Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 59
FRÉTTIR
Rætt um ofbeldi
unglinga í Seljakirkju
OPINN fundur verður haldinn í
Seljakirkju miðvikudaginn 27. nóv-
ember kl. 20 þar sem leitað verður
i svara við ýmsum áleitnum spurn-
ingum sem hafa vaknað undanfarn-
ar vikur s.s. Hvernig má stemma
stigu við ofbeldi barna og unglinga?
Hvað geta foreldrar gert? Hvaða
úrræði hafa grunnskólinn og skóla-
yfirvöld? Skila þau úrræði árangri?
Hvaða þjónustu veita félagsmálayf-
irvöld? Hvaða hjálp er í boði fyrir
þolendur og gerendur? Hvað skort-
ir?
Á fundinum flytja stutt fram-
I söguerindi: Bragi Guðbrandsson,
forstjóri Barnaverndarstofu, Gerður
G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í
Reykjavík, Lára Björnsdóttir, fé-
iagsmálastjóri í Reykjavík, Daníel
Gunnarsson skólastjóri og Jónína
Bjartmarz, Heimili og skóla.
Að framsöguerindunum loknum
gefst fundarmönnum tækifæri til
að bera fram fyrirspurnir. Þá sitja
fyrir svörum: Sigrún Magnúsdóttir,
formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur,
og Guðbjörg Björnsdóttir, formaður
SAMFOK í Reykjavík, ásamt frum-
mælendunum Braga Guðbrands-
syni og Daníel Gunnarssyni.
Foreldrafélög Öldusels- og Selja-
skóla, Seljakirkja, SAMFOK og
Heimili og skóli standa sameigin-
lega að þessum fundi sem er öllum
opinn.
ELÍSA Wium, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku og Guðrún
Eyjólfsdóttir frá Hans Petersen.
Hans Petersen styrkir
Vímulausa æsku
1
1
I
i
i
(
(
<
i
i
<
i
i
i
I
Heilsufrelsi mót-
mælir reglugerð
ALMENNUR borgarafundur
Heilsufrelsis í Perlunni hinn 23.
nóvember ályktaði eftirfarandi:
Fundurinn mótmælir þeim svipt-
ingum á lýðréttindum sem nú
standa til án undanfarandi lýðræð-
islegra kosninga og reglugerðir
EES hafa í för með sér fyrir kjós-
endur á íslandi.
Fundurinn fer fram á það við
umbjóðendur sína á aiþingi að lög-
um um lækningar verði breytt
þannig að allar lækningar verði
gerðar jafnaðgengilegar fyrir al-
menning í landinu og fólk hafi
frjálst val til lækninga jafnhliða
eigin ábyrgð á heilsu sinni eins og
almenningur í nokkrum fylkjum
Bandaríkjanna.
Fundurinn æskir þess að yfir-
stjórn læknamála í landinu fari að
dæmi Þjóðarheilsustofnunar
Bandaríkjanna (NHI) sem er að
rannsaka óhefðbundnar lækningar
til raunhæfra nota þeirra fyrir al-
menning þar í landi.
Fundurinn lýsir sig algerlega
andvígan drögum að reglugerð um
svokölluð „náttúruiyf" nema að
mjög verulega breytingar verði á
þeim til meira fjálsræðis. Þær regl-
ur eru mun verri kostur en núver-
andi reglur þó eru bæði fyrir al-
menning/neytendur og ríkisbú-
skapinn í heild, af eftirfarandi
ástæðum:
Þær hækka lyfjakostnað almenn-
ings og minnka aðgengi að fyrir-
byggjandi lækningum sem fást með
fæðubótaefnum.
Þær eru þvert á nýja stefnu í
heildrænni læknisfræði sem getur
lækkað lyíjakostnað verulega.
Engin dæmi eru um heilsutjón
af völdum fæðubótaefna nú. Því er
nú þegar nægjanlegt eftirlit fyrir
hendi.
Um „náttúrulyf" sem innihalda
lyf og ekki má flytja inn til landsins
nú má setja sérstakar reglur án
þess að einokunarreglur fylgi í kjöl-
farið.
FYRIRTÆKI Hans Petersen
mun næstu vikur styrkja for-
varnastarf Vímulausrar æsku
með því að leggja samtökunum
til 5 krónur af hveiju seldu jóla-
korti.
Með þessu samstarfi mun
Hans Petersen ekki einungis
kynna starfsemi og tilvist
Vímulausrar æsku í verslunum
sínum, heldur einnig styrkja
með fjárframlagi forvarna-
starf samtakanna meðal barna,
unglinga og foreldra á næstu
misserum.
