Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ^íemantaíwöió Handsmíðaðir 14kt gullhringar FERÐ LAGANEMA TIL LANDSINS HELGA Á slóðum píslar- göngu Krists og 12. en það er talin vera staðurinn þar sem María guðsmóðir fékk lík sonar síns afhent, eftir að það hafði verið tekið niður af krossinum. Að lokinni skoðunarferð um efri hæð Grafarkirkjunnar, fórum við út og gengum um stund gegnum þröng stræti í múslimska hluta Jerúsalemborgar. Einkennileg kryddblönduð lykt fyllti vit okkar. Við gengum um stund uns við kom- um að hverfi gyðinga og að Vest- urmúrnum. Vesturmúrinn 'Fi'íihæjl uert Kringlunni 4-12, sími 588 9944 TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Afmælisfagnaðir Árshátíðir - Brúðkaup Erfidrykkjur Margrómuð VEISLUÞJÓNUSTA fyrir gæði, gott verð og lipra þjónustu SKUTAN Hóishrauni Hafnarfirði sími: 555 1810 Xlfcr í Kolaportinu er fjörug sata á nýrri vöru alla markaðsdaga. Stemmningin er fróbær og mannlífið fjörugt. Kolaportið er góður kostur fyrir heildsölur og verslanir til að selja gjafavöru, fatnað, nýja vöru og í raun alla vöru. >Pantanasimi er 562 5030 X KOLAPORTIÐ VESTURMURINN - Grátmúrinn. Via Dolorosa FJORUG im Via Dolorosa þýðir harmavegur en svo nefndu krossfarar leið þá sem Kristur gekk og var látinn bera kross sinn frá dómsstað og að aftökustað. Á þessum krossferli Krists eru 14 stöðvar eða áfangar, sem marka það helsta sem gerðist á leið Krists að Golgata, þar sem hann var krossfestur. Fyrstu níu stöðvamar eru á Via Dolorosa og gengum við framhjá þeim og skoð- uðum þær allar. Fyrsti áfanginn á Via Dolorosa er staður þar sem talið er að lands- stjórinn Pontíus Pílatus hafi yfir- heyrt Jesú og dæmt hann til dauða. Á næsta áfanga á Jesú að hafa tekið upp kross sinn en skammt þar frá er Ecce Homo boginn þar sem Jesú á að hafa staðið þegar Pílatus sagði hæðnislega um hann við mannfjöldann: „Ecce Homo“ („sjáið manninn"). Á þriðju stöðinni er tal- ið að Jesú hafi í fyrsta sinn fallið undan þunga kross síns og fjórða stöðin er talin marka staðinn þar sem hann mætti móður sinni og hún féll í ómegin yfir að sjá kvöl hans. Fimmti áfanginn er lítil Fransisk- anakapella en yfir inngöngudyrum hennar stendur að á þeim stað hafi Símon frá Kyrene hjálpað Jesús að bera krossinn. Þessa staðar er getið * A Masada-klettinum átti sér stað eitt mesta hópsjálfsmorð sögunnar, sem á vart sinn líka, segir Ragnheiður Jóns- dóttir í 2. grein sinni af flórum. í öllum guðspjöllunum, að Jóhann- esar-guðspjallinu undanskildu. Sjötti áfanginn er hús Veróníku helgu. Á þeim stað á Veróníka að hafa þerrað blóðið undan þyrnikór- ónu Krists og svitann af enni hans. Er hún leit á klútinn sem hún not- aði til þess, á mynd af Jesús að hafa birst á honum. Á sjöundu stöðinni er talið að Jesús hafi hnigið niður öðru sinni og á þeirri áttundu á Jesús m.a. að hafa sagt við konur sem hörm- uðu og grétu yfir honum: „Jerúsal- ems dætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir ykkur sjálfum og yfir börnum yðar.