Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Héðinn Valdimarsson, flugvirki, fæddist í Reykjavík 5. október 1920. Hann lést á heimili sínu hinn 15. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Árna- dóttir, f. 22.9. 1883, d. 24.12. 1960; og Valdimar Kr. Árna- son, pípulafirninear- meistari, f. 1.11. 1888, d. 4.7. 1967. Gunnar var næstelst- ur fimm systkina. Elstur var Kristinn Sigurgeir, f. 24.12. 1918, látinn. Árni Eyþórs, f. 18.2. 1922, maki Þóra Gyða Gunnlaugsdóttir. Samfeðra Hörður Lárus, f. 17.1. 1913, látinn, og sammæðra Ásta Árný, f. 30.6. 1910, látin. Hinn 12. október 1946 kvænt- ist Gunnar Þorgerði Bjarnadótt- ur frá Húsavík, f. 24.8. 1925. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Hallgrímsdóttir og Bjarni Stein- grímsson. Börn Gunnars og Þor- gerðar eru: 1) Guðrún Jóna, f. ■r 1947, maki Birgir M. Birgisson, börn þeirra eru Kristín Þóra, f. 1964, maki Óðinn V. Grímsson, Valdís Guðrún, f. 1967, sambýlis- maður Kári V. Hjörvarsson, og Helgi Bjarni, f. 1972. 2) Hall- grímur Valdimar, f. 1948, maki Kristbjörg A. Sigurðardóttir, börn þeirra eru Rakel Steinvör, Nú þegar bróðir minn, Gunnar, er fallinn frá, reikar hugur minn til --ieimilis foreldra okkar og æsku- áranna á Vitastíg í Reykjavík, þar sem við ólumst upp ásamt eldri systkinum okkar, Ástu og Kristni, sem eru bæði látin. Hörður, hálf- bróðir okkar bræðra, einnig látinn, ólst upp hjá móður sinni. Við bræðurnir áttum okkar leik- félaga í nágrenninu og leikvellir okkar voru fjörurnar neðan Skúla- götu, gamla góða Rauðarártúnið og umhverfið þar í kring. Oft var dund- að við að veiða smáfisk á Kvöldúlfs- bryggjunni á góðviðrisdögum. Þó aldursmunur okkar Gunnars bróður væri ekki mikill, leit ég alltaf á hann sem stóra bróður og naut þess á æsku- og uppvaxtarárum okkar; alltaf var hann reiðubúinn *®að vernda og rétta litla bróður hjálp- arhönd ef þörf var á, og ekki síður eftir að foreldrar okkar og systkini voru fallin frá. Á uppvaxtarárum okkar Gunnars bróður var algengt, að drengir innan við fermingaraldur væru sendir í sveit á sumrin; var Gunnar nokkur sumur í sveit, m.a. á Kirkjubæ á Rangárvöllum, hjá hjónunum Val- gerði og Eyjólfi, sem þá bjuggu þar. Skemmtileg tilviljun, að einn tengda- sona Gunnars bróður á ætt sína að rekja til þeirra hjóna. Snemma hneigðist hugur Gunnars bróður að þeirri starfsgrein, sem hann vann við allan sinn starfsferil. Eftir að hafa lokið iðnskólanámi í ^bifvélavirkjun, fór Gunnar bróðir til Bandaríkjanna og lauk þar námi í flugvirkjun, kom heim árið 1946 og hóf þá störf hjá Flugfélagi íslands, síðar Flugleiðum, í maíbyijun 1946, og starfaði þar sem flugvirki og flug- vélstjóri allttil ársins 1989. Skömmu eftir heimkomuna frá Bandaríkjun- um giftist Gunnar Þóru sinni og bjuggu þau á Vitastig í húsi foreldra okkar, þar til þau fluttu á Háaleitis- braut. f. 1969, maki Þor- steinn Þorbergsson, Gunnar Þór, f. 1979 og Arnar Sigurður, f. 1981. 3) Drengur, f. og d. desember 1949. 4) Guðbjörg Kristín, f. 1953, maki Björn Guð- jónsson, sonur þeirra Guðjón Orn, f. 1980. 5) Margrét Árný, f. 1956, maki Eyjólfur Ingimars- son, börn þeirra eru Ester Inga, f. 1983, Harpa Sif, f.. 1987 og Berglind Osp, f. 1989. 6) Gunnar Ragnar, f. 1959, maki Björg G. Gísladóttir, börn þeirra eru Hallgrímur Heiðar, f. 1983 og Svanfríður Hlín, f. 1990. Sonur Bjargar er Björn Blöndal, f. 1979. Barnabarna- börn Gunnars og Þorgerðar eru fimm talsins. Gunnar fór til flugvirkjanáms 1.8. 