKJAVÍKURBORG hefur leitað tilboða hjá fímm verðbréfafyrirtækj- um í sölu verðtryggðra skuldabréfa að nafnvirði 1.600 milljónir króna til 20 eða 25 ára, en gert er ráð fyrir að bréfín verði seld í einum áfanga og sölu þeirra ljúki 1. ágúst næstkom- andi. Að sögn Onnu Skúladóttur, fjár- reiðustjóra Reykjavíkurborgar, á að nota þetta fjármagn að mestu leyti til enduríjármögnunar á eldri lánum sem fyrir eru hjá borginni. Borgarráð samþykkti í mars síð- astliðnum heimild til eingreiðsluláns á erlendum markaði að andvirði 1.600 milljónir króna til 5 ára, en síðastliðinn þriðjudag samþykkti borgarráð að fara í staðinn í skulda- bréfaútboð á innlendum markaði þar sem það væri orðinn betri kostur en erlend lántaka. Tilboðsfrestur vegna skuldabréfaútgáfunnar rann út um miðjan dag í gær, en að sögn Önnu lá niðurstaða vegna útboðsins þá ekki fyrir. Mikið fé á lausu í byijunjúlí Anna sagði að ákveðið hefði verið að fara þá leið að gefa út verðtryggð skuldabréf innanlands í stað þess að A húðkeipum yfir Faxaflóa Flutt með sjúkra- fhigi eftír bílveltu RÚMLEGA fímmtug kona með höfuðáverka var flutt með sjúkra- flugi á Sjúkrahús Reykjavíkur eft- ir að pallbíll sem hún var farþegi í valt við Hafnará undir Hafn- arfjalli. Atvikið átti sér stað um áttaleytið og var þyrla Landhelgis- gæslunnar kölluð út þegar í stað. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þurfti konan að fara í aðgerð vegna höfuðáverkanna en hún var ekki í lífshættu. Tildrög slyssins voru með þeim hætti, samkvæmt lýsingu lögregl- unnar í Borgamesi, að kind ásamt tveimur lömbum stökk inn á þjóð- veginn nærri brúnni yfir Hafnará í veg fyrir bílinn sem var á norður- leið. Ökumaður bifreiðarinnar, eiginmaður konunnar, náði ekki að stöðva bifreiðina heldur ók á hópinn. Við það missti hann bílinn út í hægra vegarkant en síðan rásaði bíllinn þvert á veginn og lenti á brúarhandriði við Hafnará með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn hafnaði á hvolfi norðan við brúna. Hjónin voru bæði í beltum. Þrjú mótorhjólaslys Þtjú mótorhjólaslys urðu á hringveginum á Vesturlandi í gær. Fyrsta atvikið varð við Laxá í Leir- ársveit en þá skullu tvö hjól saman við það að lamb stökk inn á þjóð- veginn. Annað atvik varð um klukkan fjögur en þá missti ökumaður bif- hjóls stjóm á hjóli sínu. Hann var ásamt farþega á leið norður er hann mætti lögreglubíl. Ökumað- urinn reyndi að hemla þegar hann varð var við lögreglubílinn en ekki vildi betur til en svo að hjólið rann til. Ekki mátti miklu muna að öku- maður og farþegi yrðu undir lög- reglubílnum. Ökumaður hans náði aftur á móti að beygja út á vegar- kantinn í tæka tíð en brot úr hjól- inu skullu á bílnum. Þriðja óhappið varð á mótum Norðurlandsvegar og Norður- brautar skammt frá Hvammstanga en að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi keyrði fólksbíll af Norðurbraut inn á þjóðveginn í veg fyrir bifhjól- ið sem var á leið norður og annan fólksbíl sem var á suðurleið. Lögreglan á Blönduósi segir að umferð hafí verið mjög mikil í all- an gærdag og að í mörgum tilfell- um hafí hún verið allt of hröð. TVEIR grænlenskir ræðarar á þarlendum húðkeipum reru frá Reykjavík til Akraness í gær- kvöldi. Lagt var upp úr Reykja- víkurhöfn kl. 19 og komu ræðararnir, Aqqalunngvaq Is- bosethsen t.v. og Ove Pedersen, báðir 20 ára, til Akraness laust fyrir kl. 21. Þessi ferð var í EF niðurstöður nefndar á vegum félags- og umhverfísráðherra um réttindi og skyldur sumarhúsaeig- enda ná fram að ganga lækkar fast- eignaskattur af sumarhúsum um 20 til 25%. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra telur tillögurnar góðan grundvöll til að byggja á. Félagsmálaráðherra skipaði í samráði við umhverfisráðherra nefnd til að yfírfara réttindi og skyldur sumarhúsaeigenda, einkum með tilliti til laga um tekjustofna sveitarfélaga og bygginga- og skipu- lagslaga, þann 23. febrúar árið 1996. Ólafur Öm Haraldsson, alþingis- maður og formaður nefndarinnar, kynnti niðurstöður hennar á blaða- mannafundi í gær. Hann sagði að nefndin hefði óneitanlega notið góðs af fyrri vinnu um málefnið og lagði áherslu á að komist hefði verið að sameiginlegri niðurstöðu. Nefndin hefði unnið út frá óskum sumarhúsa- eigenda um úrbætur. Óskunum hefði verið skipt í tvo flokka. Annars vegar þau atriði sem ljós hefðu verið eftir að ákvseði laga og reglugerða hefðu verið dregin fram í dagsljósið og hins vegar þau atriði sem hefðu þarfnast frekari umijöllunar í nefndinni. Eitt stærsta úrlausnarefnið tengdist ósk LS um lækkun fast- tengslum við sumarhátíðina Sumar og sandur sem hefst á Akranesi í dag. Hópur Græn- lendinga frá Qaqortoq (Juliane- háb), vinabæ Akraness á Græn- landi, er staddur á Skaganum þessa daga. Að sögn Trausta Gylfasonar, eins aðstandenda Sumars og eignaskatts. Nefndin var sammála um að hæpið væri að umreikna mat sumarhúsa til markaðsverðs „sam- bærilegra" eigna í Reykjavík og stingur upp á því að inn í 2. