Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/KS LÆKNIR, sjúkrabifreið og lögregla komu á slysstaðinn. Tólf ára drengur slasaðist alvarlega Hvammstanga - Tólf ára drengur slasaðist alvarlega um kvöldmatar- leytið á sunnudag eftir að ekið var á hann í Víðidal, skammt frá Víði- dalsárbrú. Tildrög slyssins voru þau að hóp- ferðabifreið sem flutti unglinga af íþróttamóti stöðvaði skammt frá brúnni og hleypti tveimur drengjum út. Bifreiðin stóð á norðurkanti veg- arins og ætluðu drengirnir að fara yfir veginn aftan við hana. Annar þeirra varð fyrir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt og slas- aðist illa, og mátti litlu muna að hinn drengurinn yrði einnig fyrir bifreiðinni. Læknir, sjúkrabifreið og lögregla komu á staðinn og var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún lenti við Hvammstanga og flutti drenginn til aðgerðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann lá á gjörgæslu- deild sjúkrahússins í fyrranótt og er samkvæmt upplýsingum þaðan tals- vert mikið slasaður en úr lífshættu. Uppsögn á samningum við skólastjóra Birkimelsskóla dæmd ólögmæt Munnlegt sam- komulag talið vera HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur úrskurðað að uppsögn Vesturbyggð- ar á leigusamningi við skólastjóra Birkimeisskóla um afnot af skóla- stjórabústað ásamt umsömdum hús- næðishlunnindum annars vegar og ráðningarsamningi vegna sérverk- efna hins vegar, frá 31. október 1995, hafi verið ólögmæt. Málsatvik voru þau að árið 1984 gerði þáverandi oddviti Barða- strandahrepps, síðar Vesturbyggð, samning við stefnanda um að taka við starfi skólastjóra með þeim hlunnindum að meðan hann gegndi störfum skólastjóra hefði hann frítt húsnæði og þyrfti ekki að greiða húshitunarkostnað. Taldi skólastjór- inn þetta hafa verið forsendu fyrir ráðningu sinni í upphafi. Tímabundinn leigusamningur Sveitarfélagið dró á hinn bóginn í efa að til hafi verið að dreifa leigu- samningi í skilningi húsaleigulaga og taldi yfirlýsingu oddvita ekki nægja eina og sér til að byggja á rétt skólastjórans á hlunnindum. I forsendum dóms Héraðsdóms Vestfjarða er, með hliðsjón af fram- gildi burði vitna og athugasemdalausri framkvæmd samningsins í 11 ár, talið sannað að munnlegur samning- ur hafi komist á milli skólastjórans og Barðastrandahrepps. Talið er ósannað að gerðir hafi verið fyrirvar- ar um önnur samningslok en að stefnandi léti af störfum skólastjóra. Af þeim sökum væri því um tíma- bundinn leigusamning að ræða. I forsendum dómsins segir að það sé viðurkennd meginregla í íslenskum rétti að slíkum leigusamningi verði ekki sagt upp, heldur renni hann út á umsömdum tíma. Fyrir réttinum var einnig tekist á um lögmæti uppsagnar sveitarfé- lagsins á samningi um gæslustörf, sem skólastjóri tók að sér gegn greiðslu, meðan skólinn starfaði. Fallist var á með skólastjóranum að um tímabundinn ráðningarsamn- ing hafi verið að ræða og að slíkum samningum verði almennt ekki sagt upp á miðju samningstímabili. Sveitarfélagið var dæmt til að greiða stefnanda bætur fyrir ólög- mæta uppsögn á ráðningarsamn- ingi, að upphæð 228.476 kr., og útlagðan kostnað vegna húshitunar. Nýtt stjórnskipulag Isafjarðarbæjar STJÓRNSKIPULAG ísafjarðarbæj- ar hefur verið í mótun og nú hefur það verið samþykkt í bæjarráði. Stjórnsýslunni er skipt upp í sex svið, stjórnsýslusvið, fjárreiðu- og áætlanasvið, félagsþjónustusvið, fræðslu- og menningarsvið, um- hverfissvið og hafnarmálasvið. Yfirmenn hvers sviðs verða: Þórir Sveinsson fjármálastjóri, Jón Tynes