Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 61
BRÉF TIL BLAÐSINS
Störf FÁÍA að
íþróttum aldraðra
Um öryggi
bankareikninga
SIGURLIÐIN þrjú í boccia-keppni 11. nóvember sl.
Frá Þorsteini Einarssyni:
FRÁ ÞVÍ að Morgunblaðið á síðast-
liðnu sumri birti fréttir af störfum
(FÁÍA) Félags áhugafólks um
íþróttaiðkanir aldraðra hér í
Reykjavík, hefur ýmislegt verið
aðhafst á þessu starfsári félagsins,
sem lýkur með aðalfundi 16. nóv-
ember.
Til „putt-keppni“ var efnt á hin-
um ágæta 18-holu velli í Laugardal
5. september. Liðin, sem áttust við,
voru skipuð þremur keppendum.
Fjórar félagsmiðstöðvar og tvö
íþróttafélög sendu lið auk eins sem
var skipað heimabúandi einstakl-
ingum og tveggja einstaklinga, sem
léku með.
Ritarar eða dómarar fylgdu
hveiju liði en yfirdómari og stjóm-
andi var Sigurður Hallsteinsson,
starfsmaður Iþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkur. Hann hefur á
vegum ráðsins annast viðhald
„putt-vallanna“ og leiðbeint öldruð-
um í iðkun íþróttarinnar.
Margt stuðlaði að skemmtilegri
keppni: góður völlur, ljúft veður,
glatt og áhugasamt aldrað fólk,
konur og karlar. Þetta var annað
„putt-mót“ aldraðra að hausti og
lauk keppni þannig eftir tvær um-
ferðir, þ.e. að hitta í 36 holur. Sá
keppandi sem fór milli holanna á
fæstum höggum, 66, var Dóra Hall-
dórsdóttir frá Hraunbæjarstöðinni.
Lið íþróttafélags aldraðra í
Kópavogi varð sigurvegari og hand-
hafi farandbikars. í liðinu voru:
Alfreð Kristjánsson, Karl Helgason
og Ernst F. Bachmann. Önnur varð
sveit Hrafnistu (DAS) í Reykjavík,
en hana skipuðu: Loranze Karlsson,
Kristófer Snæbjörnsson og Ólafur
Gunnlaugsson.
Þriðju urðu liðsmenn „Putt-
klúbbs“ Ness, þeir: Jón Kristjáns-
son, Ágúst Friðþjófsson og Sigur-
geir Snæbjörnsson.
Haustmót FÁÍA í „boccia“-knatt-
leik var haldið 11. nóvember. Lið
frá átta félagsmiðstöðum voru til-
kynnt til keppni. Aðeins einu liði
frá hverri stöð var leyft að keppa.
Keppt var um farandbikar, sem
stjórn íþróttafélags fatlaðra í
Reykjavík gaf. Handhafi hans var
félagsmiðstöðin við Vitatorg (Lind-
argötu), en nú vann lið félagsmið-
stöðvarinnar á Vesturgötu. Liðið
skipuðu: Gunnar Baldvinsson, Ebba
Þorgeirsdóttir og Sigurbjörg Eiríks-
dóttir. Næst þeim gekk lið félags-
miðstöðvarinnar við Vitatorg. í því
voru: Einar Gíslason, Helga Sigur-
jónsdóttir og Bjarni Stefánsson. Lið
félagsmiðstöðvarinar á Aflagranda
varð í þriðja sæti, það var skipað:
Anne Kristmsson, Fríðu Sigurjóns-
dóttur og Ástu Jónsdóttur. Kepp-
endur nutu_ ágætrar aðstöðu í
íþróttahúsi íþróttafélags fatlaðra.
Stjórnandi og yfirdómari var Elísa-
bet Bjarnason.
í lok ágústmánaðar hélt FÁÍA
námskeið fyrir leiðbeinendur um
íþróttaiðkanir aldraðra. Nutu nem-
endur þess kennslu Kristine Hjorr-
inggaard, sem í heimalandi sínu,
Danmörku, er þekkt fyrir störf að
íþróttaiðkunum aldraðra og annast
forstöðu þeirra mála í Alaborg.