“ Á níundu stöðinni á Kristur síðan að hafa hnigið til jarð- ar í þriðja sinn. Fimm síðustu stöðv- arnar eru inni í Grafarkirkjunni, sem byggð var yfir Golgatahæð. Þangað héldum við næst. Við byij- uðum eiginlega á öfugum enda þ.e. á því að skoða 14. og síðasta áfang- ann, litla marmarakapellu, kapellu grafarinnar helgu, þar sem gröf Jesús er. Inngöngudyrnar að kapell- unni eru svo litlar að við urðum að beygja okkur til þess að komast inn fyrir þær. í kapellunni er stallagröf Krists sem gætt var af munki. Eftir að hafa komið inn í Graf- arkapelluna, fórum við upp á efri hæð Grafarkirkjunnar, til þess að skoða hinar stöðvarnar sem eftir voru. Efri hæð Grafarkirkjunnar skiptist í tvennt milli rómversk- kaþólsku og grísk-kaþólsku kirkju- deildanna. Við innganginn að róm- verska hlutanum eru 10. stöðin þar sem Jesús var afklæddur og 11. stöðin, þar sem Jesús var negldur á krossinn. í grísk-kaþólska hlutanum, sem er þar rétt hjá, er 12. stöðin, þar sem Jesús á að hafa dáið á kross- inum. 13. stöðin er milli þeirrar 11. Vesturmúrinn ber einnig nafnið Grátmúrinn (Hakotel Hama’aravi). Þar biðjast gyðingar fyrir og stinga samanrúlluðum miðum inn á milli sprungna í múmum. Múrinn hlaut nafnið Grátmúr, vegna þess að þar gráta gyðingar fall Jerúsalem árið 70 e.Kr. og brunann á helgasta stað þeirra, musterinu, sem Heród- es reisti. Vesturmúrinn, er eini hluti musterisins sem eftir stendur. Musterisbyggingin hlýtur að hafa verið glæsileg. Þangað kom Jesús m.a., en hann sá fyrir fall Jerúsalem og eyðileggingu musterisins sbr. Markúsarguðspjall 13,2: „Og er hann gekk út úr helgidóminum, segir einn af lærisveinum hans við hann: Meistari, líttu á, hvílíkir stein- ar og hvílík hús! Og Jesús sagði við hann: Sér þú þessi miklu hús? Ekki mun hér verða eftir skilinn steinn yfir steini, er eigi verði rifinn niður.“ Þannig var að árið 66. e.Kr. náðu gyðingar Jerúsalem á sitt vald af rómverska heimsveldinu og héldu borginni um skeið. Rómverski her- foringinn Títus sat um borgina og hreinlega svelti gyðinga inni. Hung- ursneyðin var gífurleg, drepsóttir geisuðu og þeir sem reyndu að flýja borgina voru umsvifalaust kross- festir eða skornir á kviðinn því sú saga gekk að gyðingar gleyptu gim- steina og peninga til þess að reyna að koma þeim þannig undan. Að lokum brenndi Títus Jerúsalem, „ekki var skilinn eftir steinn yfir steini“. Gyðingum var eftir þetta meinað að koma til Jerúsalem, nema einu sinni á ári, allt til ársins 1967 þeg- ar ísraelski herinn hertók borgina en sú stund er ógleymanleg í ísra- elskri sögu. Af þeim gyðingum sem lifðu af bruna Jerúsalem árið 70 e.Kr. er það að segja að stór hópur flykktist suður á bóginn og hertók klettavirki Heródesar á Masada. Tókst þeim að halda því í 3 ár. Til Masada lá ferð okkar næst. Masada Við keyrðum suður á bóginn til Masada og það sem var einna merkilegast var hversu veðráttan fór hlýnandi. Masada er eini staður- inn, sem við komum til í ferð okk- ar, þar sem sólin skein og það varð bara nokkuð heitt. Unnt er að komast upp á Masada- klettinn með tvennu móti: ganga upp stíginn sem Rómveijar hjuggu í klettinn og er nefndur snákastígur- inn eða taka kláf. Við tókum kláfinn. MARKAÐSTORC Parket ooe Yfir 40 tegundir ••• Maraar aar oir stær Vmi • AA zíppo Lækkað verð - 100 mismunandi tegundir. GARÐAR ÓLAFSSON úrsmiður — Lækjartorgi - s. 551 0081.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.