Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á KALDADAL - eiu myndanna á sýningu Björns Blöndal. Lj ó smy ndasýning Tærleiki og fallegur hljómur BJÖRN Blöndal Ijósmyndari sýn- ir nú 14 ljósmyndir á veitinga- staðnum Á næstu grösum. Mynd- irnar eru allar teknar sama dag- NÝTT útgáfufyrirtæki, Bókafor- lagið Dægradvöl ehf., hefur verið stofnað í Reykjavík og sendir það frá sér þrjár bækur: Málsvörn mannorðsmorðingja eftir Gunnar Smára Egilsson, Vini & kunningja eftir Þráin Bertelsson og Bessá- staðabækurnar, dagbókarbrot for- seta lýðveldisins, sem Gunnar Smári bjó til prentunar. Á næstunni mun Dægradvöl hleypa af stokkunum nýju menn- ingartímariti, Fjölni, í samvinnu við litlu og meðalstóru útgáfufyr- inn á ferð ljósmyndarans frá Reykjavík, á Þingvöll og um Kaldadal í Borgarfjörð. Sýningin mun standa fram undir jól. irtækin Smekkleysu sm. og Bjart. „Á næsta ári ráðgerir Dægra- dvöl að gefa út Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal yngri í þeim búningi er hæfir því magnaða verki. Sú útgáfa verður fyrsta bindið í ritröð eldri verka er saman munu draga fram samhengi í ís- lenskri menningu sem hingað til hefur ekki verið haldið á lofti," segir í kynningu. Eigandi Bókafor- lagsins Dægradvalar er Alda Lóa Leifsdóttir. Starfsmaður er Gunnar Smári Egilsson. TONUST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur, Guðmundur Kristmundsson og Rich- ard Talkowsky fluttu kvartetta eftir Haydn, Mozart og Beethoven. Sunnu- dagurinn 24. nóvember, 1996. KAMMERMÚ SÍKKLÚBBUR- INN hefur starfað með miklum blóma í 40 ár. Á hans vegum hafa fjölmargir erlendir og innlendir tónlistarmenn komið fram og lík- lega er efnisskrá aiira tónleikanna töluverð að vöxtum og um margt fróðleg. í efnisskrá tónleikanna er sagt frá fyrstu kammertónleik- um sem haldnir voru hér á landi, þann 5. desember 1922, fyrir 74 árum. Fyrsta viðfangsefnið var „Lævirkjakvartettinn" eftir Haydn og þessi fyrsti strengjakvartett, sem íslendingar heyrðu leikinn á tónleikum, var upphafsviðfangs- efni þriðju tónleika Kammermús- íkklúbbsins í vetur. Lævirkjakvartettinn er sérlega fögur tónlist og er hann einn af sex svo nefndum Tost kvartettum, en þessi Johann Tost var fiðluleik- ari við Esterházy hljómsveitina frá 1783 til 1788. Hann datt í lukku- pottinn og giftist ríkri ekkju og gerðist kaupsýslumaður og mun hafa keypt þessa kvartetta af Haydn og auk þess tvær sinfón- íur, nr. 88 og 89. Nafnið „Lævirk- inn“ er tilkomið vegna þess að tónlínur fyrstu fiðlu eru oft á syngjandi háu tónsviði, á meðan lágraddirnar eru mun jarðbundn- ari á lærga tónsviði. Þetta er áber- andi í upphafi og þegar fiðlan „kom inn“, lék Sigrún með miklu „vibrato", sem á að minna á söng lævirkjans. Það sem auk þess ein- kenndi leik kvartettsins, var sér- lega hreinn flutningur, sem var blessunarlega laus við grófan lág- raddaleik, sem einkennir allt of oft leik sellista og lágfiðluleikara. Lævirkjakvartettinn var sem sagt mjög fallega leikinn og söng fyrsta fiðlan hjá Sigrúnu eins og lævirki og undirraddirnar hjá Sigurlaugu, Guðmundi og Talkowsky voru þýð- ar og fullar