Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ENGILBERT
GUÐMUNDSSON
+ Engilbert Guð-
mundsson,
bóndi frá Hallsstöð-
um við Isafjarðar-
tfjúp, fæddist að
Lónseyri við Kalda-
lón 16. desember
1912. Hann andað-
ist á Landspítalan-
um aðfaranótt
föstudagsins 15.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar Eng-
ilberts voru Sigríð-
ur Helga Jensdótt-
ir, f. 28. maí 1871 í
Bolungarvík, og
Guðmundur Engilbertsson, f.
21. október 1865 að Lónseyri.
Hans foreldrar voru Engilbert
Kolbeinsson, fæddur 1830 í
Þemuvík, og Ólafía Þórðar-
dó á fyrsta ári,
Steindór Stefán, f.
27. desember 1897,
Þórður, f. 9. apríl
1899, Halldór, f. 19.
júlí 1900, Bjarni
Jónas, f. 23. maí
1902, Friðlaug, f.
31. ágúst 1903, Mar-
grét, f. 6 mars 1905,
Kolbeinn Guð-
mundur, f. 2. júní
1906, Ólafía, f. 25.
júlí 1908, Jens, f. 9.
nóvember 1910 og
Engilbert, f. 16.
desember 1912. Allt
er þetta fólk látið, nema Ólafía
sem dvelur að Sólvangi í Hafn-
arfirði og Jens, sem er bóndi
að Kirkjubæ í Skutulsfirði.
Engilbert og Ólafía bjuggu
dóttir, fædd 1845 að Lónseyri.
Hennar foreldrar vora Þórður
Ólafsson, bóndi á Lónseyri, og
Margrét Bárðardóttir, en hún
varð úti ásamt tveimur dætrum
sínum utan við Lónseyrarbæ-
inn. - Sigríður Helga missti
fyrri mann sinn í sjóinn, hann
hét Hreggviður Þormóðsson og
áttu þau tvö börn, sem fylgdu
henni að Lónseyri, Rögnvaldur
Ágúst, f. 16. maí 1888, og Elísa-
bet, f. 30. ágúst 1889. Sigríður
Helga og Guðmundur eignuð-
ust 11 böra, öll fædd að Lóns-
eyri. Kolbeinn Engilberts, sem
að Hallsstöðum frá árinu 1945
til 1995. Þau ólu upp þijá fóst-
ursyni, Rafn Vigfússon, f. 2.
nóvember 1935, búsettur í
Reykjavík, Gylfa Guðjónsson,
f. 2. maí 1944, búsettur í Mos-
fellsbæ, og Reyni Snædal
Magnússon, f. 7. júní 1960, bú-
settur í Kópavogi. Auk þess
dvaldi hjá þeim um lengri og
skemmri tima fjöldi barna og
unglinga.
Utför Engilberts Guðmunds-
sonar fer fram frá Fossvogs-
kapellu í dag og hefst athöfnin
kl. 15.
ísafjarðardjúp var oft nefnt
„Gullkistan" hér áður fyrr. Var það
vegna þess hve vel Djúpið gaf af
sér til matar fyrir fólk, bæði fugl,
fisk og sel. - Sagnir frá 18. öld
herma að við ísafjarðardjúp hafi
fólk komist bærilega af meðan
mannfellir var víða annarsstaðar
um landið.
Það þætti ekki góður kostur í
dag fyrir ungt fólk að koma sér
fyrir á lítilli eyri við ósa jökulár,
með kalda tungu Drangajökuls laf-
andi niður í Kaldalón. Þarna var
þó oft hlýtt yfír sumartímann og
sjóbleikjan læddi sér fram með eyr-
inni, inn í Mórillu og þverár henn-
ar. Byggð hefur verið á Lónseyri
um aldir þó nú sé hún komin í eyði,
en hefur verið í eigu sömu ættar á
þriðju öld.
