Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HANN var ÁÐUR sjómaður dáða drengur . . .
Veitingahús styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Vonir um frekari stuðning
VEITINGAHÚSIÐ Café Ópera hef-
ur ákveðið að styrkja Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna með því
að greiða ákveðna upphæð til fé-
lagsins fyrir hvern matargest í jóla-
hlaðborði þess.
Veitingahúsið áætlar að á fjórða
þúsund manns borði þar í desember
og getur því verið um umtalsverða
upphæð að ræða, að sögn Þorsteins
Ólafssonar framkvæmdastjóra fé-
lagsins.
Mikilvægt starf
Hann kveðst vona að þetta fram-
tak veitingahússins geti orðið
hvatning til annarra fyrirtækja og
félagasamtaka um stuðning við
SKB.
„Þegar einn aðili fer af stað
fylgja aðrir oft á eftir og bindum
við vissulega nokkrar vonir við að
svo verði nú. Við höfum frá því
félagið var stofnað haustið 1991
notið stuðnings fyrirtækja, en allt
er vel þegið í því sambandi," segir
hann.
Jón Snorrason framkvæmda-
stjóri Café Óperu segir að fyrsti
stofnfundur SKB hafi verið haldinn
í veitingahúsinu og hafi einn af
stofnendum styrktarfélagsins rekið
það í mörg ár, en sá missti son í
haust eftir langa baráttu við
krabbamein. Veitingahúsið telji
starf SKB mikilvægt og vilji leggja
sitt af mörkum til að efla það.
Staða félagsráðgjafa
í sjónmáli?
Að sögn Þorsteins greinast ár-
lega að meðaltali 10-12 börn frá
0-18 ára aldurs hérlendis með
krabbamein. Um sálrænan og fé-
lagslegan stuðning fyrir sjúklinga
og fjölskyldur þeirra sé vart að
ræða, sem þó sé nauðsynlegur.
„Frést hefur þó að heilbrigðis-
ráðuneytið hafi fallist á að beita sér
fyrir ráðningu félagsráðgjafa við
barnadeildirnar í Reykjavík, en
skrifleg staðfesting þess efnis hefur
enn ekki borist," segir hann. Hann
bendir einnig á að fyrir Alþingi liggi
frumvarp þess efnis að Trygginga-
stofnun greiði fyrir þjónustu sál-
fræðings utan sjúkrahúsanna.
„Fengist slíkt fram, væri það stór-
kostleg breyting í rétta átt,“ segir
Þorsteinn.
Hann segir jafnframt fregnir
þess efnis að ríkisstjórnin hyggist
selja eignir á næstunni til að hraða
byggingu barna- og unglingaspítala
á Landspítalalóðinni fagnaðarefni,
enda hafi aðstaða fyrir krabba-
meinssjúk böm á Barnadeild
Hringsins á Landspítala verið til
vansa.
Morgunblaðið/Ásdís
FORSVARSMENN Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og veitingahússins Café Óperu kynntu
í gær samkomulag sín á milli um stuðning til handa félaginu.
Stúdentafélag Reykjavíkur 125 ára
Þátttaka í umræðu
um framtíðar-
sýn á nýrri öld
á Islandi
Thomas Möller
STÚDENTAFÉ-
LAG Reykjavíkur
fagnar um þess-
ar mundir 125 ára af-
mæli sínu. Það var
stofnað 14. nóvember
1871 af nokkrum stúd-
entum Prestaskólans
og Læknaskólans. Fé-
lagið var afar virkt í
allri þjóðmálaumræðu
og beitti sér fyrir
mörgum framfaramál-
um, eins og t.d. lagn-
ingu síma, fánamálinu,
samgöngumálum og
fullveldi íslands. Fé-
lagið efndi til málfunda
og var helsti vettvang-
ur þjóðmálaumræð-
unnar á síðustu öld og
langt fram á þessa.
Annað félag, Kvöldfé-
lagið í Reykjavík, var
starfandi á þessum
tíma, og í ritinu Stúdentafjelag-
ið fimmtíu ára eftir Indriða
Einarsson, segir að Stúdentafé-
lagið hafi verið stofnað af
óánægju með Kvöldfélagið.
