Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 31 LISTIR Nýjar hljómplötur JÓN STEFÁNSSON sljórnandi og systkinin Sibyl, Eiríka og Pétur Urbancic að tónleikunum loknum. Morgunblaðið/Ásdís STJÓRNANDA og flytjendum var vel fagnað í lok tónleikanna. Góð fæðing eftir Þyrni- rósar-svefn TÓNLIST Langholtskirkja KÓR - BLÁSARAS VEIT Óður Skálholts eftir dr. Viktor Urb- ancic. 23. nóv. kl. 16. Flytjendur Kór Langholtskirkju, Blásarasveit, Jón Stefánsson, framsögn Gunnar Eyj- ólfsson. AF MÖRGUM ágætum þýsku- mælandi tónlistarmönnum sem flýðu nasismann fyrir heimsstyrj- öldina síðari og til Islands, var dr. Viktor Urbancic, ásamt konu sinni dr. Melitu, sá sem var fámennri þjóð norður við Dumbshaf kannski hvað hollastur. Ekki verða þó hér tíunduð þau verk og þau áhrif sem Viktor Urb- ancic hafði á þróun tónlistar hér- lendis, bæði hefur það að nokkru verið gert annars staðar og þeir fáu dálkar sem ég hef til umráða næðu ekki að gera því teljandi skil. Eins þáttar í starfi Urbancic vil ég þó minnast hér, þáttar sem of fáir fengu að kynnast, en það var kennarinn Viktor Urbancic, en sem slíkur var hann óviðjafnan- legur. Undirritaður fékk að njóta kennslu hans í hljómfræði og hvernig honum tókst að leysa upp rúnir, sem áður höfðu verið hálf- gerðir galdrastafir fyrir manni var ógleymanlegt. Ótrúlega auðvelt virtist hann eiga með að finna leið- ina að nemandanum og í ofanálag fékk maður á tilfinninguna að hann hefði ómælda ánægju af að miðla okkur sinni miklu þekkingu. Þessa hæfileika hefur sá einn sem skaparinn hefur til þess valið. Annað atriði úr þessum kennslu- stundum er og minnisstætt en það var lestrarhæfileiki hans. Sama var hversu illa skrifaðar svokallað- ar „tónsmíðar“ við nemendurnir komum með í tímana, allt spilaði hann við fyrstu sýn sem fullæft væri. Kennslan var aðeins einn þáttur þeirra fjölmörgu starfa sem hann hafði hér og þrátt fýrir öll þessi störf virtist hann alltaf hafa nægan tíma til að aðstoða aðra. Þessi hjálpsemi hans við aðra held ég hafi valdið því að hann gleymdi gjarnan að auglýsa sjálfan sig, - með öðrum orðum að troða sér fram fyrir aðra. Þannig lentu margar tónsmíðar hans á kistu- botninum og í skugga gleymsk- unnar. Víst hefði höfundur kant- ötunnar sem við heyrðum á laug- ardaginn haft tækifæri til að flytja hana alla eða hluta hennar, en annar hlaut verðlaunin og þar með skyldi hans verk víkja, það verkið sem við heyrðum í Langholts- kirkju, fjörutíu árum eftir tilurð þess. Sem betur fer fékk Óður Skálholts mjög góða fæðingu eft- ir allan Þyrnirósar-svefninn. Eftir stuttan hljómsveitarinn- gang hóf Lanholtskórinn upp raust sína í voldugum inngangskór verksins, „Hringið inn heilagar tíð- ir“. Verkið er að mestu byggt á mótífum úr íslenskri kirkjutónlist- arsögu og er afar vel skrifað fyrir kórinn svo og hljómsveitina, enda kunni enginn hérlendur í þann tíð betur að skrifa fyrir þessi tvö hljóðfæri, kór og hljómsveit. Hæst reis verkið í 7. þættinum, „Skál- holt“, sem endar á feikn vel skrif- aðri og glæsilegri fúgu, en verkinu lýkur á sálmi þar sem allar raddir sameinast einum rómi í „Er nú sem mæli minning hver; - Þigg þjóð mín, gjöf. Þigg, Drottinn Guð!