Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 60
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvernig er skatt- geiðslum erótískra dansara háttað? Frá Hildi Svavarsdóttur: í TILEFNI af Kastljóssþætti sjón- varpsins 13. nóvember sl. langar mig til að velta fyrir mér nokkrum tölum. Nefnt var að hver „erótísk- ur dansari og listamaður" sem hingað til lands kemur mánaðar- lega án atvinnuleyfis vinni sér inn um 400.000 krónur á þeim mán- uði sem hann dvelur hér. Nefnt var einnig að þeir staðir sem hafa slíka „listamenn" á sínum snærum væru þrír og að hver þeirra hefði um átta slíka í senn. Samkvæmt framansögðu eru því hér á landi mánaðarlega 24 slíkir „listamenn" sem hver um sig vinnur sér inn um 400.000 krónur á mánuði og fer síðan úr landi, væntanlega með peningana sína með sér. Alls eru þetta um 9.600.000 kr. (tæpar tíu milljónir) á mánuði. Þetta verða því 115.200.000, eitthundrað og fimmtán milljónir og tvöhundruð, þúsund á einu ári sem fyrrnefndir „Iistamenn" taka með sér úr landi, þ.e.a.s. eitt stórt Skeiðarárhlaup á 10 ára fresti ef svo heldur fram sem horfir. Ofannefndir „menn- ingarviðburðir" virðast alltjent hafa fest sig allvel í sessi í ís- lensku samfélagi og fer stöðunum fjölgandi svo ofannefndar tölur eru varlega áætlaðar. Ég hef áhuga á að vita hvort ráðamönnum og ís- lensku þjóðinni og þá sérstaklega þeim hluta hennar sem lætur þetta fé af hendi rakna, að því er virð- ist með afar glöðu _ geði, finnst þessu fé vel varið. Ég man ekki betur en að Skeiðarárhlaupið hafi verið þó nokkurt áfall fyrir þjóðina þótt betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og voru þó brýrnar búnar að standa í 20 ár. Ég hef líka áhuga á að vita hvernig skattgreiðslum af þessum upphæðum er háttað. Flestir aðrir sem þiggja laun fyrir sína frammistöðu í lífinu þurfa að borga skatt hér á landi og það nokkuð ríflegan að mér finnst fyrir okkur sem þurfum að standa straum af húsnæðiskostnaði og framfærslu ungra bama. Maður ætti kannski að gerast „listamað- ur“, svona til að drýgja tekjurnar. HILDUR SVAVARSDÓTTIR, Grænukinn 23, Hafnarfirði. Flokkur með ekkert fylgi Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: VEGNA skoðanakönnunar DV mánudaginn 7. október sl. um fylgi stjórnmálaflokka hér á landi vildi ég segja eftirfarandi. Þjóðvaki var flokkur sem mikið ætlaði að gera, tældi til sín fylgi í síðustu kosningum og sveik kjós- endur því ekkert hafa þessir menn gefið í arf eftir sig, standa ekki undir nafni nú, eru sem sagt nær aldauða flokkur. Líkt er með þess- um flokki og manninum sem reif niður hlöðu sína og byggði aðra stærri. Nýbyggingin nær nú yfir fjóra þingmenn með nær ekkert fylgi. Þetta er frægt til eftir- breytni nú á tímum í öngþveiti óheiðarleika og sundrungar í sam- félagi manna, sem virðist hafa verið löngu ákveðið af forsprakka þessa flokks. Atti ég síst von á þvýfrá Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég segi bara það, hefði Sjálf- stæðisflokkurinn hagað sér svona og unnið sér inn nokkra þingmenn með þessum hætti hefðu vinstri- menn rekið upp sárt ramakvein um að nú ætti að vera nóg komið í flokksklíkunni. Hvernig er hægt að halda úti á þingi fjórum þingmönnum og hafa ekkert fylgi á landsvísu? Alveg sama þó þeir væru kosnir fyrir rúmu ári, á ákveðnum kosninga- degi, til þings. Ymislegt hefur verið brallað af vinstriflokkunum hér áður fyrr en aldrei jafn slæmt til að rugla fólk og nú. Virðist hér komið fram á víð- tæku sviði eðli vinstriflokkanna. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Hvað skal segja? 74 Væri rétt að segja: Jón og ég vorum þar? Svar: Þetta mun þykja útlenskulegt í meira lagi. Oftast færi best að segja: Við Jón vorum þar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þá byrjum við! Skella, smella! Heilmikið af skellum en engir smellir . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.