Morgunblaðið - 15.06.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 15.06.1996, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 FORSETI íslands er sem þjóðhöfðingi yfirmaður þjóðkirkjunnar. Honum er hins vegar ekki skylt að vera í þjóðkirkjunni. Þrátt fyrir ákvæði stjómarskráinnar um trú- frelsi ber ríkisvatdinu, og þar með forseta íslands, að styðja og vemda þjóðkirkjuna. Forsetanum er þess vegna ekki heimilt að vinna gegn þjóðkirkjunni því þar með væri hann farinn að bijóta embætt- isskyldu sína. „A íslandi er þjóðkirkja og ríkis- valdinu ber að styðja hana og vemda. Málum kirkjunnar hefur verið skipað þannig að löggjafar- og framkvæmdavald fer með ákveðin ytri málefni kirkjunnar viðvíkjandi skipun presta, presta- kallaskipanina og fleira. Innri mál- efni kirkjunnar em hins vegar al- veg á hennar valdi sjálfrar í gegn- um kirkjuþing og prestastefnu," segir dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor við guðfræðideild Há- skóla íslands. Forsetanum ber að styðja o g vernda þjóðkirkjuna „Að því leyti sem þessi ytri umbúnaður kirkjunnar heyrir undir Alþingi og ríkisstjórn varðar þetta forseta íslands því hann er þjóð- höfðinginn og handhafi þessa valds þó að hann feli ráðhermm að fara með ábyrgðina. Það er því hægt að kalla hann æðsta yfirmann kirkjunnar að þessu leyti, en hann er þó yfirmaður eingöngu í form- legri merkingu orðsins því það em engin ákvæði hvorki í stjómarskrá né lögum, sem binda forsetann við tiltekna kirkjudeild," sagði Einar. Staða þjóðhöfðingja Noregs er allt önnur Fróðlegt er að bera saman stöðu norska þjóðhöfðingjans og norska kirkjumálaráðherrans við _ stöðu starfsbræðra þeirra á íslandi. Norsk lög kveða skýrt á um að Noregskonungur skuli vera í norsku þjóðkirkjunni. Kirkjumála- ráðherrann verður sömuleiðis að vera í þjóðkirkjunni. Þegar fjallað er um kirkjuleg málefni í norsku ríkisstjóminni mega þeir einir standa að ákvörðuninni sem em skráðir í þjóðkirkjuna. M.ö.o. verða ráðherrar, sem ekki em í þjóðkirkj- unni, að vfkja af ríkisstjómarfund- um þegar ijallað er um málefni norsku þjóðkirkjunnar. Á íslandi em engin sambærileg ákvæði. Bæði forsetinn og kirkju- málaráðherrann mega koma úr hvaða trúfélagi sem er. Þannig má hugsa sér að sú staða komi upp að forseti íslands sé kaþólsk- ur, en sé samt yfirmaður íslensku þjóðkirkjunnar. Einar sagði að í sjálfu sér væri hægt að hugsa sér að slík staða kæmi upp. Það yrði þó að hafa í huga að yfír 90% þjóðarinnar til- heyrðu þjóðkirkjunni. „Jafnvel þó að slík staða kæmi upp myndi það í engu tilfelli hafa nein áhrif á hið innra starf kirkjunnar." Forsetinn sækir ekki kirlguþing Það er hefð að forsetinn sæki ýmsa fundi sem haldnir era árlega. Forseti ís- lands er t.d. ætíð við- staddur setningu búnað- arþings. En forsetinn er hins vegar að jafnaði ekki viðstaddur setningu kirkju- þings eða prestastefnu. Þess em þó dæmi að forsetinn hafi verið viðstaddur þessa fundi við sérstök tilefni. Þegar herra Sigurbjöm Ein- arsson biskup lét af biskupsemb- ætti árið 1981 var prestastefnu Dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor telur að lýsi forseti íslands því yfír að hann trúi ekki á guð sé hann að ganga gegn 62. grein stjómarskrárinnar, en þar segir að ríkisvald- inu beri að styðja og vemda þjóðkirkjuna. Eftir sem áður veiti stjómarskráin forseta, sem og öðmm landsmönnum, rétt til trúfrels- is. Egill Olafsson skoðaði tengsl forseta- embættisins og þjóðkirkjunnar. Forseti form- lega yfirmaA- ur kirkjunnar slitið að Bessastöðum að forsetan- um viðstöddum. Dr. Gunnar G. Schram lagapró- fessor sagði að um forsetaemb- ættið hefðu skapast margs konar hefðir og ein þeirra væri áð hann væri að jafnaði hvorki viðstaddur setningu kirkjuþings né presta- stefnu. „Forsetinn er ekki starf- andi sem yfirmaður þjóðkirkjunn- ar. Hann gegnir ekki kirkjulegu hlutverki í íslenskri stjórnskipun og vinnur ekki kirkjuleg emb- ættisverk. Það eru engin lagaá- kvæði til sem fela honum slíkt hlutverk.