Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 35
Guðir og
geimverur
MYNPLIST
Mokka
MÁLVERK
Jón M. Baldvinsson. Opið alla daga
til 5. desember.
ÖRYGGISLEYSI mannsins
andspænis undrum veraldar og
þrá hans eftir skýringum og svör-
um tekur á sig ýmsar myndir.
Ber þar hæst gengi trúarbragða,
sem oftar en ekki leitast við að
skýra hið illskilj anlega og svara
spurningum um hið ókunna með
tilvísun til yfirnáttúrlegra afla,
guða sem hafi ráð veraldarinnar
í hendi sér. Þeir sem aðhyllast
skýringar og svör trúarbragðanna
telja sig þar með hólpna, örugga
í vissunni um það sem enginn
veit; hinir eru ekki færri sem láta
sér þetta ekki nægja og leita
lengra.
A þessari öld hefur birst ný
tegund skýringa og svara sem
vísa til náttúrulegra afla, sem
koma utan frá til jarðarinnar, og
hafa þar öll þau áhrif sem þau
vilja í krafti ótakmarkaðrar getu
og kunnáttu. Geimverurnar eru
komnar og hugmyndir um tilveru
þeirra, áhuga og áhrif á líf
mannsins á jörðunni hafa skotið
föstum rótum, ekki aðeins í skáld-
skap og draumórum, heldur einn-
ig í alvarlegra samhengi leitarinn-
ar að svarinu við lífsgátunni.
Vísindin hafa stutt þessar hug-
myndir með því að benda á að
fyrst líf hefur þróast á okkar
hnetti séu allar líkur á að það
geti einnig hafa þróast á hnöttum
annarra sólkerfa. Hins vegar vilja
flestir aðdáendur þessara hug-
mynda gleyma að fjarlægðin frá
næsta hugsanlega „lífhnetti" (eitt
hundrað þúsund ljósár) er slík að
enginn þekktur hraði í alheimin-
um gerir líklegt að lífsform gæti
ferðast slíkar vegalengdir.
Myndlistin hefur tekið þátt í
þessum vangaveltum með sínum
hætti og þessi hógværa sýning
er einn angi þess. Jón Baldvinsson
hefur lengi málað fígúrur með
einföldum dráttum og sterkum
litum, þannig að fremur hefur
verið um að ræða grímur en and-
lit, draumheima en raunveruleik-
ann, ímyndir en persónur. í ljósi
þessa má raunar telja myndir
Jóns af geimverum eðlilegt fram-
hald í þróun myndlistar hans. Auk
þessa markar sýningin nú
skemmtileg tímamót, þar sem
þrjátíu og fimm ár eru síðan hann
hélt sína fyrstu einkasýningu, og
þá einnig á Mokka.
Jón sýnir alls 23 myndir, flest-
ar unnar með mildum litum
fantasíunnar - fjólubláum, bleik-
um, blágrænum. Nær öll verkin
eru andlitsmyndir af einstakling-
um fremur en tegundum; geim-
verurnar eru þannig persónugerð-
ar, en ekki aðeins séðar sem hluti
heildar. Svipur þeirra er ýmist
mjúkur, forvitinn, opinn, syfjuleg-
ur eða harðneskjulegur - svip-
brigði mannlegra vera.
Hugarflug mannsins hefur
lengi reikað á þessum vettvangi
en óttast greinilega að ganga
mjög langt; maðurinn hefur ekki
aðeins skapað guðina í sinni
mynd, heldur einnig ímyndir
þeirra lífvera sem hann telur þró-
ast annars í alheiminum.
Eiríkur Þorláksson
Dauði brim-
brettakappans
KVIKMYNPIR
Háskölabíó
ALLT í GRÆNUM SJÓ
„BLUE JUICE“ ★ Vi
Leikstjóri: Carl Prechezer. Handrit:
Peter Salmi og Carl. Aðalhlutverk:
Sean Pertwee, Zeta Jones, Ewan
McGregor, Steven MacKintosh og
Peter Gunn. Pandora Cinema. 1995.
BRESKIR brimbrettakappar
eru í engu frábrugðnir amerískum
leikbræðrum sínum ef marka má
brimbrettadramað Allt í grænum
sjó í Háskólabíói. Hún segir af
nokkrum vinum sem hittast í
Cornwall þar sem eru bestu skil-
yrði til brimbrettaleikja í öllu
Bretlandi og þeir djamma og
djúsa allar nætur, eltast við stelp-
ur og tala stóreygðir um hina
miklu öldu í Grafreitnum -
hættulegasta og skelfilegasta
brimbrettastað veraldar. Þeir eru
meira að segja með gúrú í sínum
hópi í sérstökum tengslum við
öldurnar. Hann les í veðrið og er
jafn náttúrulegur og Patrick Swa-
yze í „Point Break“. Allt í græn-
um sjó sýnir nefnilega líka að
breskar brimbrettamyndir eru í
engu frábrugðnar amerískum
brimbrettamyndum. Fyrirmynd-
irnar koma greinilega að vestan.