Þegar hún dvaldi hér kynnti hún
að 23.-24. október yrði haldin nám-
stefna og mót sem nefndist Ólymp-
íulejkar aldraðra. Hún bauð stjórn
FÁÍA að senda fulltrúa til þátttöku
í hvorutveggja. Var ákveðið að
reyna að senda fulltrúa frá stjórn-
inni, en slikt væri háð öflun fjár-
stuðnings. Eftir að styrkir höfðu
fengist frá Osta- og smjörsölunni,
Pharmaco, íþróttasambandi ís-
lands, heildsölunni Danol, Búnaðar-
bankanum, og heilbrigðisráðuneyt-
inu varð þátttakan og ferðir
ákveðnar.
Af fyrirlestrum og sýningum
lærðu íslensku fulltrúarnir margt
sem þeir af reynslu vissu að mundi
koma þeim að gagni í störfum fyr-
ir aldraða. Mót hinna öldruðu var
athyglivert og lærdómsríkt.
Dagana 25.-27. október dvöldu
fulltrúarnir í Kaupmannahöfn þar
sem þeir sóttu námskeið landssam-
bands eftirlaunafólks.
Þó að störfin séu unnin í þegn-
skaparvinnu, þá eru fjármál FAIA
erfið. Félagið hefur frá stofnun
notið styrks úr borgarsjóði Reykja-
víkur en úr ríkissjóði hafa framlög
verið slitrótt og því eru ijármálin
áhyggjuefni. Verkefni, auk þeirra
sem eru orðin árviss, svo sem að
ná til aldraðra, sem búa í eigin
húsnæði og geta veitt þeim hentuga
aðstöðu til fjölþættrar íþróttaiðkun-
ar, bæði inni sem úti, bíða úrlausn-
ar. Þá er aðkallandi, til þess að
tryggja öldruðum hentugar aðstæð-
ur til íþróttaiðkunar hvar sem þeir
búa, að koma á landssamtökum
með þeim.
ÞORSTEINN EINARSSON,
Laugarásvegi 47, Reykjavík.
Fækkun sýslumanns-
embætta í landinu
Frá Skarphéðni Hinriki Einarssyni:
NÚ ÞEGAR fækkun sýslumanns-
embætta í landinu er í deiglunni
hlýtur að koma að því að embættið
á Keflavíkurflugvelli verði lagt nið-
ur. Ég hef séð í blöðum að nefnd,
sem skipuð var, leggi til að u.þ.b.
einn tugur embætta í landinu verði
lagður niður. Þá er mér efst í huga
fyrrnefnt embætti. Það dylst eng-
um sem skoðar það mál, að það
er óþarfi með öllu að reka þar
embætti við bæjardyrnar á öðru
sýslumannsembætti. Á ríkið að
reka tvö sýslumannsembætti svo
að kalla hlið við hlið? Það er að-
eins einn kílómetri þar á milli. Með
því að sameina þessi tvö embætti
mætti spara um 120 miljónir króna
á ári. Með samræmdri löggæslu á
Suðurnesjum og aukinni hagræð-
ingu yrði þessi ráðstöfun til að
stórauka öryggi fyrir íbúa á þess-
um stöðum. Sýslumaðurinn í Gull-
bringusýslu gæti þá haft fulltrúa
hluta úr degi uppi á velli. Nóg
skrifstofuhúsnæði er til á vellinum,
t.d. á annarri hæð í gömlu flug-
stöðinni og víðar. Lögreglumenn
gætu sinnt vöktum frá lögreglu-
stöðinni í Reykjanesbæ eins og
þeir gera nú frá stöð þeirri sem
tilheyrir Keflavíkurflugvelli og er
nú langt utan vallargirðingar.
