Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
NÝLEGA kom út árleg skýrsla
Efnahagssamvinnu- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) í París um
afkomu banka og sparisjóða í aðild-
arríkjunum. í skýrslunni eru tölur
fyrir tímabilið 1985-1994 og þ_ar
birtust í fyrsta sinn tölur frá Is-
landi. Ágúst Einarsson, alþingis-
maður, sá ástæðu til að hefja utan-
dagskrárumræðu á Alþingi um efni
skýrslunnar 20. nóvember sl. í
máli hans kom fram hörð gagnrýni
á bankakerfið hér á landi og ýmsar
fullyrðingar og ályktanir sem full
ástæða er til að gera athugasemdir
við.
Samanburðurinn
í skýrslunni kemur hvorki fram
greining OECD á tölum frá einstök-
um ríkjum né útskýringar á eða
fyrirvarar við tölur frá þeim. Það
fer því eftir eðli og uppbyggingu
bankakerfísins í hveiju einstöku ríki
hversu sambærilegar upplýsingarn-
ar eru milli landa. Þetta skiptir
máli vegna þess að bankakerfi í
hinum einstöku ríkjum sinna mis-
munandi verkefnum. Hér á landi
hefur ríkisvaldið t.d. hólfað láns-
ijármarkaðinn niður þannig að
langtímalán til atvinnulífsins hafa
iengst af verið veitt af opinberum
fjárfestingarlánasjóðum en ekki
bankakerfinu. Sama gildir um
íbúðalán. Þá eru verðbréfaviðskipti
stundum innan bankakerfisins en
stundum fyrir utan í sérstökum
fyrirtækjum eins og lengst af hefur
verið hér á landi. Þetta veldur því
að bankakerfið hér á
landi er hlutfallslega
minna en víðast annars
staðar. Tölur í skýrsl-
unni sem sýna hreinar
vaxtatekjur (vaxta-
mun), rekstrarútgjöld,
starfsmannakostnað,
útlánaafskriftir o.fl.
sem hlutfall af niður-
stöðutölu efnahags-
reiknings (þ.e. sem
hlutfall af stærð
bankakerfisins) verða
því óumflýjanlega
óhagstæðar fyrir Is-
land. Þetta myndi hins
vegar breytast ef fjár-
festingarlánasjóðirnir
og íbúðalánakerfið væru hluti af
bankakerfinu.
í skýrslunni er einnig saman-
burður af öðru tagi sem Agúst Ein-
arsson og aðrir gagnrýnendur
bankakerfisins hafa kosið að þegja
yfir, enda kemur íslenska banka-
kerfið ágætlega út úr þeim saman-
burði. Hér er um að ræða sömu
tölur og áður var getið, þ.e. hreinar
vaxtatekjur (vaxtamun), rekstrar-
útgjöld, starfsmannakostnað, úl-
ánaafskriftir o.fl., sem hlutfall af
heildartekjum. Sé t.d. litið á rekstr-
arútgjöld á þennan mælikvarða
kemur í ljós að þau voru 67% af
heildartekjum bankakerfisins á ís-
landi 1994, 73% í Danmörku og 63%
í Noregi svo einungis tvö lönd séu
nefnd til samanburðar. Á sama tíma
var starfsmannakostnaður á þenn-
an mælikvarða 33% á
íslandi, 45% í Dan-
mörku og 31% í Nor-
egi. Þessar tölur
ganga því þvert á þá
fullyrðingu Ágústar að
bankakerfið hér á
landi sé illa rekið og
mannfrekara en ann-
ars staðar.
Útlánaafskriftir
Ágúst Einarsson
hélt því fram í utan-
dagskrárumræðunni
að íslenskir bankar
hefðu tapað meiru en
erlendir bankar. Þessi
fullyrðing byggist
væntanlega á tölum um framlag í
afskriftareikning útlána 1994.
Samanburður af þessu tagi er hins
vegar ut í hött. Bankakerfi hinna
ýmsu landa ganga í gegnum erfið-
leika á mismunandi tíma. Það er
alkunna að bankakerfi annars stað-
ar á Norðurlöndum lentu í gífurleg-
um erfiðleikum fyrir nokkrum árum
og einungis öflugur stuðningur rík-
isins með yfirtöku á heilu bönkun-
um og yfirtöku óarðbærra eigna
annarra kom í veg fyrir hrun banka-
kerfisins. Og Norðurlöndin voru hér
ekki ein á báti heidur komu hlið-
stæðir erfiðleikar fram víða á Vest-
urlöndum vegna útlánaafskrifta í
kjölfar efnahagsstöðnunar. Það er
hins vegar afar mismunandi hvenær
bankakerfið komst yfir þessa erfið-
leika og byijaði að rétta úr kútnum.
