Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Deilur hafa komið upp um forkaupsrétt að hlut Þróunarsjóðs í tveimur fyrirtækjum sem seld voru í haust Hefur selt eignar- hlut íníu félögum Hlutafé Þróunarsjóðs yfirtekið af hluta- fjárdeild Byggðastofnunar í júní 1994 - -^Upph. I milljónum kr. Hlutafé ’94 Eignarhl.'94 Niðurfærsla Söluverð* Alpan hf. 15,0 27,13% 7,5 Árnes hf. 58,3 21,78% 26,3 Búlandstindur hf. 70,0 35,39% ófrágengið 80,5 Fáfnir hf. 49,4 25,17% 42,0 óselt Gunnarstindur hf. 84,4 32,14% 38,5 Hraðfrystihús Grundarfj. hf. 53,5 22,92% 53,5 Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. 54,8 49,98% 58,0 Meitillinn hf. 119,3 30,09% 119,3 Oddi hf. 90,0 44,30% 45,0 30,0 Tangi hf. 115,6 39,48% 115,2 Samtals 710,3 87,0 528,8 •Bókfært verð hlutabréfanna við yfirtöku var 450 miillónir kr. Sala á hlutabréfum Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins hefur í tvígang að undanfömu orðið til þess að vekja upp deilur og í öðru tilvik- inu er málið komið fyrir dómstóla. Sveigjan- legrí reglur um sölu á hlutabréfum sjóðsins hefðu sennilega orðið til þess að auka mögu- leika hans á að fá hærra verð fyrir þessi bréf, að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins. ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegs- ins hefur frá því hann var settur á laggirnar á miðju ári 1994 selt eign- arhlut sinn í níu af tíu fyrirtækjum sem hann átti hlut í. Af þessum níu fyrirtækjum eru átta á sviði sjávarútvegs, en það níunda er fyr- irtæki á sviði almenns iðnaðar. Samanlagt er um að ræða hluti að nafnverði 710 milljónir króna sem bókfærðir voru á 450 milljónir króna í bókhaldi sjóðsins við yfir- töku bréfanna af hlutaíjárdeild Byggðastofnunar og nemur sölu- verðið samanlagt 528,8 milljónum króna. Skylt er samkvæmt lögum um Þróunarsjóð að gefa forkaupsrétt- arhöfum, sem eru hluthafar og starfsmenn fyrirtækjanna, kost á að nýta sér forkaupsrétt að bréfun- um eftir að tilboð hefur borist í þau sem stjórn sjóðsins hefur sam- þykkt. Það hefur verið upp og ofan hvort forkaupsréttarhafar hafa nýtt sér þennan forkaupsrétt og einnig hve almenn þátttakan hefur verið í að nýta hann. Samkvæmt áliti Lagastofnunar, sem leitað var eftir í kjölfar þess að lög um sjóðinn voru samþykkt á Alþingi, skiptist forkaupsrétturinn jafnt á milli þeirra sem ákveða að nýta sér hann, en ekki í hlutfalli við eignarhlut hvers og eins eða öðru. Ef tíu aðil- ar ákveða að nýta sér forkaupsrétt- inn skiptist hann jafnt á milli þeirra og sama gildir ef 100 aðilar ákveða að nýta réttinn. Tvö nýjustu dæmin um sölu á eignarhlut Þróunarsjóðs í sjávarút- vegsfyrirtækjum er sala á eignar- hlut sjóðsins í Búlandstindi á Djúpa- vogi og í Meitlinum í Þorlákshöfn. I báðum tilvikum virðast góðar lík- ur til þess að forkaupsréttarhafar geti hagnast verulega á að hafa nýtt sér forkaupsréttinn og í báðum tilvikum hefur nýting réttarins orð- ið til að valda deilum. I fyrra tilvikinu hefur mál verið höfðað vegna forkaupsréttarins og þess hvernig skilja beri reglur um hann. Málið er höfðað til staðfest- ingar á lögbanni á sölu á eignarhlut sjóðsins í Búlandstindi og er nú til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið er höfðað af heildversluninni Mata hf. og 22 tengdum aðilum, þar sem Þróunar- sjóður hafði hafnað kröfu þessara aðila um forkaupsrétt á hlutabréf- unum. Forsaga málsins er sú að ísfélag- ið í Vestmannaeyjum hf. sendi inn tilboð í hlutabréf sjóðsins í Bú- landstindi þann 26. ágúst sl. og samþykkti stjóm sjóðsins að taka tilboðinu daginn eftir. Bréfin voru 70 milljónir króna að nafnvirði og miðaðist tilboðið við gengið 1,15. I framhaldinu hafði sjóðurinn sam- band við Búlandstind og óskaði eft- ir yfirliti yfir eigendur og starfs- menn, þannig að hægt væri að bjóða þeim