félagsmálastjóri, Rúnar Vífilsson skóla- og menningarfulltrúi, Ár- mann Jóhannesson bæjarverkfræð- ingur, Hermann Skúlason hafnar- stjóri og Þórunn Gestsdóttir sem verður aðstoðarmaður bæjarstjóra og yfirmaður stjórnsýslusviðs. Hið nýja stjórnskipulag sveitarfé- lagsins er unnið í samvinnu við Rekstur & ráðgjöf ehf. í Reykjavík. Stjórnskipulagið hefur áður verið kynnt opinberlega en því var breytt á síðustu stigum vinnsluferilsins. Helsta breytingin er að í stað bæjar- ritara sem yfirmanns fjármála- og stjórnsýslusviðs kemur staða aðstoð- armanns bæjarstjóra er verður yfir- maður stjórnsýslusviðs. Fólki fækkar í Eyjum þrátt fyrir uppsveiflu í atvinnulífinu Höfuðborgar- svæðið sogar til sín Fólki fækkar í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að atvinnulífið sé í uppsveiflu og meðaltekjur fari hækkandi. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir Helga Bjarnasyni að mikill húshitunar- kostnaður hafi áhrif. Morgunblaðið/Sigurgeir GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. ÍBÚAR Vestmannaeyja voru taldir 4.747 klukkan hálftólf síð- astliðinn föstudag. Hafði þeim þá fækkað um 58 á tæpu ári, frá 1. desember á síðasta ári. Á árinu á undan fækkaði einnig, þá um 83 íbúa. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri hefur ekki skýringar á þessu en bendir á að sjá megi þessa sömu þróun um alla lands- byggðina. „Það er greinilegt að höfuðborgarsvæðið sogar til sín fólkið.“ Guðjón segir að Eyjamenn hafí góða þjónustu. „Vegna ein- angrunarinnar höfum við þurft að vera sjálfum okkur nógir um alla þjónustu,“ segir hann. Helstu vandamálin á því sviði sem Vest- mannaeyjabær á að sjá um hafa verið í leikskólanum en Guðjón segir að mikið hafi verið unnið í því og bæjaryfírvöld séu langt komin með að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássum. Þá hafa samgöngur við Eyjar gjörbreyst með Herjólfí og tíðari flugferðum. Fyrirtækin í sókn Mikið breyting hefur orðið í atvinnumálum á örfáum árum. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin stóðu illa en hafa náð að snúa stöðunni sér í hag. Þau eru hætt að draga saman starfsemina og Guðjón segir að þau hafi nú stöðu til að sækja fram á ný. Innanbæj- arfólk fáist hins vegar ekki til vinnu. „Ef nýtt fyrirtæki kemur í bæinn þarf að fljÁja fólkið með,“ segir Guðjón. Hann bendir einnig á að tölu- vert sé af aðkomufólki í vinnu í bænum, meðal annars á frysti- togurum, og vinna þurfí að því að fá það til að flytja í bæinn. „Við þurfum að gera fólki grein fyrir því hvað það er gott að búa í Vestmannaeyjum og ala hér upp börn,“ segir bæjarstjórinn. Líkur eru á því að stóru sjávarútvegs- fyrirtækin þurfi að fá innlenda eða erlenda farandverkamenn til vinnu, að minnsta kosti á mestu álagstímum. Spurður að því hvort samfélagið sé að breytast í stóra verbúð með tilheyrandi lífi, segist Guðjón ekki trúa því. „Fyrirtækin þurfa að manna starfsemi sína og þau eru að ljúka framkvæmd- um sem kalla á aukinn vinnu- kraft. Ég tel að þau leggi áherslu á að vera með áreiðanlegt starfs- fólk,“ segir hann. Þrátt fyrir að fiskvinnslufyrir- tækin séu búin að fínkemba at- vinnuleysisskrána eru enn þó- nokkrir skráðir atvinnulausir. Það eru þá væntanlega einstakl- ingar sem í sumum tilvikum geta ekki unnið í fiski eða eiga við félagsleg vandamál að etja. Guð- jón segir að nokkurt atvinnuleysi sé meðal kvenna. Hann segir að ef tækist að útvega störf við létt- an iðnað myndu atvinnuleysislist- arnir tæmast. Tekjur aukast Því má bæta við að meðaltekj- ur íbúa í Vestmanneyjum eru