“. Ágætlega tókst allur flutningur kantötunnar. Framsögn á texta skildist að vísu illa þegar hljóm- sveitin lék með og dálítið fannst mér sópraninn sár á efstu nótun- um, en þetta voru smámunir hjá öllum öðrum ágætum flutningi. Of snemma féll dr. Victor Urb- ancic frá, og enn deyja þeir ungir sem guðirnir elska, og kannski verður minningin ennþá tærari um þá sem kveðja svo snögglega. Ragnar Björnsson • ÍSLENSKIRjólasöngvarogMar- íukvæði eru viðfangsefni Hamra- hlíðarkórsins undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur á nýrri geislaplötu sem gefin er út hjá íslenskri tón- verkamiðstöð. Elsta lagið sem er úr upphafi Þor- lákstíða er frá aldamótunum 1400 og nýjustu tónsmíðarnar eru Maríu- kvæði Atla Heimis Sveinssonar sem hann samdi árið 1995 við Ijóð Hall- dórs Laxness og útsetning Jóns Ás- geirssonar á Grýlukvæði sem hann lauk við á þessu ári. Sumar tónsmíð- anna eru sungnar í sinni upprunalegu mynd. Aðrar eru útsetningar gam- alla sálma margar þeirra hafa sér- staklega verið_gerðar fyrir Hamra- hlíðarkórinn. Utsetningar Þorkels Sigurbjörnssonar eru úr Hymnodia sacra 1742 og Grallaranum en jafn- framt eru hér þijár frumsmíðar hans, Ljóð og hljómar við ljóð Hannesar Péturssonar, Leikur handa Grýlu- börnum og Mariuvísur úr leikritinu Jón Arason. Auk Grýlukvæðis Jóns Ásgeirssonar sem áður er getið er að finna á plötunni útsetningu hans á öðru þjóðlagi - Hátíð fer að hönd- um ein. Þá eru alþekktar útsetningar Róberts Abrahams Ottóssonar á sál- munum Nú kemur heimsins hjálparr- áð og Heiðra skulum við Herrann Krist og útsetning Jóns Þórarinsson- ar á sálminum Oss barn er fætt í Betlehem. Lag Jórunnar Viðar Það á ap gefa börnum brauð og þjóðlag- ið Ég söng þar út öll jól heyra til veraldiegri hluta geisladisksins. Þá er ótalin útsetning Fjölnis Stefáns- sonar á sálminum Svo vítt um heim sem sólin fer, tónsmíðin Máría eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Vöggukvæði Sigvalda Kaldalóns, sem betur er þekkt undir heitinu Nóttin var sú ágæt ein. Systkinin Hallveig og Ólafur E. Rúnarsson syngja einsöng í nokkrum verkanna á plötunni en þau eru bæði félagar í Hamrahlíðarkórnum. I bæklingi sem fyigir plötunni og er bæði á íslensku og ensku fjallar Hiafn Sveinbjarnarson umjólasöng á ísiandi ogjafnframt ritar hann skýringar við einstök lög. Upptökur fóru fram í Kristskirkju íLandakoti ífyrra ogáþessu ári. Hijóðstjórn var í höndum tæknimanna Ríkisút- varpsins ogÞórir Steingrímsson sá um úrvinnsiu. Verð 1.999 krónur. Nýjar plötur • Á PLÖTUNNI „Fögru ver- öld‘‘ syngur Guðmundur Guð- jónsson tenórsöngvari 14 lög Sigfúsar Halldórssonar tón- skálds við Ijóð 10 kunnra skálda. Það er höfundurinn sjáifur sem leikur undir á píanó. Upptökur fóru fram á hluta úr degi þann 6. desember 1978 ogkom platan síðan útá vordögum 1979. • PLA TAN „Þegar mamma var ung“ geymir túlkun þeirra Diddúarþ.e. Sigrúnar Hjálm- týsdóttur og Egils Olafssonar á 13 gömlum revíuvísum frá blómaskeiði Islensku revíunnar. Kom hún útárið 1978, um líkt leyt.i og EgiII var að hætta í Spilverki þjóðanna ogstofna Hinn íslenska þursaflokk. Þetta var einskonar lokaverkefni gamla Spilverkshópsins því Val- geir Guðjónsson stjórnaði upp- tökum og Sigurður Bjóla Garð- arsson annaðist hljóðritun. Und- irleik önnuðust Árni Elfar píanóleikari, Grettir Björnsson harmonikuleikari, Guðmundur