að neyta forkaupsréttar miðað við gengið 1,15. Þessir aðilar fengu bréf þessa efnis dagsett 3. septem- ber þar sem þeim var gerð grein fyrir tilboði Isfélagsins og fengu þeir frest til 24. september til að nýta sinn forkaupsrétt. Gengið hækkaði verulega Um svipað leyti urðu töluverð viðskipti með bréf í fyrirtækinu, bæði bréf úr hlutaíjáraukningu Búlandstinds og eigin bréf fyrirtæk- isins. Hækkaði gengi bréfanna verulega í viðskiptum á Opna til- boðsmarkaðnum á skömmum tíma iða fram til 20. september úr 1,2 2,25. Þá var orðið ljóst að væntan- igir kaupendur hlutabréfa Þróun- rsjóðs myndu hagnast umtalsvert, ar sem kaupgengi bréfanna yrði ■^ngt undir markaðsvirði þeirra. Gilti þá einu hversu stór hlutur þeirra væri í fyrirtækinu þar sem bréfín skiptast jafnt á kaupendur, óháð núverandi hlutafjáreign, eins og fyrr segir. Þróunarsjóður viðurkenndi for- kaupsrétt 38 starfsmanna og hlut- hafa í Búlandstindi en hafnaði kröfu Mata og tveggja annarra aðila sem keypt höfðu hlut í fyrirtækinu eftir að stjórn sjóðsins hafði gengið að tilboði Isfélagsins. Mata keypti hlutabréf í Búlandstindi þann 20. september að nafnvirði 190 þúsund, eða skömmu áður en heimild hlut- hafa til að neyta forkaupsréttar rann út. Mata endurseldi bréfin síð- an til 22 aðila mánudaginn 23. sept- ember. Þann sama dag komu tals- menn hópsins að máli við starfs- menn sjóðsins og kröfðust þess að fá að neyta forkaupsréttar að hluta- bréfunum í hlutfalli við þennan fjölda. Tilboð verði dregið til baka í síðara tilvikinu, þ.e. hvað varð- ar sölu eignarhlutarins í Meitlinum í Þorlákshöfn, hefur stjórn Þróun- arsjóðs óskað eftir því að Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., og stjórnarmaður í Meitlinum dragi til baka tilboð sitt í hlut Þró- unarsjóðs, en hann, auk Ijögurra hluthafa, gerði tilboð í hlutinn, sem var að nafnvirði 119,3 milljónir. Isfélagið gerði tilboð í hlutinn á nafnverði um leið og það gerði til- boð í Búlandstind. Auk Geirs nýttu forkaupsréttinn Ljósavík, Útvegs- félag samvinnumanna, Vátrygg- ingafélag íslands og Olíufélagið hf. Þessari ósk hefur að vísu ekki verið komið formlega á framfæri, þar sem lagaleg hlið málsins er nú til nánari athugunar hjá Þróunarsjóði, en komið hefur einnig í ljós að þrír stjórnarmenn í Búlandstindi af fimm voru á meðal þeirra starfs- manna sem njdtu sér forkaupsrétt- inn að kaupum á hlutafé í því fé- lagi. Þessir stjórnarmenn eru sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins Árni Benediktsson, formaður Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, Einar Kristinn Jónsson, hagfræðingur, og Gunnar Birgis- son, hagfræðingur. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sérstök fyrirspurn hefði borist um það hvort stjórnarmenn teldust til starfsmanna fyrirtækjanna og ættu forkaupsrétt að hlut sjóðsins í þeim með sama hætti og eigendur og starfsmenn. Þessi spurning hefði hins vegar ekki komið upp varðandi fyrri sölur á eignarhlutum Þróunar- sjóðs í fyrirtækjum. Að höfðu sam- ráði við lögfræðing hefði fyrirspurn- inni verið svarað játandi. Síðar hefðu hins vegar komið upp efa- semdir í stjórn Þróunarsjóðs um að rétt væri að stjórnarmenn ættu þennan forkaupsrétt með sama hætti og starfsmenn og væri verið að athuga lagalega hlið málsins nánar. Þeirri athugun yrði hraðað eins og kostur væri. Áður hafði verið flutt tillaga í hreppsnefnd Ölfushrepps um að fá kaupunum á hlut Þróunarsjóðs rift þar sem stjórnarmenn í félaginu hefðu keypt hlutinn, en tillögunni var vísað frá. Tillagan kom fram eftir að skýrt hafði verið frá fyrir- hugaðri sameiningu Meitilsins við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Rætt er um að við sameininguna verði hver eitt þúsund króna hlutur í Meitlinum metinn á rúmlega 700 krónur í Vinnslustöðinni, en