Morgunblaðið - 15.06.1996, Page 22

Morgunblaðið - 15.06.1996, Page 22
22 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 VIKU LWK MORGUNBLAÐIÐ Skriplað á C^h^JvbnE&m* mkatu ,*» IlNMte r—wáte' yíti/ Tölvugeisladiskar eru ÞAÐ GEFUR auga- leið að tölvugeisla- diskar, sem rúmað geta hundruð þúsunda síðna af texta og ógrynni mynda, eru vel til þess fallnir að geyma alfræðirit og þau eru þegar mörg komin á markað. Fyrir rokkáhugamenn er þó ekki um auðugan garð að gresja, reyndar er ekki nema einn rokkalfræ’ði- diskur sem stendur undir nafni. Sá er úr smiðju danska blaðamannsins Jans Sneums, sem margir íslendingar kannast við, enda hefur hann verið iðinn við að kynna íslenska rokktónlist í heima- landi sínu. Diskurinn hans Sneums heitir Intemational Rock Digilex og Erland- sen Media Publish- ing gaf hann út fyrir skemmstu. Þar á er margt fróðlegt og segja má að hvaða rokkáhugamaður til margra hluta nýti- legir; það má búa til úr þeim óróa og glasa- mottur, en ekki síst má fræðast með aðstoð þeirra. Árni Matthías- son sökkti sér í dansk- an rokkalfræðadisk og komst að því að hann á sitthvað eftir ólært. UlÉ3M£ «»> timsae ítt-bí* : mWm < „— sem er geti fundið ýmislegan fróðleik, þvi sviðin eru mörg og fæstir kunna skil á þeim öllum; rokk, sýrutónar, þungarokk, rapp, reggí, popp, rapp, fónkdjass og svo mætti lengi telja. 2.000 hljómsveitir eru nefndar í upptalningunni og alls koma 21.000 lista- menn við sögu og á þriðja tug þúsunda platna eru nefndar. Fjölmöpg hljóðdæmi eru á disknum, en aftur á móti minna um hreyfi- myndir, því þær taka fullmikið rými. Ekki er minnst um vert að miklir og tæmandi plötu- listar eru á disknum og svo má nefna ýmsan fróðleik um rokksöguleg efni, hljóðfæraþró- un og notkun, sem fram fer á linri Kaup- mannahafnardönsku. gaman að sjá hvaða aug- um sá virti rokkfræði- maður lítur íslenskt tón- listarlíf. Þannig nefnir hann sveitir eins og Unun, Van Houtens kókó, Risaeðluna, Ham og Mezzoforte án þess að geta frekar um þær, sýna myndir eða gefa tóndæmi. Björk er aftur á móti fyrirferðarmikil, Sykurmolamir og Kukl. Bubbi Morthens fær sinn skammt og tón- dæmi, Háflóð, eða „Há- flóó“, eins og það er skrifað. Megasar er einnig getið og heyra má glefsu úr Pækluðum plómum, Fjórar myndir eru sagðar af Sykur- molunum, en reynd- ar er ein þeirra af Unun þegar grannt er skoðað. Varla er nema von að skripl- að hafi á skötu þeg- ar verið er að raða inn upplýsingum um á þriðja tug þús- GERVIHNATTASIMI í TÖSKUNNI Aldrei urtan þjánustu- EncyKiopædl JjSíc/V. ft unda listamanna, en fleiri skekkjur má tína til, til að mynda að Björk er sögð dóttir Guð- mundar Benediktssonar stórpoppara, en eins og alþjóð veit er Guðmundur Gunnars- son verkalýðsfrömuður faðir hennar. Þrjár myndir eru sagðar af Kuklinu, sem er sér- staklega getið sem fyrirrennara Sykurmol- anna, en þær myndir eru reyndar allar af Þeysurum. ÍEncvHopEai ■Eisisfrafi Óþrjútandi uppspretta upplýsinga Elaggt er gests augað Eins og áður er getið hefur aðalhöfundur ritsins, Jan Sneum heimsótt Island nokkrum sinnum og fyrir Islendinga er Að þessum villum frátöldum er diskurinn óþrjótandi uppspretta upplýsinga og ekki skemmir að á honum er 2.000 spurninga leikur sem reynir vissulega á þolrifin, því innan um léttar spurningar eins og í hvaða hljómsveit var söngvarinn merki Henning Stærk trommuleikari, eru erfiðar spurning- ar eins og þessi: Hve mörg eintök hafa selst af plötu þýsku hljómsveitarinnar Die Toten Hosen Ein kleines