“ Við margvís- leg hátíðleg tækifæri er for- setinn viðstaddur guðþjónustu. Hann er t.d. ávallt viðstaddur setn- ingu Alþingis og biskup íslands og forsetinn ganga hlið við hlið úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið. Gunnar sagði að forsetinn ynni engin embættisverk fyrir kirkjuna. Kirkjumálaráðherra ynni þau verk í umboði forseta. Forsetinn gæfi hins vegar út skipunarbréf presta og biskupa eins og annarra emb- ættismanna. Kosning presta og biskupa öðlað- ist ekki gildi fyrr en for- seti hefði undirritað skipunarbréf þeirra. Má ekki vinna gegn þjóðkirkjunni í 62. grein stjómarskrárinnar segir: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á ís- landi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vemda.“ Að öðm leyti en þessu er ekki vikið að skyldum forsetans við þjóðkirkj- una í stjórnarskrá eða lögum. „Það er raunvemlega ekki hægt að krefjast annars af forsetanum en að hann gangi ekki gegn hags- munum þjóðkirkjunnar. Honum ber samkvæmt 62. grein stjómarskrár- innar að styðja og vemda þjóðkirkj- una. Þetta era skyldur sem þjóð- höfðinginn hefur af því að hann er hluti af ríkisvaldinu. Ég tel að það gengi ekki að hann tæki virk- an þátt í öðram trúarsöfnuðum eða mælti gegn þjóðkirkjunni. Þá væri hann farinn að bijóta embættisskyldur sínar." Gunnar var spurður hvort for- seti sem lýsti því yfir að hann tryði ekki á guð væri þar með farinn að vinna gegn þjóðkirkjunni. „Þetta er matsatriði. Honum ber samkvæmt þessu ákvæði að styðja og vemda þjóðkirkjuna. Ef hann segist vera trúlaus jaðrar við að hann sé að lýsa vanþóknun sinni á þjóðkirkjunni og þar með jaðrar við að hann sé farinn að bijóta þetta ákvæði og þar með vanrækjá embættis- skyldu sína. Það er hins vegar ekki beinlínis hægt að banna honum að gefa yfirlýsingar um trúleysi vegna þess að við höfum í stjómarskránni ákvæði um trú- frelsi. Það er að sjálfsögðu munur á hvort forsetinn heldur trúieysi sínu fyrir sig og segir engum frá því eða hvort hann lýsir yfir trú- leysi í ræðu og riti. Eg tel því að Yffrlýsíngar um trúleysi ekki bannaðar yfirlýsingar forsetans um trúleysi myndu ganga gegn þessu ákvæði.“ Kirkjan vill þjóðkirkjumann á forsetastóli Einar Sigurbjömsson sagði að það skipti að sjálfsögðu máli fyrir þjóðkirkjuna að forseti íslands væri sannkristinn og tryði á guð. „Mér finnst það skipta miklu máli að forsetinn sé í þjóðkirkjunni og sé trúaður maður eins og mér finnst um alla menn í okkar þjóðfé- lagi. Þetta er æðsta embætti þjóðarinnar og þess vegna finnst mér það skipta enn meira máli,“ sagði séra Helga Soffía Konráðs- dóttir, prestur í Háteigskirkju. „Ég ætti afar erfitt með að sætta mig við ef forseti íslands væri beinlínis andsnúinn kirkj- unni. Ég trúi ekki að það séu miklar líkur á að slík staða komi upp. Ef kosinn yrði forseti sem væri ekki kristinn maður og ekki trúaður þá treysti ég því að hann léti ekki einkaskoðanir sínar á trúmálum spilla fyrir málefnum kirkjunnar." Helga Soffía sagði að forsetinn væri að þessu leyti í ekki ósvip- aðri stöðu og prestarnir. Þeir mættu hafa skoðanir á öllum hlut- um, en sem embættismenn þjóð- kirkjunnar bæri þeim að haga skoðunum sínum og gjörðum í samræmi við reglur kirkjunnar. Helga Soffía sagði að þó það skipti miklu máli fyrir kirkjuna að forseti íslands væri kristinn bæri forsetnum að gæta hlutleysis gagnvart þeim sem stæðu utan þjóðkirkjunnar. Forseti yrði að ljá eyra skoðunum annarra trúarhópa og skoðunum fylgismanna aðskiln- aðar ríkis og kirkju. Helga