Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.06.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1996 35 GÍSLIGUÐJÓN G UÐJÓNSSON + Gísli Guðjón Guðjónsson fæddist i Sandgerði 14. júní 1954. Hann lést í Landspítalan- um 9. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Þorkelsson Gísla- son, skipstjóri, f. 16. janúar 1921, d. 24. ágúst 1988, og Mikkalína Finn- björnsdóttir, hús- móðir, f. 3. desem- ber 1922. Systkini hans eru Ólafía Kristin, f. 23. janúar 1945, Finn- bjöm Helgi, f. 4. september 1946, Einar Sigurður, f. 4. jan- úar 1948, Oddný Bergþóra, f. 27. júlí 1950, Helga Herborg, f. 11. janúar 1952, Benóný, f. 3. maí 1957, og Kristján Jó- hann, f. 2. júni 1961. Hinn 13. ágúst 1977 kvæntist Gisli eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Leonu Friðjóns- dóttur, f. 6. maí 1958. Foreldrar Helgu eru Friðjón Sigurjóns- son, f. 11. febrúar 1930, og Randy Leonsdóttir, f. 2. ágúst 1939. Börn þeirra Gísla og Helgu em: Baldvina Karen, f. 10. maí 1977, unn- usti hennar er Guð- bergur Ingólfur Reynisson, f. 17. nóvember 1971, Randy Helga, f. 19. mars 1979, unnusti hennar er Óli Pétur Pedersen, f. 15. september 1973, Guðjón Þorkelsson, f. 19. desember 1981, og Mikkalína Mekkin, f. 29. ágúst 1988. Eftir að Gísli lauk gagnfræðaprófi hóf hann að stunda sjómennsku, til að byrja með með föður sínum á mb. Arnarborg GK-75. Hann fór síðar í Stýrimannaskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk meira fiskimannaprófi vorið 1976. Fljótlega að loknu námi hófst skipstjórnarferill hans er hann tók við mb. Jóni Gunn- laugs GK 444 frá Sandgerði. Óslitið síðan hefur hann verið aflasæll skipstjóri, nú síðustu sex árin á mb. Eldeyjar Súlu KE 20. Utför Gísla Guðjóns fer fram frá Hvalsneskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að minnast elskulegs pabba míns, Gísla G. Guðjónssonar með nokkrum orðum. Erfíð barátta er að baki og það er einkennilegt að hugsa til þess, að hann pabbi sé farinn í langt ferðalag og endur- fundir ekki hugsanlegir fyrr en minn tími kemur. Þrátt fyrir erfíðan tima og mikla sorg síðustu mánuði, er ég í hjarta mínu glöð yfír að hafa getað létt honum stundir á erfíðum tíma og einnig er ég þakklát fyrir það hvað öll fjölskyldan hefur staðið vel sam- an. Þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð til að minnast pabba míns, þá spyr ég sjálfa mig: Af hveiju er líf- ið stundum svona ósanngjarnt? Það er erfítt að sætta sig við að hann elsku pabbi sé fallinn frá í blóma lífsins, hann sem átti fram- tíðina fyrir sér og við áttum svo margt eftir að gera saman. En svar- ið er auðvitað það, að maður getur ekki alltaf ráðið ferðinni eins og maður sjálfur óskar sér. En minningamar eru margar og góðar og þær mun ég varðveita í hjarta mínu. Ég hef alltaf verið mik- il pabbastelpa. Oft þegar hann var að koma heim af sjónum, fór ég með mömmu niður á bryggju til að sækja hann og stundum hjálpaði hann mér um borð og sýndi mér hvemig átti að stýra skipinu. Það var skemmtileg og eftirminnileg sjó- ferðin sem við systkinin fómm með honum á mb. Helga S. frá Njarðvík til Hafnarfjarðar, þar sem sjóveikin sagði til sín með tilþrifum. Þegar pabbi var í fríi, áttum við margar skemmtilegar stundir saman. Þegar veikindi pabba komu til, varð mikil breyting. En aldrei kvart- aði hann og þegar hann sá að mér leið illa, hughreysti hann mig og brosti og sagði að við mættum aldr- ei gefast upp. En elskulegi pabbi minn, nú kveð ég þig með tárum og þakka þér fyrir allt hið liðna. Hvíl þú í Guðs friði og mundu að ég mun alltaf hugsa til þín. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. Randy Helga Gísladóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Það er sárt að sjá eftir góðum vini, sem fellur frá, langt fyrir ald- ur fram. Þegar ungur maður veik- ist og dauðinn verður óumflýjanleg- ur, þá spyr maður, af hveiju? Hver er tilgangurinn? Vinur minn og mágur, Gísli Guð- jónsson, gekk þrautagöngu, hel- sjúkur síðustu mánuði, þar til hann lést 9. júní sl., en hann hefði orðið 42 ára í gær, 14. júní. Þegar ég hugsa um mannkosti hans, sem voru í raun einstakir, vil ég trúa því, að góður Guð ætli honum ann- að gott hlutverk. Þegar ég kynntist Gísla sem ung- um dreng, dáðist ég strax að ein- lægni hans og samviskusemi. Hug- ur hans stóð alltaf til þess, að standa sig vel og vera trúr því sem honum var treyst fyrir. Þessir kost- ir voru ætíð síðan hans aðalsmerki, hvort sem snéri að fjölskyldu eða starfí. Ungur hneigðist Gísli að sjó- mennsku enda var hún honum í blóð borin. Hann hóf sinn sjómanns- feril hjá föður sínum, Guðjóni Þ. Gíslasyni skipstjóra, kunnum afla- manni. Það kom aldrei annað til greina en sjómennska. Skipstjórnarprófí lauk Gísli tæpra 22 ára og varð hann fljótlega aflasæll og eftirsóttur skipstjóri og það var hans starf allt til dauða- dags. Hann var farsæll í starfi og hafa bæði sjómenn og útgerðarmenn, sem hann hefur unnið með, lýst því sem forréttindum, að njóta samstarfs við hann. Ég átti því láni að fagna, að kynnast betur góðum eiginleikum hans og hæfni sem skipstjóra, þegar hann, snemma árs 1990, tók við skipstjórn á mb. Eldeyjar-Súlu KE 20. Hann kom með góða menn með sér, sem sumir höfðu verið með hon- um í skiprúmi til margra ára. Þetta var allt svo auðvelt. Ásamt mönnum sínum gekk hann til starfa af áhuga og einlægni, alveg sama hvað gera þurfti. Það var einnig mjög athygl- isvert, hve útgerðarkostnaður, t.d. vegna veiðarfæra o.fl., var í algjöru lágmarki hjá Gísla og hans mönnum. Þegar erfiðleikar steðjuðu að hjá útgerðinni, fann maður enn betur umhyggju hans og velvilja til lausn- ar þeim vanda sem við var að glíma. Én frítíminn var fyrir fy'ölskyld- una. Gísli var umhyggjusamur fyrir fyölskyldu sinni og vinum, sem allt- af gátu treyst á stuðning hans. Nú söknum við góðs vinar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir bðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Náin kynni okkar Gísla og vin- skapur verða mér ávallt dýrmæt minning. Fjölskyldan syrgir góðan dreng. En mestur er missir ástkærr- ar eiginkonu, sem stóð svo sterk við hlið hans í veikindunum, og barnanna, sem sárt sakna nú kær- leiksríks föður. Móðir og systkini lúta höfði í sorg og söknuði. Elsku Helga og fyölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Elsku Gísli, hvíl þú í Guðs friði og hafðu þökk fyrir trausta vináttu og kærleik. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem) Jón Norðfjörð. Ég var sjö ára þegar pabbi minn dó og mér þótti mjög vænt um hann. Hann var mjög sterkur og ég var mjög glöð með það. Mamma var líka mjög sterk og ég var glöð með það að fá að heimsækja pabba og mömmu og mér þykir mjög vænt um þau. Kveðja frá Mikkalínu Mekkin. „Horfin, dáin hetjan unga“. Þessi ljóðlína kemur fram í huga minn nú, er ég kveð hinstu kveðju kæran frænda minn og vin, Gísla G. Guð- jónsson, sem lést 9. þ.m. eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við slík örlög grúfir sorgin þung og sár yfír ástvinahópnum, sem mikið hefur misst. En mitt í skugga harms og trega bijótast nú fram, líkt og ylgeislar júnísólar, sem flæða um landið, bjartar og hlýjar minn- ingar um drenginn hugljúfa, sem hér er kvaddur. Gísli móðurbróðir minn var ekki aðeins góður frændi, heldur einnig sannur vinur í raun. Þetta fékk ég best að reyna, er ég þurfti að tak- ast á við erfíð vandamál í lífi mínu. Traustur, nærgætinn og skilnings- ríkur, kvatti hann mig og studdi. En það var einn af hans fágætu eðliskostum að hugsa fyrst og fremst um líðan annarra, um sjálfs síns líðan var hann fáorður og kvartaði aldrei á þungri þrauta- göngu síðasta áfangann hér á jörð, og kvaddi að lokum með þeirri reisn og hugprýði, sem hetjum einum er gefið. Þessi fátæklegu kveðjuorð nú, er leiðir skilja, eiga að færa hjart- kærum móðurbróður innilegasta þakklæti mitt fyrir ómetanlega dýr- mæt kynni. Guð blessi minningu hans. Ég get ekki lokið þessum lín- um, án þess að minnast með þakk- læti, aðdáun og virðingu þess mikla, fórnfúsa kærleika, sem Helga eigin- konan trausta sýndi frænda mínum helsjúkum. Hún vék varla frá hon- um uns yfir lauk. Þetta var harm- sár en fagur endir á farsælli sam- leið þeirra hjóna. í gegnum Jesú helgast hjarta, í himinin upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggð er myrkrið sorgar svarta, sálu minni hverfur þá. (Hallgr. Pétursson) Ég bið algóðan