Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 41
AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 26. NÓVEMBER 1996 41 Hugleiðingar um veiðileyfagjald Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur orðið mikil umræða í fjölmiðl- um um viðbótargjaldtökur á sjávar- útveginn. Stjórnmálamenn geysast fram og segja þjóðinni að taka megi 15 til 30 milljarða af sjávarút- veginum og afnema þar með tekju- skatt. Aðgerðirnar séu mjög rétt- mætar vegna þess að fámennur hópur „sægreifa" stjórni einni helstu auðlind þjóðarinnar. Svo virðist sem stór hópur þjóðarinnar trúi hugmyndum sem þessum og telji að „sægreifarnir" geti greitt hátt gjald fyrir notkun á auðlind þjóðarinnar, og þar með aflétt skattpíningunni af landsmönnum. Undirritaður hefur velt þessum málum mikið fyrir sér og í raun hef ég furðað mig á því hve við- brögð hafa verið dauf úr herbúðum sjávarútvegsins. Sjávarútvegurinn hefur gengið í gegn um mikla umbrotatíma á liðn- um árum, líklega þá mestu sem nokkur atvinnugrein hefur þurft að ganga í gegn um í tímans rás. Út- vegurinn hefur staðið af sér mikinn niðurskurð aflaheimilda undan- genginna ára, sífelldar verðlækkan- ir á bolfiskafurðum á erlendum mörkuðum og stóraukna samkeppni um neytendur. Til þess að lifa þessar hörmungar af hafa fyrirtækin hagrætt í rekstri, skipum hefur verið fækkað, vinnslu- stöðvum og fyrirtækjum hefur fækkað og svo mætti lengi telja. Nú er svo komið að það hillir undir það að afkoman í sjávarútvegi fari að teygja sig yfir jafnvægispunkt- inn. Þá er eins og allt ætli vitlaust að verða. Mörg fyrirtæki hafa ekki enn unnið upp tap undangenginna ára, en samt telja sumir stjórnmála- menn nauðsynlegt að leggja skatt á greinina. Málefnaleysi sumra þingmanna virðast engin takmörk sett. Veiði- leyfagjald á sjávarút- veginn er þeim eins og heilagt stríð. Flestir þessara ágætu þing- manna koma úr röðum Alþýðuflokksins, en eftir að Evrópumálin hafa verið skotin í kaf af þjóðinni er þetta svo til eina málið sem flokkurinn virðist hafa á dagskrá sinni. Undir- tektir fjölmiðla hafa verið það jákvæðar að nú koma fram á sjónar- sviðið þingmenn úr öðr- um flokkum og halda fram þessum málflutn- ingi, sem sínum eigin. Sem betur fer eru þó þingmenn innanum sem ná að skilja kjarnann frá hysminu, og er það þverpólitískt að Alþýðuflokknum undanskildum. Má þar nefna Steingrím Sigfússon úr Alþýðubandalaginu, en hann virðist vera sá alþingismaður sem mest hefur lagt sig fram við að skilja rekstur í sjávarútvegi og framtíð greinarinnar, og á hann hrós skilið. Eignarhaldið Sú fullyrðing að fámennur hópur „sægreifa" fari með fjöregg þjóðar- innar er kolröng. Stóru sjávarút- vegsfyrirtækin eru velflest almenn- ingsfyrirtæki. Hluthafahópurinn er stór, og lífeyrissjóðir landsmanna eru stórir hluthafar í þeim flestum. Lífeyrissjóðirnir eru einnig stórir hluthafar í þeim hluthöfum sem eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtækjun- um. Flestir landsmenn eru aðilar að lífeyrissjóðunum, og eru því beint eða óbeint hluthafar í fyrirtækjun- um. Hluthafar í Vinnslustöðinni hf., fyrirtæki því er ég stjórna, eru beint og óbeint um 50 til 100.000 manns. Beinir hluthafar í fyr- irtækinu eru um 400. Þeirra stærstu eru 01- íufélagið