Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
30 gerdir af sœtum sófum!
AÐSEIMDAR GREINAR
sœtir sófar
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
AVALLT
I FARARBRODDI
Míele
Neytenda- ■■
kannanir um allan
heim hafa staðfest að
Miele þvottavélar
eru ávallt I fararbroddi.
„Ávallt bestir"er
okkar loforð. Takk fyrir
að velja Miele.
Rudolf Miele stjórnarformaöur
8 Verð irá kr. 110.790 st.gr. j
Miele
EINSTAKAR
ÞVOTTAVÉLAR
FRA29. NOVEMBER j“
FRAM AÐ JÓLUM
/T
Fjór-
réttaður
kvökl-
verður
vKtAATSfö/
2.950 kr
Parmaskinka með ananassalsa
og kryddjurtaotíu
Rjúputerrine með ríismm,jíkjum
og hestihnetuvinaigrette
Reyktur tax með rjómaosti, kotasœlu oggraslauk
Ristaður hörþudiskur og kolkrabbi með cous cous,
corianderolíu, lime og tómötum*
Kjörsveppasúpa „Cappuccitio" (milliréttur á kvöldin)
★
Hamborgarhryggur með rauövínssósu
Nautahryggur með villigrjónasoujjle og villisveppasósu
Ojnbakað, jyllt lambalœri með rósmarín
og hvítlauk á sítrónugrasssósu
Villigœsabringa og tjiípa með
betjasósu og steinseljurótannauki'
★
Prosinnjóladrumbur „Búche de Noel“
Kryddaður brauðbúðingur„pain d'épices"
meðþurrkuðum ávöxtum og möndlum
Péche Melba með vanilluís og hindberjasósu
*Einungis á kvöldin.
". 'jg — - — ---------—”
BORÐAPANTANIR í SÍMA 552 5700
Hvers vegna minmst enginn
á kostnaðinn vegna
endurnýjunar starfsfólks?
ÞANN 2. júlí síðast-
liðinn var starfsmönn-
um Landmælinga ís-
lands tilkynnt að
stofnunin yrði flutt til
Akraness. Frá þessum
degi hefur aðeins ein
spurning brunnið á
vörum okkar allra:
Hvers vegna á að flytja
Landmælingar íslands
á Akranes? Svarið sem
við höfum alltaf fengið
er: Þetta er pólitísk
ákvörðun byggð á
stjómmálalegum for-
sendum. Eftir að hafa
lesið úttektir, minnis-
blöð, blaðagreinar ...
eða allt það sem ég hef náð í um
stjórnmálalegar forsendur þessar-
ar ákvörðunar er ég hvergi nærri
um hvert svarið við spurningunni
er, en þeim mun vissari um hvað
stjórnmálalegar forsendur fela
ekki í sér. Við skulum skoða málið.
Í Morgunblaðsgrein 19. október
síðastliðinn hreykir umhverfisráð-
herra sér af því að langur og vand-
aður undirbúningur liggi að baki
ákvörðun hans. Máii sínu til stuðn-
ings nefnir hann ýmsar skýrslur
og minnisblöð sem þann grunn sem
hann byggir mál sitt á.
Þar er fýrst að telja álit nefndar
á vegum forsætisráðherra um
flutning opinberra stofnana frá
1993. Engin af 8 ríkisstofnunum,
sem þar var gerð tillaga um að
flytja, hefur verið flutt.
Arið 1994 óskaði þáverandi
umhverfisráðherra eftir því að
Framkvæmdasýsla ríkisins gerði
úttekt á kostnaði vegna flutnings
Landmælinga íslands til Akraness.
Framkvæmdasýslan leitaði til
Hagsýslu ríkisins við mat á hvort
útgjöld ríkisins til lengri tíma
myndu aukast í kjölfar flutnings.
Skemmst er frá því að segja að
Framkvæmdasýslan var sammála
niðurstöðu Hagsýslunnar: „Kostn-
aður ríkisins til langs tíma mun
aukast ef stofnunin flytur frá
Reykjavík.“
I skýrslu Hagsýslunnar segir
orðrétt: „Með því að flytja stofnun-
ina til Akraness má
ætla að stofnunin
veikist faglega,
rekstrarkostnaður
hennar hækki vegna
aukins kostnaðar við
samskipti og starfs-
mannahald.“ Síðar
segir: „Einnig er
hætta á að vegna fjar-
veru frá höfuðborg-
inni muni aðrar stofn-
anir smám saman
taka við þeim verkefn-
um sem Landmæling-
um.er ætlað að sinna
og stofnunin smám
saman daga uppi.“
Þetta er sú framtíð-
arsýn sem umhverfisráðherra boð-
ar með ákvörðun sinni. Ákvörðun
um flutning Landmælinga íslands
er greinilega ekki tekin með það
að markmiði að styrkja stofnunina,
hvorki rekstrarlega né faglega.
Ákvörðun um flutning
Landmælinga íslands er
greinilega ekki tekin
með það að markmiði
að styrkja stofnunina,
segir Hrafnhildur
Brynjólfsdóttir, hvorki
rekstrarlega né faglega.
