Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ekki lengur varist, heilsa og kraftar á þrotum en í Kópavogi beið þeirra íbúð í skjóli fóstursonar. Þeim var erfitt að fara frá Hallsstöðum. Þó ekki haft hátt um eða tilfinningar bornar á torg. Huggað sig við að komið yrði aftur að sumri. Gengið um kæra jörð, heilsað uppá ná- granna, fylgst með gróðrinum, lambfé í kringum túnið og fuglalíf- inu á sjónum. Nágrannar og vinir horfðu á eftir þeim með söknuði í huga. Einu býli var færra í fá- | mennri sveit og þetta erindi kemur í hugann. Þau ganga um eldhús og stofu í síðasta sinn, svipurinn rór, þegar skrefið er stigið til fulis. Einstaka tár sést þó hniga um hrukkótta kinn hér var það starf sem aldrei er metið til gulls. (Á.K.) Lóa og Berti komu í sumar en dvölin varð stutt. í haust kom í ljós banvænn sjúkdómur hjá Berta. Rúmum mánuði síðar var hann all- I ur. I upphafí þessara orða er ljóð um gamlan bónda, verksvið hans, líf og athafnir. Þó að það sé ekki ort um Berta þá fannst mér það eiga við hann að flestu leyti. Þau systkinin keyptu Hallsstaði og hús- uðu jörðina, íbúðar- og útihús, ræktun og girðingar, allt var þeirra | verk. Mörg handtök og margir | svitadropar, en þetta var hjartans ' mál beggja og samhent voru þau. v Þtjá fóstursyni ólu þau upp að mestu og sumardvalarbörnin urðu æði mörg. í janúar 1966 fauk bænhúsið á Melgraseyri. Öllum til undrunar og gleði björguðust kirkjugripir lítt skemmdir. Fljótlega var farið að huga að byggingu nýrrar kirkju. Stofnuð var sérstök sókn - Mel- Þ graseyrarsókn. j Velunnarar Melgraseyrarkirkju, L innan sóknar og utan lögðust á eitt " við að koma upp fallegu og vönd- uðu guðshúsi. Kynslóðabil var þar óþekkt hugtak og kirkjan var vígð 10. sept. 1972. Hallsstaðaheimilið •ét ekki sitt eftir liggja og Engil- bert átti þar margt gott handtak enda prýðilega laghentur. Eitt lítið atriði er mér sérlega í minni. I bænhúsinu sem fauk var kerta- 9 hjálmur úr kopar gefinn af sr. Eyj- 'v} Óifi Jónssyni er bjó á Melgraseyri m 1865, má og vera að Eyjólfur hafi ™ sjálfur smíðað kertahjálminn því stafir hans og ártal er á honum. Kertahjálmurinn skaddaðist nokkuð er þó tókst að koma honum saman og gera við, fægja og pússa. Nú var komið að vígsludegi og eft- ir að festa hjálminn upp í kirkjuloft- ið eða öilu heldur þá löngu festi er _ hann hékk í, upp í kirkjuhvelfing- I una. Þetta olli okkur stúlkunum | nokkru hugarangri en Berti kvaðst ■ skyldi taka þetta að sér og enn ® man ég hvað mér létti að sjá gamla kertahjálminn skínandi fagran og gljáandi hanga á sínum stað þegar komið var á söngæfíngu í kirkjunni að morgni vígsludagsins. Nú áttum við kirkju og voru í sjálfstæðri sókn og enn reyndi á samheldni fólks, m.a. að sameinast m í söng við kirkjulegar athafnir. Reynt var að koma saman, einu li sinni til tvisvar fyrir messur og æfa 0 sálmasöng. Þar var Berti mjög virk- ur og áhugasamur. Ég held að varla hafi komið fyrir að hann mætti ekki uppábúinn, brosandi með gam- anyrði á vör. Þetta voru góðar stundir og djúp og karlmannleg rödd hans gaf söngnum aukinn kraft og fyllingu. Til messugjörða var ævinlega mætt frá Hallsstöðum. g Arin liðu og ekki áfallalaus. Engil- Íbert lenti í slysi svo af tók fjóra fingur hægri handar. Með venju- % legu jafnaðargeði bjargaði hann sér áfram og vann flest verk þó svona væri komið. Hann hafði haft við orð að gaman væri að smíða nýtt sáluhlið í kirkjugarðinn á Melgras- eyri en eftir að þetta kom fyrir fannst manni sjálfgefið að það væri úr sögunni. En fyrir nokkrum árum kom hliðið. Vönduð smíð úr ryðfríu ;] stáli. Allt unnið af honum. Fyrir m þetta og allt annað vil ég þakka sem jg formaður sóknarnefndar Melgras- 9 eyrarkirkju. Öllum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur og kveð MINNINGAR með erindi úr sálmi er oft var sung- inn í kirkjunni okkar og ég vissi að Berta þótti vænt um. Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augu mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms og veldisstól. Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. (M. Joch.) Ása Ketilsdóttir, Laugalandi. Það er komið að kveðjustund okkar kæra vinar og afa, Berta á Hallsstöðum. Það er erfitt að lýsa þeim vináttuböndum sem við bræð- urnir höfum bundist systkinunum, Berta sem nú er fallinn frá og Lóu sem dvelst á Sólvangi í Hafnar- firði. Það er góður vinur sem hún Lóa mín hefur misst og við öll sem þekktum hann Berta. Þeim vináttuböndum sem við bræðurnir höfum bundist þeim Lóu og Berta er ef til vill best lýst í ótal ferðum vestur í djúp á hvaða árstíma sem var. Fyrst sem smá- strákar með pabba, seinna meir með öllum mögulegum samgöngu- tækjum hvort sem var með rútu, flutningabílum, flugi eða Djúpbátn- um. Staðurinn sem allt beindist að var Hallsstaðir, heimilið sem alltaf stóð opið fyrir strákunum hans Gylfa. Staðurinn sem við bræðurnir kennum okkur við í dag. Strax í barnæsku snerist allt um að komast vestur í Djúp. Á hveiju einasta vori var barist um að fá eins langt frí í skólanum og mögu- legt var til að komast í sauðburðinn hjá Berta og Lóu. Og á haustin drógum við eins og hægt var að mæta í skólann, allt fyrir það að vera á Hallsstöðum. Jafnvel um páskana var reynt að lengja skóla- fríið til að komast vestur. Já, það var mikið lagt á sig til að komast til Lóu og Berta enda ekki að ástæðulausu. Nú þegar Berti er farinn hugsar maður til baka og veltir fýrir sér, hvað það var sem dró okkur eins og segull að Hallsstöðum öll þessi ár. Það var mikill agi á Hallsstöðum. Við bræðurnir komumst ekki upp með neina vitleysu og lærðum fljótt að skila þeim verkum sem við tókum að okkur. Það var aldrei flanað að neinu. Hlutirnir voru framkvæmdir rólega en skipulega. Berti var ekki málgefinn að eðlisfari og göntuð- umst við bræðurnir oft með það að ef við spyrðum Berta einhvers, þá væri hægur vandi að mjólka allar beljurnar tvisvar sinnum áður en svarið kæmi. Berti var ekki ræðinn við okkur bræðurna á barnaskólaár- unum og voru samræður helst um þau störf sem unnin voru hveiju sinni. Það átti reyndar eftir að breytast. Berti þurfti aldrei að segja okkur hlutina tvisvar. Það sem hann sagði stóð og var framkvæmt. Allt sem kom frá Berta var vel ígrundað og var óhætt að treysta því. Það er margt sem situr eftir í minningunni um hann Berta, en eitt situr þó fastar en margt ann- að. Það var vinátta hans og væntumþykja við dýrin á Halls- stöðum. Það var sama hvort það var Surtla í íjósinu eða Bletta í fjárhúsunum alltaf umgekkst hann dýrin af kostgæfni og sá til þess að engri skepnu liði illa. Bara þetta eitt segir margt um þá persónu sem Berti hafði að geyma. Það sem hann gaf af sjálfum sér við bústörf- in var til hreinnar fyrirmyndar og er íhugunarefni fyrir marga í þess- um heimi. Mig langar að miiinast einnar dagstundar sem við Berti áttum saman fyrir 14 árum. Þetta var síð- asta árið sem Berti fór á fjall með gangnamönnum. Við fórum tveir saman til móts við gangnamenn, ofarlega í Stykkinu á Hafnardals- fjallinu, ég 12 ára og hann á sjötug- asta árinu. Þetta voru fyrstu göng- urnar mínar og því stór stund fyrir tólf ára snáða sem loksins var kom- inn upp á fjall með gangnamönnum en ekki niðri að standa fyrir. Aldrei þessu vant var Berti nokkuð skraf- hreifinn, benti mér á kennileiti og gekk það svo langt að hann hafði mig með í ráðum um hvar við ætt- um að staðsetja okkur þegar féð kæmi niður. Ég gerði mér grein fyrir því að hann var ekki að biðja um mín ráð heldur var hann að viðurkenna mig sem fullgildan starfskraft. Það var þá sem ég fann að Berti hafði tekið mig í fullorð- inna manna tölu. Seinna þegar hefðbundnum sveitastörfum lauk og önnur störf tóku við, miðuðu allar okkar frí- stundir að því að komast heim að Hallsstöðum. Berti sem áður var í uppeldishlutverkinu var orðinn fé- lagi. Viðhorf hans