Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ . FRETTIR SPILIÐ var óspart notað við að bijóta bílnum leið um vegleysur regnskógarins í Zaire. Friðrik gengur tryggilega frá og Rannveig fylgist með. Eyðimerkurstormur allar nætur í Sahara Minni framlög til félagsstarfs aldraðra Þj ónustumiðstöð aldraðra í Gerðu- bergi lögð niður „ÞAÐ var talsvert erfitt að kom- ast yfir Sahara-eyðimörkina, sérstaklega vegna ástandsins í Vestur-Sahara. Máritaníumenn hleypa engum í gegn yfír til Marokkó og við þurftum að bíða við landamærin í þijá daga áður en við fengum leyfi til að halda áfram. Annars gekk þetta bara vel og við erum mjög ánægð,“ segir Friðrik M. Jónsson, sem er nú kominn ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar eftir rúmlegasjö mánaða akstur yfir Afríku. Okumælirinn sýnir að tæplega 30 þúsund kflómetrar eru að baki „Þetta hefur gengið vonum framar en nú hlökkum við til að koma heim. Krakkarnir eru hress. Þetta var ævintýri út í íslendingar í Dublin Handtekn- ir vegna drykkjuláta FIMM íslendingar, fjórir karl- menn og ein kona, voru hand- tekin vegna drykkjuláta í Dublin um helgina. Fimm- menningamir, sem allir eru um þrítugt, voru staddir á hóteli og vom með ólæti og ónáðuðu aðra gesti. Lögregl- an var kölluð á staðinn til að skakka leikinn. Við handtök- una veitti einn mannanna mótspymu og lagði lögreglu- maður fram kæm gegn hon- um fyrir að hafa slegið til sín. Viðurlög við því eru að minnsta kosti tveggja mánaða fangelsi. Kæran var síðar dregin til baka. Einum fimm- menninganna var sleppt um kvöldið en hin sátu í varðhaldi til næsta dags. Þau voru sekt- uð um tvö hundruð pund hvert. Sagt var frá atvikinu í dagblaðinu Irish Times. íslendingarnir voru í ferð á vegum Samvinnuferða-Land- sýnar, en ferðaskrifstofan flytur á fjórða hundrað manns tii Dublin um hveija helgi. Helgi Pétursson markaðs- stjóri' segir fátítt að svona fréttir berist. gegn fyrir þau,“ segir Friðrik. Ferðin yfir Zaire var erfið- asti hluti ferðarinnar en þaðan lá leiðin um Mið-Afríkulýðveld- ið, Kamerún, Nígeríu, Niger, Malí og Máritaníu allt að Atl- antshafsströndinni og þvínæst var ekið norður yfir Vestur- Sahara og Marokkó. Eyðimerkurstormurinn blés allar nætur „Eyðimerkurstormurinn blés allar nætur og svo var steikj- andi hiti yfír daginn. Við gistum í hermannatjaldi í stórri herstöð sem þarna er og þeir færðu okkur mat og vatn. Þeir voru mjög varir um sig vegna skæru- liða útlagastjórnar sem er þarna einhversstaðar í Vestur- UNGUR maður var handtekinn aðfaranótt laugardags eftir að hafa brotið tvær rúður í banka við Grensásveg. Pilturinn, sem var undir áhrif- um áfengis, hafði verið undir handleiðslu barnaverndaryfírvalda til skamms tíma en hann varð nýlega 16 ára gamall og sjálfráða. 16 ára bílaþjófar Þá var sextán ára piltur barinn af hópi unglinga við Amarbakka aðfaranótt laugardags. Hann hlaut áverka á nefi og þurfti að færa hann á slysadeild til athugunar. Aðfaranótt laugardags stöðv- uðu lögreglumenn bifreið í Fells- múla. Ókumaðurinn, sem var 16 ára, reyndist hafa stolið bifreiðinni skömmu áður við Sogaveg. Með honum í bifreiðinni vom þrír jafn- aldrar hans. Þá var öðrum ungum ökumanni veitt eftirför aðfaranótt laugar- dags eftir að hann hafði tekið bif- reið