bisschen Horrorschau. Svarið við fyrri spuringunni vita auðvitað allir sem eitthvað vita, Gnags, hvað annað, en í seinni spurningunni eru gefnir fimm möguleikar, og reyni hver sem betur getur, ea. 35.000, ca. 75.000, ca. 150.000, ca. 5.000 eða ca. 500.000. ALGENGT er símnotendur fái þau skilaboð að farsími sé utan þjónustusvæðis. Nú geta þeir sem þola ekki að vera sambandslausir tekið gleði sína svo um munar því hægt er að fá handhægan farsíma og hringja með honum um Inmarsat gervihnattakerfíð hvaðan á jörð- inni sem er og hvert sem er. Það er því lítið mál að hringja frá Hornströndum til símavina í Sa- hara-eyðimörkinni eða spjalla við kunningja á Smuguveiðum í Barentshafi. Eins getur verið gott að eiga svona tæki í handraðanum ef síma- kerfið bilar svo um munar. Vikulokin rákust á símtæki af þessu tagi frá Magellan fyrirtækinu og nefnist gripurinn microCOM-M. Tækið vegur tvö og hálft kíló. Sjálfur gervihnattasendirinn er 17 sentimetra breiður, 29 sm hár og 7 sm þykkur meðan skermurinn er samanbrotinn. Eigi að hringja úr tækinu er skermurinn opnaður líkt og bók. ________________ Við sendinn er tengd tveggja metra símasnúra og tækið er knúið af raf- hlöðum eða tengt við vind- lingakveikjara í bíl. Hægt er að fá burðartösku með ýmsum aukahlutum og tækinu fylgir áttaviti svo notandinn viti í hvaða átt er helst að vænta gervi- tungla. Símtækinu fylgir símakort sem stungið er í tækið, líkt og kort eru sett í GSM-far- síma. Munurinn er sá að símtöl í gervihnattasíman- um eru greidd fyrirfram og fylgir þessu tæki kort með 100 mínútna notkun inni- falinni. Síðan geta ménn hringt í miðstöð og látið hlaða kortið gegn greiðslu. Þessi farsími er ekki alveg gefinn, tækið, 100 mínútna símkort, notkunarhandbók og áttavit- inn kosta tæpa 10 þúsund dollara, eða um 680 þúsund krónur. Þá er hægt að kaupa sérbúna tösku með aukahlutum sem kostar tæpa 1800 dollara eða rúm 120 þúsund. Aukarafhlaða kostar samt ekki nema þúsund dollara eða 68 þúsund krónur! Það er því von um að þessi sími geti orðið hið bærilegasta stöðutákn í afkimum heimsins. hJaiídsk sangeríntte, traisikcr 09 saa»a3kiN'ef.l»jl Bjúfk GwAmurKis'íónir ?2.navemtw‘' WSI Rt-ykjttvik. Hunwk-tfdí1 op I et "biþpiekol'eWw” uden lof HevkiiMk IH’ndostíM vji Guó’nulKtuf BcfKídMjtíon, &.v tbagyrHlelson af 70'eine spuiiede eiflwaf í Sclitíss-a'tippcfi 8{0/k Ckrvmagot Iiiagl siRefesseret i aðng og i bado jaíí, pop oð ktossisk musíK Hcat 'p deotíe.'eoc 10901 navn ifWKU1)indsjsi*et * atigusL'stptemter 197/. t’S hun ftla. D!okl)»,ic. 11981 bíevBiotk medíefn cl pun<s*Lq>pen fapp* rðwr.3ss (4-5), ðw ivmleren i98i 6? irwíMfhodc I lírrcn f*o*h i WöjAjjwír, og i augusl 19S3 Mevhun medlemá* KijA/' J& 7), dof i 1905 ölevtíl 7Ae Sugarcubes) Afhverju myndast sólarexem MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Sólarexem Spurning; Af hverju myndast sól- arofnæmi og sólarexem og eru einhver ráð til að koma í veg fyrir það? Svar: Útbrotum sem við fáum af sólarljósi er oft skipt í tvo flokka, sólarofnæmi og sólarexem. Ekki er hægt að hafa ofnæmi fyrir sól- arljósinu sem slíku en sólin getur haft þannig áhrif á sum efni (málma o.