Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR * Otelló fær misjafna dóma Glöð fyrir hönd ömmu FRUMSÝNINGIN á óperu Verdis Ótelló var stói-viðburður í ítölsku menningarlífi og margt stórmennið viðstatt m.a. Romano Prodi forsæt- isráðherra ásamt fleirum úr ríkis- stjórninni, borgarstjórinn í Bologna og einnig sá ég tískuhönnuðinn Giorgio Armani. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég var viðstaddur frumsýningu í ít- ölsku óperuhúsi. Ég fann, að áhorf- endur fylgdust grannt með hverjum tón, eins og þeir kynnu verkið utan að, og í lok hvers þáttar var söngn- um fagnað með hinum sígildu bravóhrópum. Þó finnst mér eins pg mörgum gagnrýnendum hér á Ítalíu fínnist vinna leikstjórans Hennings Brockhás og leikmynd Kristján Jóhannsson söng Otelló í fyrsta skipti í Bologna á Ítalíu á laugardaginn. Randver Þorláksson var á frumsýningunni. hins aldna snillings Josefs Svobota veikasti hlekkur sýningarinnar. Hefur vinna þessara tveggja manna auk sjálfs stjórnandans fengið held- ur kaida gagnrýni hér á Ítalíu. Þrátt fýrir að stjórnandinn ungi Christian Thieleman sé dáður hér í Bologna, KRISTJÁN í hlutverki Ótellós og Kallen Esperion sem Desdemóna. tóku gagnrýnendur hann og hrein- lega pökkuðu honum saman og sumir taka það djúpt í árinni að segja að hann hafi ekki hundsvit á Verdi. Mér finnst ítalir taka útlend- ingum heldur fálega og gagnrýni þeirra óréttmæt. Það hefur greinilega farið fyrir brjóstið á gagnrýnendum að í aðal- hlutverkunum skuli annars vegar vera amerísk sópransöngkona, Kallen Esperiano og hins vegar ís- lenskur tenór, Kristján Jóhannsson. Þau fá ansi misjafna dóma og helst er fundið að því að rödd Krist- jáns sé ekki enn tilbúin til að tak- ast á við þetta vandasama hlutverk og töluvert vanti enn á innri túlk- un. Samt sem áður viðurkenna þeir að Kristján sé líklega einn af örfá- um sem hafi yfir að ráða rödd sem hæfi þessu mikla hlutverki. Sjálfum fannst mér aðalsöngvur- um takast vel upp og áheyrendur létu mikla hrifningu í ljós. Ég held, að þegar upp er staðið, þá sé þetta stór áfangi á söngferli Kristjáns. BJÖRK Guðmunds- dóttir hlýtur tónlist- arverðlaun Norður- landaráðs árið 1997, en verðlaunin verða afhent í Osló 3. mars næstkomandi. Að sögn dómnefndarinn- ar sem valdi Björk varð hún fyrir valinu þar sem hún hafi þró- að sinn eigin stíl og ævinlega verið trú hugsjónum sínum. Henni hafi tekist að þróa list sína í mörg ár með „hámarks- ástríðu" og vinsældir hennar út um allan heim væru miklum tónlistarhæfileikum að þakka. I samtali við Morgunblaðið seg- ist Björk Guðmundsdóttir hafa fátt að segja um verðlaunin annað en það að hún sé harla glöð. „Af- hendingin verður á afmælinu hennar ömmu og við erum að pæla í því að fara saman að taka á móti þeim,“ segir hún. „Ég vissi ekki hvaða verð- laun þetta voru þar til Sjón hringdi í mig og hélt langa ræðu um þau og hversu merkileg þau væru. Ég er svo mikill pönk- ari og bólusett fyrir verðlaunum, tek yfir- leitt ekki mark á svo- leiðis. Ég er fyrst og fremst glöð fyrir hönd ömmu. Ég vona að ég hljómi ekkert van- þakklát, en ég fer ailtaf í varnarstöðu þegar ég fæ verðlaun, finnst að fólk eigi ekki að fá verðlaun fyrr en það er orðið þreytt og gamalt og þegar það er búið að gera allt sem það getur, búið að kreista úr því allt og ég er rétt að byrja,“ sagði Björk Guðmundsdóttir. Björk Guðmundsdóttir Krislján Jóhannsson ánægður með frumsýninguna á Qtelló „Viðtökumar vom glæsilegar“ „ÉG HELD að þetta hafi gengið mjög vel og sýningin sé mjög vel heppnuð. Viðtökurnar voru glæsi- legar en við vorum kölluð sjö eða átta sinnum fram fyrir tjaldið í leikslok. Ég er því ánægður," seg- ir Kristján Jóhannsson óperu- söngvari en umræðuefnið er frum- sýning á óperunni Ótelló eftir Giuseppe Verdi í Teatro Comuna- le í Bologna á Italíu á