1944 í Cal.Aero. Tech í Kali- forníu. Hann hóf síðan störf hjá Flugfélagi íslands, síðar Flug- leiðum hf., 1. maí 1946 og starf- aði þar óslitið í 43 ár. Hann var einn af frumkvöðlum í sinni starfsstétt, vann bæði sem flug- virki og flugvélstjóri. Einnig var hann einn af stofnendum Flug- virkjafélags Islands. Utför Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eftir að við bræður fluttum af Vitastíg, hann austar í bæinn, ég vestast í Vesturbæinn, og störf okk- ar ólík, hann flugvélstjori og ég sjó- maður og fjarverur oft langar frá heimilinu okkar, létum við aldrei hjá líða að hittast eins oft og mögulegt var. Ávallt var þá fagnaðarfundur, við höfðum frá svo mörgu að segja, m.a. ferðum okkar í lofti og á sjó. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á þátt Þóru mágkonu minnar í lífi Gunnars bróður. Dugnaður henn- ar var mikill við uppeidi fimm hraustra og duglegra barna, þegar heimilisfaðirinn var mikið fjarver- andi vegna starfs síns sem flugvél- stjóri á millilandaflugvélum Flugfé- lags íslands. Gunnar bróðir átti sumarbústað í Skorradal þar sem hann naut þess að dvelja á sumrin í fríum sínum. Var hann, ásamt fjölskyldu sinni, búinn að rækta talsvert landsvæði kringum bústaðinn. Þar sem áður var að mestu gróðurlítið land er nú orðið fallegt gróðurmikið skóglendi. Gunnar bróðir átti við erfið veik- indi að stríða undanfarin ár, en bar sig vel og sýndi mikinn dugnað. Þóra mágkona studdi vel við hann í þessum veikindum og eins börn þeirra hjóna og tengdabörn. Þrátt fyrir veikindi Gunnars bróð- ur héldu þau hjón upp á gullbrúð- kaup sitt hinn 12. október sl. Voru öll börn þeirra, ásamt Qölskyldum sínum og nánustu vinum, saman- komin á heimili þeirra hjóna í Ár- skógum 6. Naut hann þess að hafa alla fjölskylduna samankomna á þessum merkisdegi þeirra hjóna. Þakkaði hann Þóru sinni mjög inni- lega öll þeirra samveruár og eins börnum sínum og tengdabörnum fyrir alla þá hlýju og umhyggju, sem þau hafa alla tíð sýnt honum. Við Gyða og dóttir okkar kveðjum kæran bróður, mág og frænda, þökkum honum samveruna og fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Minning hans mun ætíð lifa í huga okkar. Þú fóstuijörðin fríð og kær, sem feðra hlúar beinum, og lífið ungu fijóvi fær hjá fornum bautasteinum, ó, blessuð vertu fagra fold, og Qöldinn þinna bama á meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjama. (Jón Thoroddsen) Árni, Gyða og Guðrún Gyða. í glugganum stendur Ijós sem logar hægt og segir að einhver sé dáinn fyrir innan. Fáein grenitré þegja við stíg sem endar snöggt í kirkjugarði í þoku. Fugl tístir - hver er fyrir innan? (Edith Södergran) Þetta ljóð lýsir tilfinningum mín- um þegar ég stödd í Brighton fékk fréttirnar að heiman um andlát Gunnars tengdaföður míns. Ég veit að Gunnar hefði ekki vilj- að einhveija lofræðu um sjálfan sig. Það var einfaldlega ekki hans stíll en mig langar samt að þakka honum samfylgdina. Það er ekki á hveijum degi á lífsgöngunni sem maður mætir eins góðum dreng og Gunnar var. Hann var hreinn í lund, tryggur og umhyggjusamur gagnvart sínum, og viljasterkari mann þekkti ég ekki. Hann kvaddi þennan heim með reisn og virðingu eins og honum var einum lagið. í bijósti mínu situr söknuður en þó svo mikil virðing, ég veit að sál þín geislar sem stjarna. Blessuð sé minning þín. Björg Gísladóttir. Elsku afi minn. Það er erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Þó að okkur hefði öllum átt að vera Ijóst að þú varst helsjúkur barst þú þig alltaf svo vel og aldrei heyrði ég þig kvarta. Þú varst fæddur höfðingi, afi, við systkinin erum alla vega sammála um það, að hvar á jörðinni sem þú hefðir fæðst hefðir þú orðið höfðingi. Þú hefðir sómt þér vel sem indjánahöfðingi, þú hafðir mikið stolt og þessa reisn sem til þarf. Minningarnar streyma