Guð að hugga og styrkja eiginkonu, böm og móð- ur við þennan mikla missi og djúpu sorg. Drottinn blessi ykkur öll. Jóhanna Sólrún. Það er með söknuði og trega, að ég kveð elskulegan mág minn, Gísla Guðjón Guðjónsson. Það var þungbær raun, þegar hann greindist með illvígan sjúk- dóm í október 1995. Erfiðir tímar fóru í hönd, en á aðdáunarverðan hátt hélt hann ró sinni og æðru- leysi. Hann var staðráðinn í því að beijast til þrautar og gefast ekki upp. í baráttunni nutu sín hans góðu kostir, yfírvegun og kjarkur. Hversu erfiðar sem aðstæður gátu verið, þá brást hann við af ábyrgð og festu. Gísli var allra hugljúfí, hlýr, góður og traustur. Hann var gæfumaður og átti yndislega konu, Helgu Leónu Friðjónsdóttur og eignuðust þau fyögur böm. Alltaf var gott að koma og heimsækja þau í Norðurtúnið. Mikil kærleikur og samheldni ríkti þar á milli. Helga var Gísla sterka stoð í veikindum hans, styrkur hennar var honum ómetanlegur. Að leiðarlokum sækir sorg á hugann, en jafnframt þakklæti fyr- ir einlæga vináttu og góðar minn- ingar. Það er sárt að sjá á bak góðum dreng í blóma lífsins. Elsku Helga, megi góður guð styrkja þig og börnin, Karenu, Randý,, Gauja og Mikku í þessari miklu sorg. Mikku, móður Gísla, votta ég einn- ig innilega samúð við fráfall ást- kærs sonar, svo og systkinum, tengdaforeldrum og öðrum að- standendum. Nú legg ég augun aftur, ó guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir iáttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð blessi minningu Gísla Guð- jónssonar. Sigurbjörg Ólafsdóttir. Nú hjartans kveðjur samúðar ég sendi því sorgin víkur allri gleði á braut en líf vort allt það er í herrans hendi sem hjálpar okkur best í hverri þraut. Já, hugga Drottinn, ástvinina alla þú einn átt frið sem huggun getur veitt lát inn í myrkrið geisla fagra falla sem fjötrum sorgarinnar geti eytt. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir allar okkar góðu stundir til sjós og lands, þú kenndir mér margt sem reynst hefur mér vel í mínu starfi. Elsku Helga, börn, móðir oa» systkini, við Erla vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi fallegar minningar um góðan eiginmann, föður, son og bróður verða ykkur styrkur. Að lokum þökkum við þér fyrir allt og allt. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi pg leiði þig hin kærleiksrika hönd. í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Kæri vinur, hvíl í friði. Drottinn, gef dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Björn. Mig langar til að minnast í fáum orðum vinar okkar, Gísla Guðjóns- sonar skipstjóra. Fyrstu kynni mín af Gísla voru á bryggjunni í Njarð- vík, en þá hafði ég nokkrum dögum áður keypt vélskipið Fönix KE, síð- ar Bergvík VE, sem Gísli var skip- stjóri á. Gísli hafði áhyggjur af þvá^ að nú yrði hann skipslaus, þar sem skipið hefði verið selt til Vest- mannaeyja. Fullvissaði ég hann um að svo yrði ekki, hann fengi góðan aðlögunartíma, enda reyndist það okkar happ hvað Gísli var lengi með Bergvíkina. Það var gott að gera út skip undir skipstjórn Gísla. Hann fór vel með bæði skip og veiðarfæri. Hann var hreinskiptinn og lét líka vita ef hann var óánægður með hlutina. -<*. Þegar við fréttum af veikindum Gísla vonuðumst við til að þær erf- iðu læknismeðferðir, sem hann gekkst undir, bæru árangur, en sú von brást. Elsku Helga og börn, við Jóna biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Sigurður Ingi Ingólfsson. t Maðurinn minn, ÞÓRODDUR TH. SIGURÐSSON fyrrv. vatnsveitustjóri, lést í Landspítalanum 14. júní. Fyrir hönd vandamanna, Kristfn Guðmundsdóttir. t tengda- Eiginkona mín, móðir okkar, móðir og amma, KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR, Grenimel 10, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. júní. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. júní kl. 15.00. Valdimar Hergeirsson, BrynjaTomer, Ragnar Sigurðsson, Ragnar Þór Valdimarsson, Brynja Baldursdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andiát og útför eigin- manns míns og bróður, KRISTJÁNS SYLVERÍUSSONAR, Álftamýri 42. Sólborg K. Jónsdóttir, Ólöf Sigurborg Sylveríusdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.