laugardag, þar sem hann fór með titilhlut- verkið. Hvað söng- og tónlistarflutning áhrærir segir Kristján að sýningin sé á mjög háu plani. Skiptar skoð- anir séu hins vegar um umgjörð- ina, auk þess sem sýningin gangi óvenju hratt fyrir sig. „Hún er um það bil klukkutíma styttri en venjuleg sýning á Ótelló en það er einungis gert eitt hlé á henni. Sýningin er hins vegar mjög hreyfanleg og skemmtileg og fell- ur ekki í þá gryfju að verða lang- dregin." Kristján kveðst ánægður með eigin frammistöðu — nefnir hann leikinn sérstaklega í því sam- hengi. „Undanfarið ár hef ég lagt höfuðáherslu á þann þátt og mér skilst á leikhúsfólki sem ég treysti að leikurinn hafi skilað sér mjög vel. En eins og ég hef sagt áður skekur þessi sýning sálartetrið og reynir kannski meira á sálina en líkamann." Fjöldi fyrirmenna lagði leið sína í leikhúsið á laugardag, má þar nefna forsvarsmenn helstu leik- og óperuhúsa heims í dag, forsæt- isráðherra og menntamálaráð- herra Ítalíu og borgarstjórann í Bologna. „Þetta var því mikið gala-kvöld,“ segir Kristján en þess má geta að óperan var sýnd sam- tímis á risastórum sjónvarpsskjá á hátíðarsal háskólans í Bologna, auk þess sem henni var útvarpað beint á „ítölsku gufunni", svo sem Krislján kemst að orði. _ Þá segir Kristján að ítalska rík- issjónvarpið, RAI, muni sýna upp- færsluna á gamlársdag, auk þess sem sérstakur þáttur verði gerður um hana. Óhætt sé þvi að fullyrða að uppfærslan hafi vakið heimsat- hygli. „Það væri því mjög óréttl- átt ef ég væri ekki ánægður." Algjört spennufall Krislján hefur sagt að glíman við Ótelió sé hápunkturinn á ferli tenórsöngvarans — hin endanlega áskorun. En hvað tekur þá við þegar hann hefur þreytt frum- raun sína í hlutverkinu? „Eftir frumsýninguna fannst mér engu líkara en ég hefði misst ættingja, svo reyttur var ég. Það varð al- gjört spennufall sem ég er að vinna úr núna, þar sem ég er með sýningu á morgun [í kvöld]. Ótelló er hins vegar þannig úr garði gerður að maður getur verið alla ævi að vinna úr honum. Ég mun því hafa nóg fyrir stafni í framtíð- inni.“ Alls mun Kristján syngja í sjö eða átta sýningum í Bologna. En hvenær tekst hann hlutverk hins þeldökka Márahöfðingja næst á hendur? „Það er frágengið að ég syngi Ótelló undir stjórn Claudios Abbados í Vín árið 1998 og undir sljórn Christians Thielemans, sem stjórnar sýningunni í Bologna, í Berlín ári síðar. Ef að líkum lætur mun ég hins vegar taka þátt í tveimur uppfærslum í millitíðinni, annarri í Flórens." Annars kveðst Kristján ekki hafa hug á að syngja Ótelló nema á fimmtán til tuttugu sýningum á ári í framtíðinni. „Ég reyni að syngja hlutverkið með minni rödd, þó ég dekki hana annað rlagið þegar mér finnst það þurfa, þar sem ég vil halda áfram að syngja II Trovatore og Aida og má því ekki missa hæðina. Ef maður miss- ir hana verður ekki aftur snúið — það verður því að þræða hinn gullna meðalveg." , i " WffMM , ' :• ÁNÖXM NA! DI.IMJAU III . 15.11. ‘X, VILTU HLUT í ÖFLUGUSTU FYRIRTÆKJUNUM ? Þú fjárfestir í Auðlindarbréfum og eignast hlut í fjölmörgum sterkum og vaxandi fyrirtækjum. Betri afkoma hefur þýtt góða ávöxtun á Auðlindarbréfum. Ávaxtaðu fé þitt án fyrirhafnar - og tryggðu þér skattaafslátt í leiðinni. Til að fullnýta skattaafsláttinn má einstaklingur kaupa hlutabréf fyrir u.þ.b. 130.000 kr. og fær þá rúmlega 43.000 kr. í afslátt. Iljón geta keypt tvöfalda þessa upphæð. 'Sií'Mt<*{ BS £//WSf(/p Á Á árs- grundvelli Nafn- ávöxtun Raun- ávöxtun Sl. 3 mán. 24,8% 20,4% SI. 6 mán. 57,0% 52,3% Sl. 12 mán. 51,7% 48,6% SI. 2 ár 38,1% 35,2% Sl. 3 ár 26,6% 24,4% Sl. 4 ár 19,6% 17,1% Sl. 5 ár 15,4% 13,2% Engin útborgun • 1. greiðsla í febrúar • 12 mánaða greiðslur • Eitt símtal • Boðgreiðslur • Áskrift KAUPÞING HF Árinúla 13A Sími 515 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.