Engilbert Guðmundsson sleit
bamsskónum á Lónseyri. Hann
lærði snemma að umgangast marg-
breytilega náttúru Kaldalóns, hina
hlýju og litríku ásjónu þess að sum-
arlagi og síðan kuldalegt yfírbragð
vetrarins. Hann varð mikil skytta
og veiðimaður, umgengni hans síð-
ar á ævinni við öll dýr, hvort sem
villt vom eða húsdýr, merkti ýmsa
þá uppeldisþætti sem í heiðri vom
hafðir á Lónseyri. - Trúlegt er að
oft hafí verið þröngur kosturinn á
Lónseyri, mörg bömin og allir að-
drættir með versta móti. Fólkið á
eyrinni varð að sníða sér stakk eft-
ir vexti, vinna margt heima sem
ekki var hægt að borga fyrir ann-
arsstaðar. Peningarnir ultu ekki
ofan úr hlíðinni. - Snemma bar á
að Engilbert var mjög verklaginn
og fór vel með byssu. Eldri systkini
hans hlutu sína skólagöngu að
þeirra tíma hætti í héraði eða voru
send á námskeið á ísafjörð. - Á
fyrri hluta fjórða áratugarins varð
mikil bylting í menntunarmálum við
ísaijarðardjúp, er Héraðsskólinn í
Reykjanesi var stofnsettur. Ráðist
var í að senda Engilbert á þennan
skóla, hann var verklaginn og
greindur en þetta kostaði meiri pen-
inga en heimilið hafði efni á. Eldri
systkin hans áttu ekki kost á þess-
ari skólagöngu, en Jens bróðir hans
mun hafa stutt skólagönguna með
ráðum og dáð. Skólaár Engilberts
vom 1936 og 1937, þrír mánuðir
hvorn vetur. Sagt er að menntun
hans hafí verið með ólíkindum eftir
þessa tvo vetur.
Eftir 1940 hóf Engilbert búskap
á Lónseyri móti Jens bróður sínum.
Áður hafði hann stundað sjóróðra
og einnig verið um tíma að Auðnum
á Vatnsleysuströnd hjá Kolbeini
bróður sínum. Sennilega hefur þeim
Lónseyrarbræðrum, Jens og Engil-
bert, orðið fljótlega ljóst að þessi
litla eyri mundi ekki bera tvo at-
hafnamenn um framtíð, enda um
það leyti miklar breytingar í land-
búnaði og lifnaðarháttum fólks, frá
því sem áður var. Engilbert leitaði
eftir öðru jarðnæði og festi kaup á
jörðinni Hallsstöðurn í Nauteyrar-
hreppi, innar við ísafjarðardjúp.
Síðar fékk Jens jarðnæði að Bæjum
á Snæfjallaströnd, Hærribæ, en í
Neðribænum bjó Páll Jóhannesson
og hans fjölskylda. Þá lagðist Lóns-
eyri í eyði, en hvert fótmál þar á
langa sögu gegn um aldir.
Þann 20. júní 1945 rann upp
fögur morgunstund við Isafjarðar-
djúp. Það var blankalogn og sól í
heiði. Þennan dag hafði Engilbert
valið til að flytjast búferlum að
Hallsstöðum. Hann hafði fengið
Kjartan Halldórsson frá Bæjum til
Lónseyrar með trillu og á henni
var öll búslóðin flutt að Hallsstöð-
um. Hann hafði einnig ráðið systur
sína, Ólafíu Guðmundsdóttur til að
standa fyrir búi um sinn. Þennan
sama dag lagði hún upp frá Lóns-
eyri á hestum og hafði með sér
ungan pilt, Ragnar Sigurðsson að
nafni. Hennar hlutverk var að
koma tveimur kúm þeirra Engil-
berts að Hallsstöðum frá Lónseyri.
Þegar Engilbert og Ólafía komu
að Hallsstöðum, hún á hestum og
hann á bát, blasti við bærinn við
voginn. Bæjarhúsið var tvílyft
timburhús, byggt af Höskuldi
Jónssyni, bónda á Hallsstöðum,
húsið var orðið gamalt, en bar sig
vel. Flaggstöng var í norðurkvisti
og þar var flaggað, er Sveinn
Björnsson, forseti íslands heim-
sótti ísafjarðardjúp um borð í
gamla Fagranesinu. Þetta hús
hafði komið til álita sem læknisbú-
staður fyrir Sigvalda Kaldalóns,
lækni, en af því varð ekki. - Úti-
hús voru úr torfí og timbri, gömul
og illa á sig komin. Túnið lítið en
afgirt, fegurð og friður hvíldi yfir
umhverfinu.