Málið í Allt í grænum sjó er
að karlmenn um þrítugt eru ekki
ennþá komnir af unglingaskeiðinu
og það er feikinóg til að gera þá
þreytandi barnalega frá byijun.
Aðalpersónan, sem Sean Pertwee
leikur, er að ákveða sig alla mynd-
ina hvort hann eigi að bruna með
vinum sínum og taka þátt í þeirra
gelgjulega leikjavafstri (m.a. að
gera met í magaæfingum!) eða
setjast í helgan stein með ástinni
sinni, Zetu Jones, gullfallegri
konu sem allir venjulegir menn
mundu deyja fyrir hvað þá taka
sér frí frá brimbrettinu. Vinir
hans eru ýmist lífsleiðir millar eða
lífsglaðir dópistar nema einn sem
er að fara að kvænast og er bara
lífsleiður. Varanlegt samband við
konur táknar dauða brimbretta-
kappans í þessari mynd.
Hún hefur ekkert nýtt fram að
færa og þótt það sé í sjálfu sér
kostur að hún reynir yfirleitt ekki
að vera annað en hún er - grall-
araleg kómedía um breska brim-
brettalífið — er hún bara svo sára-
lítið spennandi. Ewan McGregor
er hressilegur að vanda og ein-
staka klúr brandari gengur upp,
sveitalega útvarpsstöðin er
skemmtileg og öldurnar eru að
öllum jafnaði hlægilega litlar
(þótt það eigi sennilega ekki að
heita fyndið). Þær ýta aðeins und-
ir þá skoðun sem fljótlega mynd-
ast að mestanpart er Ailt í græn-
um sjó mynd lítilla sæva.
Arnaldur Indriðason
MEIMNTUN
Vandamál tengd raungreinanámi á við öll skólastigin
Námsleiðir mótast
þegar í grunnskóla
SKORTUR er á sérmenntuðum
raungreinakennurum í grunnskól-
um, samkvæmt því sem skýrt var
frá í Morgunblaðinu sl. þriðjudag.
Þar kom fram að einungis 20-30%
kennara hafa tekið stærðfræði
sem valgrein, en 70-80% hafa al-
mennt nám í stærðfræði. Dr. Þór-
ólfur Þórlindsson forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar uppeldis- og
menntamála telur íslendinga
komna þarna í vítahring, sem þurfi
að ijúfa.
Hann segir að strax í grunn-
skóla mótist mjög • mikið hvaða
námsleiðir ungt fólk velji í fram-
haldsskóla. Það þýði að sé
kennslugreinum ekki gert hátt
undir höfði í grunnskóla leggi
færri nemendur stund á stærð-
fræði og raungreinar í framhalds-
skóla. „Það leiðir síðan til þess að
við fáum færri nemendur í þessar
greinar í háskóla og í kennara-
námi,“ segir hann.
Hann segir að árum saman
hafi verið rætt innan háskólans
hvernig hægt sé að hvetja nem-
endur til að stunda nám í þessum
greinum á háskólastigi. Sé litið
10 ár til baka sé nánast öll fjölg-
un nemenda háskólans í félagsvís-
indadeild og heimspekideild en
mjög lítil aukning í verkfræði og
raunvísindadeild. „Við höfum því
haft margar vísbendingar um að
gera þyrfti átak til að efla kennslu
í stærðfræði og raungreinum.
Byija verður á grunnskólanum,
því annars komumst við aldrei út
úr þessum vítahring."
Aðspurður telur hann til bóta
ef bætt yrði við fjórða árinu í
Kennaraháskóla íslands (KHÍ)
þar sem lögð yrði sérstök áhersla
á stærðfræði og raungreinar.
Hann segir þó margt annað koma
til greina eins og kennarar hafi
raunar nefnt. Hann veltir því til
dæmis upp hvers vegna raun-
greinar, fyrir utan stærðfræði,
séu utan samræmds prófs. „Getur
það verið vegna þess að íslending-
ar meta þær ekki eins mikils eins
og til dæmis dönsku?" spurði
hann.