ófrjálsri hendi við Langholts- veg. Ökuferð hans endaði við Engjaveg eftir að bifreiðin hafnaði þar á tijágróðri og járnstólpa. Farþegi á svipuðum aldri var einn- ig í bifreiðinni. Þeir voru báðir handteknir og færðir á lögreglustöð, óviðræðu- hæfir sökum ölvunar. Annar pilt- Sahara. Við þurftum þess vegna að bíða í þijá daga við landa- mærin eftir leyfi frá höfuðborg- inni um að við mættum halda áfram,“ segir Friðrik. Komust þau svo til Spánar 9. nóvember og ákváðu að slaka á í nokkra daga á Torremolinos en aka svo í einni lotu norður Evrópu til Kaupmannahafnar. Voru mikil viðbrigði að koma í jökulkuldann í Evrópu eftir að hafa ekið yfir Sahara, að sögn Friðriks. Gera þau ráð fyrir að koma til Reykjavíkur með Brúarfossi, skipi frá Eimskipa- félagsins, 4. desember en þaðan verður svo ekið áfram til Siglu- fjarðar svo ljúka megi ferðalag- inu frá syðsta odda Afríku á Tröllaskaga eins og til stóð. anna hefur margsinnis komið við sögu mála hjá lögreglu að undan- fömu. Meðferðarstofnun og vinnuskóli lögreglu? Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn hafi á undanförnum árum ítrekað þurft að hafa af- skipti af sömu afbrotamönnunum og oftar en ekki séu þeir afkasta- mestu á aldrinum 16-18 ára. „Þeir eiga oftar en ekki við ýmis per- sónuleg vandamál að stríða, auk þess sem margir þeirra eru háðir vímuefnum. Siðferðiskennd þeirra er í mörgu ábótavant,“ segir hann. Að sögn Ómars Smára er lög- reglan t.d. með mál nokkurra erf- iðra einstaklinga um þessar mund- ir, sem sumir hveijir eiga fjölda mála yfír höfði sér. „Spurningin er því hvort úr- ræði þau sem tiltæk eru séu nægi- leg og hvort önnur og virkari þurfi að koma til. Ef engin úr- ræði eru fyrir hendi væri lögregl- an tilbúin, fengi hún tækifæri, aðstöðu og möguleika til þess, að sjá um og annast meðferðarstofn- un og vinnuskóla fyrir þetta unga fólk og leggja þannig sitt af mörk- um til að koma megi því til manns,“ segir hann. VIÐ GERÐ fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1997 hafa komið fram hugmyndir um að draga úr framlögum til félags- starfs aldraðra og heimaþjónustu um 35 milljónir. Meðal annars er gert ráð fyrir að leggja niður þjón- ustumiðstöð aldraðra í Gerðubergi og flytja starfsemina í þjónustu- miðstöðina Árskóga í Mjódd. Félagsmálaráð hefur samþykkt tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, um að fulltrúum Félags eldri borgara verði kynntar breyt- ingar og hver staðan er í öldrunar- málum hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. „Uppi eru hugmyndir um að leggja niður þjónustumiðstöðina í Gerðubergi og flytja starfsemina niður í Mjódd,“ sagði Vilhjálmur. „Þess í stað voru í gær lagðar fram tillögur forstöðumanna Fé- lagsmálastofnunar og öldrunar- þjónustunnar um að á næsta ári verði í tilraunaskyni rekið félags- starf í Gerðubergi í samstarfi Fé- lagsmálastofnunar, ÍTR og Gerðu- HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist fagna því að Krist- ján Ragnarsson sé sammála sér um það að verð á aflaheimildum sé óeðlilega hátt. Það var haft eftir Kristjáni í Morgunblaðinu á sunnu- dag. „Það þýðir væntanlega það að hann telur að það þurfí að lækka og ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara yfir það hvort hægt sé að gera einhveijar ráðstafanir til að hafa áhrif þar á. Það var samþykkt á flokksþinginu að leita leiða til þess í samráði við hags- munaaðila og við erum að sjálf- sögðu tilbúin að hlusta á allar hug- myndir í þeim efnum.