Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Mótahald á
þremur hjólum
Mótahald og keppnisfyrírkomulag hesta-
manna hefur í áraraðir þótt fyrirferðarmikið
o g lítið áhugavert fyrir aðra en þá sem skipa
hinn harða kjama. Oft hefur verið reynt
■ *>■ að bæta úr en illa gengið.Valdimar Krist-
insson veltir hér upp hugmyndum sem fram
hafa komið í umræðum manna um
þennan vanda.
SAMEININGARMÁL voru fyrir-
ferðarmest á nýafstöðnu ársþingi
Landssambands hestamannafélaga
en lítillega var komið inn á mikil-
vægt mál sem verið hefur að þvæl-
ast fyrir hestamönnum á annan
áratug. Hér er átt við endurskoðun
mótahalds hestamanna en fljótlega
upp úr 1980 voru hestamenn farn-
ir að gera sér grein fyrir því að
þótt hinum harða kjarna þeirra
þætti óskaplega gaman á hesta-
mótum væri hættuleg þróun i
gangi, sem kæmi meðal annars
fram í minnkandi aðsókn að mótun-
um. Oftsinnis hafa verið skipaðar
nefndir eða umræðuhópar í því
augnamiði að endurskipuleggja
mótahaldið. Þá sjaldan þessar
nefndir hafa á annað borð haft
kjark og hugmyndaflug til að
Jeggja til róttækar breytingar á
mótaskipulaginu hafa þær verið
kveðnar niður á valdameiri vett-
vangi eins og til dæmis ársþingum.
Hinsvegar hefur mest púður farið
í að breyta keppnisreglum sem
flestar hveijar hafa einungis tekið
mið af hagsmunum keppenda og
dómara enda hafa þessir aðilar oft
verið fjölmennasti hópurinn á sum-
um mótanna.
Grasrótin tekur til sinna ráða
Frá þessum tíma virðast menn
hafa sætt sig við hægfara grunn-
rista þróun þar sem ekki hefur
verið tekið á vandamálunum sem
skyldi, að því er best verður séð. Á
síðustu tveimur keppnistímabilum
virðist hinsvegar sem grasrótin sé
farin að gera meira en tala um
hlutina því á síðustu tveimur árum
hefur mátt fínna þó nokkur tilvik
þar sem farið er í kringum gild-
andi reglur. Með öðrum orðum að
menn leita að glufum í reglum og
nýta sér þær til hins ýtrasta að því
Borgartúni 28 “S 562 2901 og 562 2900
KM 90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél.
Aðrar gerðir kosta frá kr. 26.885 stgr.
KitchenAid heimilisvélin fæst í 5 gerðum og mörgum litum.
Hún er landsþekkt fyrir að vera lágvær, níðsterk og endast
kynslóðir. Fjöldi aukahluta er fáanlegur.
ÍSLENSK HANDBÓK FYLGIR.
KitchenAid - mest selda heimilisvélin á íslandi í 50 ár!
2 REYKJAVÍKURSVÆÐI: Byggt og búið, Kringlunni, Húsasmiðjan, Skútuvogi, Rafvörur hf., Ármúla 5, H.G.
y Guðjónsson, Suðurveri, Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Miðvangur, Hafnarfirði, Pfaft, Grensásvegi 13.
■j VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Versl.
Hamrar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf., Skandi,
2 Tálknafirði, Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri, Laufið, Bolungarvík, Húsagagnaloftið, ísafirði, Straumur, ísafirði, Kf.
/fj Steingrímsfjarðar, Hólmavík. N0RÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri, Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kf.
J Húnvetninga, Blönduósi, Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki, KEA, Akureyri og útibú, Kf. Þingeyinga, Húsavik, Kf.
W Langnesinga, Þórshöfn, Versl. Sel/Skútustöðum. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Kf. Héraðsbúa,
DJ Seyðisfirði, Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum, Rafalda, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði, Kf. Fáskrúðsfjarðar,
5 Fáskrúðsfirði, Kf. A-Skaftafellinga, Djúpavogi, Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli,
J" Kf. Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum, Kf. Árnesinga, Selfossi, Kf.
J Árnesinga, Vík. SUÐURNES: Rafborg, Grindavík, Samkaup, Keflavík, Stapafell, Keflavík.
KitchenAid - kóróna eidhússins!
iU
Einar
Farestveit&Co. hf.
KitchenAid
DRAUMAVÉL
HEIMILISINS!