hf. sem er almenningshlutafélag með um 15% og Is- lenskar sjávarafurðir hf. sem einnig er al- menningshlutafélag, en það fyrirtæki á um 15% af hlutafénu. Hluthafar í fyrrnefnd- um félögum eru . gríðarlega margir, þar á meðal margir lífeyr- issjóðir. Stjórnendur sjávar- útvegsfy rirtækj anna eru í flestum tilfellum starfsmenn þeirra og geta hluthaf- arnir skipt um stjórnendur ef vilji er fyrir hendi. Staðreyndin er því sú að velflest- ir landsmenn eru, beint eða óbeint, hluthafar í stóru sjávarútvegsfyrir- Umræðan um kvóta- kerfið og veiðileyfa- gjaldið er alltof sam- tvinnuð, segir Sighvat- ur Bjarnason í þessari fyrri grein sinni, hér er um tvö ólík mál að ræða. tækjunum sem hafa til umráða verulegar aflaheimildir. Blekking með „sægreifana" er til þess að villa mönnum sýn. Nær væri að fyrirtæki eða út- gerðir sem hafa aflaheimildir til umráða verði opnuð almenningi, Sighvatur Bjarnason þannig að fólk geti orðið hluthafar í þeim fyrirtækjum sem það kýs. Það getur eflt fyrirtækin í hinum dreifðu byggðum landsins, og er ekki vanþörf á. Rót vandans Umræðan um kvótakerfið og veiðileyfagjaldið er alltof samtvinn- uð, því um tvö ólík mál er að ræða að mínu mati. Rót umræðunnar liggur hinsvegar í kvótakerfinu. Frjálst framsal aflaheimilda, sem er forsenda hagræðingar í grein- inni, hefur leitt til þess að nokkrir útgerðarmenn hafa brugðist sjávar- útveginum og þjóðinni allri og leigt aflaheimildir frá sér, en ekkert til sín. Þjóðinni hefur blöskrað fram- ferði útgerðarmannanna. Fjölmiðlar hafa slegið þessu upp og alhæft um þessi einstöku viðskipti, eins og um venju væri að ræða í viðskiptum útgerðarmanna. Þetta ber okkur í sjávarútveginum að stöðva. Til þess að svo megi verða þarf hugsanlega að fórna fijálsa framsalinu. Breyta mætti kerfinu á þann hátt að einungis yrði hægt að skipta á aflamarki (heimildir innan árs- ins), þá væri að vísu stór hlut hag- ræðingarinnar til skemmri tíma fyr- ir bí. Til lengri tíma tel ég að þetta gæti leitt til þess að skip með tak- markaðar aflaheimildir myndu leggja upp laupana. Aflahlutdeildir (varanlegar heimildir) færu til ann- arra skipa, og skipum myndi fækka. Brottkast myndi einnig minnka, því það er ljóst að skip með takmarkað- ar heimildir eru líklegri til þess að stunda brottkast en þau sem nægar heimildir hafa. Aflahlutdeildir yrðu hinsvegar að geta gengið kaupum og sölum til þess að tryggja hag- ræðingu í greininni sem er mikil- vægt þjóðfélagslegt mál. Með þessu móti myndi verð á aflamarki ekki verða baksíðufrétt i Morgunblaðinu. Sannleikurinn er einnig sá að mjög takmarkaður hluti aflaheimilda er leigður fyrir peninga. Flestir skipta á heimildum, skipta á þorski fyrir síld, rækju fyrir karfa o.s.frv. Þetta hefur leitt til mikillar hagræðingar sem hefur skilað allri þjóðinni auknum tekjum í formi hagræðingar í greininni. Aflamarkskerfið sjálft er ekki rót Aðvörun til sjávarútvegs- ráðherra o g Alþingis ÞAÐ er orðið ansi lýjandi að reyna að koma vitinu fyrir forráðamenn íslensku þjóðarinnar í sjávarútvegs- málum. Tröllatrú þeirra á ríkjandi fiskveiðistjórnkerfi er slík að jaðrar við tilbeiðslu. Þegar upplýsingar koma fram um sóun á miðunum er ábyrgðinni strax varpað á íslenska sjómenn og fullyrt að það sé ein- göngu