Vímulaus æska hefur frá
byijun reynt að styrkja vímu-
varnir með öflugu upplýsinga-
og ráðgjafarstarfi til foreldra
barna sem lent hafa í klóm fíkn-
innar. Samtökin gefa enn frem-
ur út fræðsluefni um vímuefna-
mál og hafa virkjað marga aðila
til samstarfs, sem vilja með ein-
um eða öðrum hætti styrkja
forvarnir á Islandi.
Námstefna
um grindarlos
HALDIN verður námstefna um
grindarlos föstudaginn 29. nóvem-
ber á Grand Hóteli við Sigtún kl.
13-16.30. Félag íslenskra sjúkra-
þjálfara heldur námstefnuna í sam-
vinnu við Mæðradeild Heilsuvernd-
arstöðvarinnar í Reykjavík.
Töluverð umræða hefur verið í
þjóðfélaginu undanfarið vegna
grindarloss en margar konur þjást
vegna þess bæði á meðgöngu og
eftir.
Aðalfyrirlesari á námstefnunni
verður Birte Carstensen, danskur
sjúkraþjálfari, sem hefur sérhæft
sig í meðferð á þessum konum. Hún
er „manuel terapeut" og hefur ára-
langa reynslu að baki sem með-
ferðaraðili og kennari í þessum
fræðum.
Aðrir fyrirlesarar eru: Ósk Axels-
dóttir og Birna Gunnlaugsdóttir,
sjúkraþjálfarar, Arnar Hauksson,
læknir, Guðný Jónsdóttir, sjúkra-
þjálfari, og Sigurður Thorlacius,
tryggingalæknir.
Eftir fyrirlestrana verða fyrir-
spurnir og umræður. Aðgangseyrir
er 500 kr. og kaffi og meðiæti inni-
falið. Allir eru velkomnir.
Heimahlynning
með opið hús
HEIMAHLYNNING verður með
samverustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudaginn 26. nóvember
kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags
íslands, Skógarhlíð 8. Gestur
kvöldsins verður Vilhjálmur Hjálm-
arsson leikari. Kaffi og meðlæti
verður á boðstólum.
Hr ey fimyndafélagið
sýnir Shane
Söfnun
hafin vegna
sjóslyss
HAFIN er söfnun fyrir fjöl-
skyldu Vignis Högnasonar
sem fórst 13. október sl. með
Jonnu SF-12.
Lionsklúbburinn Kolgríma
stendur fyrir söfnuninni og
hefur opnað reikning í Spari-
sjóði Hornafjarðar trompbók
nr. 420000. Söfnunin stendur
til 1. febrúar nk.
Heitið er á einstaklinga,
félagasamtök og fyrirtæki að
leggja eitthvað af mörkum til
söfnunarinnar, segir í til-
kynningu stjórnar Lions-
kíúbbsins Kolgrímu.
HREYFIMYNDAFELAG háskólans
sýnir vestrann Shane í leikstjórn
Georges Stevens í Háskólabíói
þriðjudaginn 26. nóvember kl. 18.30
og fimmtudaginn 28. nóvember kl.
11.
Myndin, sem gerð var 1953, segir
frá fyrrverandi byssubófa, Shane,
(sem Alan Ladd leikur) sem er að
leita að kyrrð og ró og kemur að
sveitabæ þar sem hjón búa með syni
sínum (Jean Arthur og Van Herfl-
in). Atvik haga því þannig að Shane
ræður sig sem vinnumann og teng-
ist hann fjölskyldunni sterkum bönd-
um og þá sérstaklega syni þeirra
hjóna. Shane aðstoðar bændurna
einnig að beijast við gráðugan kaup-
sýslumann sem vill kaupa jörðina
af fjölskyldunni og hrekja alla bænd-
ur í nágrenninu af jörðum sínum.
Þegar það tekst ekki í fyrstu at-
rennu ræður kaupsýslumaðurinn
byssubófa (Jack Palance) til að
hræða bændurna burt og þá þarf
Shane að taka á honum stóra sínum.
Loyal Griggs, kvikmyndatöku-
maður myndarinnar, fékk Óskars-
verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku.
Myndin var tilnefnd til alls 5 Óskars-
verðlauna á sinum tíma.
Miðaverð er 300 kr. fyrir félaga,
þ.e. handhafa framhalds/háskóla-
skírteina og einkaklúbbskorts. Aðrir
geta keypt 200 kr. félagsskírteini
við inngang Háskólabíós sem gildir
á allar sýningar Hreyfímyndafélags-
ins.
Jólakort Frið-
lýsingarsjóðs
komin út
ÚT ERU komin jólakort Friðlýsing-
arsjóðs Náttúruverndarráðs. Að
venju eru gefin út þijú jólakort.