íl.) að þau tengjast pró- teinum í líkamanum og valda of- næmi. Ofnæmi af þessum toga er talið vera frekar sjaldgæft en sólarex- em mun algengara. Sólarexem getur verið af ýmsum toga og sjaldnast er vitað nákvæmlega af hverju það stafar. Sólarexem lýsir séreins og mikill sólbruni og kem- ur einungis á húðsvæði sem sólin hefur skinið á, sólarofnæmi getur þar að auki komið á húðsvæði sem varin voru fyrir sólinni. Sólarexem getur verið merki um sjúkdóm og þar kemur m.a. til greina áblástur (herpes), helluroði (lúpus eða rauðir úlfar) eða sóri (psoriasis). Sóri lagast venjulega við sólböð en í vissum t.ilvikum getur hann versnað þannig að hægt sé að tala um sólarexem. Alltaf verður að hafa í huga þann möguleika að sum lyf geta gert húðina við- kvæma fyrir sólarljósi. Þar er um að ræða fjölmörg lyf eins og sum súlfalyf (geta verið sýklalyf, þvag- ræsilyf og sykursýkilyf), geðlyf, sýklalyf af tetracýklínflokki, litar- efni og auk þess ýmis lyf sem bor- in eru á húðina eins og sum sól- varnarkrem og tjörulyf. Sumar matjurtir geta eirmig stuðlað að sólarútbrotum (steinselja, selju- rót, gulrætur, sinnep, gráfíkjur, o.fl.) og einnig mætti nefna sætu- efnið cýklamat og fjöldann allan af snyrtivörum. Sólvamarkrem gera venjulega lítið gagn við sólarút- brotum og sum þeirra geta jafnvel valdið þeim eins og nefnt hefur Verkur í mjaðmalið verið. Þá er fátt eftir til vamar annað en að forðast sólböð og klæða af sér sólarljósið. Spurning: Ég er 53 ára karlmað- ur og þegar ég geng mikið fæ ég verki í mjaðmaliðinn. Getur verið að ég þurfi að láta skera mig upp? Svar: í fyrsta lagi er ekki víst að um sjúkdóm í sjálfum mjaðmar- liðnum sé að ræða. Annað sem vel kemur til greina er t.d. bólga í sinaslíðrum eða vöðvafestingum, svo kallað festumein. Til að fá þetta greint þarf að fara til læknis og oftast verður að taka röntgen- myndir af liðnum til að fá staðfest að um sjúkdóm í sjálfum liðnum sé að ræða. Ef þetta er í mjaðmar- liðnum er líklegast (skv. lýsingu bréfritara) að um slitgigt sé að ræða. Þegar þannig er ástatt hjá ekki eldri einstaklingi gæti verið um að ræða aíleiðingar af meiðsl- um eða bólgu í liðnum, kannski fyrir löngu síðan; ekki er þó nærri alltaf um slíka sjúki-asögu að ræða. Við slitgigt þynnist lið- brjóskið og yfirborð þess verður hrjúfara. Liðurinn verður stirðari og vegna brjóskþynningarinnar dempar brjóskið ekki eins vel og áður þau högg sem verða þegar maður gengur. Meðferð við þessu er margvís- leg og ekki er gripið til skurðað- gerðar fyrr en ýmislegt annað hef- ur verið reynt. Venjuleg meðferð við slitgigt í mjöðm er æfingar til að styrkja vöðva og sinar um- hverfis liðinn, hitaböð og hita- bakstrar, mikið getur munað um að viðkomandi létti sig jafnvel þó það séu einungis örfá kíló, verkja- lyf og að síðustu skurðaðgerð. Af skurðaðgerðum koma ýmis af- brigði til greina, stundum er lær- leggurinn tekinn í sundur og ein- ungis snúið upp á hann eða hann skekktur, Ef skipt er um lið er stundum einungis skipt um kúluna efst á lærlegg en stundum er Blettur fyrir auga einnig skipt um skálina sem situr í mjaðmargrindinni. Spurning: Ég fór í smáaðgerð fyrir ári og missti talsvert blóð. Síðan þá sé ég dökkan blett fyrir öðru auganu, en augnlæknirinn minn sagði fyrir u.þ.b. hálfu ári að það myndi lagast. Það hefur hins vegar ekkert breyst? Svar: Blettur fyrir auga er eitt- hvað sem þarf athugunar við og er sjálfsagt fyrir bréfritara að fara aftur til augnlæknisins og láta at- huga þetta betur. Læknirinn á að geta lýst nánar hvað þetta er, hvort einhver meðferð sé til og hverjar séu batahorfurnar. * Lcsendur Murgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta og er tekið á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða sfmbréf- um merkt: Vikulok, Fnx 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.