Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 21
ERLENT
125 létu lifið þegar farþegavél hrapaði í Indlandshaf skömmu eftir flugrán
Reuter
BRAK úr vél Ethiopean Airlines, sem hrapaði undan Comoro-eyjum í Indlandshafi marar í hálfu kafi.
Síðasta höggið eins
ogjarðskjálfti
Moroni, Comoro-eyjum, Addis Ababa, Jerúsalem og Jóhannesarborg. Reuter, The Daily Telegraph.
BJORGUNARMONNUM tókst að ná
á land hluta farþegaþotunnar, sem
var rænt eftir flugtak frá Addis
Ababa í Eþíópíu og hrapaði þegar
hún varð eldsneytislaus skammt und-
an ströndum Comoro-eyja á laugar-
dag. Þrír menn, sennilega frá Eþíóp-
íu, rændu vélinni, sem var á leið til
Nairobi og Vestur-Afríku, og kröfð-
ust þess að henni yrði beint til Ástral-
íu. 175 manns voru um borð. 50 björ-
guðust og 125 létu lífið.
Vélin er frá flugfélaginu Ethi-
opean Airlines, sem er eitt það
stærsta í Afríku. í gær var fiugfélag-
ið að skipuleggja flutning á jarðnesk-
um leifum þeirra, sem fórust með
vélinni, til Addis Ababa, en skortur
á líkkistum á Comoro-eyjum tafði
fyrir. Meirihluti íbúa á eyjunum er
múslimar og samkvæmt trú þeirra
eru hinir látnu grafnir í líkklæðum,
en ekki líkkistum og bannað er að
brenna lík.
Ræðismaður Indlands á eyjunum
fór fram á það að lík hindúa um
borð yrðu brennd án tafar í samræmi
við trúarbrögð þeirra, en þeirri beiðni
var hafnað.
12 manna áhöfn var um borð.
Farþegamir voru frá 35 löndum. 30
voru frá Eþíópíu. Þar í landi hefur
verið lýst yfir þriggja daga þjóðar-
sorg.
Yfirvöld í Eþíópíu hafa farið fram
á það að flugræningjamir, sem lifðu
af, verði framseldir.
Ræningjamir létu til skarar skríða
skömmu eftir flugtak. Þeir kváðust
hafa sprengju meðferðis og reyndu
að taka fram fyrir hendumar á flug-
manninum skömmu áður en vélin
hrapaði á grunnsævi um 500 metra
norður af Grande Comore, sem er
stærst eyjanna. Tveir flugræningj-
anna lifðu slysið af og sama er að
setja um flugmanninn og aðstoðar-
flugmanninn. Talið er að flestir þeir,
sem komust lífs af, hafí setið framar-
lega í vélinni, sem brotnaði í þijá
hluta.
„Þeir gáfu út yfirlýsingu á am-
haric [helsta tungumálinu í Eþíópíu]
og sögðust vera rétt sloppnir úr fang-
elsi,“ sagði Yonas Mekuria aðstoðar-
flugmaður. „Þeir neituðu að trúa
flugstjóranum þegar hann sagði að
eldsneytið væri á þrotum og hann
yrði að lenda í Moroni [höfuðborg
Comoro-eyja]. Þetta var stórfurðu-
legt. Þeir skiptu sér af aðgerðum,
gripu í stjórntæki og tól.“
Bjargaði konu
og barni
ísraelinn Lior Fuchs, sem er 23
ára, komst af. Hann kvaðst hafa séð
konu og bam, sem voru föst í braki.
„Ég synti að henni, losaði hana
úr brakinu, blés upp björgunarvesti
hennar og barnsins hennar og saman
fórum við um borð í björgunarbát-
inn,“ sagði Fuchs.
Frank Huddle, ræðismaður
Bandaríkjamanna í Bombay á Ind-
landi bjargaðist ásamt konu sinni,
Shania. „Við fleyttum fjóram sinnum
kerlingar á haffletinum áður en vélin
brotnaði í sundur," sagði Huddle.
„Fyrsta höggið var mjúkt. Annað
höggið mjög harkalegt. Það þriðja
enn harkalegra, eins og bílslys á 70
mílna hraða. Það síðasta var eins og
jarðskjálfti."
Ferðamenn á staðnum björguðu
flestum þeim, sem lifðu af. 20 fransk-
ir og tveir suður-afrískir læknar voru
á staðnum og gerðu að sáram slas-
aðra.
FLUGRANIÐ I AFRIKU
Flugvél af gerðinni Boelng-767 frá flugfélaginu Ethiopean Airlines með 175
manns um borð hrapaði skammt frá Comoro-eyjum undan austurströnd Afríku
á laugardag. Þrír menn höfðu rænt vélinni skömmu
eftir flugtak í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu.
Boeing 767
Siysstaðurinn
Talið er að 125 hafi látið lífið þegar
flugvélin hrapaði 500 m frá strönd
Grand Comoro-eyjar eftir að hún
varð eldsneytislaus. 50 björguðust.
Áætluð leið
Abidjan með milli-
lendingu í Nairobi,
Brazzaville og Lagos.
Flug-
raeningjamir
^þrírfráEþíópíu
til Ástralíu.
MORON!
Stækkað
svæði
Madagascar/
u/
COMORO-EYJAR
Mohéli
Anjouan
20 km
REUTERS
Ermarsundshöfnum lokað
París. Reuter.
VÖRUBILSTJORAR í Frakklandi,
sem eru í verkfalli, hertu enn að-
gerðir sínar í gær og hindraðu vöru-
flutinga um hafnir við Ermarsund
og mikilvægar samgönguleiðir við
þýsku landamærin. Alain Juppé for-
sætisráðherra hvatti ákaft til sam-
komulags í deilunni sem væri farin
að hafa uggvænleg áhrif á efnahag-
inn og ylli vandræðum í samskipt-
um við grannþjóðir.
Viðræður deiluaðila stóðu alla
aðfaranótt mánudags en báru ekki
árangur. Bílstjórarnir krefjast
hærri launa og styttri vinnutíma
en einnig vilja þeir fá að fara á
eftirlaun við 55 ára aldur. Vinnu-
deilan er hin umfangsmesta síðan
haustið 1995 er samfélagið var lam-
að vikum saman og til átaka kom
á götum. Samkvæmt nýrri skoðana-
-könnun njóta bílstjórarnir mikillar
samúðar og 87% aðspurðra sögðust
álíta kröfur þeirra vera réttlætan-
legar.
Framleiðsla hefur stöðvast í
verksmiðju Renault í Douai í norð-
urhluta landsins vegna þess að
birgðir hafa ekki borist og verkfalls-
menn hafa einbeitt sér að því að
stöðva framleiðslu mikilvægra
verksmiðja og olíuvinnslustöðva.
Hafa þeir komið fyrir vegatálmum
á 136 stöðum á mikilvægum vegum.
„ÍAlendingar eiga
hreinuAtu náttúru
í heimi”
- við kunnum Líka að $era
okkur mat út því
II |||j||||||| íilemk matvœlatramleiðila
5 ''690581 111100" uppjyllir itrangar alþjóðlegar
gæðakrötur. Verði ykkur að góðu. tierðu alllaj
iaman verð og gœði.
Islemkur iðnaður á heimsmœlikvarða
<§)
SAMTOK
IÐNAÐARINS