Lausnin ekki fjórða árið
Björn Bjarnason menntamál-
ráðherra telur það einföldun á
vandanum að segja lausnina á
kennaraskorti í raungreinum fel-
ast í að bæta við fjórða ári í
KHÍ. Hann segir að vissulega
verði það mál skoðað lögum sam-
kvæmt 1998. Sömuleiðis endur-
skipulagning á\ kennaranáminu,
samhliða því að koma á Uppeldis-
háskóla.
Hann segir að kanna verði
hvernig skólarnir geti laðað að
fleira fólk til raungreinakennslu
en sækist eftir því námi sérstak-
lega í Kennaraháskólanum.
„Sömuleiðis þarf að skoða hvort
einhver ákvæði í lögum geri skól-
unum erfitt fyrir í þessu efni, eins
og raunar hefur komið fram i sam-
tali Morgunblaðsins við Áskel
Harðarson kennara Flensborgar-
skóla.“
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
Efla þarf tækmmenntun
„VIÐ sjáum það þegar litið er
yfir listann um frammistöðu þjóða
í raungreinum að samanburður-
inn er verstur fyrir okkur við þjóð-
ir sem byggja á allt öðrum grunni
en við. Líklega telja talsmenn
umbóta í skólamálum ekki allt til
fyrirmyndar í þessum löndum
hvort heldur litið er til launa kenn-
ara eða fjölda nemenda í bekkjum
svo dæmi séu tekin. Engu að síð-
ur ná þjóðirnar góðum árangri í
alþjóðlegum samanburði. Þetta
segir okkur það eitt að ekki er
einfalt að finna leiðir út úr vand-
anum og e.t.v. hættuiegast að
telja það einfalt því að líta þarf
til margra þátta,“ segir Björn
Bjarnason menntamálaráðherra.
Hann segir íslensk stjórnvöld
t.d. hafa ýtt undir áhuga á raun-
greinum með því að styðja þátt-
töku skólanema í alþjóðakeppnum
og með því að halda olympíuleika
í eðlisfræði árið 1988.
Menntamálaráðherra vill
stefna að því að efla tæknimennt-
un í grunn- og framhaldsskólum
og segir að alls staðar i heiminum
líti menn á tæknimenntun sem
almennan undirbúning undir líf
og starf í nútíma þjóðfélagi. „Hér
á landi hefur hún verið of tak-
mörkuð við einstakar starfsnáms-
brautir á framhaldsskólastigi. Því
fer stærstur hluti nemenda var-
hluta af henni,“ segir hann. „Ég
tel einkum mikilvægt að gera
tölvulæsi og meðhöndlun upplýs-
inga hluta af almennri menntun."
Þá segir Björn að huga þurfi
að samstarfi framhaldsskóla og
háskóla þegar menn velti fyrir sér
hvernig hægt sé að byggja upp
aðstöðu til kennslu á raungreina-
sviði. „Ég kynntist því t.d. í ísra-
el hvernig stofnað hefur verið til
samstarfs framhaldsskóla og há-
skóla til að tryggja nemendum
og kennurum aðgang að sem full-
komnustum tækjum og bestri
þekkingu. Við þurfum einnig að
huga að slíku samstarfi og skipu-
leggja námið með skýr markmið
í huga. Dreifum við kröftunum
um of kann árangur að ráðast af
því,“ segir Björn Bjarnason.
*
Alyktun um
einelti
FULLTRÚARÁÐ Kennarasam-
bands Islands varar við því að er-
lendar rannsóknir séu teknar gagn-
rýnilaust og yfirfærðar á íslenskt
skólastarf eins og gert hefur verið
undanfarið með einelti í norskum
skólum.
Segir þar að leggi kennari nem-
anda í einelti sé það alvarlegra mál
en svo að það verðskuldi „jafnóvand-
aða og ábyrgðarlausa umræðu" og
átt hefur sér stað í fjöimiðlum að
undanförnu. Segir að umræðu um
líðan barna í skóla sé þörf en þá
verði að gæta þess vandlega að hún
sé fagleg og byggð á þekkingu.
Annars sé hætt við að hún snúist
upp í andhverfu sína.
Samanburður við OECD ríki um hlutfallslega
skiptingu kennslutíma eftir námsgreinum hjá
13-15 ára nemendum, árið 1992
] ísland
IOECD
Trúarbragðafræði
Tækni- og verkgr.*
íþróttir
Annað
Stærðfræði
Móðurmál
Listgreinar*
Samfélagsgreinar
Náttúrufræði
Erlend tungumál
island er ekki meðtalið i
skiptingu ÖECD rikja.
'iþessari flokkun telst
heimilisfræði til tækni- og
verkgreina, og tónmennt,
mynd- og handmennt til
listgreina.
12%
12%
HAGKAUP