Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GULLSMIÐJAN c PYRIT-G15 'cb V C,“/ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15 • SiMI 5511505 ó Vandaðar yfirhafnir frá von » Oðumv tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ÍDAG BRIDS llmsjón Guömundur Páll Arnarson AV HAFA orðið á mistök í sögnum - þeir hafa leyft suðri að spila fjögur hjörtu, þegar fjórir spaðar vinnast í þeirra átt. En við því er ekkert að gera. Spurningin er hins vegar: Geta þeir hnekkt fjórum hjörtum? Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D64 ▼ 94 ♦ ÁDG96 ♦ ÁD9 Vestur ♦ KG1052 V 2 ♦ 1042 ♦ 10654 Austur ♦ Á9873 ¥ ÁK6 ♦ K5 ♦ KG2 Suður ♦ - ¥ DG108753 ♦ 873 * 873 Vestur Norður Austur Suður - 3 hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass Dobl Pass Útspil: Spaðagosi. Á vörnin einhveija möguleika eftir þetta mis- heppnaða útspil? Hlutlaus vörn dugir skammt. Eftir að hafa trompað fyrsta slaginn, spilar suður hjarta yfir á kóng austurs. Áustur kemst ekki langt á því að spila spaða. Sagnhafí trompar, sækir hjartaásinn, trompar spaðann sem kem- ur til baka, tekur síðasta tromp austurs og svínar fyrir tígulkóng. Austur fær sinn þriðja slag, en suður á enn eitt tromp til að ráða við spaðann og getur síðan fleygt tveimur laufum niður í frítígul. Austur verður að spila ágenga vöm. Strax þegar hann kemst inn á hjarta- kóng er nauðsynlegt að skipta yfír í lauf, beint upp í gaffal blinds. Austur kemst svo tvisvar aftur inn og hefur því tíma til að sækja laufslaginn og njóta hans. Óvenjuleg vörn, en rök- rétt miðað við sagnir og fyrsta slag. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Slæm dagskrá SIGRÍÐUR Johnsen hringdi og vildi kvarta yfir sjónvarpsdagskrá Ríkis- sjónvarpsins. Henni finnst óþolandi að horfa á sjón- varpsþætti sem eru teknir þannig að myndavélin virðist vera á hreyfingu allan tímann. „Manni verður flökurt af að horfa á þetta,“ sagði Sigríður og nefndi sérstaklega þýska þáttinn Félaga. Þá finnst henni alltof mikið af „amerískum dellu- myndum", þá voru þætt- irnir Taggart og Derrick skemmtilegri. Sigríður vildi endilega að fræðslu- myndir væru textaðar svo heyrnarskertir gætu betur notið þeirra. Læknar ákveða hvert þeir senda lyfseðlana MIG LANGAR að fá svör við spumingu sem brennur á mér. Fyrir nokkru þurfti ég að leita til sérfræðings sem vinnur á læknastöð- inni í Kinglunni. Hann ávísaði á lyf fyrir mig og bað ég hann að símsenda lyfseðilinn í apótek sem er rétt hjá heimili mínu. Þá fékk ég þau svör að læknar í Kringlunni sendu lyfseðla sem þeir gæfu út einungis í Ingólfs Apótek í Kringlunni. Nú leikur mér forvitni á að vita hvort læknum sé stætt á því að neita að senda lyfseðla nema í eitt ákveðið apótek? Þetta get- ur komið fólki illa, sér- staklega ef það er veikt og getur ekki ferðast lang- ar leiðir til að ná í lyfin sín. Valdís Bjarnadóttir Dóminíska lýðveldið ÉG FÓR í ferð til Dómin- íska lýðveldisins 4. maí sl. Þetta var stórkostleg ferð í alla staði og eyjan hafði upp á að bjóða svo mikla náttúrufegurð að orð fá vart lýst. Ég vii þakka Samvinnu- ferðum/Landsýn og flug- félagiriu Atlanta fyrir að gera íslendingum kleift að ferðast á þennan ódýra máta. Ég vil sérstaklega þakka flugfélaginu Atlanta fyrir frábæra þjónustu. Ég vona að þessi samvinna ykkar verði til frambúðar. Með þökk. Elín V. Guðmundsdóttir Tapað/fundið Óskilamunir í Staðarskála SKÓFATNAÐI og