Fram til 22. mai 1954 voru öll
löggæslumál á Keflavíkurflugvelli
rekin frá sýslumannsembættinu í
Hafnarfirði. Síðan 1972 hefur
sýslumannsembætti í Gullbringu-
sýslu verið staðsett í Keflavík, en
var áður í Hafnarfirði. í Keflavík
var bæjarfógeti. Lögreglan í Hafn-
arfirði sá um gæslu í byggðarlög-
unum á Suðurnesjum. Húsnæðið
sem hýsir embættið á vellinum er
eins kílómetra frá hliði 1, sem er
opið allan sólarhringinn. Hlið 2
þyrfti aðeins að vera opið á álags-
tímum kvölds og morgna. Hús-
næði það sem hýsir embætti nú
er lélegt. Með einu embætti yrðu
þessi mál í betri farvegi. Þá mætti
auka löggæslu á Reykjanesbraut
frá Keflavík að Kúagerði sem í
dag er sama og engin. Frá Kúa-
gerði er hún í höndum lögreglu í
Hafnarfirði og stendur hún sig vel
við þá gæslu. Maður fer ekki svo
um Reykjanesbraut að maður
mætir ekki lögreglubíl frá Hafnar-
fjarðarlögreglu á ferð á Reykja-
nesbraut innan Kúagerðis.
Þann 22. maí 1954 voru vatna-
skil í málefnum Keflavíkurflugvall-
ar. íslenskir aðalverktakar voru
stofnaðir, lögreglustjóraembætti
sett á laggirnar, hermönnum gert
að vera innan vallar eftir ki. 22 á
kvöldin (curfew). Nú hefur þessari
takmörkun verið hætt. íslenskir
aðalverktakar hafa ekki lengur
einkarétt á framkvæmdum fyrir
bandaríska flotann né NATO, og
munu þeir með tímanum fara á
brott frá varnarsvæðinu. Þeir eiga
þar engar byggingar. Flotinn hefur
látið þeim í té allar þjónustubygg-
ingar ókeypis, með hita, rafmagni,
vatni og fleira, og einnig séð um
viðhald þeirra bygginga í gegnum
árin. Frá þeim tíma að dr. Kristinn
Guðmundsson fór með utanríkis-
mál 1953 hafa mál þróast á þann
veg að bandarískir hermenn eru
nú um 70% færri. Hugarfarsbreyt-
ing hefur átt sér stað gagnvart
dvöl bandarísks hers í landinu.
Margir hlutir aðrir mæla með því
að sýslumannsembættin á Kefla-
víkurflugvelli og í Gullbringusýslu
verði sameinuð sem fyrst. Ríkið
hefur ekki efni á sóun á almenn-
ingsfé með rekstri tveggja embætta
hlið við hlið. Nær væri að setja
þessar 120 milljónir í heilbrigðis-
mál þar sem þeirra er brýn þörf.
SKARPHÉÐINN HINRIK
EINARSSON,
bifreiðastjóri, Vatnsleysuströnd.
í tilefni af bréfi Friðjóns og Líneyjar
Frá Ingólfi Guðmundssyni:
í TILEFNI af grein Friðjóns Árna-
sonar og Líneyjar Símonardóttur,
um bankareikninga, sem birtist í
Bréfi til blaðsins 15. nóvember sl.
viljum við koma eftirfarandi upplýs-
ingum á framfæri.
Rétt er að taka strax fram að
starfsfólk bankans hefur mikla sam-
úð með þessum ungu hjónum sem
urðu fyrir því óhappi að brotist var
inn á heimili þeirra og ýmsum verð-
mætum stolið. Kvartanir þeirra um
að ekki sé hægt að treysta öryggi
bankareikninga eru hins vegar
byggðar á misskilningi og því viljum
við koma eftirfarandi upplýsingum
á framfæri.
Bankar og sparisjóðir bjóða upp
á nokkrar tegundir innlánsreikn-
inga. Á alla óbundna sparireikninga
er skilyrði að sett sé leyninúmar.
Allir sem stofna óbundnar spari-
sjóðsbækur hafa val um að setja
leyninúmer á bækurnar en með því
að hafa leyninúmer tryggja eigendur
öryggi bókanna. Hins vegar vilja
sumir viðskiptavinir okkar stofna
sparisjóðsbækur, svokallaðar hand-
hafabækur án leyninúmers. í þessu
umrædda tilfelli er einmitt um að
ræða þjófnað á slíkri bók. Handhafi
sparisjóðsbókar á rétt á að fá
greidda innistæðu bókarinnar í öllum
útibúum bankans, svo framarlega
að hann viti nafn eiganda bókarinn-
ar. Þjófnaður á slíkri bók jafngildir
því þjófnaði á peningaseðlum. Að
sjálfsögðu reynir starfsfólk bankans
að gera allt sem hægt er til að hindra
að óviðkomandi aðili nái út pening-
um á þennan hátt en forsenda þess
að hægt sé að koma því við í tilfell-
um sem þessum er að tilkynnt hafi
verið um þjófnaðinn.