GÆÐINGAKEPPNIN nýtur aukinna vinsælda erlendis og má
ætla að útlendingar væru tilbúnir að skipta á henni og fjór-
gangi og fimmgangi. Á skeiðmeistaramótum er keppt í A-flokki
og er meðfylgjandi mynd tekin á slíku móti sem haldið var í
Weistrach í Austurríki 1991.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
MYNDI gæðingakeppni ekki taka sig vel út á íslandsmótum
framtíðarinnar í stað fjórgangs og fimmgangs? Meðfylgjandi
mynd er tekin að loknum úrslitum í fjórgangi þar sem miklir
gæðingar skipa efstu sætin.
er best verður séð. Er hér meðal
annars átt við eignarhaldsákvæði
í gæðingakeppni og kynbótasýn-
ingum.
Ef litið er yfír fyrirkomulagið í
dag er þar í fyrsta lagi að nefna
hið tvöfalda keppnisfyrirkomulag,
gæðingakeppnin annarsvegar og
íþróttakeppnin hinsvegar. Hvert
félag heldur tvö félagsmót og á
gæðingavængnum eru svo fjórð-
ungsmót og landsmót. Á íþrótta-
vængnum eru haldin íslandsmót,
Suðurlandsmót, bikarmót Norður-
lands svo eitthvað sé nefnt. Síðan
bætast við ýmis opin mót sem
síaukinn áhugi virðist vera fyrir.
Kvennaflokkar óraunhæfir
Á þessum tíma sem um ræðir
eru allir sammála um að mótafjöld-
inn hafí verið of mikill og sé enn
í dag. Þátttaka er yfirleitt góð á
flestum mótum, sem er í góðu sam-
ræmi við aukinn áhuga fyrir hesta-
mennskunni, þannig að spyija má
hvort mótafjöldinn sé í raun of
mikill? Vandinn snýst kannski
meira um það hvernig megi auka
almennan áhuga fyrir mótunum.
Undanfarin ár hefur í auknum
mæli verið boðið upp á minniháttar
mót fyrir mismunandi styrkleika
eða getu knapa. Byijað var með
sérstökum kvennaflokkum sem í
raun virðist engin þörf á því hesta-
mennskan er eina íþróttin þar sem
konur hafa í fullu tré við karlkyn-
ið. En seinna hafa komið til sög-
unnar kynblandaðir styrkleika-
flokkar og verður ekki betur séð
en það sé einmitt það sem grasrót-
in kallar á.
Eðli mannsins að keppa
Ein af neikvæðu afleiðingum
núgildandi mótafyrirkomulags er
sú að menn skiptast skýrt í tvo
hópa. Það eru þeir sem keppa af
fullum krafti og þeir sem segjast
ekki hafa áhuga fyrir keppni al-
mennt séð en vilji bara ríða út sér
til yndisauka. Fullyrða má að þeir
sem skipa síðari hópinn hafi ekki
fundið sér vettvang við hæfi til að
keppa í meiri eða minni mæli. Ekki
er hægt að afneita því að eðli
mannsins er að keppa eða öllu held-
ur að verða betri. Af því má ráða
að heilbrigt sé að hestamenn fái
mat á því sem þeir séu að gera
með hesti sínum. í samræðum við
einn góðan hestamann sem ekki
tekur þátt í keppni en stundar
ferðalög á hestum og útreiðar í rík-
um mæli kom fram að þessi ágæti
maður viðurkenndi að þar væru
menn „að keppa á fullu“ þótt allt
sé í gamni gert. Og það er einmitt
mergurinn málsins, ekkert stuðlar
eins markvisst að framförum í reið-
mennsku og þjálfun fyrir keppni.
Það er einmitt í sjálfum undirbún-
ingnum sem hlutirnar gerast en
þegar honum er lokið vili hestamað-
urinn fá mat á því sem hann og
hesturinn hafa verið að gera yfir
veturinn.
Hinn almenni „keppandi"
Þar með er komið að mótafyrir-
komulaginu. Núverandi kerfi býður
ekki upp á mikla möguleika fyrir
útreiðarmanninn sem oft er kallað-
ur hinn almenni hestamaður. Hann
getur jú keppt en yfirleitt bara við,
meðai annarra, þrautreynda keppn-
ismenn, oft kallaðir atvinnumenn.
En það væri nú ekki til að bæta
ástandið að bæta við tveimur til
þremur flokkum í núverandi fjöl-
setna mótaflóru hestamótanna.
Ætla mætti því að iausnin gæti
legið í því að fækka núverandi
mótum og fjölga aftur með nýju
og betra fyrirkomulagi. Og nú er
komið að viðkvæmu máli. Komið
hafa fram hugmyndir um að sam-
eina hina svokölluðu íþróttakeppni
og gæðingakeppnina og það hefur
komið róti á kviku margra hesta-
manna. Sýnt hefur verið fram á
með góðum rökum að þessi tvö
keppnisform hafa nálgast hvort
annað hægt og sígandi. Margir eru
þeir sem vilja vernda gæðinga-
keppnina og þeir eru líka til, oft
sömu mennimir, sem vilja halda
nákvæmniskröfum íþróttakeppn-
innar við iýði. Málið virðist óleysan-
legt en er það raunin?
