Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 21 ERLENT 125 létu lifið þegar farþegavél hrapaði í Indlandshaf skömmu eftir flugrán Reuter BRAK úr vél Ethiopean Airlines, sem hrapaði undan Comoro-eyjum í Indlandshafi marar í hálfu kafi. Síðasta höggið eins ogjarðskjálfti Moroni, Comoro-eyjum, Addis Ababa, Jerúsalem og Jóhannesarborg. Reuter, The Daily Telegraph. BJORGUNARMONNUM tókst að ná á land hluta farþegaþotunnar, sem var rænt eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu og hrapaði þegar hún varð eldsneytislaus skammt und- an ströndum Comoro-eyja á laugar- dag. Þrír menn, sennilega frá Eþíóp- íu, rændu vélinni, sem var á leið til Nairobi og Vestur-Afríku, og kröfð- ust þess að henni yrði beint til Ástral- íu. 175 manns voru um borð. 50 björ- guðust og 125 létu lífið. Vélin er frá flugfélaginu Ethi- opean Airlines, sem er eitt það stærsta í Afríku. í gær var fiugfélag- ið að skipuleggja flutning á jarðnesk- um leifum þeirra, sem fórust með vélinni, til Addis Ababa, en skortur á líkkistum á Comoro-eyjum tafði fyrir. Meirihluti íbúa á eyjunum er múslimar og samkvæmt trú þeirra eru hinir látnu grafnir í líkklæðum, en ekki líkkistum og bannað er að brenna lík. Ræðismaður Indlands á eyjunum fór fram á það að lík hindúa um borð yrðu brennd án tafar í samræmi við trúarbrögð þeirra, en þeirri beiðni var hafnað. 12 manna áhöfn var um borð. Farþegamir voru frá 35 löndum. 30 voru frá Eþíópíu. Þar í landi hefur verið lýst yfir þriggja daga þjóðar- sorg. Yfirvöld í Eþíópíu hafa farið fram á það að flugræningjamir, sem lifðu af, verði framseldir. Ræningjamir létu til skarar skríða skömmu eftir flugtak. Þeir kváðust hafa sprengju meðferðis og reyndu að taka fram fyrir hendumar á flug- manninum skömmu áður en vélin hrapaði á grunnsævi um 500 metra norður af Grande Comore, sem er stærst eyjanna. Tveir flugræningj- anna lifðu slysið af og sama er að setja um flugmanninn og aðstoðar- flugmanninn. Talið er að flestir þeir, sem komust lífs af, hafí setið framar- lega í vélinni, sem brotnaði í þijá hluta. „Þeir gáfu út yfirlýsingu á am- haric [helsta tungumálinu í Eþíópíu] og sögðust vera rétt sloppnir úr fang- elsi,“ sagði Yonas Mekuria aðstoðar- flugmaður. „Þeir neituðu að trúa flugstjóranum þegar hann sagði að eldsneytið væri á þrotum og hann yrði að lenda í Moroni [höfuðborg Comoro-eyja]. Þetta var stórfurðu- legt. Þeir skiptu sér af aðgerðum, gripu í stjórntæki og tól.“ Bjargaði konu og barni ísraelinn Lior Fuchs, sem er 23 ára, komst af. Hann kvaðst hafa séð konu og bam, sem voru föst í braki. „Ég synti að henni, losaði hana úr brakinu, blés upp björgunarvesti hennar og barnsins hennar og saman fórum við um borð í björgunarbát- inn,“ sagði Fuchs. Frank Huddle, ræðismaður Bandaríkjamanna í Bombay á Ind- landi bjargaðist ásamt konu sinni, Shania. „Við fleyttum fjóram sinnum kerlingar á haffletinum áður en vélin brotnaði í sundur," sagði Huddle. „Fyrsta höggið var mjúkt. Annað höggið mjög harkalegt. Það þriðja enn harkalegra, eins og bílslys á 70 mílna hraða. Það síðasta var eins og jarðskjálfti." Ferðamenn á staðnum björguðu flestum þeim, sem lifðu af. 20 fransk- ir og tveir suður-afrískir læknar voru á staðnum og gerðu að sáram slas- aðra. FLUGRANIÐ I AFRIKU Flugvél af gerðinni Boelng-767 frá flugfélaginu Ethiopean Airlines með 175 manns um borð hrapaði skammt frá Comoro-eyjum undan austurströnd Afríku á laugardag. Þrír menn höfðu rænt vélinni skömmu eftir flugtak í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Boeing 767 Siysstaðurinn Talið er að 125 hafi látið lífið þegar flugvélin hrapaði 500 m frá strönd Grand Comoro-eyjar eftir að hún varð eldsneytislaus. 50 björguðust. Áætluð leið Abidjan með milli- lendingu í Nairobi, Brazzaville og Lagos. Flug- raeningjamir ^þrírfráEþíópíu til Ástralíu. MORON! Stækkað svæði Madagascar/ u/ COMORO-EYJAR Mohéli Anjouan 20 km REUTERS Ermarsundshöfnum lokað París. Reuter. VÖRUBILSTJORAR í Frakklandi, sem eru í verkfalli, hertu enn að- gerðir sínar í gær og hindraðu vöru- flutinga um hafnir við Ermarsund og mikilvægar samgönguleiðir við þýsku landamærin. Alain Juppé for- sætisráðherra hvatti ákaft til sam- komulags í deilunni sem væri farin að hafa uggvænleg áhrif á efnahag- inn og ylli vandræðum í samskipt- um við grannþjóðir. Viðræður deiluaðila stóðu alla aðfaranótt mánudags en báru ekki árangur. Bílstjórarnir krefjast hærri launa og styttri vinnutíma en einnig vilja þeir fá að fara á eftirlaun við 55 ára aldur. Vinnu- deilan er hin umfangsmesta síðan haustið 1995 er samfélagið var lam- að vikum saman og til átaka kom á götum. Samkvæmt nýrri skoðana- -könnun njóta bílstjórarnir mikillar samúðar og 87% aðspurðra sögðust álíta kröfur þeirra vera réttlætan- legar. Framleiðsla hefur stöðvast í verksmiðju Renault í Douai í norð- urhluta landsins vegna þess að birgðir hafa ekki borist og verkfalls- menn hafa einbeitt sér að því að stöðva framleiðslu mikilvægra verksmiðja og olíuvinnslustöðva. Hafa þeir komið fyrir vegatálmum á 136 stöðum á mikilvægum vegum. „ÍAlendingar eiga hreinuAtu náttúru í heimi” - við kunnum Líka að $era okkur mat út því II |||j||||||| íilemk matvœlatramleiðila 5 ''690581 111100" uppjyllir itrangar alþjóðlegar gæðakrötur. Verði ykkur að góðu. tierðu alllaj iaman verð og gœði. Islemkur iðnaður á heimsmœlikvarða <§) SAMTOK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.