Því miður hefur sú þróun átt sér
stað undanfarin ár að þjófnaðir úr
heimahúsum hafa aukist. Meðal
annars af þessum sökum hefur
markvisst verið unnið að því innan
bankans að benda viðskiptavinum á
að setja leyninúmer á bankabækur
sínar eða stofna bókarlausa spari-
sjóðsreiknigna sem allir hafa leyni-
númer. Leyninúmerið þekkir enginn
nema eigandi reikningsins og þeir
sem hann vill að geti tekið út af
bókinni. Innistæður þessara reikn-
inga verða því ekki borgaðar út nema
að gefið sé upp rétt leyninúmer.
INGÓLFUR GUÐMUNDSSON,
forstöðumaður markaðssviðs
Landsbanka íslands.
BONSO
SOEHNLE
BONSO
SOEHNLE
SOEHNLE
SOEHNLE
Bjóðum eftirtaldar nýjar vogir á
einstöku verði.
Vogirnar verða til sýnis og sölu á lager
okkar Sundaborg 3 næstu daga.
IÐNAÐARVOGIR:
Rafcindavog 5kg x lg. Pallur 27x15sm.
Áfastur skjár fyrir neðan pall.
Verð kr. 13.445.- án VSK. (kr. 16.739,- nWSK.)
Rafeindavog 20kg x lOg. Pallur 33x22sm. Ryðfrí
Áfastur skjár fyrir neðan pall.
Verð kr. 14.580.- án VSK. (kr. 18.152.- m/VSK.)
Rafeindavog 20kg x 5g. Pallur 22x18sm.
Áfastur skjár fyrir neðan pall.
Verð kr. 15.595,- án VSK. (kr. 19.416,- m/VSK.)
Rafeindavog 50kg x 20g. Pallur 52x40sm. Ryðfrír
pallur og laus skjár.
Verð kr. 47.650.- án VSK. (kr. 59.324,- m/VSK.)
Rafeindavog lOOkg x 50g. Pallur 52x40sm Ryðfrír
pallur og laus skjár.
Verð kr. 51.465,- án VSK. (kr. 64.074,- m/VSK.)
Rafeindavog 75kg x 50g og 150kg x lOOg. Pallur
52x40sm. Ryðfrír pallur og laus skjár
(IP65 vatnsvöm). CE merking.
Verð kr. 98.650.- án VSK. (kr. 122.819,- m/VSK.)
FÓLKSVOGIR-BARNAVOGIR:
SALTER
Barnavog 20kg x 50g. Pallur 48x31 sm.
Verð kr. 7.995,- án VSK, (kr. 9.954,- m/VSK.)
SOEHNLE Barnavog 20kg x lOg. Pallur 52x26sm.
Verð kr. 10.890,- án VSK. (kr. 13.558,- m/VSK.)
SOEHNLE Fólksvog 150kg x lOOg. Pallur 30x30sm.
Verð kr. 7.625.- án VSK. (kr. 9.493,- m/VSK.)
KRÓKVOGIR:
SALTER Pundari (Krókvog) 251bs x 80o/..
Vcrð kr. 305.- án VSK. (kr. 380,- m/VSK.)
SALTER Mjólkurvog (Krókvog) 25kg x lOOg og 241 x 0,21.
Verð kr. 3.995,- án VSK. (kr. 4.974,- m/VSK.)
SALTER Krókvog lkg x lOg.
Verð kr. 645,- án VSK. (kr. 803.- m/VSK.)
Fleiri gerðir krókvoga lOOg, 200g, og 500g á kr. 830,- (kr. 1.033,- m/VSK).
Gcrum við og breytum ýmsum eldri gerðum voga, setjum við þær
þyngdarnema og endurnýjum aflcstursskjái. Leitið upplýsinga.
VOGAÞJÓNUSTA ÓLAFS GÍSLASONAR & CO HF.
SUNDABORG 3 SÍMI 5686970-5684800