Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 55 Steinar Eiríkur ' Sigurðsson fæddist á Seyðis- firði 26. nóvember 1949. Hann lést á Borgarspítalanum 20. júlí og fór útför | hans fram frá Þingeyrarkirkju 27. júlí. I dag 26. nóvember, hefði elsku pabbi minn orðið 47 ára gamall, að vísu var hann ekki minn erfðafræðilegi | faðir, en frá því að ég h þriggja ára gömul bað hann að j* vera pabba minn gegndi hann því 9 hlutverki með sóma allt til dauða- dags. I dag hugsa ég til þess hversu ung hann og mamma voru þegar þau hófu búskap og hversu eðlis- lægt það var honum að vera pabbi. Hann og mamma eiga fimm börn saman og segir það mikið um hversu barnelskur hann var. Það var gott að alast upp í •) fjörugum barnahópi. Auðvitað | komu upp vandamál eins og geng- 9 ur og gerist og ekki voru alltaf allir sammála, enda skapmikil fjöl- skylda. Harmonikan hans pabba átti sinn þátt í að skapa fjörugt en notalegt andrúmsloft á heimil- inu. Þar af leiðandi var oft gest- kvæmt. Pabbi átti svo stóran þátt í að skapa þetta andrúmsloft á m heimilinu með harmonikunni og gáskafullum sögum þar sem sann- leikurinn var teygður lítilega svo | sögurnar hljómuðu betur, að and- rúmsloftið verður aldrei samt. Við misstum svo mikið við and- lát pabba, sérstaklega mamma því hún og pabbi voru svo ná- tengd. Stríðið við sjúkdóm- inn var það stutt að við vorum varla búin að meðtaka hversu al- varlegt ástandið var þegar öllu var lokið. Pabbi var góður afi, því er sorglegt að barnabörnin fá ekki að njóta lengri samvista við hann, þar á meðal sonur minn sem fædd- ist rétt fyrir andlát hans. Við sættum okkur aldrei við að hann þurfti að fara svona snemma, en við verðum að læra að lifa með því. Elsku pabbi ég er miklu ríkari af kynnum mínum við þig, ég get ekki nema vonað að það sé líf eft- ir þetta líf og að við hittumst á ný, annað er óbærilegt að hugsa um núna. Elsku Steinar Eiríkur, takk fyrir að vera pabbi minn. Þín, Rakel. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs tengdaföður míns Steinars Eiríks Sigurðssonar. Það er á svona stundum sem mað- ur áttar sig á því hversu hratt tíminn líður og hversu mörgu er ólokið. Steinar var hress og kátur mað- ur og hefði aðeins orðið 47 ára í dag. Alltaf var jafn gaman að vera á Nesi þegar Steinar tók upp harmonikuna, en núna á maður víst ekki eftir að heyra í nikkunni oftar. Og ekki fær hún litla dóttir mín og sonardóttir Steinars að hlusta né njóta afa síns lengur. Kynni þeirra urðu nú ekki löng. Nei, þessi sjúkdómur er ekki lengi að ljúka verki sínu. Daginn eftir að ég kom heim af spítalanum með dóttur mína kom Steinar suður. Var það 11. mars. Ekki gat ég alveg ímyndað mér að 20. júlí yrði Steinar farinn frá okkur. Nei, en svona vill Guð víst hafa þetta þó við viljum það ekki. í lok- in var Steinar orðinn allt annar maður frá því ég kynntist honum fyrst fyrir tveimur árum. Elsku Steinar, ég þakka kynnin þó þau hafí ekki verið nema í tvö ár. Elsku Sigga og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja okkur öll í þess- ari miklu sorg. Magnea Þ. Einarsdóttir. Elsku afi minn, Steinar Eiríkur, er farinn. Ekki urðu kynni okkar löng. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, takk fyrir stundirnar okkar sem voru því miður allt, allt of fáar. Þín sonardóttir, Sigríður Freydís Gunnarsdóttir. STEINAR EIRÍKUR SIGURÐSSON i s 1 I j I í 4 t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall ást- kærs mannsins míns, sonar, tengdasonar og bróður okkar, KRISTJÁNS KJARTANSSONAR. Arndís Fannberg, Þorbjörg Pétursdóttir, Sigríður J. Fannberg, Pétur Kjartansson, Jón Kjartansson, Magnús Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Sigrún Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir. M XXXZE Erfidrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR H. ÁRNADÓTTUR, Meistaravöllum 31. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfs- fólki á deild 2A í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Edda Runólfsdóttir, Einar Sigurþórsson, Guðrún Edda Einarsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir, Hrefna Lind Einarsdóttir. Erfidrykkjur HÓTÉL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, BJÖRGVINS MAGNÚSSONAR, Tunguvegi 46, Reykjavík. Asa Pálsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Philip Cartledge, Jón Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir, Páll Björgvinsson, Ástrós Guðmundsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir, Mike Haith, Magnús Björgvinsson, Edda Pálsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Marólina Erlendsdóttir, Hannes Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, er auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar, bróð- ur og afa, BRAGA LÁRUSSONAR. Sólveig Matthíasdóttir, Sigríður Björk Bragadóttir, Sigurður Grendal Magnússon, Berglind Bragadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS JÓNSSONAR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, áðurtil heimilis íLaufvangi 1, Hafnarfirði. Anna Jóna Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Einar S. Björnsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðbergur Magnússon, Jón Ragnarsson, Ingveldur Karlsdóttir, Helgi Ragnarsson, Halldóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, ÓLAFURANDRÉSSON, Ástúni 2, Kópavogi, lést í Landspítalanum 24. nóvember. Berglind Ósk Óiafsdóttir, Steinn Jóhannsson, Hulda Guðmundsdóttir, Ólöf Linda Ólafsdóttir, Halldóra Jóhannsdóttir, Andrés Ásgrímsson, Gústaf Adolf Andrésson, Jóhann Salomon Andrésson.Ágústa Hansen og aðrir aðstandendur. 4 4 4 4 4 « t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS AUÐUNSSONAR járnsmiðs, Grundargerði 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra, sem hjálpuðu honum í veikindum hans. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, Kristin Hafsteinsdóttir, Jórunn Sigurjónsdóttir, Vilberg Sigurjónsson, Sigrún Andrésdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Nils Jens Axelsson, Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir og barnabörn. Erfidnkkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjönusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 w I slei iskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar + — minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- KAIWN Olí'liv liggjandi margskonar íslenskt efni: M Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið SK S. HELGAS0N HF upplýsinga. 11STEINSMIDJA \ SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 c=-» I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.