Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ^IEMISISrEMC HILLUKERFI ÓDÝRARI LAUSN FYRIR LAGERINN OQ GEYMSLUNA Nýtt öflugt og ódýrara hillukerfi, auövelt í uppsetningu, engar skrúfur. Fagleg ráögjöf - leitiö tilboöa ísold ehf[ Umboðs-& heildverslun Faxafen 10-108 Reykjavík Sími 581 1091 - Fax 553 0170 Fundur APEC, Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja Stefnt að einu fríversl- unarsvæði fyrir 2020 Subic Bay. Reuter. LEIÐTOGAR Asíu- og Kyrrahafs- ríkja ákváðu á fundi sínum á Filipps- eyjum um helgina að koma á fót heimsins stærsta fríverslunarsvæði og í gær lýstu þeir yfir stuðningi við tillögur Bandaríkjastjórnar um algert frelsi í viðskiptum með upp- iýsingatækni. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fagnaði niðurstöðu fundarins og sagði hana mundu ýta undir bandarískan útflutning og at- vinnusköpun og talsmenn atvinnu- lífsins í Japan sögðu hana marka tímamót og stuðla að frjálsum við- skiptum og stöðugleika í þessum heimshluta. Ríkin 18, sem eiga aðild að Efna- hagsráði Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, samþykktu að kom á sam- ræmdu efnahagskerfi við Kyrrahaf fyrir árið 2020 en íbúar í APEC-ríkj- unum eru helmingur jarðarbúa. Þau standa nú undir 56% heimsfram- leiðslunnar og meira en helmingi heimsviðskiptanna. Voru samtökin stofnuð fyrir aðeins sjö árum í Ástralíu en á fundi þeirra í Osaka í Japan í fyrra voru lögð fyrstu drög- in að áætlunum um að afnema alla tolla af viðskiptum og fjárfestingum fyrir 2020. Stórmál fyrir Bandaríkin Clinton Bandaríkjaforseti sagði í Manila á Filippseyjum í gær, að sam- þykkt APEC-ríkjanna um algert frelsi í viðskiptum með upplýsinga- Vilja algert við- skiptafrelsi á sviði upplýsing-atækni tækni boðaði mikil tíðindi og ekki síst jyrir Bandaríkjamenn. „Árleg sala upplýsingaiðnaðarins í Bandaríkjunum er meira en 6.600 milljarðar kr. og hann veitir nærri tveimur milljónum manna atvinnu. Það er því auðvelt að gera sér í hugarlund hvað það þýddi fyrir okk- ur ef allir tollar í þessum viðskiptum yrðu afnumdir um heim allan,“ sagði Clinton á fundi með starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Manila. Á sunnudag átti Clinton fund með Jiang Zemin, forseta Kína, og urðu þeir ásáttir um að bæta samskipti ríkjanna, sem hafa verið heldur stirð í áratug. Var ákveðið, að Jiang kæmi til Washington á næsta ári og 1998 ætlar síðan Clinton að verða fyrstur bandarískra forseta til að heimsækja Kína eftir morðin á Tian- anmen-torgi 1989. Leiðtogar APEC-ríkjanna voru mjög ánægðir með fund þeirra Clint- ons og Jiangs en eftir sem áður greinir Kínveija og Bandaríkjamenn á um margt. Eitt af ágreiningsmál- unum er til dæmis ósk Kínveija um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni, WTO, og Clinton lagði á það áherslu við Jiang, að Bandaríkja- stjórn gæti ekki stutt hana fyrr en Kínveijar hefðu opnað markaði sína miklu meir en nú væri raunin á. Telja samþykktina oftúlkaða Talsmaður Keidanren-hópsins í Japan, sem öll stórfyrirtækin í land- inu eiga aðild að, fagnaði í gær niðurstöðu APEC-fundarins og sagði hana marka tímamót. Ýmsir hag- fræðingar í Suðaustur-Asíu