Óánægjan hafi komið fram hjá
stúdentum vegna þess að félag-
ið hafi ekkert viljað fást við
stjórnmál en ungu stúdentarnir
„voru hinir æstustu 1871, enda
stóð þá stjórnmáladeilan milli
íslands og Danmerkur sem
hæst“.
í riti Indriða kemur fram að
Stúdentafélagið hélt málfundi
í fyrirlestrasal prestaskólans.
Fyrsta sinn sem Stúdentafé-
lagsins verður vart út á við er
milli jóia og nýárs 1871 en þá
hélt það bókamarkað í presta-
skólanum. Einnig vakti eftir-
tekt á félaginu þegar það hélt
fyrsta álfadansinn sem haldinn
hefur verið á landinu. Undan-
farna áratugi hefur starfsemi
félagsins einkum snúist um að
standa fyrir fullveldisfagnaði
en Thomas Möller formaður
félagsins segir að nú standi til
að endurmeta hlutverk félags-
ins og halda hefðir þess í heiðri.
Hvað eru félagsmenn margir
og hver eru inntökuskilyrði í
Stúdentafélag Reykjavíkur?
„í félaginu eru í raun allir
stúdentar í landinu en virkir
félagar eru mun færri. í stjórn
þess eru menn úr viðskiptalíf-
inu og háskólaumhverfinu,“
segir Thomas.
Hvernig hefur félagið breyst
í áranna rás?
„Við sjáum þetta
gamalgróna félag
sem stóð að ýmsum
framfaramálum um
síðustu aldamót geta
komið á áhugaverðan
hátt inn í umræðu um framtíð-
arsýn íslands á nýrri öld. í fé-
laginu nýtist saga þess úr for-
tíð, á henni má byggja framtíð-
ina. Félagið getur orðið vett-
vangur fyrir ýmis framfaramál
sem tengja saman Háskólann
og atvinnulífið. Reyndar stóð
félagið fyrir ráðstefnu um þetta
mál fyrir nokkrum árum, að
mig minnir á sama tíma og
Marel var að fæðast, en það
fyrirtæki er eitt besta dæmið
► Thomas Möller er formað-
ur Stúdentafélags Iteykjavík-
ur. Hann er fæddur 21. febr-
úar 1954. Hann er fram-
kvæmdastjóri hjá OLÍS og er
kvæntur Bryndísi M. Tómas-
dóttur kennara og eiga þau
þijú börn.
um árangursríkt samstarf at-
vinnulífsins og Háskólans. Það
er ljóst að við íslendingar erum
langt á eftir öðrum þjóðum
hvað varðar rannsóknar- og
þróunarstarf og hagnýtingu
þekkingar sem verður til í há-
skólum landsins. Þar er verk
að vinna sem þetta félag gæti
orðið þátttakandi í,“ segir
Thomas.
Félagið heldur utan um
nokkra sjóði. Hverjir eru þeir
helstir?
„Félagið heldur meðal ann-
ars utan um sjóð sem var stofn-
aður fyrir aldamótin síðustu en
þá lagði það inn í Söfnunarsjóð-
inn svokallaða upphæð sem
nam einum mánaðarlaunum
kennara og hefur verið óhreyfð-
ur síðan. Samkvæmt nýlegum
útreikningum ætti þessi sjóður
að standa í um það bil 200
milljónum króna en hefur
brunnið upp í verðbólgubálinu
og er í dag nokkrar þúsundir
króna. Þetta sýnir hvað hefur
orðið um sparifé á
þessum árum,“ segir
Thomas.
Hvernig miðar
undirbúningi að full-
veldisfagnaði félags-
ins og í samstarfi við
hverja verður hann haldinn?
„Fullveldisfagnaður Stúd-
entafélagsins var hér á árum
áður einn vinsælasti dansleik-
urinn í bænum. Nú höfum við
ákveðið í takt við samruna og
samstarfshugmyndir í atvinnu-
lífinu að ganga til samstarfs
við Hollvinasamtök Háskólans
og halda sameiginlegan full-
veldisfagnað um næstu mán-
aðamót á Hótel Sögu,“ sagði
Thomas.
Heldur utan
um sjóð sem
var stofnaður
á síðustu öld