Á árinu 1994, sem Ágúst velur til
samanburðar, var íslenska banka-
kerfið enn að glíma við vandann
en víða annars staðar var hann að
baki. Til að fá raunhæfan saman-
burð á útlánaafskriftum verður því
að líta yfir lengra tímabil en eitt ár.
Ágústi til fróðleiks skal bent á
tvær greinar um útlánaafskriftir og
bankakreppur sem birtust í 2. tbl.
Fjármálatíðinda hagfræðideildar
Seðlabanka íslands 1994. Þar kem-
ur fram að útlánaafskriftir á tíma-
bilinu 1987/89 - 1993 voru minni
hér á landi en annars staðar á
Norðurlöndum. Jafnframt kemur
fram að annars staðar á Norður-
löndum var stuðningur ríkisins við
bankakerfið á erfiðleikatímabilinu
kominn upp í 3-8% af þjóðarfram-
leiðslu. Stuðningurinn í þessum
löndum er því talinn í milljarða-
hundruðum. Á íslandi þurfti banka-
kerfið hins vegar sjálft að bera
íslenska bankakerfið
hefur, segir Finnur
Sveinbjörnsson, dregið
úr rekstrarkostnaði með
markvissum hætti.
þessar byrðar og að sjálfsögðu hef-
ur þess gætt í rekstri og afkomu
bankakerfisins. Að vísu þurfti
Landsbanki íslands 1993 aukið eig-
infjárframlag ríkisins á árinu 1993
en sá stuðningur er þó smámunir
samanborið við það sem gerðist
annars staðar á Norðurlöndum.
Viðhorfið
í máli Ágústs Einarssonar og
annarra sem gagnrýna íslenska
bankakerfið er alið á þeirri hugsun
að bankakerfið sé óþurftarbaggi
Svar við gagnrýni þing-
manns á bankakerfið
Finnur
Sveinbjörnsson
Hver er draumurinn þinn?
VÖXTUR og gróska, fegurð og
samræmi eru spennandi markmið.
Hvarvetna sjáum við fólk gera til-
raunir til að ná þessu, en sumir
virðast ná þessu betur en aðrir.
Hvað er það sem skilur að vís-
indamanninn sem fær Nóbelsverð-
laun og þann sem vinnur sína vinnu
frá 9 til 5? Hvers vegna eru sum
málverk dýr en önnur ekki? Hvað
skilur hinn heilsuhrausta frá þeim
sem er lasinn?
Mörg svör hafa verið gefin við
þessum spurningum. Margir hillu-
metrar hafa verið skrifaðir um
töfralausnir til að bæta heilsuna
og ná árangri í lífinu. En hvers
vegna ná svona fáir ennþá ár-
angri? Mig langar að varpa ljósi á
þá spurningu í þessari grein.
Ekki eru mörg ár frá því menn
fóru að velta fyrir sér tengslum
milli mataræðis og heilsu. Eitt af
öðru uppgötvuðust vítamín og önn-
ur næringarefni. í dag er þessi vitn-
eskja notuð daglega af fólki til að
viðhalda heilbrigði.
Gott er að eiga góðan líkama,
en til að geta nýtt hann til góðra
verka og stuðla að eigin hamingju
og annarra þarf meira til en hollt
fæði. Við þurfum að nærast ríku-
(yN SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar fœröu gjöfina -
lega, bæði á líkama og
sál.
Mikilvægi tilfinn-
ingalegrar næringar er
oft vanmetið. Á Islandi
búum við gjarna við til-
finningalegan kulda og
afneitun á manneskj-
unni sem tilfinninga-
veru. Harðbýlið gegn-
um aldirnar hefur
kannski útheimt að til-
finningar væru lagðar
til hliðar.
Tilfinningakerfi okk-
ar er eins og hljóðfæri
sem endurómar fegurð
eða ljótleika. Sé þessu
hljóðfæri sýnt það
besta af því besta munu aðeins
hljóma fagrir tónar en svartir tónar
verða þá aðeins til að skýra mynd-
ina.
Hver er draumurinn þinn? Mögu-
leikinn á að lifa hann, gæti verið
á næsta leiti með því að uppfylla
tilfinningalegar þarfir. Láttu þig
dreyma stórt og jafnvel út fyrir
ramma forfeðra þinna og vina.