telja þó, að of mikið sé úr henni gert. Benda þeir á, að í fyrsta lagi sé verið að tala um dálítið fjarlæga framtíð, í öðru séu APEC-ríkin misjafnlega vel á vegi stödd efnahagslega og í þriðja lagi sé þróunin almennt í átt til fijálsari viðskipta hvað sem líði APEC. Sumir hagfræðingar á Vest- urlöndum hafa einnig tekið undir þetta og telja, að hætta sé á, að þróunin muni ráðast mikið af þeim ríkjum, sem hægast fara. Nokkuð var um, að vinstrisinnar á Filippseyjum efndu til mótmæla vegna APEC-fundarins, sem þeir sögðu vinna gegn hagsmunum fá- tæks fólks, en ekki kom til neinna verulegra átaka. Ný aðildarríki Mahathir Mohamad, forsætisráð- herra Malasíu, tilkynnti í gær, að Víetnam og Perú fengju aðild að APEC 1998 eða fyrr en búist hafði verið við. Hafa engin ný ríki verið tekin inn í þijú ár og liggja nú fyrir aðildarumsóknir frá 11 ríkjum. Reuter LEIÐTOGAR APEC-ríkjanna brugðu sér allir í filippeyska Barong-skyrtu þegar þeir sátu fyrir hjá ljósmyndurum að fundinum loknum. Clinton Bandaríkjaforseti er hér með hægri höndina á öxl Koo Chen-Fu, formanns tævönsku sendinefndarinnar, en fyrir framan þá takast í hendur þeir Goh Chok Tong, forsætisráðherra Singapore, og Banharn Silpa-Archa, forsætisráðherra Tælands. 40 prestum og nunn- um hleypt til Kúbu Havana. Reuter. ÁHEYRN Fidels Castros, forseta Kúbu, hjá Jóhannesi Páli páfa II. fyrir viku er þegar farin að hafa áhrif. Yfirvöld á Kúbu til- kynntu á sunnudag að leyfa ætti 40 rómversk-katólskum prestum og nunnum að koma til starfa á eyjunni, að því er haft var eftir heimildum innan kirkjunnar. Mesti fjöldi I þrjá áratugi Fleiri erlendum prestum og nunnum hefur ekki verið leyft að koma til Kúbu í þijá ára- tugi. 80 prestar og nunnur voru á biðlista um að fá að komast til starfa á Kúbu og hefur listinn því styst um helming. Á listan- um er meðal annars prestur, sem fór frá Kúbu þegar hann var barn að aldri og hefur beðið þess í 20 ár að fá að snúa aftur Jóhannes Páll II Fidel Castro og boða Guðs orð í heimaland- inu. Páfagarður hefur gagnrýnt seinagang í afgreiðslu umsókna kirkjunnar manna um að fá að koma til Kúbu. Á fundi Castros og páfa var ákveðið að sá síðarnefndi heim- sækti Kúbu á næsta ári. Castro lofaði páfa og sagði að honum yrðu veittar höfðinglegar viðtök- ur. Skipasmíðastöðin í Gdansk --------- i Krefjast ríkisaðstoðar Gdansk. Reuter. UM 300 starfsmenn skipasmíða- stöðvarinnar í Gdansk, sem var vagga andófshreyfingarnnar Sam- stöðu, lögðu í gær undir sig skrif- stofu héraðsstjórans til að leggja áherslu á kröfur um að vinnustað þeirra verið bjargað frá hruni með ríkisábyrgð á lánum. Talsmenn starfsmanna sögðu I eftir árangurslausar viðræður við héraðsstjórann að 70 þeirra myndu vera yfir nóttina á skrifstofunni. Stöðin varð gjaldþrota í júní og hefur ekki tekist að fá erlenda fjár- festa til að koma til aðstoðar, Bent hefur verið á að stjórnvöld hafi komið öðrum, illa stöddum stórfyr- irtækjum til hjálpar. Ráðamenn í | Varsjá segja að stjórnendur skipa- smíðastöðvarinnar hafi ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endur- ' reisn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.