Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 57
-í MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 57 !> í I I I ) I 3 1 I I I I 4 4 ( I Nýir Islands- meistarar drengja og stúlkna SKÁK Skákmiðstöðin ÍSLANDSMÓT Islandsmót drengja og telpna 14 ára og yngri í Skákmiðstöðinni 23. — 24. nóvember. Bergsteinn Einarsson varð íslandsmeistari i flokki drengja en Ingibjörg Edda Birgisdóttir í stúlknaflokki. Þráinn Vigfússon varð Islandsmeistari í nýrri grein „inetskák." Keppendur á íslandsmótinu í drengja- og telpnaflokki voru 55 talsins, þar af komu u.þ.b. 20 kepp- endur frá Akureyri, Húsavík og Akranesi. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Þeir Berg- steinn og Bragi Þorfinnsson háðu harða keppni um drengjameistara- titilinn en í stúlknaflokki stóð bar- áttan á milli Ingibjargar Eddu og Hörpu Ingólfsdóttur. Höð efstu keppenda: 1. Bergsteinn Einarsson 8'A v. af 9 2. Bragi Þorfinnsson 8 v. 3. Davíð Kjartansson 6'A v. 4. Stefán Kristjánsson 6 v. (46,0 stig) 5. Þórir Júlíusson 6 v. (43,0) 6—7. Sigurður Páll Steindórsson 6 v. (41,5) 6-7. Guðjón H. Valgarðsson 6 v. (41,5) 8. Dagur Arngrímsson 6 v. (40,0) 9. Kristinn Darri Röðulsson 6 v. (29.5) Stúlkurnar tefldu í sama flokki. Röð þriggja efstu varð: 1. Ingibjörg Edda Birgisdóttir 5 'A v. 2. Harpa Ingólfsdóttir 5 v. 3. Anna Lilja Gísladóttir 3 v. Bestum árangri utanbæjar- manna náði Kristinn Darri Röðuls- son frá Akranesi með 6 v. Skák- stjóri var Haraldur Baldursson. Súetin sigraði á HM öldunga Alexei Súetin, rússneskur stór- meistari, sigraði á heimsmóti öld- unga í Bad Liebenzell sem lauk á laugardaginn. Súetin varð sjötugur meðan á mótinu stóð. Hann vann Þjóðveijann Wolfgang Uhlmann í síðustu umferð, en Uhlmann hafði leitt mótið fram að því. Jafn Súet- in að vinningum og stigum varð Anatólí Lein, sem teflir fyrir Bandaríkin. Margir muna líklega eftir Súetin frá því að hann kom hingað árið 1981 til að þjálfa ís- lenska skákmenn. Ingvar Ásmundsson varð í 10. —16. sæti ásamt nafnkunnum meisturum. Hann tefldi af miklu öryggi á mótinu og tapaði ekki skák. Hann vann rússneska skák- bókahöfundinn Efim Stoljar í tí- undu umferð og gerði síðan jafn- tefli við Þjóðverjann Volkhard Ign- ey í þeirri síðustu. Röð efstu manna: 1. Súetin SM, Rússlandi 8'A v. af 11 2. Lein SM, Bandaríkjunum 8'A v. 3. Klovans AM, Lettlandi 8'A v. 4—9. Uhlmann SM, Þýskalandi, Shesto- perov, Gruzmann, Taimanov SM og Kud- inov, Rússlandi og Baumgartner AM, Austurríki 8 v. 10—16. Ingvar Ásmundsson, Vasjukov SM, Krogius SM, Arkhangelsky AM, Rússlandi, Igney og Jugov, Þýskalandi 7'A v. o.s.frv. Á meðal þeirra sem lentu í 17.—36. sæti með 7 V2 v. voru titil- hafarnir Forintos SM, Ungvetja- ANTON Sigurðsson, skólastjóri ísaksskóla, hefur kennt fjöldamörgum nemenda sinna skák. Hér er hann með nokkrum börnum úr skóianum sem kepptu á Islandsmótinu. HJÖRTUR Jóhannsson (Hjartarsonar, stórmeistara) t.v., á hér í höggi við Víði Smára Petersen landi, Sherwin AM, Bandaríkjun- um, Bouwmeester AM, Hollandi og Boey AM, Belgíu. Keppendur voru 177. I kvenna- flokki kepptu 26 og þar sigraði Valentína Koslovskaja frá Rúss- landi. íslandsmótið í netskák Þetta nýstárlega mót fór fram á sunnudagskvöldið undir öruggri handleiðslu Halldórs Grétars Ein- arssonar hjá Einari J. Skúlasyni hf. Taflfélagið Hellir hélt mótið en EJS gaf verðlaunin í mótið. Þráinn Vigfússon varð fyrsti íslandsmeist- arinn í greininni. Til skýringar ber að geta þess að keppendur sátu heima hjá sér og tefldu hraðskákir í gegnum tölvur sínar. Þetta kann að koma þeim nokkuð spánskt fyrir sjónir sem ekki hafa kynnst alnetinu. Þátttakendur voru 24 sem verð- ur að teljast afar góð byijun. Þar að auki urðu 11 frá að hverfa vegna tæknilegra erfiðleika. Röð efstu manna: 1. Þráinn Vigfússon 7'A v. af 9 2—4. Andri Áss Grétarsson, Davíð Kjartansson og Björn Þorfinnsson 6 'A v. 5—6. Kristján Eðvarðsson og Bogi Páls- son 6 