Láttu þig dreyma um það besta.
Ekki til að verða fyrir vonbrigðum,
heldur til að láta það rætast.
Vítamín tilfinn-
ingakerfisins eru 9.
Þegar þú nærð að
verða þér úti um þau
öll verður draumurinn
í augsýn. Að bæta síð-
an við dálítilli vinnu
gefur þér afganginn.
Lítum nánar á
þetta. Þarfirnar eru
þessar: Öryggisþörf,
félagsþörf, samþykkt-
arþörf, frelsisþörf,
ævintýraþörf, sam-
skiptaþörf, tjáningar-
þörf, vaxtarþörf og
hæfnisþörf. Sá sem
ekki fær næga líkam-
lega næringu, finnur
ekki fyrir neinni af þessum þörfum,
nema þá helst þeirri fyrstu, þ.e.
öryggisþörfinni.
Ef við uppfyllum líkamlegar
grunnþarfir, finnum við fyrir fyrstu
þörfinni. Ef okkur auðnast að upp-
fylla hana finnum við fyrir félags-
þörfinni og síðan koll af kolli eftir
því sem okkur tekst að uppfylla
fleiri þarfir. Ástæðan fyrir því að
við lifum ekki í eilífri sælu er að
hægt er að uppfylla þarfirnar á
neikvæðan veg jafnt sem jákvæð-
an. Á fyrstu árum ævinnar erum
við einungis að fást við öryggis-
þörfina og félagsþörfina. Ef við
fáum ekki rétta tilfinningalega
næringu í bernsku er hætt við að
við verðum ófær um að uppfylla
þessar þarfir á jákvæðan hátt
seinna meir.
Öryggisþörfin, uppfyllt á já-
kvæðan hátt, einkennist af viðhorfi
fremur en hegðun. Viðhorfið er trú
á hið jákvæða í lífinu. Sá sem hef-
ur upplifað átakauppeldi hefur
gjarnan ekki tök á að líta þannig
á lífið og reynir að fá öryggið út
úr því að ríghalda í hluti eða fólk.
Á þann hátt uppfyllir hann öryggis-
þörfina á neikvæðan hátt.
Félagsþörfin er uppfyllt á þann
hátt að tilheyra einstaklingi eða
hópi þar sem hægt er að gefa og
Guðlaugur Ingi
Hauksson
þiggja ást og hlýju. Þarna er yfir-
leitt um ijölskylduna að ræða. Sum-
ar fjölskyldur eiga hins vegar enga
hlýja nánd í sínum samskiptum en
þar með fer þessi þörf yfir í nei-
kvæðan pól. Neikvæði póllinn ein-
kennist af því að tilheyra einhveij-
um einstaklingi eða hópi aðeins til
að tilheyra einhveijum.
Samþykktarþörfin er í jákvæð-
um pól þegar einstaklingnum þykir
vænt um sjálfan sig og aðra án
skilyrða. Þetta gæti virst uppfyllt,
Ekki eru mörg ár síðan,
segir Guðlaugur Ingi
Hauksson, að menn
fóru að velta fyrir sér
tengslum milli matar-
æðis og heilsu.
en galdurinn er að sýna hvorki
sjálfum sér né öðrum ósanngirni,
hvað sem bjátar á. Sá sem uppfyll-
ir þessa þörf á neikvæðan hátt
upplifir yfirleitt að öðrum sé illa
við sig nema hann sé eins og hann
heldur að þeir vilji. Sömuleiðis er
hann andsnúinn sjálfum sér nema
hann geri helst engin mistök.
Frelsisþörfin er uppfyllt á já-
kvæðan hátt með því að sýna sjájf-
stæði í hegðun og skoðunum: Ég
hef mína skoðun og geri það sem
mér finnst rétt en þú mátt hins
vegar hafa þína skoðun. Neikvæði
póllinn einkennist af því að lifa líf-
inu gegnum aðrí., með því að
stjórna þeim. Eins getur sá sem er
í neikvæðum pól ekki gefið skýr
svör, heldur fer yfirleitt undan í
flæmingi.
Ævintýraþörfin hefur fólgið í sér
fjörið. Það að gera eitthvað sem
er skemmtilegt. Neikvæði póll
ævintýraþarfarinnar er harmleikur.
Það að gera sára og erfiða hluti
að aðalatriði og jafnvel elta slíka
hluti uppi.