Á Hallsstöðum tók á móti þeim
ungur piltur, Rafn Vigfússon að
nafni, Hann hafði dvalið hjá hálf-
systur sinni, Emilíu Vigfúsdóttur
og Jakob Jónssyni að Hallsstöðum
um árabil. Þau seldu Engilbert jörð-
ina og Rafn fylgdi með í kaupunum,
hann var að sunnan en líkaði vel
við Djúpið. Þama hittu þau Engil-
bert og Ólafía fyrir sinn fyrsta fóst-
urson. Þeir urðu þrír, sem þau
gengu í foreldrastað, fyrir utan tugi
bama sem verið hafa hjá þeim um
lengri og skemmri tíma. Ólafía átti
að standa fyrir búi bróður síns eitt
sumar, en hún sinnti því hlutverki
æfílangt. - Engilbert heyjaði um
sumarið og allt slegið með orfi og
ljá. Um haustið var féð rekið frá
Lónseyri inn að Hallsstöðum. Seint
um haustið datt niður þakið á fjár-
húsum inni á hól. Hann lagaði þak-
ið, en þetta var fyrirboði hans, hver
verkefni yrðu um framtíð. Næsta
sumar fékk hann sér hestasláttu-
vél. Síðan hófust verkefnin, hvert
á fætur öðru. Tún vom stækkuð,
öll útihús byggð að nýju og flutt
inn í nýtt íbúðarhús fyrir jólin 1963.
Hann var yfírsmiður að öllum sínum
byggingum og lagði víða hönd á
plóginn við húsasmíði í sínu héraði
gegn um árin, m.a. yfirsmiður við
íbúðarhúsið á Hamri og lagði hönd
að bryggjusmíði á Arngerðareyri. -
Fljótlega fékk hann sér skektu og
spil sem fólk gekk í kring um til
að draga skektuna upp á grund.
Hún var notuð fram í Djúpbátinn
og hann reri fram á Djúp í átt að
Borgarey, lagði línu sem beitt var
með síld eða sandmaðki úr fjör-
unni. Hann aflaði ótrúlega vel af
þorski og sendi í soðið á flesta bæi
í Nauteyrarhreppi. Engilbert notaði
þekkingu sína og handlagni í þágu
almennings. Hann klippti sveitunga
sína, ætlaði að taka krónu fyrir en
gerði það aldrei. Hann gerði við
viðkvæm tæki eins og vatnskassa
í bílum fyrir sveitunga sína og fleira
sem þurfti sérfræðiþekkingu til.
Hann aðstoðaði varðandi dýralækn-
ingar í héraðinu, en þekkingar þar
að lútandi mun hann hafa aflað sér
frá Ásgeiri Guðmundssyni í Æðey,
sem oft kom að Hallsstöðum til
gistingar, er hann var á ferðalagi.
Vorið 1948 ákváðu þau Ólafía
og Engilbert að taka að sér annan
dreng. Þau hafa trúlega fundið að
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÍVAR HANNESSON
vélfræðingur,
Granaskjóli 11,
Reykjavik,
sem andaðist á Landspítalanum þriðju-
daginn 19. nóvember sl., verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið-
vikudaginn 27. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en beim, sem vilja minnast hins
látna, er bent á líknarstofnanir.
Matthildur Jónsdóttir
Ingunn ívarsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Valdfs Ragnheiður ívarsdóttir, Viðar Stefánsson,
Herdís ívarsdóttir, Ingi Þór Vigfússon,
ívar ívarsson, Árný Sigríður Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir minn.
HARALDUR MAGNÚSSON,
dvalarheimilinu Lundi,
Hellu,
lést hinn 17. nóvember sl.
Útförin hefur farið fram að Odda, Rang-
árvöllum.
Hjartans þakkir til starfsfólks dvalar-
heimilisins Lundar fyrir kærleika,
umönnun og hjúkrun, sem og til vina
hans og kunningja fyrir ómælda tryggð á liðnum árum og áratugum.
Knútur R. Magnússon.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÖSKULDUR ÁGÚSTSSON
fyrrverandi yfirvélstjóri,
Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
lést á Reykjalundi 24. nóvember.