Eitt keppnisfyrirkomulag
Nú reynir á að gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn því þar
leynast lausnirnar, oft ótrúlega
nærri. Gæti hún til dæmis legið í
því að hvert félag héldi aðeins eitt
félagsmót?
Á þessu móti væri hægt að bjóða
upp á töltkeppni, fimmgang (A-
flokk gæðinga), fjórgang (B-flokk
gæðinga), gæðingaskeið, 150 og
250 metra skeið, annað eða hvort-
tveggja og nýja og betri fimikeppni
sem sniðin væri eftir hæfileikum
og getu íslenska hestsins. Þarna
gæti fjórgangskeppnin (B-flokkur-
inn) og fimmgangurinn (A-flokkur-
inn) verið óbreytt eða lítið breytt
frá gæðingakeppnisforminu. Full-
nægt væri hinni íþróttalegu ná-
kvæmni knapans í hinum greinun-
um, tölti, gæðingaskeiði og fimi-
keppninni. Keppendur veldu sér
greinar eftir getu og smekk en
ekki væri skylda að bjóða upp á
allar greinar. Mótum myndi fækka
um tæpan helming á einu bretti
og með þessu skapaðist svigrúm
fyrir opin mót í tveimur til þremur
styrkleikaflokkum fullorðinna auk
yngri flokkanna eins og verið hefur.
Gæðingakeppnin vinsæl
erlendis
Með stöðugt aukinni útbreiðslu
íslenska hestsins er nú svo komið
að þróun keppnisgreina og mótafyr-
irkomulags á íslandi er ekki lengur
einkamál íslendinga. -Ljóst og leynt
er stefnt að samræmingu keppnis-
reglna í þeim löndum sem íslenski
hesturinn hefur náð fótfestu og því
nauðsynlegt að líta á hvað þar er
að gerast. Erlendis hefur átt sér
stað athyglisverð þróun á þá leið
að áhugi fyrir gæðingakeppni hefur
aukist verulega. Sömuleiðis eru
menn að stækka hringvelli sem
upphaflega voru tvö hundruð metr-
ar, úr tvö hundruð og fimmtíu metr-
um í þijú hundruð. Hestamenn ytra
gera sér sífellt betur grein fyrir því
að íslenski hesturinn þarf rými. í
Þýskalandi var riðið á vaðið á sínum
tíma með fijálsri röðun gangteg-
unda í því sem kallað er íþrótta-
keppni hérlendis. Af þessu má ráða
að góður jarðvegur sé fyrir hendi á
meginlandinu.
Eignarhaldsákvæðið dautt
Hér eru settar fram grófar hug-
myndir sem kunna að vera brökleg-
ar til að byggja á, því eitt er víst,
breytinga er þörf. Mótafyrirkomu-
lagið þarf að þjóna hestamönnum
en ekki öfugt. Öll kerfi verða að
þróast í takt við tímann og það
hefur kerfi hestamanna svo sannar-
lega ekki gert nægjanlega.
Svona í lokin má ítreka þá full-
reyndu staðreynö að eignarhalds-
ákvæði gæðingakeppnisreglnanna
er löngu úrelt orðið og löngu ljóst
að keppandinn hlýtur að vera par-
ið, það er knapi og hestur. Hestur-
inn keppir aldrei einn og sér og
knapi því síður. Fer vel á að enda
greinina á því margsannaða mál-
tæki að veldur hver á heldur.
Landsmót kappsamlega kynnt
FRAMKVÆMDANEFND lands-
móts 1998 vinnur ötullega að kynn-
ingu mótsins með ýmsum hætti.
Gefinn hefur verið út litprentaður
bæklingur á þýsku og ensku sem
hefur að geyma allar helstu upplýs-
ingar um mótið sem nýtast útlend-
ingum við undirbúning ferðar til
íslands. Bæklingnum hefur verið
dreift víða og meðal annars á Vest-
urnorrænu ráðstefnunni sem haldin
var á Akureyri í byijun september.
Fyrirhuguð er útgáfa bæklings
og veggspjalds í vor sem dreift verð-
ur á Equitana-sýningunni sem hald-
in verður í Þýskalandi í byijun
mars nk. í fréttatilkynningu frá
framkvæmdanefndinni segir að
fjöldi fyrirspurna hafi þegar borist
um mótið og ljóst sé að mikill áhugi
sé fyrir því erlendis enda líti marg-
ir á það sem hápunkt hestamennsku
sinnar að fara á landsmót á íslandi.