Samskiptaþörfin er uppfyllt á
jákvæðan máta með því að ræða
við einhvern um hugðarefni sín.
sem þjóðin sé að sligast undan. Það
virðist ekki hvarfla að þessum
mönnum að miðlun fjármagns er
mikiivæg starfsemi í nútímaþjóðfé-
lagi. Víða um lönd er m.a.s. litið á
fjármálaþjónustu sem eina af mikil-
vægustu atvinnugreinunum, at-
vinnugrein sem skilar ómældum
fjárhæðum í þjóðarbúið. Nægir að
nefna Lúxemborg og Sviss í því
sambandi. Hafa gagnrýnendur ís-
lenska bankakerfisins hugleitt að
greiðslumiðlunin hér á landi er mun
betri en víða erlendis? Þar geta lið-
ið dagar og jafnvel vikur frá því
að komið er með tékka í banka og
þar til féð er lagt inn á reikning-
inn. Svo er ekki hér á landi og við
það verða íslenskir bankar af dijúg-
um tekjum sem bankar erlendis
hafa af þessu „floti“. Og þjónustu-
gjöldin? í Bretlandi kreijast sumir
bankar 250 kr. greiðslu fyrir auka-
legt reikningsyfirlit og í Noregi
þarf að greiða svipaða upphæð þeg-
ar komið er með gíróseðil í banka
til að greiða hann. Þetta er langt
fyrir ofan gjaidtöku íslenska banka-
kerfisins. Og vextir af neyslulánum?
Þeir eru lægri hér á landi en víða
erlendis.
íslenska bankakerfið hefur með
markvissum hætti dregið úr rekstr-
arkostnaði og aukið hagkvæmni á
liðnum árum. Fyrrnefnd skýrsla
OECD staðfestir þetta. Bankakerfið
er hins vegar fyllilega meðvitað um
nauðsyn þess að gera enn betur
þannig að það geti áfram þjónað
almenningi og fyrirtækjum í land-
inu eins og best verður á kosið og
ekki síst til að geta mætt þeirri
innlendu og erlendu samkeppni sem
takast þarf á við á opnum fjár-
magnsmarkaði.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra
viðskiptabanka.
Viðmælandi verður að hafa eitt-
hvert inngrip í það sem um er
rætt. Neikvæði póllinn einkennist
af samskiptum til þess eins að tala.
Sá sem er í neikvæðum pól talar
við hvern sem er um hvað sem er,
án þess að skeyta um áhuga þess
sem hann talar við.
Tjáningarþörfin er afar upp-
byggileg í jákvæðum pól. Sköpun
og uppbygging eru lykilorðin. Ef
hins vegar neikvæði póilinn er val-
inn er undirferli, svik og eyðilegg-
ing eitthvað sem lífið fer ekki var-
hluta af.
Vaxtarþörfin í jákvæðum pól
hefur með lærdóm og þróun að
gera. Að vinna að markniiðum sín-
um er einnig hluti af jákvæða póln-
um. Að vaxa til þess eins að vaxa
er neikvæði póllinn. Það getur til
dæmis verið að fitna eða kaupa sér
stærri og fleiri hluti án raunveru-
legs notagildis.
Hæfnisþörfin er efst í stiganum,
en hún gerir ekki vart við sig fyrr
en allar hinar þarfirnar eru upp-
fylltar. í jákvæðum pól einkennist
hæfnisþörfin af því að láta hæfi-
leika sína njóta sín. Neikvæði póll-
inn gerir fólk yfirþyrmandi en þá
er því umhugað um að láta til sín
taka, hvort sem það hefur hæfni
til þess eða ekki.
Oft hefur orðið einhver tilfinn-
ingalegur næringarskortur í
bernsku. Eins getur verið um áföll
að ræða. í þessum tilfellum er erf-
itt að ná þörfum sínum yfir í já-
kvæða póla, en með markvissri við-
leitni tekst það. Að kveðja neikvæð-
an pól getur stundum þýtt að segja
skilið við langa runu af neikvæðum
skilaboðum úr uppvextinum.
Að koma sjálfum sér yfir í já-
kvæða póla er ævintýri sem allan
tímann er upp á við. Þegar því
marki er náð hefst annað ævintýri
sem gefur þér færi á að nýta þig
til fulls. Þú ert orkumikill og líður
vel og finnur að þú getur gert góða
hluti jafnt í starfi sem og með fjöl-
skyidunni.
Höfundur cr hönnudur og
tónlistarma ður