Áslaug Ásgeirsdóttir,
Ásgerður Höskuldsdóttir, Ólafur Haraldsson,
Anna M. Höskuldsdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Helga Höskuldsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Áslaug Höskuldsdóttir, Albína Thordarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okakr, tengdafaðir, afi og langafi,
séra SVEINBJÖRN
SVEINBJÖRNSSON
fyrrverandi prófastur
í Hruna,
er andaðist föstudaginn 22. nóvember
sl., verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju föstudaginn 29. nóvember og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Alma Ásbjarnardóttir,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ragna Guðmundsdóttir,
Páll Sveinbjörnsson, Erla Ferdinandsdóttir,
Herdís P. Pálsdóttir, Bragi Bjarnason,
Magnús Pálsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Björg Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
aðstaða þeirra og umhverfí kynni
að gefa ekki síðri uppvaxtarskilyrði
en annarsstaðar. - Svanfríður,
amma mín á ísafírði, valdi mér
þennan stað til að vera á. Ég var
fjögurra ára og Láki kokkur pass-
aði mig um borð í Fagranesinu inn
Djúp. Það var kallað að fara til
vandalausra. Ég man enn veðrið,
er Djúpbáturinn kom að Hallsstöð-
um. Það var sól, en árabáturinn sem
kom frá landi valt svolítið. Þeir settu
mjólkurbrúsa upp í Fagranesið og
aðra niður í árabátinn. Svo var mér
lyft upp út fyrir borðstokkinn. Ég
fann traustar hendur taka við mér
úr árabátnum og ég var settur aft-
ur í skut. Þetta voru hendur Engil-
berts á Hallsstöðum. Þegar ég var
níu ára, reri hann með mig til prófs
í Reykjanesi. í bakaleiðinni var
skotinn selur, ég reri, selurinn elti
og Engilbert skaut. Kjötið var borð-
að heima en skinnið spýtt upp á
timburvegg og síðan selt. Ég óx
úr grasi og fylgdist grannt með
breytingum í búrekstrinum. Eitt
sumarið hætti hann að nota hesta
fyrir hestasláttuvélina en beitti fyr-
ir hana gamalli Ford dráttarvél frá
Auðnum. Engilbert sat þá á Fordin-
um, en Stígur Arnórs eða Guð-
mundur Sigurjónsson sumarstrákar
sátu á hestasláttuvélinni. Síðan
keypti hann Willys jeppa í-11 og
sláttuvél á hann. Þá kom Massey
Ferguson /58, og enn síðar betri
tækni. Ég man að Engilbert var
ávallt að lagfæra og gera við tækin
sín. Hann fylgdist greinilega með
framþróun í sínum rekstri og ætl-
aði sér aldrei um of. Búið var aldr-
ei stórt, en það var hagkvæmt og
vel rekið. Árið 1960 kom þriðji
drengurinn í fóstur að Hallsstöðum.
Þar var á ferð Reynir Snædal Magn-
ússon, fjögurra mánaða og kom í
fylgd móður sinnar og Guðmundu,
eiginkonu Jens í Bæjum. Hann
reyndist fósturforeldrum sínum vel
og ekki síður þegar erfíðleika efri
ára bar að garði. Þegar síðustu
örlagastund Engilberts bar að
garði, sem ávallt hafði verið öðrum
hlýr og góður, bað hann þennan
yngsta fósturson sinn að koma til
sín. - Það er mikið vandaverk að
taka að sér uppeldi bama, ekki síst
þegar um annarra böm er að ræða.
Hallsstaðaheimilið hefur tekið þetta
hlutverk að sér í ríkum mæli, bæði
til skemmri og lengri tíma..
Engilbert Guðmundsson var í
hreppsnefnd Nauteyrarhrepps í 16
ár. Tómstundir hans voru oft og
tíðum landslagsmálun og ljóðagerð.
Á yngri árum málaði hann, á efri
árum orti hann. Hann var snjall
hagyrðingur og sendi við ýmis tæki-
færi kveðskap sinn til Tímans og
Vestfírska fréttablaðsins og víðar.
Kveðskapur hans var afar fágaður
sem og framkoma hans við böm
sín og aðra samferðamenn. Árið
1985 orti Engilbert um alla bæi í
Nauteyrarhreppi, í byggð og eyði.
Um sinn eigin bæ kvað hann svo:
Hallsstaðir fyrr í öllu falli
fengu nafn af Landnáms-Halli
en Þórhallur því staðinn kallar
þama svo, að landi hallar.
Séra Baldur Vilhelmsson, próf-
astur í Vatnsfírði sendir hér með
alúðarkveðjur, en hann er staddur
á Heilsuhælinu í Hveragerði. Við
fóstursynir Engilberts þökkum hon-
um vegferðina, ásamt öllum sumar-
bömunum hans.
Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ.
Hér var sá karl er keypti löndin
kvöðunum létti, sundraði mó.
Aldrei hvildist iðjumannshöndin
áhuga knúin sem brýndi og sló.
Höndin sem batt og höndin sem leysti
höndin sem tyrfði og saman dró.
Höndin sem gjörvöll húsin reisti
hálfa öld eða lengur bjó.
(Ketill Indriðason.)
Fyrir tæpu ári sömu daga og
ógnir veðurhams og snjóflóða
dundu á Flateyri, vom systkinin á
Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi að
búa sig til brottfarar, Engilbert og
Olafía - Berti og Lóa. Þau höfðu
staðið meðan stætt var, en nú varð