siðferðisvitund þeirra sem sé gölluð en enga sök sé að fínna hjá kerfínu eða stjórnvöldum. Reyni að landa öllum nýtanlegum afla Undirritaður er í hópi þeirra sem reyna að landa öllum nýtanlegum afla þrátt fyrir að það valdi honum verulegu fjárhagslegu tjóni. Samt sem áður hefur hann mikinn skilning og umburðarlyndi gagnvart þeim sem láta freistast til að henda físki. Það vill svo til að hann telur sökina engu að síður vera stjórnvalda og kerfisins en þeirra sem framkvæma verknaðinn. Það er hlutverk löggjaf- ans og reglugerðarsmiðanna að ganga þannig frá verkum sínum að hagsmunir einstaklinga og þjóðar fari saman. Ef þannig er frá málum gengið þarf ekki lögregluríki til að tryggja að einstaklingarnir bijóti ekki rétt á þjóð sinni. Kvótakerfið er sniðið fyrir skúrka. Þeir hagnast mest sem þora að svindla þegar það býðst og borgar sig. Auk þess eru reglur um viðmið- anir vegna skyndilokana og sektir vegna ólögmæts afla svo fáránlegar að ekki þarf hagnaðarvon til að koma til þess að menn freistist til að henda afla. Málið getur snúist um að láta svipta sig frelsinu til að veiða. Við skulum skoða svolítið forsendur skyndilokana. 60% þorska á Vestfjarðamið- um innan viðmiðunarmarka Skv. fjölriti Hafrannsóknastofn- unar no. 46 eru þriggja ára nýliðar 48,3% af veiðistofni séu þeir með- taldir. Auk þess má gera ráð fyrir að einhver hluti fjögurra ára físks sé innan 55sm markanna. Þetta þýðir að gera má ráð fyrir að um 60% þorska á Vestfjarðamið- um séu innan viðmiðun- armarkanna og líklegt er að hlutfallið sé enn hærra fyrir Norðurlandi. Þó að sjómenn á viðkom- andi svæðum reyni aug- ljóslega að veiða eins stóran fisk og þeir geta má ljóst vera að þeir sem stunda línuveiðar og jafnvel togveiðar nái ekki að standast viðmiðunarmörkin (25% af fjölda) nema í undantekningartilvikum. Sérsveitir sjávarútvegsráðherra Vilja ráðamenn banna allar línu- veiðar og togveiðar á þessum miðum til að vernda 200 þús. tonn af þriggja ára nýliðun (195 millj. stk.) og beina sókninni í staðinn á suðurmið þar sem 59 þús. tonn af 8 ára og eldri þorskum (alls 8 millj. 359 þús. stk.) bíða þess að geta sinnt hlutverki sínu við hrygningu í vetur. Er málstaðurinn virkilega svo góð- ur að það vetji þann ófrið sem sér- sveitir sjávarútvegsráðherra (Fiski- stofa) standa nú í vítt og breitt um landið og ógna jafnvel tilverugrund- velli heilla byggðarlaga og land- svæða. Getur ekki hugsast að ráðamenn þjóðarinnar leiti langt yfír skammt að söku- dólgum í þessu máli? Flestir sjómenn eru nógu skynsamir til að gera sér grein fyrir hvílíkt reginrugl fisk- veiðistjórnunin er og ekki eykur það líkurnar á að allir muni fara eft- ir leikreglum. Svigrúmið sem kvótakerfið veitir til að velja stærsta fískinn löglega eða ólöglega gerir það að líffræðileg- um óvini þorskstofna, það úrkynjar þá og geldir. Þar við bætist að það uppfyll- ir ekki lágmarkskröfur sem gera verður til kerfa með tilliti til þess hvort menn geti unnið eftir þeim. Auk þess er félagslegt misrétti, sem af því hefur hlotist, svo gífurlegt að óveijandi er. Það hlýtur að vera erf- itt hlutskipti stjórnmálamanna, alla vega þeirra sem kenna sig við ein- staklingsfrelsi, að vera fangar slíkra kerfa og stuðla að því að þjóðfélagið breytist í