Soffía sagðist hlusta eft- ir því sem frambjóðendur til emb- ættis forseta íslands segja um trúmál og sér þætti vænt um að heyra frambjóðendur lýsa því yfir að þeir tryðu á guð. Hún sagðist hins vegar ekki láta það ráða vali sínu í kosningunum. Að sínu mati -------- skipti ekki máli hvaða. skoðun frambjóðendur hefðu á trúmálum í fort- íðinni. Kristin trú gerði ________ ráð fyrir því að menn gætu skipt um skoðun. Það sem skipti máli væm trúar- skoðnir forsetans, eftir að hann hefur verið kjörinn og hvernig hann kemur fram við kirkjuna. Hingað til hefðu samskipti forset- ans og þjóðkirkjunnar verið mjög góð. Forseta- frambjóð- endur á ferð og flugi FORSETAFRAMBJÓÐENDUR verða á ferð og flugi um helgina til að kynna sín framboð. Frambjóðendurnir verða i beinni útsendingu Junior Chambers í sam- vinnu við RÚV frá Perlunni milli kl. 14-16.30. Þetta er opinn borgara- fundur á Rás 1 og Rás 2. Guðrún Pétursdóttir Annað kvöld fer Guðrún Péturs- dóttir á píanótónleika með Evgeny Kissin á vegum Listahátíðar. Á sunnudag verður Guðrún á Akureyri og tekur þátt í Kvennahlaupinu. Kl. 15 verður hún við opnun kosninga- skrifstofu sinnar á Akureyri. Kl. 16.30 fer hún í viðtal á RÚVAK. Um kvöldið verður hún í stúdenta- fagnaði í MA. 17. júní verður hún á Háskólahátíð í Laugardalshöll sem hefst kl. 13.30. Milli 16-19 verður hún í kosningamiðstöðinni við Aust- urvöll þar sem er opið hús. Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur Ragnar Grímsson verður með hverfafundi í Garðabæ og Sel- fossi á morgun. Á sunnudag kemur hann fram á Rás 1 og síðar sama dag verða tveir hverfafundir, annar í Perlunni og hinn um kvöldið í fé- lagsheimilinu í Kópavogi. 17. júní taka þau hjón á móti gestum frá kl. 15 í kosningamiðstöðinni á Hverf- isgötu 33. Guðrún Agnarsdóttir Guðrún Agnarsdóttir verður á Akureyri í dag. Hún heldur fund á Kaffi Krók á Sauðárkróki kl. 21. Síðan heldur hún til Siglufjarðar þar sem hún heldur fund kl. 14 á sunnu- dag á Kaffí Læk. Guðrún heldur ásamt eiginmanni sínum, Helga Valdimarssyni, upp á 40 ára stúd- entsafmæli hans á Akureyri. Kl. 16 17. júní verður Guðrún við opnun kosningaskrifstofu sinnar á AkranesL Kl. 21-23 verður opið hús í Sólon íslandus þar sem Guðrún hittir ungt fólk. Pétur Kr. Hafstein Pétur Kr. Hafstein verður með morgunkaffí frá kl. 10-13 á torgi verslunarmiðstöðvarinnar á Eiðistorgi í dag. Seinna um daginn, kl. 17, vérð- ur hverfafundur í félagsheimili Kópa- vogs. Pétur verður með hverfafund í Fjörgyn í Grafarvogi kl. 16. á sunnu- dag og kl. 20.30 í Félagsbæ í Borgar- nesi. 17. júní tekur Pétur þátt í hátíð- arhöldunum í miðborginni og verður við á kosningaskrifstofunni. Ástþór Magnússon Ástþór Magnússon situr fyrir svör- um á veitingastaðnum Ártúni kl. 22. Á sunnudag verður Friðarvaka á Hótel Keflavík kl. 20.30. 17. júní verður Ástþór við hátíðarhöld í mið- borg Reykjavíkur og tekur á móti gestum á kosingaskrifstofunni Tryggvagötu 26 kl. 16-18. Borgin lánar frambjóðend- um Tjarnarsal BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið að lána forsetaframbjóðendunum fímm Tjamarsal Ráðhússins til fund- arhalda. Ástþór Magnússon reið á vaðið á fimmtudagskvöld með fundi í salnum og þá hefur Guðrún Agnars- dóttir bókað hann til afnota 26. júní. „Við viljum með þessu móti koma til móts við frambjóðenduma því okk- ur er Ijóst að þetta er kostnáðar- samt,“ segir Kristín Ámadóttir að- stoðarkona borgarstjóra. Ákveðið var fyrir ári að rýmka reglur um notkun Tjamarsalarins, segir Kristín, og leigja hann út til opinberra aðila gegn tilteknu gjaldi. Forsetaframbjóðend- umir fá salinn hins vegar til afnota endurgjaldslaust og hafa tveir þeirra þegar nýtt sér tækifaerið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.