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfé- laga verði bætt orðunum „sumarhús- um og“ næst á undan orðunum „úti- húsum í sveitum". Greinin myndi því hljóða svo: „Stofn til álagningar skattsins á hús og mannvirki, að undateknum sum- arhúsum og útihúsum í sveitum, skal vera afskrifað endurstofnsverð þeirra margfaldað með markaðs- stuðli fasteigna í Reykjavík sam- kvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins. Stofn til álagningar fast- eignaskatts á aðrar fasteignir skal sands, fylgdi bátur Slysavarna- félagsins húðkeipunum yfir fló- ann. Þeir fengu strekkingsvind í bakið á leiðinni og meiri öldu en þeir eiga að venjast. Trausti átti von á að Grænlendingarnir heimsæktu Reykvíkinga á þjóð- hátíðardaginn og sýndu þeim listir sínar. vera fasteignamat þeirra." Breyting- in myndi hafa í fór með sér 20-25% lækkun á fasteignaskatti af sumar- húsum. Fasteignaskattur af sumar- húsum er nú að meðaltali 12 til 14 þúsund kr. á ári og fer hækkandi. Tekið á merkingum Ennfremur var nefndin sammála um að inn í 5. mgr. sömu lagagrein- ar bættist ákvæði um að sumarhús nytu sömu réttinda og fasteignir í þéttbýli. Nefndin telur eðlilegt að sumarhúsahverfí séu merkt við þjóð- veg af sveitarfélögunum í samvinnu við Vegagerð ríkisins og götur og lóðir séu merktar af framkvæmdaað- ila, landeiganda, sveitarfélagi eða félagi sumarhúsaeigenda í hverfinu. Hjón alvar- lega slösuð eftír harðan árekstur HJÓN slösuðust alvarlega í árekstri jeppa og fólksbíls síðdegis í gær á gatnamótum svokallaðs kísilvegar og þjóðarvegar nr. 85 sem liggur um Áðaldal. Gatnamót þessi eru á móts við Laxamýri, um 10 km fyr- ir sunnan Húsavík. Hjónin voru í fólksbílnum og óku þau til norðurs úr Aðaldal í átt til Húsavíkur. Jeppinn kom úr austur- átt niður Reykjahverfi eftir kísilvegi að gatnamótum hans og þjóðvegar 85. Nota þurfti tæki til að ná mann- inum, sem var í farþegasæti fólks- bílsins, út úr bílnum. Brotin og sködduð í andliti Hjónin voru flutt með tveimur sjúkrabílum á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Þau eru bæði mikið slösuð, með beinbrot og sködduð í andliti, en ekki í lífshættu. Þau gengust bæði undir aðgerðir í gær. Ókumaður jeppans fór á heilsu- gæslustöðina á Húsavík þar sem gengið var úr skugga um að hann væri ómeiddur. Jeppinn er eitthvað skemmdur en fólksbíllinn er gjör- ónýtur. Að sögn varðstjóra í lögreglunni var allt fólkið í bílbeltum og telur hann fullvíst að mun verr hefði far- ið ef svo hefði ekki verið. Nefndin er sammála um að leggja til við félagsmála- og umhverfís- ráðuneyti að þau beini þeim tilmæl- um til sveitarstjórna að fulltrúi/full- trúar félags eða samtaka sumarbú- staðaeigenda í sumarhúsahverfum verði boðaðir á fundi nefnda vegna hagsmunamála þeirra. Vegna óskar um ruslagáma telur nefndin að sveit- arstjórnir skuli í samráði við heil- brigðisnefnd setja upp ruslagáma í nánd við sumarbústaðahverfí. Ef fleiri en 20 sumarhús eru í hverfinu skuli staðsetning gámsins vera sem næst hverfinu og/eða þannig að hentugt sé að losa í gáminn á leið frá hverfmu. Nefndin telur eðlilegt að félags- málaráðuneytið kanni í samráði við dómsmalaráðuneytið hvort ekki sé ástæða til að bæta inn í þinglýsing- arlögin ákvæði þess efnis að kaup- og leigusamningum um sumarhúsa- lóðir verði ekki þinglýst nema fyrir hggi yfirlýsing um veðbandalausn, þegar það á við, eða yfirlýsing nýs rétthafa um að hann sætti sig við veðböndin. Nefndin leggur til að notað verði staðlað samningaform vegna kaupa og leigu fyrir sumarbústaðalóðir og telur eðlilegt að um sumarhúsa- hverfí gildi sömu ákvæði, eftir því sem við á, og um fjöleignarhús. Nefnd um réttindi o g skyldur sumarhúsaeigenda skilar niðurstöðum Fasteigiia- skattur lækki um 20 til 25%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.