E. Einarsson trommuleikari, Sigurður Rúnar Jónsson fiðlu- leikari og Helgi Kristjánsson bassaleikari. Tókst þessum hljómlistarmönnum ásamt Diddú og Agli einstaklega vel upp við flutninginn. Páll Bald- vin Baldvinsson rekur sögu Is- lensku revíunnar ígeisla- plötubæklingi ásamt öllum söngtextum. Spor ehf. gefur plöturnar út og annast dreifingu og kostar hvert eintak kr. 1.299. • SÖNGVARINN Alfreð Clausen sönginn á fjölmargar 78 snúninga og 45 snúninga plötur á sjötta áratugnum. Komin er út 25 laga yfirlitsút- gáfa frá upptökuferli Alfreðs Clausen, en íhaust voru Iiðin fimmtán ár frá andláti hans. Þessi útgáfa er einskonar end- urgerð safnútgáfu þeirrar sem Svavar Gests hljómplötuútgef- andi stóð fyrir árið 1981. Svavar hafði nokkru áður keypt öll út- gáfuréttindi Islenskra tóna, sem vinur hans Tage Ammendrup hafði starfrækt á sjötta ára- tugnum. Lét Svavar afrita 78 sn. plötur þær sem Alfreð söng inná fyrir Tage og valdi kunn- ustu lögin saman á tvær hæg- gengar hljómplötur. Plötualb- úmið var ekki fyrr komið á markað, en Alfreð féll frá eftir stutta sjúkralegu. Það hefurþví tekið nokkur ár að lagfæra af- ritanirnar sem Svarar Gests gerði á sínum tíma aflögum Alfreðs, velja það besta úr og ganga frá lögum Alfreðs til út- gáfu á geislaplötu. Á sama tíma var ráðist í að rita nokkur orð um feril Alfreðs Clausen, grafa upp nöfn þeirra tónlistarmanna sem störfuðu með honum og tína saman alla söngtextana. Að þessu verki vann Jónatan Garðarsson og naut við það aðstoðar Svavars Gests, en hann féll frá áður en hann sá afrakst- nr þessa verks. Tæknivinnsla fór fram í Ríkisútvarpinu, Grjótnámunni og hjá Sony DADC í Austurríki. Spor ehf. gefur útog annast dreifingu. Geislaplatan kostar 1.899 krónur. llííiiYclnmgar Skagfirðingar & Húnvetningar fjölmcnna á Hótel ísland föstudaginn 29. nóvember nk. kl. 21:00 StórUostleg slænuntiatriði: Rökkurkórinn Skagafiröi: Sljórnandi: Sveinn Árnason. Undirleikari Pál Szabo. Tvísöngur: Hallfríður Hafsteinsdóttir og Ragnar Magnússon. Tvísöngur: Björn Sveinsson og Hjalti Jóhannsson. Hagyrðingaþátlur að Skagflrskum hætti: Stjórnandi: Eiríkur Jónsson Lóuþrælamir: Karlakór Vestur-Húnvctninga. Stjórnandi: Ólöf Pálsdóttir. Undirleikari: Elínborg Sigurgeirsdóttir. Kariakór Bólstaðarhlíðarhrcpps: Stjórnandi: Sveinn Ámason. Undirleikari: Pál Szabo. Tvísöngur: Svavar Jóhannsson og Sigfús Guðmundsson. Norðlcnski stórtenórinn: Jóliann IMár Jóhannsson Sönghópurinn Sandlóur: Undirleikarar: Þorvaldur Pálsson og Páll Sigurður Björnsson. Gamanmál: Ómar Ragnarsson fer á kostum. Veislustjóri: Geirmundur Valtýsson. ‘Torréííur: tur i bnittdktvtm jntui koniakssósu. iTSalréttur: .Tteilsleiklur lambavo3vi'Dijon, mcd (jrœnmetisfirennu. sinjörsti'iktum jarðcplum, m; sólberjasósu Tftirréttur: tsðúcll. mcð konfektsósu. Ver3 me3 kvöldver3i er kr. 3,900, en verS á skemmlun er kr. 2000 og hefst hún kl. 21:00. Ver3 á dansleik kr. 1.000. Matargestir mæti3 stundvíslega kl. 19:00. SértilboS á gistingu og skemmtun fyrir Norðlendinga, upplögð helgarferð með fyrirtækið og starfsfólkið og sjá svo Bítlaárin á iaugardeginum! Forsala aðgöngumiða er á Hótel íslandi milii kl. 13 og 17 alia daga. Sími 568-7111 • Fax 568-5018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.