“ Misskilningur Jafnframt hafnaði Kristján hug- myndum Halldórs um að selja KVENNALISTAKONURNAR Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Ein- arsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson verða viðstaddar þegar stjórnmálaleiðtoginn José Ramos- Horta og trúarleiðtoginn Carlos Belo frá Austur-Tímor fá afhent friðarlaun Nóbels í ár. Athöfnin fer fram í ráðhúsinu í Ósló, 10. desem- ber nk. Þremenningamir skrifuðu til Nó- belsverðlaunanefndarinnar árið 1993, þá allar þingmenn Kvenna- listans, og lögðu til að að José Ram- os-Horta og Carlos Belo fengju friðarverðlaunin. Síðan hefur Krist- bergs. Starfið verði með líku sniði og verið hefur nema aldursmörk verði felld niður og starfið þróað í þá átt að það þjóni fleiri aldurs- hópum,“ sagði Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms er ráð fyrir því gert í tillögunum að kostnaður vegna hins nýja fyrirkomulags, 7,6 millj. kr., deilist á samstarfsaðila. Vilhjálmur segir það skoðun fjöl- margra að þessi starfsemi eigi full- an rétt á sér. „Gerðuberg er hjart- að í tíu þúsund manna hverfi og mikil ánægja hefur verið með fé- lagsstarf aldraðra þar. Að mínu viti væri mjög miður ef starfsemin legðist af,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að spara um 20 milljónir miðað við spá um út- komu ársins 1996 í félagsstarfi aldraðra og er flutningur Gerðu- bergs þar með talinn. Auk þess er gert ráð fyrir að spara um 15 milljónir í heimaþjónustu. „Það er verið að skera mismikið niður í öllum þjónustumiðstöðvum, nema í Árskógum, þar sem starfsemi Gerðubergs verður,“ sagði Vil- hjálmur. hugsanlega á markaði viðbótar- aflaheimildir umfram ákveðið mark. „Ég var fyrst og fremst að benda á hugsanlega leið til þess að opna umræðuna,“ sagði Halldór Ásgrímsson við Morgunblaðið í gær. I Morgunblaðinu á sunnudag sagði Kristján Ragnarsson enn fremur að ræða Halldórs á flokks- þingi framsóknarmanna vekti þá spurningu hvort ríkisstjórnin ætl- aði ekki að standa við samkomulag um frumvaps um úthafsveiðar. „Það er mikill misskilningur, við munum að sjálfsögðu standa að því frumvárpi. Ég veit ekki hvern- ig Kristjáni dettur í hug að við munum ekki gera það,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins. ín Astgeirsdóttir endurtekið sent bréf til Osló og tilnefnt þá. „Heiður- inn er mikill, en Ramos-Horta telur okkur eiga þátt í að þeir fá verðlaun- in og í þakklætisskyni bauð hann okkur sérstaklega að vera viðstadd- ar. Kvennalistinn hefur margflutt á Alþingi tillögu til stuðnings íbúum á Austur-Tímor sem ekki hefur fengist afgreidd. Því erum við óskaplega glaðar yfir þessum ár- angri,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir. Kristín hefur rætt við stjórn- málaleiðtogann í síma þar sem hann lýsti yfír miklum áhuga á að koma hingað til lands. Rúðubrot og bíl- stuldir unglinga Halldór Ásgrímsson Fagnar skoðun formanns LIÚ Kvennalistakonur viðstaddar afhendingu Nóbelsverðlauna Sérstakir gestir José Ramos-Horta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.