Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 69
STÆRSTA
TJALDIÐ MEÐ
SIMI 553 - 2075
FRUMSÝNING: HETJUDÁÐ
, DENZEL MEG
WASHINGTON RYAN
★ ★ ★
Taka 2
tU [dolbyP '
digitai IHX
ENGU LlKT --------
COURAGE
UNDER
FIRE
hktjldAu
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
Dramatísk, vðnduð og spennandi stórmynd sem tekur á
viðkvæmum málum sem snúast um réttlæti, sannleika og heiður.
Denzel Washington og Meg Ryan eru frábær i krefjandi
hlutverkum sinum og má búast við Óskarstilnefningum næsta vor
fyrir frammistöðu þeirra í þessari ógleymanlegu mynd.
Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan og Lou Diamond
Phillips.
Leikstjóri: Edward Zwick (Glory, Legends of the Fall)
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. b.í. i4ára.
ÚR MYNDINNI „Star Trek: First Contact."
Metaðsókn á Star
Trek mynd
ÁTTUNDA Star Trek myndin,
„Star Trek: First Contact", sló nýtt
met í aðsókn þegar hún fór á topp
listans yfír aðsóknarmestu myndir
í Bandaríkjunum um síðustu helgi.
Greiddur aðgangseyrir á myndina
nam 2.013 milljónum króna og er
það mesta peningainnkoma í 17 ára
sögu kvikmyndaraðarinnar. Fyrra
metið átti myndin „Generations"
en 1.525 milljónir voru greiddar í
aðgangseyri fyrstu sýningarhelgi
þeirrar myndar. Vinsælasta Star
Trek myndin frá upphafi er „The
Voyage Home“ frá árinu 1986 en
alls þénaði hún 109,7 milljónir
Bandaríkjadala, 7.234 milljónir
króna, á sýningartíma sínum. Topp-
mynd síðustu viku, „Space Jam“
féll niður í annað sæti listans með
1.096 milljónir króna í aðgangseyri
og „Ransom" með Mel Gibson í
aðalhlutverki situr nú f því þriðja
með 904,2 milljónir króna. Ný í
fjórða sæti er jólamynd Arnolds
Schwarzeneggers, „Jingle All The
Way“ en 805,2 milljónir króna þén-
aði hún. Þrátt fyrir að myndin fengi
afleita dóma hjá gagnrýnendum,
eins og títt er um gamanmyndir
þessa þrýstna leikara, er þetta best
sótta gamanmynd hans frá upp-
hafi, á frumsýningarhelgi, en
„Kindergarten Cop“ þénaði 739,2
milljónir króna fyrstu sýningarhelgi
sína.
FRUMSYNING: HETJUDAÐ
SAKLAUSFEGURÐ S
Aw- “Jcflm ft
Dramatísk, vönduð og spennandi stórmynd sem tekur á
viðkvæmum málum sem snúast um réttlæti, sannleika og heiður.
Denzel Washington og Meg Ryan eru frábær í krefjandi hlutverkum
sinum og má búast við Óskarstilnefningum næsta vor fyrir
frammistöðu þeirra í þessari ógleymanlegu mynd.
Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan og Lou Diamond
Phillips.
Leikstjóri: Edward Zwick (Glory, Legends of the Fall)
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. b.í. i4ára.
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15.
Qzvyneth
‘PaCtrozu w mmm
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15.
atafellan -
. D e in í
KR 50°
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10.
B. i. 14 ára.
GENE HACKMAN
HUGH GRANT
Arnold Schwarzenegger
‘ S « i___________
£r'J’£L Wiö&i
Svana-
|> r i n scs s;i n
Skemmtilega hrátt
Nýjar plötur
AÐSÓKN
laríkjunum
BiOAÐSOKN
Bandaríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum I
BÍÓAC
í Bandaríl
Tltill Síðasta vika Alls
IJ * (-■) Star Trek: Flrst Contact 2.013,0 m.kr. 30,5 m.$ 30,5 m.$
2. njSpaceJam 1.095,6 m.kr. 16,6 m.$ 48,6 m.$
I 3. (2.) Ransom 904,2 m.kr. 13,7 m.$ 86,5 m.$
4. (-.) Jingle All The Way 825,0 m.kr. 12,5 m.$ 12,5 m.$
• 5. (3.) Mirror HasTwo Faces 541,2 m.kr. 8,2 m.$ 24,5 m.$
6. (4.) Set It Off 224,4 m.kr. 3,4 m.$ 25,6 m.$
7. (5.) Romeo & Juliet 211,4 m.kr. 3,2 m.$ 34,7 m.$
8. (-.) English Patient 178,2 mkr. 2,7 m.$ 3,2 m.$
9. (6.) Sleepers 92,4 m.kr. 1,4 m.$ 49,2 m.$
10. (8.) First Wives Club 41,9 m.kr. 0,6 m.$ 100,6 m.$
Nokkuð er um liðið síðan Rúnar Þór
Pétursson sendi síðast frá sér breiðskífu.
Fyrir skemmstu kom svo út plata sem lengi
hefur verið í smíðum, ekki síst vegna þess
að Rúnar Þór segist horfa til stærri
markaðssvæða.