rúm- fatnaði í svörtum plast- pokum var skilað í Staðar- skála í Hrútafirði í sumar, af fundvísum vegfaranda. Kannist einhver við að hafa tapað þessu dóti má hinn sami hafa samband við Staðarskála í síma 451-1150. Gæludýr Hundar í óskilum ÞEIR hundaeigendur sem týnt hafa hundum sínum eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Dýra- spítalann í Víðidal í síma 567-4020. Með morgun kaffinu Farsi Víkverji skrifar... AUKIN samkeppni kemur neyt- endum til góða á æ fleiri sviðum viðskipta og þjónustu. Nýj- asta dæmið um það er auglýsing, sem birtist hér í blaðinu frá Raf- tækjaverzlun íslands hf. sl. laugar- dag en í henni svo og í frétt, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrradag kemur fram, að fyrirtækið hefur tekið upp samstarf við raftækja- verzlunarkeðju í Evrópu. Samstarf þetta þýðir, að fyrirtækið getur boðið raftæki frá helztu framleið- endum á lægra verði en tíðkazt hefur hér. Ganga má út frá því sem vísu, að umboðsaðilar svari þessari nýju samkeppni og að verð- stríð geti verið í uppsiglingu á þessum markaði. Þetta er annað dæmið á nokkr- um mánuðum um, að aukin sam- keppni leiði til lægra verðs. Fyrr í haust tilkynnti Félag ísl. bifreiða- eigenda, að náðst hefðu samningar við brezkt tryggingafyrirtæki um bílatryggingar, sem þegar hefur leitt til þess að iðgjöld af bílatrygg- ingum hafa stórlækkað. Miðað við þær upplýsingar, sem Morgunblaðið birti fyrir viku um kostnað við bankakerfið hér samanborið við kostnað í nálæg- um löndum er augljóslega æski- legt, að einhver erlendur banki hefli virka starfsemi á markaðn- um hér. Þá er að stóraukast samkeppni í verzlun með geisladiska og skylt efni, með opnun „Virgin Mega- store“ plötubúðarinnar í Kringl- unni og er þegar ljóst, að sú aukna samkeppni mun tryggja neytend- um hagstæðara verð. Það kemur alltaf betur og betur í ljós, að skortur á samkeppni hef- ur verið íslenzkum neytendum dýr á undanförnum áratugum. xxx HIN nýja bókaverzlun Ey- mundssonar í Kringlunni verður að teljast töluverð tíðindi á bókamarkaðnum hér. Verzlunin er stór og rúmgóð og flokkun bóka í verzluninni auðveidar viðskipta- mönnum leit að bókum. Úrval virð- ist vera býsna mikið af innlendum og erlendum bókum. Með þessari verzlun hefur bókaverzlun Máls og menningar á Laugavegi fengið verðugan keppinaut en hún hefur á síðari árum náð sérstöðu meðal bókaverzlana. Eitt af því, sem á hefur skort í bókaverzlunum hér er einfaldlega, að þær hafi á boðstólum eldri bæk- ur, en þær, sem út hafa komið á allra síðustu árum. Nú er að koma fram á sjónarsviðið keppinautur við hefðbundnar bókaverzlanir, þar sem eru bókaverzlanir á alnetinu. Þar geta viðskiptavinir leitað að bókum og pantað þær. Er hugsan- legt að koma upp slíku kerfi á alnet- inu yfír íslenzkar bækur? Að rekin sé bókaþjónusta á alnetinu, þar sem á lista eru allar íslenzkar bækur, sem á annað borð eru til, þótt þær séu ekki á boðstólum í verzlunum? xxx AÐ ER ánægjulegt, þegar gömul fyrirtæki sýna svo mik- inn lífskraft, sem Eymundsson gerir. Bókaverzlunin var stofnsett árið 1872 og er því 124 ára göm- ul. Nú er verzlunin í eigu Penn- ans, sem er gamalgróið íjölskyidu- fyrirtæki í eigu annarrar kynslóðar stofnandans, sem var Baldvin Dungal og rak verzlun sína framan af í litlu húsnæði á horni Hafnar- strætis og Pósthússtrætis, þar sem nú er Landsbankinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.