v. 7—9. Hlíðar Þór Hreinsson, Sigurður Olafsson og Gunnar Bjömsson 5'A v. 10—12. Jóhann Þorsteinsson, Daði Örn Jónsson og Jón Hálfdánarson 5 v. 13—15. Hrannar Baldursson, Bjarni Sæmundsson og Þórður Harðarson 4 'A v. tæknilegra orsaka) Islandsmeistari áhugamanna (1.800 Elo stig og lægri) varð Davíð Kjartansson, 14 ára. Næstir í þeim flokki urðu Bjarni Sæ- EFSTU borð í lokaumferðinni. mundsson og Þórður Harðarson. „Besti byrjandinn" (þeir sem ekki hafa skákstig) varð Þórður Harðarson með 4V2 v. en næstir í þeim flokki urðu Birgir Ævarsson og Jóhann Halldórsson. Sá eini sem lagði Þráin að velli var Birgir Ævarsson. Andri Áss leiddi mótið lengst af, en tapaði fyrir Þráni í sjöundu umferð. Við skulum líta á eina vinningsskák Islandsmeistarans, sem er býsna vel tefld af hraðskák að vera: Hvítt: Þráinn Vigfússon Svart: Kristján Eðvarðsson Nimzoind- versk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - a6 5. Rf3 - c5 6. e3 - cxd4 7. exd4 - d5 8. Bg5 - Rbd7 9. cxd5 - exd5 10. Bd3 - Da5 11. 0-0 - 0-0 12. Re5 - h6 13. Rxd7 - Rxd7 14. Bh4 - Bxc3 15. bxc3 - Dc7 16. Db3 - Rb6 17. Bg3 - Dc6 18. Hacl L- Rc4 19. Ddl - Be6 20. Dh5 f5? (Betra var 20. - Dd7) 21. Hfel - Dd7 22. Be5 - Hf7 23. Bxc4 - dxc4 24. f4 - Bd5 25. He3 - Be4 26. Hg3 - De6? • b c d « f g h 27. Hg6 - Dd5 28. Dxh6 - Dd7 29. Hel - He8 30. He3 - Kf8 31. Bxg7+! — Ke7 og svartur gafst upp. Margeir Pétursson i ( ( i < I ( Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Sjávarútvegsfræði — nám með starfi Námið hefst í lok febrúar 1997 og lýkur ári síðar. Skipulagið miðast við að fólk af öllu landinu geti stundað námið samhliða vinnu sinni. Markmiðið er að sameina fræðilega og Hagnýta þekkingu á þessu sviði og er leitast við að miðla nýjustu aðferðum, hugmyndum og rannsóknaniðurstöðum eins og þær liggja fýrir hverju sinni. Þátttakendur: Námið er ætlað sérfræðingum og stjórnendum í íslenskum sjávarútvegi. Það hentar bæði þeim sem lokið hafa háskóla- og tækniskólaprófi, sem og öllum er hafa góða almenna menntun og starfsreynslu í íslenskum sjávarútvegi, s.s. framkvæmdastjórum, fjármálastjórnum, framleiðslustjórum, verkstjórum, útgerðarstjórum, auk starfsmanna opinberra stofnana og hagsmunasamtaka. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Efna- og örverufræði. Fjármál. Fiskifræði. Fiskiðnaðartækni. Gæðastjórnun og gæðakern. Markaðsfræði og utanríkisverslun. Framleiðslustjórnun. Gæðakerfi. Fiskihagfræði. Rekstarumhverfi sjávarútvegsfýrirtækja. Stefnumótun og stjórnun. Fvrirkomulag: \lls eru kenndar 3' Alls eru kenndar 300 stundir og er kennt þrjá daga í senn, fimmtudag, föstudag og laugardag, einu sinni til tvisvar í mánuði (engin kennsla í júlí og ágúst). Námio samsvarar tólf og hálfri einingu í námi á háskólastigi. Kennarar: Agnar Hansson, lektor HÍ, Ágúst Einarsson, prófessor og alþingismaður, Gísli S. Arason, lektor HÍ, Guðmundur Stefánsson, deildarstjóri RF, Gunnar Steransson, tölvunarfræðingur Hafrannsóknastofnun, Haukur AJfreðsson, rekstrarverkfræðingur Nýsi, Jón Freyr Jóhannsson, ráðgjafi „Skref í rétta átt“, Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur Hafrannsóknastofnun, Páll Jensson, prófessor HÍ, Pétur K. Maack, prófessor Hf, Ragnar Árnason, prófessor Hf og Sigurjón Arason, aðstoðarforstjóri RF. Stjórn námsins: Valdimar K. Jónsson, prófessor, Sigurjón Arason, aðstoðarforstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Agúst Einarsson, prófessor og alþingismaður. Þátttökugjald: Gjaldið er 190.000 kr. og eru kennslugögn innifalin nema ef kaupa þarf kennslubækur. Greiðslum má dreifa á námstímann, samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknarfirestur er til 10. desember. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá: Fndurmenntunarstofnun Háskóla lslands Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími 525 4923. Bréfsíini 524 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.