aðdáunar á fögrum söng lævirkjans. Mozart var næst á dagskrá og það var A-dúr kvartettinn, K 464. Þessi kvartett er sérlega tematísk- ur og í fyrsta kaflanum t.d. er nær eingöngu unnið úr upphafsstefinu og í lokakaflanum er mikið unnið úr tónhugmynd, sem er eins og spegilmynd af upphafi aðalstefsins í fyrsta kaflanum. Hægi kaflinn er í tilbrigðaformi og var hann sérlega fallega fluttur. Lokaviðfangséfnið var sá þriðji af Razumovsky kvartettum Beet- hovens, glæsilegt verk, sem endar á fugato þætti. Það er ofmælt að kalla kaflann fúgu, þó hann hefj- ist á framsögu, og sama stefskipan komi fyrir aftur sem ítrekun og þá með fylgistefi, á svipaðan hátt og á sér stað í tvöfaldri fúgu. Rit- háttur kaflans í heild er alls ekki kontrapuntískur, en glæsilegur og var leikinn af miklum og háslegn- um hraða. Flutningur félaganna, Sigrúnar, Sigurlaugar, Guðmundar og Talkowskys, var sérlega hreinn og fallega hljómandi og þar gat oft að heyra ekta pianissimo og sérlega þýðan leik hjá lágfiðlu og sellói. Líklega er að rísa upp sá tími, að hér á landi verði starfandi margir góðir strengjakvartettar og er það vonum seinna, í þeirri miklu grósku sem einkennt hefur íslenskt tónlistarlíf síðasta áratug- inn. Sigrún Eðvaldsdóttir er frá- bær fiðluieikari, sem ætti að fá tækifæri til þess að vinna sem kammermúsíkant. Strengjakvart- ett hennar að þessu sinni er sprott- inn upp úr þeim þreyfingum, sem strengjaleikarar hafa stundað undanfarið í þeirri von að þörf sé fyrir strengjakvartett. Enn hefur ekki tekist að skjóta þeim stoðum undir slíka starfsemi, að væniegt væri sem fullt starf, eins og gerist meðal menningarþjóða. Jón Ásgeirsson Dægradvöl, nýtt forlag Samtök fjárfesta almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda H n w | ■ ■ iviaipn Fundarstaður: Blái salur Verslunarskóla íslands Fundartími: 28. nóvember 1996 kl. 17:15 Dagskrá: 17:15 Skattaleg meðferð fjármagnstekna og áhrif nýrra laga um fjármagnstekjuskatt á sparnað og ákvarðanir fjárfesta. Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi. 17:30 Þróun hlutabréfamarkaðar og væntingar fjárfesta í Ijósi staðreynda og spádóma. Björn Jónsson, forstöðumaður Hlutabréfasjóðsins hf. 17:45 Alþjóðlegur fjármagnsmarkaður og tækifæri. Notkun upplýsingakerfa í þágu fjárfesta og fjármálastofnana. Hreiðar Már Sigurðsson, sjóðsstjóri verðbréfasjóða Kaupþings. 18:00 Samkeppnisstaða innlánsstofnana gagnvart öðrum fjárfestingarkostum sparifjáreigenda. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. 18:15 Hlutverk tryggingafélaga á fjármagnsmarkaði. Samvinna, samruni, samkeppni. Axel Gíslason, forstjóri VÍS. 18:30 Ræðumenn sitja fyrir svörum. Benedikt Jóhannesson, forstjóri Talnakönnunar, stýrir. 18:45 Aðalfundastörf skv. lögum félagsins. Þorvarður Elíasson, formaður Samtakanna. ■ ■ . endalaus gæði WMN 862 Vél með rafeindastýringu sem u ““ skynjar misvægi í hleðslu og Þuottavel VERÐ Kr. 49.900 stgr. stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst: 5 kg. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboösmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.