talsvert yfir landsmeðaltali. Á árinu 1994 voru tekjur fólks þar 18% hærri en til jafnaðar á land- inu öllu, samkvæmt yfirliti Byggðastofnunar. Aðalástæðan er hátt hlutfall starfa við fiskveið- ar en einnig má nefna að meðal- tekjur á hvert ársverk í fiskveið- um og fískvinnslu eru hærri í Vestmannaeyjum en að meðaltali í landinu öllu. Virðist þessi þróun halda áfram. Útsvarstekjur juk- ust um 9% á síðasta ári og útlit er fyrir 13-16% aftur í ár. Bæjar- sjóður fær 50 milljónum kr. meiri tekjur af útsvari í ár en reiknað var með í fjárhagsáætlun og eru þetta mestu útsvarstekjur í sögu bæjarfélagsins, að sögn bæjar- stjórans. Dýrt að kynda En fólkið flytur í burtu þrátt fyrir gott atvinnuástand, háar meðaltekjur og góða þjónustu. Guðjón segist ekki hafa skýringu á því, aðra en gildi um lands- byggðina almennt. Hann segir að fólk beri því gjarnan við að ódýrara sé að lifa á höfuðborgar- svæðinu og nefni þá sérstaklega mikinn húshitunarkostnað í Eyj- um auk þess sem ódýrt sé að kaupa í matinn í Bónusi. Bæjarveitur Vestmannaeyja eru í hópi dýrustu hitaveitna Iandsins. „Veitan er ný og skuld- ar mikið,“ segir Friðrik Friðriks- son veitustjóri þegar hann er spurður um skýringu á því hvers vegna heita vatnið er svona dýrt í Eyjum. Hitaveitan skuldar um 600 milljónir kr. en ársveltan er aðeins 150 milljónir. Það er því langtímaverkefni að grynnka á skuldunum. Vatn hitaveitunnar er hitað upp með rafmagni, af- gangsorku, að stærstum hluta en einnig er notuð orka frá sorp- brennslustöð. Að sögn Guðjóns bæjarstjóra hafa bæjaryfirvöld leitað til ríkis- valdsins um aðstoð við að lækka húshitunarkostnaðinn. Segir hann að nefnd sem iðnaðarráð- herra skipaði um jöfnun húshit- unarkostnaðar muni skila áliti fyrir áramót. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur lagt sín mál fyrir og telur Guðjón að ákveðinn skilningur sé ríkjandi á vanda- málum Eyjamanna. Mikilvægt að lækka skuldir Friðrik Friðriksson segir að létta verði skuldum af fyrirtæk- inu ef möguleiki eigi að vera að lækka gjaldskrána, afborganir af skuldum séu afgerandi þáttur í greiðslum hennar. Auknar niðurgreiðslur myndu einnig koma notendum til góða. Gert hefur verið ráð fyrir því að veitan greiði tiltölulega hratt niður skuldir sínar. „Á þessi kynslóð að borga allan stofnkostnaðinn við hitaveituna?" segir Friðrik og veltir því fyrir sér hvort ekki sé rétt að lengja afskriftatímann og greiða lánin niður á lengri tíma. Með því móti sé mögulegt að lækka gjaldskrána. Samskiptin við RARIK og Landsvirkjun eru einnig til um- ræðu. Friðrik segir hugsanlegt að spara einhvern milliliðakostn- að með því að kaupa rafmagnið beint frá Landsvirkjun. Hins veg- ar segir hann að það yrði rothögg fyrir Hitaveituna og Eyjamenn ef mikil skerðing yrðu á af- greiðslu rafmagns á afgangs- orkutaxta en í það stefnir á næstu árum vegna orkusölu- samninga Landsvirkjunar við er- lend stóriðjufyrirtæki. Segir Frið- rik að ekki gangi að kynda bæinn upp með svartolíu í lengri tíma. 60 gráðu heitur sjór undir eyjunum „Það er meginmarkmið okkar að ná niður húshitunarkostnaði í Eyjum,“ segir Friðrik. Rannsókn- ir sýna að 60 gráða heitur sjór er undir eyjunum. Friðrik segir að hægt sé að nýta þá orku með varmadælum en til þessa hafi rekstur þeirra verið svo dýr að ekki væri talið hagkvæmt að nýta hana. Telur hann þó að þetta gæti gengið ef hægt yrði að kaupa ótryggt rafmagn til að reka dælurnar, en það hafí ekki fengist í gegn. Vill Friðrik að þetta verði athugað nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.