Hvers vegna tekur langur og vand-
aður undirbúningur ekki tillit til
þessara ályktana? Eru niðurstöður
Framkvæmdasýslunnar og Hag-
sýslunnar dæmdar ómerkar eða er
eitthvað annað, sem réttlætir flutn-
ing og vegur það þungt að það nái
að kæfa þessa ókosti?
Ein réttlætingin gæti verið sú
að Akranes væri hentugri staður
fyrir starfsemi Landmælinga ís-
lands en Reykjavík vegna þess að
aðstæður þar væru betri. í minnis-
blaði Hagsýslu ríkisins frá því í
mars síðastliðnum er komist að því
að svo sé ekki. Þar stendur: „Sér-
staklega hagstæðar aðstæður á
Akranesi umfram aðra staði eru
tæpast rök fyrir flutningi Land-
mælinga þangað.“ í framhaldi af
þessu er það líka óskiljanlegt af
hveiju Guðmundur Bjarnason vísar
endalaust í Framkvæmdasýslu rík-
isins og Hagsýslu ríkisins því til
stuðnings að fjárhagslegar ástæð:
ur mæli ekki í mót flutningi. í
minnisblaði Framkvæmdasýslunn-
ar er sagt í umijöllun um hús-
næðisþörf stofnunarinnar að fjár-
hagslegar ástæður mæli ekki í mót
flutningi. Á aðra kostnaðarliði er
ekki minnst. í minnisblaði frá Hag-
sýslu ríkisins frá því i mars síðast-
liðnum er ekki minnst á ijárhags-
legar ástæður einu orði.
Hvers vegna talar enginn um
að a.m.k. 17 milljónir þurfi til að
greiða biðlaun til núverandi starfs-
manna Landmælinga íslands sem
ekki myndu flytja? Hvers vegna
minnist enginn á kostnaðinn vegna
endurnýjunar starfsfólks? Hvers
vegna reiknar enginn út hver
heildarkostnaðurinn við þessa
framkvæmd yrði? Það er einfald-
lega vegna þess að ráðamenn
treysta sér ekki til að horfa framan
í kjósendur og segja: Það kostar
hundruð milljóna að flytja Land-
mælingar íslands til Akraness.
Þessa ákvörðun er ekki einu
sinni hægt að réttlæta með því að
vísa til reynslu af flutningi ríkis-
stofnana frá Reykjavík.
í minnisblaði Hagsýslunnar frá
því í mars stendur: „Flutningur
stofnana frá Reykjavík hafði meðal
annars þær afleiðingar að enginn
starfsmaður hvorugrar stofnunar
flutti með stofnun til langframa í
ný heimkynni. Sambærileg end-
urnýjun á starfsliði Landmælinga
íslands við tilflutning hefði óhjá-
kvæmilega alvarlegar afleiðingar
fyrir getu og hæfni stofnunarinnar
til að sinna hlutverki sínu og þró-
ast í takt við síbreytilegt um-
hverfi, tækni, fagmennsku og
markaðskröfur."
Nú liggur fyrir að starfsmenn
Landmælinga íslands eru ekkert
sérlega spenntir fyrir því að flytja
með stofnuninni til Ákraness og
hvers vegna ekki? Það er einfald-
lega vegna þess að góðir skólar,
sjúkrahús, fyrirmyndaraðstaða til
íþróttaiðkunar og heilsugæsla hafa
ekkert með Landmælingar Islands
að gera. Við vitum að Akranes
hefur upp á margt að bjóða fyrir
íjölskyldufólk og þar myndi síður
en svo væsa um mig og mína, en
það skiptir ekki máli á meðan ég
sé hvorki ástæður né skynsamleg
rök fyrir því að flytja stofnunina.
Ákvarðanir um að flytja rót-
grónar stofnanir úr umhverfi sínu
verður alltaf að taka á grundvelli
þess að þeim sé betur komið ann-
ars staðar og að starfsemi stofnun-
arinnar hafi hag af flutningi. Hvers
vegna í ósköpunum ættum við að
flytja Landmælingar íslands til
nýrra heimkynna þegar við vitum
að kostnaður ríkisins til langs tíma
mun aukast ef stofnunin flytur frá
Reykjavík - þegar við vitum að
það mun óhjákvæmilega hafa al-
varlegar afleiðingar fyrir getu og
hæfni stofnunarinar til að sinna
hlutverki sínu og þróast í takt við
síbreytilegt umhverfi, tækni, fag-
mennsku og markaðskröfur. Og
enn spyr ég: Hvers vegna á að
flytja Landmælingar íslands til
Akraness? Svarið er . .. þetta er
pólitísk ákvörðun, byggð á stjórn-
málalegum forsendum.
Höfundur er trúnaðarmaður
Félags íslcnskrn náttúrufræðinga
lijá Landmælingum Islands.
BIODROGA
Líírænar jurtasnyrtivörur
DIODROCjA
ÖXYGFN
FÖRMULA
Nýtt
dag- og næturkrem
BOPROGA
ffiCVSEN
fomm
BIODROGA
ÖXYGÉN FÖRMULA
IPDR<
1.995 krónur.
Staðgreiðsluafsláttur.
Póstkröfusendum.
Ingóifsapótck, Kringlunni; Lilja, Stíllholti, Akrancsi;
Bankastræti 3, sími 551 3635 StTörnuapótck, Ákureyri; Hilma, Húsavík.
Hrafnhildur
Brynjólfsdóttir