fram. Flestar tengjast þær Skorradalnum, þar sem við fjölskyldan þín fengum notið þess að hafa ykkur ömmu í næsta bústað við okkur. Það er mik- il gæfa í stressuðu nútímaþjóðfélagi að eiga sér athvarf og þitt athvarf var ótvírætt Skorradalurinn, þar sem þú naust hverrar mínútu. Þú varst óþreytandi við að gróðursetja og lag- færa og ég sé þig fyrir mér í vinnu- gallanum eitthvað að basla. En það var ekki bara þín gæfa að eiga at- hvarf í Skorradalnum heldur líka okkar krakkanna að hafa náin og góð samskipti við ömmu og afa í slíku umhverfi. I vor varstu orðinn ■talsvert lasinn en þú ætlaðir þér að sjá Skorradalinn og að sjálfsögðu tókst þér það og gott betur. Þú sast alsæll á svölunum í bústaðnum þín- um og horfðir yfir landið þitt stolt- ur, enda máttir þú vera það, búinn að rækta upp mikið land og þú lagð- ir mikið upp úr því að öll þín barna- börn og langafabörn ættu sitt sér- merkta tré hjá þér. Þú varst mikill húmoristi, afi, fluggáfaður og víðlesinn og þú hafð- ir þínar vissu skoðanir á flestum hlutum og lást sjaldnast á þeim, enda fannst þér bráðnauðsynlegt að segja þeim til er ekki vissu betur! Fjölskyldan okkar eða „skríllinn þinn“ eins og þú sagðir, getur seint talist lágvær, því mikið líf og fjör var ávallt þegar hún kom sanian og þú þar fremstur í flokki. Ég held að þú hafir valið þér ferðatímann sjálfur, afi, því réttur mánuður er síðan þú og amma hélduð upp á gullbrúðkaupsafmælið ykkar í faðmi fjölskyldunnar og við áttum saman yndislegan dag. Sú minning er ger- semi fyrir okkur öll. Þú kvaddir, afi, með ömmu og öll börnin þín og tengdabörn hjá þér og þannig vildir þú hafa það. Þú hélst þinni reisn fram á síðasta dag og ég veit að þú ert þakklátur fyrir það. Elsku afi. Kveðjustundin er okkur öllum erfið en þó sérstaklega ömmu sem hefur staðið sem hetja við hlið þér í rúm 50 ár. Þú veist, afi, að hópurinn þinn er sterkur og sam- heldinn og munum við styðja og styrkja hvert annað og gæta ömmu fyrir þig. Menn fínna að látinn er höfðingi hér, - - sú hugsun er jöfn fyrir alla. - Menn finna, að bróðir og faðir það er, - menn fínna það skarð, er svo mikið á ber, er hlynir svo haldmiklir falla. Vér vonum vér hittum hann handan við mar í heimi þess góða og sanna. Sem höfðingi, bróðir og hugljúfi þar, hann hönd mun oss bjóða sem fyrr, er hann var hér meðal vor dauðlegra manna. Já, þökk fyrir allt, sem hann auðsýndi gott, vér innum með treganum sárum. Vér göngum með honum til grafar á brott. Vér getum svo lítið, - en þakklætis vott vér færum með fljótandi tárum. (Jón Trausti.) Afi minn, ég kveð þig nú í þeirri vissu að nú líði þér vel og við munum hittast síðar. Blessuð sé minning þín. Þín Rakel Steinvör. Hann afi er látinn. Hann sagðist alltaf vera hress og ef einhver hefði spurt hann hvernig honum liði þegar hann var hvað verstur hefði hann sagt: „Mér líður vel, en þér?“ Hann hugsaði alltaf um hvernig öðrum liði og ég minnist þess ekki að hann hafi kvartað einu sinni. Ég man vel eftir því að hann hafði alltaf tíma til að tefla við mig og hann gaf mér 100 kr. í hvert skipti sem ég vann og ég veit það núna að hann leyfði mér að vinna. Afi kunni best við sig í Skorra- dalnum þar sem hann var búinn að rækta Iandið og gróðursetja eitt tré fyrir hvert barnabarn sem kom í heiminn. Þegar hann er ekki þarna verður eins og eitthvað vanti. Guð blessi hann og veiti ömmu hjálp í gegnum þessa erfiðu tíma. Áður en þessir erfiðu tímar gengu í garð hugsaði ég um styrk sem eitthvað líkamlegt en amma hefur gefið orð- inu styrkur aðra_ nierkingu. Guðjón Örn Björnsson. Elsku afí. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért nú búinn að yfirgefa þennan heim og kominn á áfangastað eftir þessi löngu veikindi. En ég get ekki annað en glaðst þegar ég hugsa til baka um allar þær ljúfu minning- ar sem ég geymi um þig. Minnisstæðust eru sumrin í Skorradalnum þar sem þú undir þér svo vel innan um trén þín og í faðmi fjölskyldunnar. í öll þessi ár hafðirðu stritað við að planta og nú eru trén búin að mynda þennan fallega tijá- lund í kringum bústaðinn hjá ykkur ömmu. Ásamt þessum áhuga á náttúru landsins varstu algjör tækjagrúsk- ari. Ég man eftir því þegar við nafn- arnir vorum að hamast við að slá grasið og þá bilaði ailt í einu sláttu- vélin. Þú náðir í skrúfjárn og við fórum að pikka og pota í vélina. Ég hafði náttúrulega ekkert vit á því sem þú varst að gera svo ég reyndi í staðinn að segja eitthvað gáfulegt inn á milli. Eftir að hafa bagsað lengi yfir vélinni þá var það alveg ótrúlegt hvernig þér tókst svo að koma þessu gamla hrúgaldi aftur í gang. En þetta lýsir því vel hvern- ig þú varst. Það sem þú ætlaðir þér að gera, það gerðirðu. Það var aðdáunarvert að sjá þig skríða upp brattar hlíðarnar í hvíta vinnugallanum til að huga að litlu plöntunum og fylgjast með vexti þeirra. Eftir að veikindin komu í ljós sá maður hvernig þér hrakaði smám saman og þolið minnkaði. Síðastlið- inn vetur var erfiður hjá þér en þú varst harðákveðinn í að komast í Skorradalinn og sjá plönturnar springa út í vor. Með gífurlegum viljastyrk og hörku tókst þér að sjá þetta allt saman í hinsta sinn. Það rennur mér seint úr minni þegar ég horfði á þig í sumar, þar sem þú sast svo tignarlegur úti á veröndinni og horfðir yfír gróðursæla landareignina í sólskininu. Þú varst sannkallaður kóngur í ríki þínu. Öll góðmennska þín og þinn sér- staki persónuleiki munu verða mér minnisstæð svo lengi sem ég lifi og það er með stolti sem ég ber nöfn ykkar ömmu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum) Blessuð sé minning þín. Gunnar Þór Hallgrímsson. Elsku afi. Þú varst alltaf jafn íjör- ugur fram á síðustu stundu. Við munum helst eftir þér þegar þú fórst með okkur frændsystkinin að gróð- ursetja lítil tré í hlíðinni uppi í Skorradal. Skorradalur var einn af uppáhaldsstöðunum þínum. Alltaf þegar nýtt barnabarn eða barna- barnabarn fæddist keyptir þú lítið tré og gróðursettir það. Það verður einmanalegt þar þegar enginn afi er að rölta á milli tijánna með staf- inn sinn að skoða þau. En við vitum að þú verður þar á sveimi og vakir yfr okkur og tijánum. Við munum sakna þín. Rósin. Á grænum stilk mjúk eins og flauel opnast hægt og rólega og þegar hún hefur opnast alveg fölnar hún blöðin detta af rósin visnar og deyr. (Ester) Ester Inga, Harpa Sif og Berglind Osp. Félagi okkar, Gunnar Héðinn Valdimarsson flugvirki, er látinn. Hann hóf nám í bifvélavirkjun á bif- reiðaverkstæði Páls Stefánssonar árið 1939 og sótti Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1939 til 1943 og lauk því námi með sveinsprófi í bifvélavirkjun. I ágúst 1944 hélt hann ásamt fimm öðrum ungum sveinum til Bandaríkjanna til flug- virkjanáms og innritaðist í Curtis- Wright Institute í Kaliforníu. Þaðan útskrifuðust þeir í desember 1945. Þar sem þá var ekki vöntun á flug- virkjum hjá íslensku flugfélögunum fengur þeir Gunnar, Ásmundur Daníelsson og Halldór Guðmundsson vinnu hjá bandaríska flugfélaginu Trans World Airlines með aðstoð Agnars Kofoed-Hansen flugmála- stjóra, sem aðstoðaði marga flug- virkjanema um þetta leyti og síðar GUNNARH. VALDIMARSSON 0DEXIOH Speedlock Vörubretta rekkar SINDRI HORKUGOÐIR -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 72 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.