Myndirnar á kortunum eru: Detti-
foss, ljósmynd eftir Guðmund Ing-
ólfssorij Flórgoði, ljósmynd eftir Jó-
hann Óla Hilmarsson og Hrútaber
eftir Eyþór Einarsson. Stærð kort-
anna er 137 mm x 170 mm og eru
þau tvöföld. Ailur ágóði af sölunni
rennur í Friðlýsingarsjóð sem stofn-
aður var 1974. Hlutverk sjóðsins er
að styrkja íslenska náttúruvernd.
Jólakortin eru til sölu á skrifstofu
Náttúruvemdarráðs, Hlemmi 3,
Reykjavík.
Rætt um
Guðríði Símon-
ardóttur
SAGNFRÆÐINGAFÉLAG íslands
heldur félagsfund í Þjóðskjalasafni
íslands, Laugavegi 162, þriðjudag-
inn 26. nóvemer kl. 20.30. Fyrirles-
ari er Steinunn Jóhannesdóttir, rit-
höfundur. Heiti fyrirlestrarins er:
Hver var Guðríður Símonardóttir?
Steinunn hefur skrifað leikritið
Heimur Guðríðar. Síðasta heimsókn
Guðríðar Símonardóttur í kirkju
Hallgríms. Það var frumsýnt á
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
5. júní 1995 og hefur gert víðreist
í kirkjum landsins. Næsta sýning
verður í Seltjarnarneskirkju á jóla-
föstu.
■ ALMANAK Sambands ís-
lenskra krístniboðsfélaga er kom-
ið út. Það er gefið út árlega til
styrktar kristniboðsstarfi samtak-
anna í Eþíópíu, Kenýu, Kína og á
íslandi. Margar myndir úr ýmsum
greinum starfsins prýða almanakið.
Ritningarorð og stuttar upplýsingar
um starfið eru við hlið myndar hvers
mánaðar. Almanakið er fallegt. Það
kostar 450 kr. og fæst á aðalskrif-
stofu SÍK í húsi KFUM og K, Holta-
vegi 28, Reykjavík, og einnig í
ýmsum kirkjum landsins.
Skýrslur frá
umboðsmanni
barna
NÚ ER fáanleg á skrifstofu emb-
ættis umboðsmanns barna fyrsta
skýrsla umboðsmannsins til forsæt-
isráðherra fyrir árið 1995 og kostar
hún 500 kr.
í skýrslunni er m.a. fjallað um
hlutverk og starfshætti umboðs-
manns barna, sagt frá kynningu
og fræðslu á vegum embættisins
og málum sem tekin voru til umfjöll-
unar hjá umboðsmanni barna árið
1995.
Skýrslan Ofbeldi í sjónvarpi, sem
er úttekt á framboði ofbeldisefnis
í íslensku sjónvarpi dagana 2.-15.
september 1996 er einnig til sölu á
300 kr. Þar er auk þessa m.a. að
fínna ítarlega greinargerð um það
helsta sem rannsóknir fjölmiðla-
fræðinga síðastliðna fjóra áratugi
hafa leitt í ljós um áhrif ofbeldisefn-
is í sjónvarpi á börn og ungmenni.
Lokst er hægt að fá skýrsluna
Að mega lýsa og koma á framfæri
skoðunum sínum við fullorðna sem
eru niðurstöður könnunar umboðs-
manns barna á starfsháttum nem-
endaráða grunnskóla skólaárið
1995-1996. Skýrslan kostar 200
kr.
Skrifstofa umboðsmanns barna
er að Hverfisgötu 6, 5. hæð og er
opin alla virka daga frá kl. 9-15.
LEIÐRÉTT
Rímgt föðurnafn
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
ABC hjálparstarfi um jólakortasölu
sem birtist sl. sunnudag var rangt
farið með föðurnafn listamannsins
sem hannaði kortin. Hið rétta er
Rannveig Björg Albertsdóttir en
ekki Jónsdóttir eins og sagt var.
Myndatextar víxluðust
í FRÉTT á Akureyrarsíðu síðastlið-
inn laugardag um nýja verslun
Bókvals, þar sem kaffihúsið Kaffi
Kverið er einnig til húsa, urðu mis-
tök við vinnslu blaðsins. Myndatext-
ar víxluðust, en á myndunum voru
annars vegar kaupmennirnir Jón
Ellert Lárusson og Svandís Jóns-
dóttir og hins vegar Vignir Þor-
móðsson veitingamaður og Margrét
ívarsdóttir sem starfar á kaffihús-
inu. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.