RÚNAR Þór Pétursson segir ýms-
ar skýringar á því að hann hafi
ekki gefið út plötu þetta langan
tíma, en hann hefur þó verið á
fullu að spila víða um land, leikur
um hveija helgi og hefur gert í
átta ár. Rúnar segist vera kominn
í samstarf við Axel Einarsson í
Stöðinni sem byggist á þvi að
hann sé meðal annars að vinna
plötu fýrir markað á hinum Norð-
urlöndunum. „Það tók því sinn
tíma að taka plötuna upp, ég var
hálft ár að velja á hana lög og
undirbúa upptökur og svo tók hátt
í ár að taka hana upp,“ segir hann.
Rúnar Þór segist ekki síst hafa
viljað hvíla áheyrendur; „menn eru
yfírleitt að gefa allt of mikið út
og oft er eins og þeir séu að gefa
út sama lagið. Eg vildi ekki lenda
í sama farvegi, ákvað að taka mér
árs frí en það varð lengra vegna
þess að ég gaf mér svo góðan tíma
til að vinna nýju plötuna."
Á plötunni eru ný lög utan eitt,
sem var fyrsta lagið sem Rúnar
Þór samdi á ævinni, þegar hann
var í hljómsveit á fjórtánda árinu.
„Mér fannst það þyrfti að vera
eitthvert frumsamið lag á fyrsta
skólaballinu og við Örn Jónsson
sömdum þetta lag. Það er á plöt-
unni óbreytt frá því sem var, ein-
falt lag og einfaídur texti,“ segir
Rúnar Þór. Önnur lög á plötunni
eru eftir Rúnar Þór einan, en texta
alla á Heimir Már, utan eitt sem
Jónas Friðgeir á texta við og í
öðru á Ö.G.P. textann.
Rúnar Þór segist hafa tekið upp
fímmtán lög og valið úr tíu á plöt-
una, „ég vildi ekki setja fleiri á
hana þótt þau hafí verið tilbúin,
Rúnar Þór Pétursson.
því þau pössuðu ekki inn í þá
mynd sem platan gefur. Ég hefði
svo sem getað sett þau inn, en þau
hefðu bara spillt fyrir hinum lög-
unum og uppbyggingu á plötunni,
sem er hægur stígandi upp í þriðja
síðasta lag og lýkur síðan á laginu
Ungar hendur."
Eins og getið er tók platan nýja
lengri tíma í vinnslu en fyrri plöt-
ur Rúnars Þórs, enda segist hann
hafa tekið sér þann tíma sem
þurfti, en það hafí viljað brenna
við að hann hafí verið að flýta
sér. „Núna fór ég alla leið, það
var miklu meira lagt í þessa plötu
en ég hef nokkurn tímann gert,
ekki síst það að ég vann í mjög
góðu hljóðveri hjá honum Axel og
svo að Tómas Tómasson sá um
að hljóðblanda plötuna sem hann
gerði frábærlega vel að vanda.“
Ýmsir leggja Rúnari Þór lið á
plötunni, þar á meðal Þorsteinn
Magnússon, Eiður Arnarson, Jóy
hann Hjörleifsson, Jóhann Birgis-
son og Þórir Úlfarsson, aukinheld-
ur sem hljómsveit Rúnars Þórs
kemur mjög við sögu, þeir félagar
hans Sigurður Árnason bassaleik-
ari og Jónas Bjömsson trommu-
leikari. Rúnar segist munu bæta
við sig mannskap á útgáfutónleik-
um plötunnar, en annars muni
þeir kynna plötuna þrír. „Það verð-
ur skemmtilega hrátt fyrir vikið,
en við þekkjum þessi lög út og
inn, höfum verið að spila þau áður
en við tókum þau upp.“
Þessir tveir hafa starfað
með Rúnari Þór nokkur
undanfarin ár og spilað
með honum um hveija
helgi. Hann segist ekkert
vera að þreytast á því að
spila, þó það geti verið
andlaust á köflum, þetta
sé besta vinna sem hægt
sé að hugsa sér. „Það er
líka ekki um margt annað
að ræða fyrir tónlistar-
menn, það lifír enginn af
plötusölu hér á landi,“
segir hann ákveðinn og
bætir við að eitt helsta
vandamál útgáfu hér á
landi sé hvað hún sé tilvilj-
unarkennt kynnt í út-
varpi, það sé mikill áhugi
fyrir ýmiss konar útgáfu
þegar fólk kemst á annað borð á
snoðir um hana. „Alvanalegt er
að fólk kemur til mín á böllum og
spyr hvort ekki sé hægt að fá
þetta eða hitt lagið á plötu, þó
viðkomandi plata sé löngu komin
út,“ segir hann og bætir við að
meðal annars vegna þessa sé
hann að leitast við að stækka
markaðinn með því að leita til
útgefenda á hinum Norðurlönd-
unum. „Ég tek upp lögin á nýja
disknum með ensku og síðan
nokkur lög til viðbótar og síðan
verður farið í útgefendur með
hana og með gömlu plöturnar
líka, því það er úr hundrað laga
safni að velja af tilbúnum upptök-
um,“ segir Rúnar Þór og bætir
við að Heimir Már bróðir hans
verði virkjaður til verksins, ekki
sé eftir neinu að bíða.