til okkar hafði breyst frá bamaskólaárunum. Nú leit hann á okkur sem jafningja og vini sína; einfaldast er að lýsa sam- skiptum okkar við Berta í fjórum orðum: hlýleiki, kímni, stríðni og orðheppni. Á seinni árum gerði hann mikið af því að sýna mér vís- ur og hafði ég sérlega gaman af vísnagátunum hans. Hlýhugur hans í garð okkar bræðranna og vina okkar var mikill og ómetanlegur. Alltaf kvaddi hann okkur með fal- legum blessunarorðum eftir hveija heimsókn og langar mig að vitna í vísu sem hann orti mér og unnustu minni til heilla fyrir nokkrum mán- uðum: Hamingjuna höndli þið heilla tengist böndum. Auðna styðji ástar svið ykkar lífs á ströndum. Ég hugsa til þess nú eftir á að þó svo að Djúpið sé fallegt og marg- ar góðar minningar sitji eftir frá Hallsstöðum, þá verður staðurinn ekki samur án Lóu og Berta. Á því ári sem liðið er frá því að þau fluttu frá Hallsstöðum í Kópavoginn hef ég ekki farið eina ferð vestur. Ferð- ir okkar bræðranna í Kópavoginn eru hins vegar óteljandi, þar sem við höfum sótt í sömu hlýjuna og öryggið sem við fengum á Halls- stöðum. Ég minnist stundanna með hon- um síðustu mánuðina. Maður, sem var uppi á tímum torfkofa, hringdi í mig nú í haust og bað mig um aðstoð við tölvukaup. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heidur keypti tölvu, fékk mig til að kenna sér á „galdratækið" eins og hann kallaði hana og var farinn að nota hana nokkrum dögum síðar. Það var hreint með ólíkindum hversu fljótt hann náði þessu og sannaðist það enn betur að Berti var þúsund þjala smiður. Á þessum skamma tíma tókst honum að færa inn fleiri síður um örnefni í Hallsstaðalandi ásamt þó nokkrum vísum eftir sjálfan sig. Elsku Berti, vinur og afi, við strákarnir þínir kveðjum þig á þess- um tímamótum og megi Guð vera með þér. Við þökkum þér fyrir þá leiðsögn sem þú gafst okkur fyrir framtíðina. Olafur Gylfason, Heimir Gylfason, Engilbert Gylfason. + Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR EINARSSON, Sigtúni 35, andaðist á gjörgaesludeild Landspítal- ans sunnudaginn 24. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, María Sigríður Júliusdóttir. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 53 Frændi okkar og vinur, h BENEDIKT KRISTJÁNSSON frá Álfsnesi, Kjalarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 22. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Frændsystkin og vinir. i Frændi okkar, h LEÓ STEINAR LEÓSSON, Bjarnastöðum, Grimsnesi, lést föstudaginn 22. nóvember. Fyrir hönd ættingja og vina, Jóhannes Bjarnason, Bjarni Helgason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, Eskihlið 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. nóvember kl. 1 5.00. Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson, Gunnar Halldór Antonsson, Anton Eyjóifsson. + Astkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA JAKOBSDÓTTIR, Jörfabakka 12, Reykjavík, lést aðfaranótt laugardagsins 23. nóv- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Þorsteinsson, Sigurbjörn H. Magnússon, Berglind Magnúsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Hafdís Magnúsdóttir, Þórhallur G. Kristvinsson, Jakob S. Magnússon, Áslaug Pétursdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, VILHJÁLMUR FRIÐRIKSSON, Skúlagötu 74, Reykjavik, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur 24. nóvember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna hins látna, Guðrún Jóakimsdóttir. + Elskuleg amma mín, ÞÓRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauðholti, síðasttil heimilis á Norðurbrún 1, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 22. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Guðmundsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY ÁRNADÓTTIR, Neðstaleiti 5, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 24. nóvember. Börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.