lögregluríki til að tryggja að athafnasemi einstaklinganna valdi ekki þjóðinmi ímynduðum eða raun- verulegum skaða. Sóknarstýring Ef menn hafa einhvern vilja til að snúa af þeirri óheillabraut sem þjóð- in er á í fiskveiðimálum og ekki búið að eyðileggja tiltrú manna á að stjórnvöld geti haft jákvæð afskipti af atvinnulífínu vil ég benda á að rétta leiðin til að takmarka aðgang- inn að auðlind eins og fískistofnum er að takmarka möguleikana til að veiða æskilegt magn. Þ.e. að stýra „Undirritaður er í hópi þeirra sem reyna að landa öllum nýtanlegum afla þrátt fyrir að það valdi honum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ seg- ir Sveinbjörn Jónsson og heldur áfram: „Samt sem áður hefur hann mikinn skilning og um- burðarlyndi gagnvart þeim sem láta freistast til að henda físki.“ sókninni en ekki að úthluta magn- inu. Slíkt kann að virðast ónákvæmt og ómarkvisst en ég vil leyfa mér að fullyrða að feluleikurinn í kvóta- kerfínu og neikvæð líffræðileg áhrif eru stærri tölur en nemur þeirri óná- kvæmni. Höfundur er sjómadur á Súgandafirði. Sveinbjörn Jónsson vandans, ekkert annað kerfi myndi stöðva brottkast. Aflaheimildir eru enn of takmarkaðar fyrir þann flota sem er til staðar í dag, því þarf flotinn að minnka enn meira. Hagnaður er nauðsynlegur Sjávarútvegurinn þarf nauðsyn- lega, þjóðarinnar vegna, að hagnast umtalsvert á næstu árum ef greinin á að geta staðið af sér samkeppni á mörkuðunum. Það verður að leggja umtalsverða ljármuni í tæknivæðingu, vöruþróun, rann- sóknarstörf og markaðssetningu á komandi árum, til þess að skila megi hámarksarðsemi af auðlind þjóðarinnar. Sjávarútveginum verður að vera gert kleift að vinna hráefnið og selja afurðirnar þannig, að sem hæst verð fáist fyrir þær, og skili þar með sem hæstu verði til þjóðar- innar. Aukin tækni og vöruþróun mun leiða af sér hærri laun til starfsfólks, aukna gjaldeyrisöflun og um leið tekjuaukningu ríkissjóðs í formi skattheimtu af starfsfólki og fyrirtækjum. Það verður að segjast eins og er að launakjör og starfsumhverfi í sjávarútvegi hefur ekki verið það aðlaðandi að fólk hafi flykkst til þess að vinna í greininni. Ef vinnsl- an tæknivæðist og framleiðslan færist í fullunnin matvæli, þá mun áhugi fyrir störfum aukast. Þörf fyrir tæknimenntað ungt fólk mun aukast og þjónustuiðnaður við greinina mun eflast. Ef sjávarútvegurinn hagnast. verulega þá munu fyrirtækin greiða tekjuskatt til ríkissjóðs, og það er draumur margra í sjávarútveginum. Um leið og fyrirtækin fara að greiða tekjuskatt, þá hefur hagnaður orðið það mikill að tap liðinna ára er uppurið. Hókus pókus leiðin er óraunhæf, og stjórnmálamenn sem reyna að telja þjóðinni trú um að hún sé gerleg eru hættulegir þjóðinni. Ef hókus pókus tillögur þingmannanna eru raunhæfar að þeirra mati, hvernig eru þá aðrar tillögur við- komandi þingmanna? Höfundur er framkvæmdastjóri. pÚtihurðir *gluggar Smíðum útihurðir, bílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, fögogfleira. Vélavinnum eföi. • BÍLDSHÖFÐA 18 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 567 8100 • FAX 567 9080 SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sfmi 568 9066 - Þar fœrÖu gjöfina -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.