hluta- bréf í Vinnslustöðinni hafa verið seld á rúmlega þreföldu nafnverði að undanförnu á Verðbréfaþingi. Gert er ráð fyrir að hluthafafundir fjalli um sameiningu fyrirtækjanna í næsta mánuði, en tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að hún fái sam- þykki. Sigurður Bjarnason, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd flutti tillöguna. Þar telur hann söl- una varða við 67. grein hlutaijár- laga þar sem segir að stjórnarmenn og hluthafar megi ekki misnota aðstöðu sína í viðskiptum með hluti í félögum. Tillagan er rökstudd með því að fari fram sem horfi um sam- eininguna muni það leiða til stórum minnkandi atvinnulífs í Þorlákshöfn sem verði síðar til þess að fólk flytj- ist úr byggðarlaginu. í lögfræðiáliti Jóns Oddssonar, hrl., er tillaga Sig- urðar álitin studd lagarökum, en í áliti Andra Árnasonar, hrl., sem hreppurinn óskaði eftir, segir að ekki verði séð að hugsanleg kaup eins stjórnarmanns í Meitlinum á hlutafé samkvæmt forkaupsréttar- boði Þróunarsjóðs séu andstæð 67. grein hlutafélagalaga. Sveigjanlegri reglur til góðs Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs, sagði aðspurður að sveigjanlegri reglur hefðu senni- lega aukið möguleika sjóðsins á því að fá hærra verð fyrir hlutafé sjóðs- ins í þeim fyrirtækjum sem seld hafa verið á undanförnum rúmum tveimur árum. „Þessar reglur eins og þær voru settar og eins og Laga- stofnun túlkar þennan forkaupsrétt og hvernig þarf að fara með hann, eru örugglega til þess að gera mál- ið mun flóknara heldur en það hefði 'þurft að vera og hefur einnig gert sjóðnum erfiðara fyrir að selja. Sennilega hefur þetta einnig orðið til þess að Þróunarsjóður hafi feng- ið minna fyrir þessi bréf en hann hefði ella fengið,“ sagði Hinrik enn- fremur. ------» ♦ ♦ Tölvu- ráðstefna TEYMI, umboðsaðili Oracle á ís- landi, stendur fyrir tölvuráðstefnu þar sem ljallað verður um hugbún- að og lausnir fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir í dag og á morgun á Hótel Loftleiðum frá 8.30-18.30. Á annan tug erlendra fyrirlesara frá Oracle, Netscape Communications, Unisys, Sun Microsystems, Hew- lett-Packard og Legato Systems auk fjölda íslenskra fyrirlesara munu flytja erindi á ráðstefnunni. í fréttatilkynningu frá Teymi kemur fram að á ráðstefnunni verð- ur settur upp sýningarbúnaður og aðstaða fyrir fólk til að fá persónu- legar kynningar á tilteknum lausn- um og tækifæri til að prófa þær. Eins geta ráðstefnugestir pantað hálftíma fundi með einhveijum hinna erlendu fyrirlesara eða öðrum svnine-araðilum. WSARK Hádegisverðarfundur ÍMARK Hótel Saga, Skálinn Fimmtudaginn 28. október Kl. 12:00 til 13:30 Upplýsingakerfi og markaðsstarf Það er sífellt erfiðara fyrir stjórnendur og markaðsfólk að átta sig á notkunarmöguleikum upplýsingakerfa sem stjórn- tækis. Á þessum fundi verður leitast við að varpa Ijósi á möguleika á notkun upplýsinga um viðskiptavini í markvissu starfi. Meðal þess sem fjallað verður um er: • Lotus Notes hópvinnukerti • Notkun viöskiptamannaupplýsinga til markhópavinnsiu • Notkun viöskiptamannaupplýsinga íbeinni markaössókn og beinni sölu • Uppbyggingu samskiptasögu viöskiptavina • Hugmyndafræöi „Database Marketing“ Fyrirlesarar: Guðjón Guömundsson, rekstrarráðgjafi. Kristín Björnsdóttir, markaðsstjóri Hópvinnukerfa. Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri Markhússins ehf. Fundarstjóri: Ásmundur Helgason, markaðs- og gæðastjóri Húsasmiðjunnar. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld ÍMARK en 2.500 kr. fyrir aðra. Innifalinn er léttur hádegisverður og kaffi. Stuðningsaðilar ÍMARK 1996 -1997 eru: jmj Mflrd smfltt PÓSTUR OG SÍMI fcSVANSjg oþúsaMt iSj| ■" .... Q.SNVASTI OPIN KERFI HF i í i I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.